Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 33
leiðslunnar eru af Evru-svæðinu og
því um sambærilegan kostnað að
ræða og hjá keppinautunum. Inn-
lendur kostnaður við vinnsluna er
hins vegar í krónum, en sá kostn-
aður keppinautanna vegur hins veg-
ar lægra í tilboðum þeirra vegna
sterkrar stöðu krónunnar. Í raun
hefur verð á virðisauka þeirra um-
fram hráefnaþáttinn þannig verið á
útsölu vegna umreiknings í sterkar
íslenskar krónur. Munur á tilboðum
reyndist ekki mikill og hefði vafa-
laust orðið minni eða enginn við eðli-
lega stöðu krónunnar. Verkefnið
hefði orðið fyrirtæki okkar, starfs-
mönnum og samfélaginu mikilvægt
á tímum samdráttar. Samdráttar
sem hefur kallað á sértækar aðgerð-
ir ríkisvaldsins til að draga úr at-
vinnuleysi.
Óstöðugleikinn dýr
Af þessu sést að samkeppnisstaða
iðnaðar á innanlandsmarkaði getur
orðið erfið vegna óstöðugrar myntar
sem þróast öfgakennt upp og niður í
hrikalegum sveiflum sem eitt árið
hækka erlendan kostnað og skuldir
og það næsta skerða samkeppnis-
stöðuna. Stjórnunaraðferðir verð-
bólguáranna taka sig upp og hætt er
við að hækkanir á vöruverði við veik-
ingu krónunnar séu ekki eins fljótar
að ganga til baka við styrkingu
hennar. Ef verkefni og atvinna tap-
ast af völdum óstöðugleika í geng-
ismálum er illt í efni og ástæða til að
staldra við. Íslenskur framleiðslu-
iðnaður hefur tekist á við erlenda
keppinauta af fullri alvöru án rík-
isstyrkja, niðurgreiðslna og toll-
verndar. Iðnaðurinn mun ekki
standast þá samkeppni nema hann
búi við stöðugleika og sambærilegt
vaxtastig og keppinautarnir. Tekju-
skattslækkun sem vissulega er af
því góða kemur engu fyrirtæki vel
nema það standist samkeppni og
skili arði.
Tilraunastarfsemin sem einkennt
hefur gengisstýringu krónunnar
með svokölluð verðbólgumarkmið að
leiðarljósi hefur sýnt vanmátt Seðla-
bankans til að hafa áhrif á þróunina.
Viðskiptajöfnuður hefur mest áhrif
en fleira kemur einnig til. Óhætt er
að gera ráð fyrir að fyrirhugaðar
stóriðjuframkvæmdir muni enn
styrkja krónuna eða viðhalda of háu
gengi hennar.
Ótrygg framtíðarsýn
Reynsla okkar fyrirtækis er ekki
einsdæmi og gætt hefur viðleitni
fyrirtækja til að koma starfsemi
sinni fyrir erlendis, einkum þeirra
sem selja á erlenda markaði.
Við úreldingu EES-samningsins
sem allt útlit er fyrir er einnig viss
hætta á skertu markaðsaðgengi.
Mikið er gert af því að bera saman
hagsmuni og aðstæður Noregs og
Íslands hvað þessi mál varðar. Það
er í sjálfu sér ágætt en hafa verður í
huga stærð og styrk norska efna-
hagskerfisins vegna auðlinda sem
gera Norðmönnum kleift að viðhalda
meiri stöðugleika í efnahagsmálum,
þótt iðnaður þeirra sé á hverfanda
hveli vegna langvarandi hás gengis
norsku krónunnar. Svo virðist sem
stjórnmálamenn séu ekki reiðubúnir
að taka afstöðu í þessu máli nema á
ráðstefnum úti í bæ þar sem umræð-
an er lævi blandin og óörugg.
Sá tími er löngu runninn upp að
þessi vandasömu mál fái faglega og
virka meðhöndlun.
Í okkar fyrirtæki erum við farnir
að tapa verkefnum.
Höfundur er framkvæmdastjóri
SET hf. á Selfossi.
eiginlegu stjórnstöð sé starfsemi
hennar skert að stórum hluta. Gæsl-
an er einn mikilvægasti hlekkurinn í
okkar björgunarstarfi og verður því
að mínu mati að vera þátttakandi í
þessari sameiginlegu stjórnstöð.
Ég sé þessa sameiginlegu stjórn-
stöð fyrir mér með tvö akkeri sem
eru stjórnstöð Landhelgisgæslu og
Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglu-
stjóra. Dags daglega eru þessar
stjórnstöðvar að sinna þeim mála-
flokkum sem undir þær heyra. Oft
eru þær að vinna saman, þegar vá
eða slys ber að höndum, sem hin
daglega viðbragðsþjónusta leysir.
Þegar eitthvað gerist sem aðrir eiga
aðkomu að, svo sem björgunarsveitir
Slysavarnafélagsins eða Flugmála-
stjórn, mæta fulltrúar þessara aðila
einfaldlega í þessa þjálfuðu stjórn-
stöð. Sama gerist þegar almanna-
varnaástand skapast. Þetta væri ein-
faldlega besta kerfið sem við gætum
byggt upp með hagsmuni þeirra í
huga sem í neyð eru staddir.
Það hefur komið fram hjá Land-
helgisgæslunni að ekki sé hægt að
slíta í sundur daglega starfsemi
skrifstofu Gæslunnar og stjórn-
stöðvarinnar. Ég er sammála þess-
um rökum, enda eru þau aðalástæða
þess að Slysavarnafélagið Lands-
björg er tilbúið að flytja úr núver-
andi höfuðstöðvum sínum, sem
kenndar eru við félagið, og flytja í
sambýli með öðrum í Skógarhlíðinni.
Landhelgisgæslu Íslands ber
verðugur sess í væntanlegari Björg-
unarmiðstöð Íslands í Skógarhlíð og
þar er vettvangur til að leysa þau
innri vandamál sem upp kunna að
koma.
Höfundur er formaður
Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
efnum má betur ef duga skal, því það
bráðvantar léttlestrarbækur fyrir
unglingastigið. Sem dæmi um þjón-
ustu við nemendur í lestrarvanda þá
hefur þeim m.a. staðið til boða auka-
þjálfun í lestri og stafsetningu, að
skrifa texta á tölvu, stærra letur á
prófum og hljóðspólur með kennslu-
bókum. Vissulega er nú meiri
áhersla á að fólk ljúki bóklegu fram-
haldsnámi og að sjálfsögðu er það
miklu meira álag fyrir fólk sem er
með dyslexíu að standast þau próf.
Í lokin skal á það bent að til að tak-
ast á við dyslexíu þarf fyrst og
fremst úthald og einbeitingu þess
sem á við vandann að stríða. Sá sem
verður sérfræðingur í ensku knatt-
spyrnunni með því að horfa á skjáinn
fær naumast tilboð um atvinnu-
mennsku frá ensku deildinni ef hann
fer aldrei á knattspyrnuæfingu til að
þjálfa sig. Sá sem aðeins horfir upp í
himininn til að virða fyrir sér tunglið
fær ekki tilboð um að verða geimfari
án þess að leggja mikið á sig í geim-
vísindagreinum. Enginn verður
óbarinn biskup.
Höfundur er sérkennari við
Vallaskóla á Selfossi.
Nýr listi
www.freemans.is