Morgunblaðið - 05.03.2003, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
TVÆR merkar ævisögur brezkar
lýsa ólíkum örlögum. Önnur er um
brezka stjórnmálamanninn Sir
Thomas Moore, eftir Peter Ackro-
yd sem hingað kom haustið 1980, ef
ég man rétt og skrifaði athyglis-
verða grein, Out of the Wilderness,
um reynslu sína í þessari ferð, en
hún var birt í The Spectator; hin
fjallar um merkasta stjórnmála-
mann síðustu aldar, Sir Winston S.
Churchill, manninn sem bauð hit-
lersskrímslinu birginn, bjargaði
okkur undan ofbeldinu og morð-
óðum hundingjum og varaði okkur
við stalínismanum í Fultons-ræð-
unni, þar sem járntjald var fyrst
nefnt. Ævisaga hans er eftir Roy
Jenkins, og þykir afbragð.
Þetta eru miklar ævisögur og
skrifaðar eftir heimildum, en ekki
þeim forskriftum sem leiða að fyr-
irfram ákveðnum niðurstöðum, eins
og oft vill verða. Samt eru þetta
hetjusögur eins og Ólafs saga helga
og önnur stórvirki í ævisagnagerð.
Moore varð fórnarlamb eigin sann-
færingar, en Churchill sigraði á for-
sendum eigin hugsjóna.
En báðir voru þeir stórmenni
andans um staði og hirðir, eins og
skáldið sagði um væringja.
Churchill flutti ungur athyglis-
verða ræðu um fégræðgi í upphafi
20. aldar, eða skömmu áður en
hann söðlaði um í pólitík og gekk til
liðs við Frjálslynda flokkinn.
Síðar rataði þessi glataði sonur
þó heim aftur til síns endurhæfða
íhalds.
Í ræðunni segir Churchill m.a.:
Nú hugsar enginn um neitt nema
peninga. Ekkert er neins virði
nema bankareikningurinn. Gæði,
menntun, borgaralegur sómi og op-
inberar dyggðir virðast gjaldfalla
með hverju ári sem líður, en auður
metinn því meir. Í Lundúnum er at-
kvæðamikill hópur manna sem pré-
dikar guðspjall Mammons, tals-
menn 10% boðorðanna og upphefja
hvern dag með hinni innblásnu
bæn, Ó guð, helga þú oss vort kap-
ítal!
Er ekki sitthvað í þessum orðum
sem hljómar heldur kunnuglega?
Eða hvaða átrúnaðargoð á íslenzk
samtíð um þessar mundir?
Mundi ekki gamli Mammon
standa eins og hvert annað skurð-
goð ið næsta því hofi sem nú er
hvað oftast litið til? Og samt vitum
við að í þessu skurðgoði er ekkert
nema nagdýr sömu gerðar og sagt
er frá í konungasögum Snorra (sjá
cxiii kap. Ólafs sögu helga). Þarna
er peningaguðið dýrkað af sömu
ástríðu og Churchill varaði við í
fyrr nefndri ræðu sinni. Og ekki
síður af þeim sem kenna sig við
svonefnda félagshyggju en þeim
sem leita að sínum bónus annars
staðar.
Eða hvað?
Á sínum tíma óskaði einn helzti
forystumaður Sambands ísl. sam-
vinnufélaga eftir samtali við rit-
stjóra Morgunblaðsins og fór framá
að blaðið amaðist ekki við því, þótt
Sambandið hefði 30% af smásölu-
verzlun á höfuðborgarsvæðinu. Rit-
stjórarnir höfnuðu því og töldu
óeðlilegt að eitt fyrirtæki fengi
slíka yfirburðastöðu, – og það í
skjóli sinna pólitísku tengsla.
Úr nokkurri fjarlægð frá mark-
aðstorgi samtímans skilst mér nú
að neytendur sætti sig ágætlega við
að slíkir auðhringar hafi allt að 60%
viðskiptahlutdeild á þessu svæði því
að verðlag á nauðsynjavörum sem
er margfalt á við verðlag í ná-
grannalöndum sé skömminni til
skárra en það sem áður tíðkaðist!
Þetta er svo kölluð samkeppni og
markaðsstefna. Og fólk heldur ekki
vatni af hrifningu yfir þessari nýju
hörmangaraverzlun, þótt gagnrýnd
hafi verið á Alþingi, bæði af for-
manni Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar.
Og svo á víst að fjárfesta ofsa-
gróðann í erlendum fyrirtækjum í
stað þess að kaupþinga með þessa
auðsóttu peninga hér heima,
styrkja íslenzkt samfélag og stuðla
að atvinnuuppbyggingu, enda eru
þetta hvort eð er peningar frá fólk-
inu í landinu; þeim sem fá aldrei
nokkra krónu í kaupauka, ekki einu
sinni teppi og verða því að hírast í
kulda og trekki; þeim sem eru ekki
í tízku og eru aldrei séðir né heyrð-
ir, en reyna, oft af vanefnum, að
rækta garðinn okkar; láglaunafólki.
Það hefur margt breytzt hér
heima frá því ég var að skrifa sam-
töl við sjómenn og aðra þá sem hafa
haldið í okkur lífinu. Það þótti gott
og blessað þá, en hver hefur áhuga
á slíku efni nú um stundir? Þetta
fólk hefur ekkert með sér nema
vinnulúnar hendur. Það hefur ekki
einu sinni leikið aukahlutverk í
neinni bíómynd. Það hefur ekkert
til síns ágætis annað en halda líftór-
unni í okkur hinum; og minna okk-
ur á blákaldan raunveruleikann, en
ekki þennan poppaða sýndarveru-
leika sem nú á hvað helzt uppá pall-
borðið.
Það hefur einnig margt breytzt í
umhverfi þeirra Moores og Churc-
hills; t.a.m. er Íhaldsflokkurinn
hruninn og Verkamannaflokkurinn
orðinn hin eina sanna tólg brezku
millistéttarinnar, hann hefur sem
sagt eignað sér það bezta sem
íhaldið átti og losað sig við arfagóss
gamalla marxista. En markaðs-
hyggju kapítalismans þó haldið til
streitu.
Íhaldið á ekki einu sinni almenni-
legan foringja, hvað þá annað!
Kapítalið er allsráðandi, það er í
tízku. Og við þykjumst á heimsvísu
í milljarðavímunni. Og nýkapítalist-
ar segjast vera sósíalistar, ef því er
að skipta, enda merkir það ekkert
lengur.
Og þá má ekki gleyma því að það
hlýtur að vera kapítal, mikið kapít-
al, á bak við hvern einasta frétta-
miðil, ekki endilega til að afrugla
atkvæðin í kosningabaráttunni,
heldur þvert á móti, ef svo ber und-
ir.
Kapítalið er svo sem ágætt, en
þeir vissu í Rómaborg hinni fornu
að peningar lykta. Og það virðist
ekki hafa breytzt.
MATTHÍAS JOHANNESSEN,
Reynimel 25a, Reykjavík.
Mýsnar og
skurðgoðið
Frá Matthíasi Johannessen: