Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ 15 BIÐU BANA Í ÍSRAEL Fimmtán manns biðu bana og 55 særðust þegar Palestínumaður sprengdi sprengju, sem hann bar innan klæða, í strætisvagni í borg- inni Haifa í Norður-Ísrael. Ísr- aelsher svaraði ódæðinu með að- gerðum á Gazaströndinni í gærkvöldi. Álverksmiðja samþykkt Alþingi samþykkti í gær sem lög frumvarp um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði. 41 þingmaður greiddi atkvæði með frumvarpinu en níu voru á móti. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs greiddi allur at- kvæði gegn frumvarpinu og það gerðu einnig þær Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðisflokki, Þórunn Svein- bjarnardóttir og Rannveig Guð- mundsdóttir, Samfylkingu. Einn sat hjá en tólf þingmenn voru fjarver- andi við atkvæðagreiðsluna. Stál í stál í Íraksdeilu Frakkar, Þjóðverjar og Rússar heita því að heimila ekki hernað gegn Írak en hugsanlegt er að greidd verði atkvæði um ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í næstu viku sem fæli slíkt í sér. Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hélt því hins vegar fram að ekkert benti til að Saddam Hussein, forseti Íraks, hygðist í raun og veru afvopnast, þó að hann reyndi sann- arlega að telja fólki trú um að svo væri. Hlutur ríkis seldur Ríkissjóður Íslands mun selja 39,86% hlut sinn í Íslenskum að- alverktökum, ÍAV, í einu lagi til eins aðila eða hóps fjárfesta. Landsbanki Íslands mun hafa umsjón með söl- unni en hlutur ríkisins er rúmar 552 milljónir króna að nafnverði. Telja lögin of l ík Trúnaðarmenn STEF telja hættu á málsókn ef lagið „Segðu mér allt“ eftir Hallgrím Óskarsson verður sent óbreytt sem framlag Íslendinga í söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu. Þykir þeim það líkjast um of lagi Bandaríkjamannsins Rich- ards Marx, „Right here waiting“. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F BÓKHALD HUGBÚNAÐUR VERÐMÆTI Hollenska matvörufyr- irtækið Royal Ahold NV hefur orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Linux og annar opinn hugbúnaður hefur hrist ærlega upp í tölvuheim- inum síðustu misserin. Samstarf Ískerfa hf. með rannsóknarstofnunum, útgerðarmönnum og fisk- vinnslum í Skotlandi. SKJÁLFANDI/4 MILLJÓNASPARNAÐUR/6 FÁ/5 SÆPLAST hf. var rekið með rúmlega 9 milljóna króna hagnaði árið 2002. Árið 2001 nam hagnaður félagsins 6 milljónum króna. Veltufé frá rekstri var um 168 milljónir króna og handbært fé frá rekstri nam 234 milljónum. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og skatta (EBITDA) var á síðasta ári 280 milljónir króna, eða 10,8% af tekjum. Í tilkynn- ingu frá Sæplasti kemur fram að afkoma félagsins á síðasta ári valdi stjórn og stjórnendum vonbrigðum en helstu skýr- ingar á henni eru þær að sala úr Canada verksmiðju félagsins var 30% undir áætl- unum félagsins á fjórða ársfjórðungi og í heild var sala í Canada um 10% lægri en fyrir sama tímabil í fyrra vegna erfiðrar stöðu á mörkuðum. Sala úr Noregsverk- smiðjum félagsins var 10% undir áætl- unum en sterk staða norsku krónunnar var félaginu erfið. Félaginu tókst að mæta þessum sölusamdrætti upp að vissu marki með niðurskurði í kostnaði en ekki að fullu. Þá mun Sæplast Canada tapa nokkrum fjármunum vegna gjald- þrots eins af stærstu viðskiptavinum fé- lagsins í Norður-Ameríku í febrúar sl. en tekið var tillit til þess í ársuppgjöri 2002. „Rekstrarumhverfi í Noregi var erfitt á síðasta ári, styrking norsku krónunnar reyndist eins og áður segir félaginu erfið. Mikið launaskrið var einnig í Noregi og slæm staða norskra sjávarútvegsfyrir- tækja hélt aftur af fjárfestingum í norsk- um sjávarútvegi. Þrátt fyrir þetta náðist að bæta EBITDA framlegð Sæplasts Norge,“ að því er segir í tilkynningu. Dótturfélög Sæplasts á Dalvík og á Ind- landi gengu mjög vel á árinu þrátt fyrir að styrking íslensku krónunnar hefði haft mjög neikvæð áhrif á afkomuna á Dalvík. Gengistap samstæðunnar í rekstrar- reikningi félagsins nam 20 m.kr á síðasta ári á móti 14 m.kr gengishagnaði á síð- asta ári. A F K O M A Sæplast með 9 milljónir í hagnað Afkoman veldur vonbrigðum RÍKISSJÓÐUR Íslands mun selja 39,86% hlut sinn í Íslenskum aðalverktökum, ÍAV, í einu lagi til eins aðila eða hóps fjárfesta. Hlut- ur ríkisins er rúmar 552 milljónir króna að nafnverði. Sé miðað við síðustu viðskipti með bréf ÍAV í Kauphöll Íslands sem voru á geng- inu 3,70 þá er söluvirði hlutabréf- anna rúmir tveir milljarðar króna. Landsbanki Íslands mun hafa umsjón með sölunni en við mat á tilboðum verður litið til verðs, áhrifa sölu til viðkomandi tilboðs- gjafa á samkeppni á íslenskum verktakamarkaði, fjárhagslegs styrks og fjármögnunar. Einnig framtíðarsýn hvað varðar rekstur og starfsmannamál fyrirtækisins og stjórnunarlega reynslu og þekkingu á þeim markaði sem fé- lagið starfar á. Tilboðum skilað fyrir 21. mars „Söluferlið er skipulagt með þeim hætti að áhugasömum fjárfestum verður boðið að sitja kynningar- fundi fljótlega í kjölfar auglýsing- ar um söluna. Skulu viðkomandi tilkynna um þátttöku í slíkum fundum til umsjónaraðila sölunnar eigi síðar en kl 16. mánudaginn 10. mars nk.,“ að því er segir í tilkynn- ingu frá framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Tilboðum skal síðan skila inn til framkvæmdanefndar um einka- væðingu í síðasta lagi föstudaginn 21. mars nk. kl. 16. Framkvæmdanefnd um einka- væðingu hefur að undanförnu unn- ið að undirbúningi sölu alls hluta- fjár ríkisins í ÍAV í samræmi við þá stefnu sem ríkisstjórnin og ráð- herranefnd um einkavæðingu hafa markað. Í tilkynningu frá fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu kemur fram að leitað er eftir fjár- festi sem hefur áhuga á að við- halda rekstri fyrirtækisins, efla það og stuðla að virkri samkeppni á íslenskum verktakamarkaði. Skilyrði er af hálfu stjórnvalda að eignarhaldstími á hlutnum verði að minnsta kosti 12 mánuðir frá kaupdegi. Hagnaður Íslenskra aðalverk- taka var 271 milljón króna eftir skatta á síðasta ári eða sem nemur um 49% aukningu frá árinu 2001. Starfsmönnum ÍAV fækkaði á síð- asta ári en árið 2001 voru þeir 643 en á síðasta ári voru starfsmenn ÍAV 484 að meðaltali. Á síðasta ári vann fyrirtækið að nokkrum stórum verkefnum. Meðal þeirra voru framkvæmdir við byggingu 92 rúma hjúkrunar- heimilis við Sóltún í Reykjavík og framkvæmdir við Vatnsfellsvirkj- un. Jafnframt vann félagið að byggingu Vöruhótels fyrir Eim- skip og innréttingar og innan- húsfrágang í nýbyggingu Orku- veitu Reykjavíkur. Önnur helstu verk sem ÍAV vinnur nú að eru bygging fjölbýlis- húsa við Þórðarsveig í Grafarholti, íbúðir við Klapparhlíð í Mos- fellsbæ, bygging 60 íbúða fjölbýlis- húss við