Morgunblaðið - 05.03.2003, Síða 36

Morgunblaðið - 05.03.2003, Síða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jónatan Guð-mundsson fædd- ist í Hjörsey á Mýr- um 18. ágúst 1914. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut í Reykjavík 20. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Halldór Jónatansson frá Hjörsey, f. 6. mars 1876, d. 28. maí 1947, og Margrét Guðnadóttir frá Valshamri á Mýrum, f. 31. mars 1884, d. 7. júlí 1968. Jónatan átti eina systur, Jónu El- ísabetu, f. 8. september 1909, d. 28. júlí. 1930. Jónatan kvæntist 3. desember ena Sól, f. 1995, Aþena Örk, f. 1998, og Gabríel Máni, f. 2002, b) Helgi, f. 1971, sambýliskona Katr- ín Rós Gýmisdóttir, f. 1971, og c) Sandra Margrét, f. 1981, sam- býlismaður Júlíus Valdimar Finn- bogason, f. 1975. 2) Sigríður hjúkrunarfræðingur, f. 3. apríl 1948, gift Bergsveini Þorkelssyni, f. 23. júní 1952, barn: Lea Valdís, f. 1982. 3) Örlygur rafeindatækni- fræðingur, f. 7. október 1950, kvæntur Láru Sveinbergsdóttur, f. 31. október 1956, börn: Bergr- ún Brá, f. 1977, Harpa Lind, f. 1984, og Jónatan Arnar, f. 1988. 4) Ragnar bifvélavirki, f. 6. októ- ber 1957, kvæntur Hugrúnu Gunnarsdóttur, f. 27. júlí 1955, börn: a) Margrét Gígja, f. 1977, sambýlismaður Jón Þorgrímur Stefánsson, f. 1975, börn: Ragnar Vilji, f. 1996, og Benedikt Sólon, f. 2001, b) Ragnhildur Anna, f. 1986, og c) Brynhildur Lea, f. 1992. Útför Jónatans verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1938 eftirlifandi konu sinni Leu Kristjáns- dóttur, f. á Bakka í Tálknafirði 11. mars 1920. Foreldrar hennar voru Kristján Jakobsson, f. 7. maí 1898, d. 10. septem- ber 1990, og kona hans Sigríður Odds- dóttir, f. 3. maí 1897, d. 16. nóvember 1983. Börn Jónatans og Leu voru fimm og eru fjögur á lífi, en eitt dó í frumbernsku: 1) Guðmundur Halldór viðskiptafræðingur, f. 7. apríl 1944, kvæntur Sigríði Guðmunds- dóttur, f. 18. nóvember 1944 börn: a) Ómar, f. 1966, kvæntur Ingu Guðrúnu Birgisdóttur, börn: Hel- Mig langar á þessum tímamótum í lífi fjölskyldu minnar að kveðja minn ástkæra föður Jónatan Guðmunds- son með þessari minningargrein. Pabbi ólst upp í foreldrahúsum við mikið ástríki og góða siði. Fyrstu tólf æviár hans bjó fjölskyldan í Hjörsey á Mýrum. Pabbi var alla tíð þakklátur fyrir að hafa átt æsku sína á þessari fallegu eyju. Í byrjun tutt- ugustu aldarinnar á æskuárum pabba var í Hjörsey mannmargur búskapur þar sem lífið snérist um fjárrækt og veiðar, bæði fiskveiðar og fuglaveiðar. Ekki síst nú á síðast- liðnum árum eftir að pabbi komst á efri ár, hafði hann mikla ánægju af að segja frá þessari paradísareyju, Hjörsey. Af sögum pabba úr sveit- inni fékk ég mynd af fólki sem engu síður var hamingjusamt en fólk nú- tímans með öll sín lífsgæði. Þegar pabbi var 12 ára hafði Jóna Elísabet systir hans veikst alvarlega af berklum, sem varð til þess að fjöl- skyldan flutti búferlum til Reykja- víkur í von um að þar væri lækn- ingar að leita fyrir einu dóttirina. Svo varð þó ekki og hún lést fjórum árum seinna af veikindum sínum. Það var mikið áfall fyrir pabba sem hann varð að vinna úr, samtímis því að breytast úr sveitadreng í borg- arungling. Að loknu skyldunámi stundaði pabbi nám við kvöldskóla verslunar- skólans í Reykjavík og í framhaldi af því lauk hann námi frá Samvinnu- skólanum í Reykjavík. Stuttu seinna hóf hann verslunarstörf hjá Verslun O. Ellingsen og