Morgunblaðið - 05.03.2003, Side 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 35
Ein fyrsta stelpan sem ég kynntist
þar var Anna. Við vorum litlar stelp-
ur þá. Allar götur síðan hef ég átt
tryggan vin þar sem Anna var. Anna
var afar glæsileg kona, alltaf vel til
höfð og lýsti upp umhverfi sitt með
sínu glaðlega brosi.
Þær eru ófáar samverustundirnar
okkar á liðnum áratugum. Göngu-
túrarnir til margra ára á fimmtudög-
um voru okkur báðum ómetanlegir,
við nutum útiverunnar og áttum
skemmtilegar samverustundir að
loknu röltinu á kaffihúsum eða heim-
ilum okkar. Alltaf var Anna að skoða
gróðurinn, hvernig samsetningin
væri í beðunum, litina, tegundirnar,
full áhuga að fá hugmyndir fyrir
sælureitinn sinn heima í Starhólm-
anum. Garðurinn var hennar unaðs-
reitur og þar átti hún ómetanlegar
stundir við að hlúa að plöntunum sín-
um, sá fyrir sumarblómum í gróð-
urhúsinu og ótal verk sem vinna
þurfti. Sælureiturinn þeirra hjóna í
Starhólmanum, margverðlaunaður,
bar þess vitni að alúð var lögð við
hann. Hún Anna ræktaði ekki síður
garðinn sinn gagnvart fjölskyldunni
og vinum. Strákarnir og Harry voru
augasteinarnir hennar. Barnabörnin
voru löngum stundum í pössun hjá
ömmu og atlætið ekki af verri end-
anum. Þegar fer að vora eftir nokkra
mánuði mun afrakstur sáningar
sumarblómanna skila sér, en síðasta
verk Önnu, þá fjársjúk, var að sá fyr-
ir sumarblómunum. Ég veit að Anna
mun vaka yfir blómunum sínum sem
og Harry og strákunum.
Þegar ég ung stúlka missti for-
eldra mína og bróður á skömmum
tíma stóð Anna eins og klettur við
hlið mér eins og ávallt síðar og aldrei
hefur fallið skuggi á þá vináttu og
tryggð. Fyrir þá umhyggju, hlýju og
væntumþykju get ég seint þakkað.
Anna var trúuð kona og hjálpaði trú-
in henni í gegnum erfið veikindi síð-
ustu mánuði.
Ég votta Harry, öldruðum föður,
Sigga, Hannesi, Bessa og fjölskyld-
um þeirra mína innilegustu samúð-
arkveðjur.
Guð blessi minningu vinkonu
minnar Önnu Alfonsdóttur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Guðrún Hjaltadóttir.
Þetta er ekki mín sterka hlið, að
skrifa minningargrein, reyndar bara
mín önnur, en elsku Anna þú átt það
svo inni hjá mér að ég skrifi til þín og
miklu meira en það. Þú varst mér
alltaf sem önnur móðir. Þegar ég var
í Álftamýrarskóla lá leið mín oft til
þín eftir skóla og þær voru ófáar
helgarnar sem ég fékk að gista hjá
ykkur og var farið með mig eins og
prinsessu innan um karlaveldið sem
fylgdi þér. Og ekki vantaði hjálpsem-
ina hjá ykkur Harry. Þegar ég fór að
búa var ég varla búin að fá afhentan
lykilinn þegar þið Harry voruð mætt
með pensla og rúllur til að aðstoða.
En það er eitt sem enginn getur stát-
að af eins og þú, það er blómaræktin.
Strax í janúar byrjaðir þú að und-
irbúa blómin sem áttu eftir að
skreyta fjölda garða, svo ekki sé
minnst á leiðin sem þú hugsaðir svo
vel um. En það er einn garður sem
bar af, þinn eigin, aldrei fékk ég nóg
af því að labba um hann og skoða
litadýrðina. En elsku Anna, allir vita
hvað var númer eitt hjá þér, það var
fjölskyldan, hún var þér allt, sam-
band þitt við Harry, strákana þína
og barnabörnin var alveg sérstakt og
ekki má gleyma pabba þínum. Ekki
leið sá dagur að þú hringdir ekki í
hann eða kæmir til hans.
Elsku Anna, margar sögur ertu
búin að segja mér frá því ég var lítil.
