Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 47
FÓLK
MOLDE sigraði sænska liðið
Malmö, 1:0, á æfingamóti á La
Manga í gær. Andri Sigþórsson
var í byrjunarliði Molde en var
skipt útaf á 65. mínútu. Ólafur
Stígsson lék síðustu 12 mínúturnar
en Bjarni Þorsteinsson var á vara-
mannabekknum allan tímann.
ROGER Albertsen, fyrrum
landsliðsmaður Noregs í knatt-
spyrnu, er látinn af völdum
krabbameins, aðeins 45 ára að
aldri. Albertsen skoraði í frægum
sigri Noregs í Englandi, 2:1, árið
1981 en hann lék m.a. með
Feyenoord í Hollandi, Olympiakos
í Grikklandi og Rosenborg.
JÜRGEN Röber, fyrrverandi
þjálfari Herthu Berlín, var í gær
ráðinn þjálfari þýska knattspyrnu-
félagsins Wolfsburg. Hann tekur
við starfinu af Wolfgang Wolf.
MARCELINHO, Brasilíumaður-
inn sem leikur með Eyjólfi Sverr-
issyni og félögum hjá Herthu
Berlín var í gær sektaður um sem
nemur einni og hálfri milljón
króna. Ástæðan er að hann fór of
oft í brasilískan næturklúbb í
Berlín til að taka þátt í kjöt-
kveðjuveislum þar – og dvaldi allt
of lengi.
DIETER Höness, fjármálastjóri
félagsins segir þetta óviðunandi
framkomu, sérstaklega þar sem
ekki hafi gengið of vel hjá liðinu
upp á síðkastið. Hann gagnrýndi
einnig frammistöðu Alex Alves,
brasilísks framlínumanns liðsins,
og sagði hann hafa leikið illa.
WOLFGANG Wolf hætti í gær
sem þjálfari Wolfsburg í þýsku
deildinni. Samningur hans var út
þetta tímabil en hann kom til fé-
lagsins 1998. Wolf óskaði eftir að
fá að hætta núna og varð stjórn fé-
lagsins við því. Við starfi hans tek-
ur Jürgen Röber, sem hefur verið
án starfs síðan hann var rekinn frá
Herthu Berlín fyrir ári.
WOLF er annar þjálfarinn sem
hættir á síðustu fjórum dögum í
þýsku deildinni. Hans Meyer hætti
á laugardaginn hjá Mönchenglad-
bach og Ewald Lienen tók við
þjálfarastarfi þar á bæ.
Knattspyrnuskóli
Manchester United
9.-17. ágúst 2003
Í ár bjóða Manchester United klúbburinn á Íslandi og Úrval Útsýn upp á knattspyrnuskóla
Man. Utd. Skólinn er á vegum Man. Utd eins og nafnið gefur til kynna og hefur hann
aðsetur í Denstone College heimavistarskólanum.
Boðið er upp á þjálfun og umsjón, sem er í einu og öllu í líkingu við það hvernig efnileg-
ir knattspyrnumenn æfa hjá stórliðum eins og Man. Utd. Þá er boðið upp á ýmsa fræðslu
fyrir unga knattspyrnumenn/konur sem á að hjálpa þeim að ná betri tökum á íþróttinni
og reynt er að tryggja að skólinn verði krökkunum ógleymanleg skemmtun.
Með það að markmiði er dagskráin brotin upp með ýmsum uppákomum: Ber þar hæst
skoðunarferð um Old Trafford og heimsókn á Carrington æfingasvæði Man. Utd, þar sem
vonandi verður hægt að fylgjast með æfingu aðalliðsins hjá Man. Utd sem hlaðið er
skærustu stjörnum heimsins í fótbolta, mönnum eins og Beckham, Veron og Giggs svo
einhverjar séu nefndir.
Flug:
FI 450 G 09AUG KEFLHR 0745 1145
FI 453 G 17AUG LHRKEF 2110 2310
Námskeiðið sjálft fer fram 9.-17. ágúst. Haldið er út á laugardegi og heim
á sunnudegi rúmri viku síðar. Æft er tvisvar til þrisvar sinnum á dag.
Verð: 104.900 kr.
Innifalið: Flug, skattar, rútur til og frá flugvelli, gisting með fullu fæði, skoðunarferð
um Old Trafford, heimsókn á Carrington, bolur og húfa merkt skólanum, öll kennsla og
þjálfun og íslensk fararstjórn
Nánari upplýsingar veitir
Íþróttadeild Úrvals Útsýnar
í síma 585 4100 eða
á email ludvik hjá uu.is
www.urvalutsyn.is
SKOTLAND-
ÍSLAND
28.-30. mars nk.
Úrval Útsýn bíður upp á ferð í beinu leiguflugi til Glasgow á leik
Skotlands og Íslands í undankeppni EM landsliða 29. mars nk.
Haldið út að morgni föstudagsins 28. mars kl. 9:00
Farið heim á sunnudagskvöldi 30. mars kl. 19:00
Gisting:
Holiday Inn West 4 stjörnu hóteli í miðborginni
Premier Lodge 3 stjörnu hotel í miðborginni
Verð á þriggja stjörnu hóteli:
43.900 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, skattar, gisting í tvær nætur með morgunverði á
þriggja stjörnu hóteli og rútur til og frá flugvelli og miði á völlinn
Verð á fjögurra stjörnu hóteli:
46.900 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, skattar, gisting í tvær nætur með morgunverði á
fjögurra stjörnu hóteli og rútur til og frá hóteli og miði á völlinn.
Nánari upplýsingar hjá Úrval
Útsýn í Smáranum
í síma 585 4100
eða á tölvupósti ludvik@uu.is
BJÖRGVIN Sigurbergsson, kylfingur úr
Keili, ætlar að flytja heim með fjölskyldu
sína á ný eftir um árs dvöl í Englandi. Björg-
vin ætlar engu að síður að keppa áfram á
EuroProTour-atvinnumannamótaröðinni en
sækja mótin frá Íslandi. Björgvin hefur æft í
allan vetur og er tilbúinn í slaginn en fyrsta
mótið hans í mótaröðinni er 8. apríl en hann
sleppur við að taka þátt í forkeppninni sem
fram fer 2. og 3. apríl. Hann fer hins vegar
beint á lokaúrtökumótið fyrir mótaröðina.
Á heimasíðu Björgvins kemur fram að
ákvörðun um að flytja heim á ný hafi verið
tekin að vandlega athuguðu máli og hafi
niðurstaðan verið að betri kostur væri að
búa hér á landi næsta keppnistímabil.
Björgvin
flytur heim
Sigurjón Sigurðsson læknir semskoðaði Lewis talaði um það, að
hann ætti að vera búinn að ná sér
innan tíu daga frá aðgerðinni en það
getur hins vegar verið mjög misjafnt
eftir mönnum hversu lengi þeir eru
að ná sér. Það má vel vera að þetta
standist hjá lækninum en þar sem
liðþófinn er rifinn finnst mér kannski
hæpið að tíu dagar dugi til að hann
fái sig góðan,“ sagði Friðrik Ingi
Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga,
við Morgunblaðið en hann var þá
nýbúinn að fá úrskurð um að meiðsli
Lewis. Ein umferð er eftir af deild-
arkeppninni en framundan er úr-
slitakeppnin sem hefst í næstu viku.
„Við erum að velta því fyrir okkur
hvað við gerum í framhaldinu. Það
getur verið að við tökum leikmann í
staðinn fyrir Lewis sem gæti brúað
bilið þar til hann hefur náð sér að
fullu, en þar er á ferð leikmaður sem
er með alla pappíra klára og getur
komið með stuttum fyrirvara.“
Friðrik Ingi sagði að Helgi Jónas
Guðfinnsson ætti einnig við meiðsli
að stríða. Hann sagði að Helgi færi í
beinarannsókn í vikunni þar sem
reynt yrði að finna út hvað væri að
angra hann.
„Ég geri fastlega ráð fyrir því að
Helgi Jónas hvíli í lokaumferðinni á
fimmtudag. Það er afar óheppilegt
vegna þess að leikurinn skiptir and-
stæðinga okkar miklu máli. Snæfell-
ingar gera orðið sárir og reiðir og
vænt okkur um það að við séum að
velja okkur andstæðinga í úrslita-
keppnina. Ég ætla samt hins vegar
rétt að vona að menn geri okkur
Grindvíkingum það, að við hugsum
um það heldur mætum við í leikinn
til þess að vinna.“
Lewis í aðgerð
– nýr leik-
maður til taks
BANDARÍKJAMAÐURINN Darrel Lewis, sem leikur með deild-
armeisturum Grindvíkinga í körfuknattleik, gengst í dag undir að-
gerð á hné en við skoðun hjá lækni í gær kom í ljós að liðþófi í hné
leikmannsins var rifinn. Þetta þýðir þó ekki að Lewis sé úr leik og
leiki ekki meira með Grindvíkingum á leiktíðinni.
FÓLK
ÞAÐ er ljóst að geysilega
hörð barátta verður um
miða á viðureignir Liver-
pool og Celtic í 8-liða úr-
slitum UEFA-bikarkeppn-
innar er framundan.
Viðureignin hefur verið
kölluð Baráttan um Bret-
landseyjar. Stuðningsmenn
Liverpool fá aðeins 2.700
aðgöngumiða af 60 þús.
miðum á Parkhead í Glas-
gow er liðin eigast við í
fyrri viðureigninni, 13.
mars. Stuðningsmenn Celt-
ic fá 3.000 miða á Anfield
– á seinni viðureignina, 20.
mars. Menn verða því að
vera með allar klær úti til
að fá miða á leikina.
Hörð barátta
um miða
HEIÐAR Helguson var ekki í leik-
mannahópi Watford í leiknum á móti
Preston í ensku 1. deildinni í gær.
Ray Lewington, stjóri Waford,
ákvað að hvíla Heiðar og hafa hann
ferskan í bikarleiknum á móti Burnl-
ey um næstu helgi.
HELGI Valur Daníelsson lék all-
anleikinn fyrir Peterbrough sem
steinlá fyrir Plymouth í ensku 2.
deildinni.
EUGENE Christopher verður á
ný í liði ÍR sem mætir Tindastóli í
lokaumferð úrvalsdeildarinnar í
körfuknattleik annaðkvöld. Christ-
opher hefur misst af tveimur síðustu
leikjum ÍR vegna meiðsla á læri en
er á góðum batavegi.
HAFÞÓR Rúnarsson, knatt-
spyrnumaður úr ÍBV, hefur sent
Víkingum formlega afsökunarbeiðni
vegna framkomu sinnar í leik liðanna
í deildabikarnum síðasta laugardag.
Hafþór var þá rekinn af velli fyrir
ýta harkalega við Daníel Hafliða-
syni, leikmanni Víkings.
SÆVAR Pétursson, knattspyrnu-
maður, er genginn til liðs við Breiða-
blik á nýjan leik eftir að hafa spilað í
3. deild með Deiglunni á síðasta
sumari. Sævar, sem hefur leikið 54
leiki í efstu deild með Breiðabliki,
Fram og Val, skoraði 15 mörk í 3.
deildinni í fyrra.
HJÁLMAR Jónsson lagði upp
mark Gautaborgar sem gerði jafn-
tefli, 1:1, við Bryne frá Noregi á La
Manga á Spáni í gær. Hjálmar þótti
með bestu mönnum sænska liðsins í
leiknum.
STEFAN Schwarz leikmaður
Sunderland og sænska landsliðsins
ætlar að leggja knattspyrnuskóna á
hilluna í vor.