starfaði þar alla sína starfsævi til 71 ára aldurs. Árið 1938 var mikið hamingjuár hjá pabba, en 3. desember þetta ár gekk hann í hjónaband með móður minni, Leu Kristjánsdóttur. Fyrstu árin bjuggu þau saman með foreldr- um pabba, afa mínum Guðmundi Jónatanssyni og ömmu minni Mar- gréti Guðnadóttur. Níu árum seinna, þ.e. 1947 lést afi minn Guðmundur, en amma Margrét bjó hjá syni sín- um og fjölskyldu þar til hún lést 1968. Ég tel það forréttindi að hafa alist upp á heimili með góðri ömmu. Pabbi var mikill fjölskyldumaður, fjölskyldan átti hug hans allan. Árið 1947 flutti hann með fjölskylduna í eigið hús við Sörlaskjól, sem ætíð var hans mesta stolt. Ég undraði mig eitt sinn á því við hann, hvernig hann hefði ráðið við þessa húsbygg- ingu. Hann benti mér á að hugsa mér minn eigin hag með eftirtöldum sparnaði: enginn sími, ekkert sjón- varp, enginn bíll, engar sólarlanda- ferðir og fl. Grunnur hússins var grafinn með haka og skóflu, timbrið flutt á reiðhjóli og mest öll vinna unnin með handafli. Pabbi var mjög handlaginn og ég man að fram eftir minni barnæsku var hann sífellt að smíða og bæta húsið. Þetta voru hans bestu stundir, þá leið honum vel. Hann var vandvirkur og sam- viskusamur, trygglyndur og vina- fastur. Hann var hlýr maður, hæg- látur, en glaður og líflegur í sínum hópi. Þegar ég stóð við dánarbeð föður míns komu upp í hugann margar góðar minningar frá þeim 52 árum sem við áttum saman. Þetta voru minningar sem voru gleymdar en komu nú fram og áttu allar það sam- eiginlegt að innihalda gleðileg augnablik. Allt í einu kom upp minn- ing frá því að ég var lítill strákur í sveit og pabbi kom óvænt í heim- sókn, hvað við vorum báðir glaðir og hamingjusamir. Minning frá því að ég var við nám í Kaupmannahöfn og mamma og pabbi komu í heimsókn. Þá man ég eftir sömu gleðitilfinning- unni sem gagntók okkur þegar við hittumst. Og gleðistund þegar ég sagði honum frá því að nú mundi hann eignast nafna, þegar sonur minn var skýrður. Og margt, margt fleira. Þetta voru hamingjurík augnablik sem byggðust ekki á mörgum orðum heldur góðri tilfinn- ingu. Samskipti okkar feðga voru alla tíð náin og fylgdist pabbi af miklum áhuga með öllu sem fram fór í lífi mínu. Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð tilbúna undir tréverk, var áhugi pabba svo mikill að taka til hendinni við smíðar, að ég mátti hafa mig all- an við til að fylgja honum eftir. Á seinni árum eftir að ég var kom- in út í viðskipti, hafði hann alltaf mikinn áhuga á að fylgjast með. Og þar kom fram hans mikla reynsla og samskiptahæfileiki, því að þegar vel gekk hjá mér gladdist hann, en þeg- ar illa gekk var einstaklega gott að kryfja málið til mergjar með honum hvers vegna svo hefði farið, en ásök- un var aldrei inni í umræðunni. Foreldrar mínir voru mjög sam- rýnd hjón. Þau hafa búið saman í 64 ár. Þau voru góðir uppalendur sem vert er að taka sér til fyrirmyndir. Þau byggðu ekki á boðum og bönn- um, en höfðu skýra stefnu sem við systkinin bárum virðingu fyrir. Missir eftirlifandi móður minnar er mikill og munum við gera allt okkar til að létta henna framtíðina. Þegar við fjölskyldan fylgjum pabba síðasta áfangann, finnst okk- ur mikill sjónarsviptir að hvarfi hans úr okkar hópi. En það sem mest er um vert er það, að hann skilur eftir í hugum okkar allra bjarta og hreina minningu um persónu sem bar með sér góðvild og hlýju og gerði um- hverfið