Þessar sögur ætla ég að geyma vel
og hlæja með mínum börnum eins og
við höfum gert í gegnum árin.
Elsku Harry, missir þinn er mikill
en þú átt svo yndislega fjölskyldu
sem stendur svo þétt saman að ég
veit að þið eigið eftir að standast
þessa raun þótt erfið sé.
Elsku afi, Harry og yndislega fjöl-
skylda, megi Guð vera með ykkur.
Agnes Kragh.
Ef hægt er að mæla fegurðina í lífi
fólks var Anna fögur í gegn. Hlýja og
traust voru aðalsmerki hennar og
munu lifa með okkur um ókomin ár.
Þessi hægláta og vandaða kona
kenndi okkur margt, en það er ef til
vill sýn hennar á lífið sem situr eftir.
Ekkert þótti henni vænna um en lífið
og lífskraftinn í sínu fólki. Og fáir ef
nokkrir hafa sinnt sínum betur um
dagana.
Með áþreifanlegum hætti fundum
við hvernig við urðum hluti af lífi
Önnu á sokkabandsárum okkar fyrir
hálfum öðrum áratug. Þá tengdumst
við henni ævarandi böndum sem
munu ávallt vera sterk og mikilvæg í
lífi okkar. Bessi, sonur hennar og
Hrönn, systir okkar og mágkona,
höfðu kynnt okkur fyrir þessari fal-
legu konu sem snart okkur strax
með ljúfu viðmóti.
Það lýsir Önnu vel að hún leit á
okkur sem börnin sín þegar á bját-
aði. Ljúft er að minnast þess þegar
hún kom eins og hvellur inn á nýtt og
ómálað heimili okkar fyrir röskum
áratug með pensil og stiga í hendi og
fór þar um eins og verkstjóri og
vandaður listamaður. Hjálpsemi og
alúð var eins og rauður þráður í lífi
þessarar einstöku konu ásamt ótrú-
legri ósérhlífni.
Þá hverfur það aldrei úr minni
þegar ómegðin ætlaði okkur um koll
að keyra og Anna geystist inn á
heimili okkar og skipaði móðurinni
til sængur með nýfæddu barni sínu
og tók við þeim eldri og erfiðu heimili
um nokkurra daga skeið. Þarna birt-
ist Anna eins og engill af himnum og
þarna varð til sú mynd sem við mun-
um geyma í hjarta okkar af þessari
miklu móður af guðs náð.
Líklega hafa fáir ræktað garðinn
sinn jafnvel og Anna Alfonsdóttir.
Það var unun að koma heim til henn-
ar og Harry Sampsted, elskulegs
eiginmanns hennar og skoða heimili
þeirra og garðinn allt umhverfis hús-
ið í Starhólmanum. Þar sást bersýni-
lega að listamenn voru á ferð; natnin
og virðingin fyrir umhverfi og nátt-
úru var slík að aðkomufólk var ekki
öruggt um hnattstöðu sína.
Ef til vill er ekkert foreldri jafn-
mikilvægt og að sjá börnin sín vaxa
vel úr grasi. Anna horfði á eftir
strákunum sínum út í lífið. Fáa menn
þekkjum við jafnheila og góða. Það
eru verðlaun Önnu í lífinu. Að leið-
arlokum ætlum við að horfa fram á
veginn með þeim, tengdadætrum og
börnum – og halda utan um Harry
og Alfons sem lifir elskulega dóttur
sína. Hvíldu í friði, góða kona.
Elín og Sigmundur Ernir.
Ég sem í garði gleðinnar sat
við lindir ljóða
í lyngmónum úti
hvar bros þitt skein
læt skugga minn hverfa
í skóginn hljóða.
(Þorsteinn frá Hamri.)
Ástvinum Önnu sendum við inni-
legar samúðarkveðjur og biðjum
góðan Guð að styrkja þau í þeirra
miklu sorg.
Hafðu þökk fyrir samfylgdina.
Auður Ýr og William (Billy).
Með þessum fáu orðum langar
okkur að minnast elsku frænku okk-
ar, þessarar yndislegu barngóðu
konu. Það var alltaf svo gott að koma
í heimsókn til fjölskyldunnar í Star-
hólmanum og sitja við eldhúsborðið
og spjalla um daginn og veginn yfir
heimatilbúnum kræsingum eða bara
kaffi og frans. Við eigum öll góðar
æskuminningar um Önnu frænku.
Við fengum að hjálpa til við bakst-
urinn, kæfugerðina, garðyrkjuna, í
gróðurhúsinu, í bílskúrnum. Hvert
tækifæri var notað til að komast í
Starhólmann, sem var miðpunktur
fjölskyldunnar á þessum tíma. Alltaf
var hún boðin búin að aðstoða okkur
og passa.
Öll börn hændust að henni og
börnin okkar litu á hana sem ömmu.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Megi Guð styrkja okkur öll í þess-
ari miklu sorg. Minningin um þessa
frábæru, geislandi konu lifir í hjarta
okkar allra og mun ylja okkur.
Elsku Harrý, Alli Siggi, Hannes,
Bessi og fjölskyldur og afi Alfons,
Anna lifir í ykkur.
Linda Björk, Sölvi Þór,
Sigríður og fjölskyldur.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Yndislegi maðurinn minn og pabbi okkar,
sonur, tengdasonur og bróðir,
BJÖRN RAGNARSSON,
Lindargötu 20,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn 23. febrúar,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 6. mars kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Álfheiður H. Árdal,
Úlfar Þór Björnsson Árdal,
Freyja Björt Björnsdóttir Árdal,
Arndís Úlla Björnsdóttir Árdal,
Arndís Pálsdóttir, Ragnar Benediktsson,
Úlla Þormar Árdal
systkini og fjölskyldur.
Þakka samúð og hjálpsemi við andlát og útför
sonar míns,
HARALDAR SIGÞÓRS BERGMANN,
Hátúni 10A,
Reykjavík.
Hann lést 14 febrúar og var jarðsettur 4. mars.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Valgerður Haraldsdóttir.
Móðir okkar og tengdamóðir,
VALGERÐUR HANNESDÓTTIR
frá Torfastöðum II,
Grafningi,
sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 2. mars, verður jarðsungin frá
Selfosskirkju laugardaginn 8. mars kl. 13.30.
Jarðsett verður að Úlfljótsvatni.
Elín Snorradóttir, Sveinn Kristinsson,
Björg Snorradóttir, Guðmundur Hjartarson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma, langamma og systir,
ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Skólagerði 15,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtu-
daginn 6. mars kl. 13.30.
Ingi Jónsson,
Guðmundur Ingason, Sólfríður Guðmundsdóttir,
Jón Ingi Ingason, Kristín Jónsdóttir,
Markús Ingason, Oddný Hólmsteinsdóttir,
Arnþrúður Guðmundsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir og afi,
GUÐMUNDUR KRISTINSSON
frá Nýhöfn,
lést föstudaginn 28. febrúar.
Kveðjustund að lokinni kistulagningu í Fossvogskapellu fimmtudaginn
6. mars kl. 13.00.
Jarðsett verður frá Snartarstaðakirkju laugardaginn 8. mars kl. 14.00.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Sigurbjörg Sveinsdóttir,
Anna Jóna Guðmundsdóttir,
Halldór Snær Kristjánsson.
Lokað
Lokað verður í dag frá kl. 13.00—16.00 vegna jarðarfarar
ÖNNU ALFONSDÓTTUR.
Bílasmiðurinn hf.,
Bíldshöfða 16.
Ástkær bróðir okkar og frændi,
EYJÓLFUR ÓSKAR ÞORSTEINSSON
frá Garðakoti,
andaðist á Hjallatúni í Vík í Mýrdal fimmtudag-
inn 27. febrúar.
Útförin fer fram frá Skeiðflatarkirkju laugar-
daginn 8. mars kl. 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðjón Þorsteinsson,
Gróa Þorsteinsdóttir,
Jóna Þorsteinsdóttir
og frændfólk.
Móðir okkar, amma og langamma,
ELÍN ELÍASDÓTTIR
frá Melstað,
Höfðagrund 11,
Akranesi,
sem lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn
28. febrúar sl., verður jarðsungin frá Akranes-
kirkju föstudaginn 7. mars nk. kl. 10.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Sjúkrahús Akra-
ness.
Georg Einarsson, Aðalbjörg Níelsdóttir,
Viðar Einarsson, Ólöf Gunnarsdóttir,
Bjarney Steinunn Einarsdóttir, Páll Helgason,
Einar Einarsson, Hrafnhildur Pálmadóttir,
Dröfn Einarsdóttir, Elías Jóhannesson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.