bjartara. Gott er að minnast hans og minningin um hann mætti verða okkur áminning til eftir- breytni. Eftir er mikill söknuður, enginn fyllir hans skarð, en minn- ingin um góðan, tryggan og göfugan mann lýsir okkur sem þekktum hann best. Sonarkveðja Örlygur Jónatansson. Kæri tengdapabbi. Mig langar með örfáum orðum að þakka þér allt. Já þitt þétta hlýja faðmlag sem ætíð mætti mér frá þér, sem var svo gott og sem sagði mér meira en nokkur orð hvað þér þótti vænt um okkur. Margar minn- ingar koma upp í hugann á svona stund, allar svo ljúfar og góðar. Meðan börnin mín voru lítil var ynd- islegt að búa í nágrenni við afa og ömmu og geta komið við hvenær sem var og alltaf var boðið upp á eitthvað gott. Allar jólaveislurnar og afmælisveislurnar hjá ykkur á Eið- istorgi eru okkur eftirminnilegar þar sem börnin sýndu leikrit og sungu fyrir afa og ömmu. Þetta voru vel æfð skemmtiatriði og tilhlökkun þeirra var mikil. Við vorum sammála um hvað sund er holl íþrótt og oft hittumst við í sundlauginni á Seltjarnarnesinu, sem þú stundaðir upp á hvern dag í áratugi, eða þar til síðasta æviárið þitt. Ég hef og mun sakna þess að hitta þig ekki þar. Mig langar að lok- um að þakka þér hve vel þú reyndist okkur jafnt í gleði, sem og erfiðleik- um. Það var svo gott að spjalla um lífið og tilveruna við þig. Blessuð sé minning tengadaföður míns. Elsku Lea, missir þinn er mikill. Þið áttuð langa og farsæla ævi sam- an og eruð góð fyrirmynd fyrir okk- ur.Við erum nágrannar Lea mín og skulum nýta okkur það að eiga áfram góðar stundir saman. Þín tengdadóttir Lára. Elsku afi minn, nú ert þú farinn og er það okkur öllum þeim sem þekktu þig mikill missir. En þú varst sjálfur tilbúinn að fara, sem er hugg- un að vita. Elsku afi, það var svo gott að heimsækja þig og ömmu, þú tókst alltaf svo vel á móti okkur, sast í stólnum þínum og spjallaðir, það var svo gaman og gott. Nú er enginn afi í stólnum lengur, en ég er nú samt viss um að þú situr stundum þar ennþá og passar hana ömmu. Þetta er svo mikill missir fyrir hana og okkur öll. Í nóvember síðastliðinn gerði ég ritgerð fyrir skólann sem fjallaði um fjölskyldu mína. Ég heimsótti ykkur og þú last fyrir mig ljóð um Hjörsey, eyjuna sem þú ólst upp á og þér þótti svo vænt um. Þú sagðir mér margt, en ég tók samt eftir því að þú hreyktir þér ekkert af afrekum þín- um sem mér fannst svo mikið til um, t.d. þegar þú byggðir húsið í Sörla- skjóli og þú hjólaðir á reiðhjólinu þínu með spýtur og annað efni sem þurfti til byggingarinnar á milli staða. Elsku afi, þér fannst engin ástæða að hreykja þér af því, heldur hafðir mest gaman af að segja mér frá æskustöðvum þínum á Hjörsey. Elsku afi minn, ég þakka þér fyrir þessi átján yndislegu ár með þér, ég á eftir að sakna þín, en við sjáumst seinna. Hér að lokum langar mig að birta tvö seinustu erindin úr ljóði eftir Sigurðar Sigurðssonar skáld frá Arnarholti sem þú last fyrir mig þegar ég kom til þín til að fá efni í ritgerðina mína. Ljóðið er um Hjörsey, eyjuna þína. Um hug til þín þótt fari ég fjarri það fær ei neinu breytt. Mér fannst þú verða kærri og kærri, sem kjörin þín og mín sé eitt. Mín ástar skuld er orðin stærri en að ég fái hana greitt. Vertu nú sæl og söng minn þiggðu við sjáumst vona ég enn. Verndari allt til hennar hyggðu þá haust og kuldar koma senn. Þú hýrust sveit á bóli byggðu blessi þig bæði guð og menn. Þín sonardóttir Harpa Lind. Margar minningar koma fram í hugann á stundu sem þessari. Afi var alltaf léttur í skapi og góður við allt og alla. Það var hægt að tala við hann um allt milli himins og jarðar, og áttum við mörg skemmtileg og fræðandi samtöl, sem ég mun lengi minnast með hlýjum hug. Það verður því undarlegt að fá ekki að hitta hann aftur og spjalla við hann um alla heima og geima, en þess í stað á ég fjölda góðra minn- inga um hann sem munu lifa með mér í gegnum árin og minna mig á þann yndislega afa sem ég fékk að eiga. Að lokum vil ég með þessum fal- lega sálmi kveðja elsku afa minn, hann afa Jónatan; Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ragnhildur Anna Ragnarsdóttir. Elsku afi minn og nafni, mig lang- ar að minnast þín með þessum orð- um. Daginn áður en þú fórst frá okk- ur ætlaði ég að heimsækja þig og ömmu og færa þér gjöf (sokka) sem ég hafði keypt handa þér í síðasta danskeppnisferðalagi. Þann dag var ég svo upptekinn svo ég ákvað að koma daginn eftir, en eftir skólann kom mamma og sótti mig og færði mér þær sorgarfréttir að þú værir dáinn, svo ég heimsæki þig bara í huganum, því ég hef alltaf tíma í það. Ég man eftir mörgum góðum heimsóknum þegar ég kom með fjöl- skyldu minni að heimsækja þig og ömmu, við komum nánast hvern ein- asta sunnudag þegar ég var yngri, eða hittum ykkur í fjölskylduboðum þar sem var svo gaman að heilsa upp á ykkur, því að ykkur fannst alltaf jafn gaman að sjá okkur. Þú heils- aðir mér alltaf ,,Sæll nafni“ eða sagðir ,,Nafni mættur“ og varst ánægður að sjá mig, svo settumst við niður og spjölluðum um ýmislegt á meðan að amma var að laga kaffi handa okkur. Þú varst skemmtileg- ur að tala við því þú hafðir margt fróðlegt að segja og þú hafðir mikinn áhuga á því að vita hvernig mér gengi í skólanum og almennt í lífinu. Svo er mér líka minnistætt þegar ég mætti þér stundum í sundi í Nes- lauginni þegar ég var yngri og þegar þú gast mætt í ferminguna mína seinasta vor og sást mig dansa. Ég sá hvað þér þótti gaman að því og þótti mér vænt um það. Ég er stolt- ur af því að bera nafn þitt og er ég þakklátur því að hafa fengið að kynnast þér. Ég kveð þig með sökn- uði og Guð blessi minningu þína. Þinn sonarsonur og nafni Jónatan Arnar Örlygsson. Traustur, frændrækinn, hjálp- samur og góður hlustandi. Það eru fyrstu orðin, sem lýsa þér í mínum huga, þegar litið er til baka. Þú varst 20 árum eldri en ég, svo ég naut þín við í uppvextinum og félagsskapar ykkar Leu systur og barna ykkar, ætíð af mikilli ánægju. Mér þótti ávallt vænt um þig og í haust kom ég orðum að því við þig, að þú hafir löngum verið mér fyr- irmynd. Ekki kann ég að nefna betri eftirmæli en þessi, frá mínum sjón- arhóli séð. Við Kristjana, börnin mín og tengdabörn þökkum ykkur Leu góð- ar stundir, þegar málefni líðandi tíma og eilífðarmálin voru krufin. Nú ertu kominn með forskot, sem ég vona að þú njótir sem lengst, áður en þú leiðir mig í allan sannleikann. Í Guðs friði og blessun og huggun til lifenda. Vilhelm Heiðar. JÓNATAN GUÐMUNDSSON Ástkær eiginmaður minn, SVEINN GUÐFINNUR RAGNARSSON, Fannborg 1, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 6. mars kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Svanfríður Eygló Ívarsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn ein- stakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Ber- ist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.