Laugarnesveg, viðbygg- ing við Menntaskólann í Kópavogi, stækkun Grímsbæjar, endurbygg- ing fjölbýlishúsa á Keflavíkurflug- velli, rekstur malarnáms og al- menn jarðvinna og margvíslegar framkvæmdir á Keflavíkurflug- velli. Þá vinnur félagið nú við gerð um 720 metra langra jarðgangna við Kárahnjúka, en gert er ráð fyrir að þeim framkvæmdum ljúki í apr- íl nk. og auk þess er eftir þar lokafrágangur á 24 km aðkomu- vegi sem félagið lagði fyrir Lands- virkjun á haustmánuðum. „Nú er að ljúka stærstu verk- efnum sem félagið vann að á árinu 2002 og ekki hefur tekist að afla sambærilegra verka að umfangi í stað þeirra sem lokið var. Sam- hliða minnkandi eftirspurn á bygginga- og verktakamarkaði hefur verð lækkað á tilboðsmark- aði vegna harðnandi samkeppni og því dregið úr framlegð verkefna. Því er útlit fyrir að nokkur sam- dráttur verði á starfsemi félagsins á fyrstu mánuðum árs 2003 að óbreyttu,“ samkvæmt upplýsing- um frá ÍAV. Fjárfestingarfélagið Kaldbak- ur, sem átti 7,71% hlut í ÍAV, seldi nýverið hlut sinn í félaginu en Kaldbakur bauðst til þess í nóv- ember sl. að kaupa hlut ríkisins í ÍAV. Annar stærsti hluthafinn í ÍAV á eftir ríkinu er Jón Ólafsson, stjórnarformaður Norðurljósa, og tengdir aðilar með tæplega 15% hlut. Ríkissjóður setur allan hlut sinn í ÍAV í sölu Hluturinn verður seldur í einu lagi til eins aðila eða hóps fjárfesta síðar í mánuðinum Meðal stórra verkefna ÍAV á síðasta ári var bygging Vöruhótels fyrir Eimskip.  Miðopna: Milljónasparnaður fyrir fyrirtæki og stofnanir Yf ir l i t Með Morgunblaðinu í dag fylgir „Ak- ureyri – skíði, menning og skemmt- un“ og blaðið „Brúðkaup“. Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Erlent 16/19 Minningar 38/41 Höfuðborgin 20 Bréf 44 Akureyri 21 Brids 45 Suðurnes 22 Kirkjustarf 36 Landið 23 Dagbók 46/47 Neytendur 24 Fólk 52/57 Listir 25/27 Bíó 54/57 Umræðan 28/35 Ljósvakamiðlar 58 Forystugrein 30 Veður 59 * * * „ÞETTA var skemmtilegt mót, ég kann vel við fyrirkomulagið og það er ekki slæmt að fá 10.000 dollara fyrir þriggja daga vinnu, það er ekki slæmt tímakaup,“ sagði Michail Gurevich eftir að hann hafði tryggt sér efsta sætið á Edduatskákmótinu, sem lauk í gærkvöld. Michail Gurevich er frá Úkraínu en hefur búið í Belgíu undanfarin 12 ár. Hann varð sovéskur meistari ásamt tveimur öðrum 1985 og varð stórmeistari árið eftir. Hann fékk átta vinninga af níu mögulegum, tap- aði engri skák en gerði tvö jafntefli. Fyrir síðustu umferð hafði hann hálfs vinnings forskot á Alexei Shir- ov og Michael Adams og nægði því jafntefli til að tryggja sér efsta sæt- ið, einn eða með öðrum. „Ég reyni alltaf að gera mitt besta og þegar kom að síðustu skákinni ákvað ég að hugsa ekki um verðlaunaféð heldur það eitt að sigra,“ sagði hann. „Það er viðbúið að maður tapi ætli maður að leika upp á jafntefli og ég tala ekki um á móti manni eins og Shirov. Ég hefði örugglega tapað ef ég hefði verið í einhverjum jafnteflishugleið- ingum, en ég ákvað að berjast til sig- urs og það gekk eftir.“ Meistarinn sagðist alltaf hugsa um að sigra en hann hefði gert tvö jafntefli á þriðjudag. „Ég slapp fyrir horn á móti Adams og náði ekki að sigra Sokolov, en ég lék vel þennan síðasta keppnisdag, þrátt fyrir mikla spennu. Sigrarnir á móti Sutovsky og Shirov segja allt sem segja þarf. Þetta eru stór nöfn.“ Ivan Sokolov og Emil Sutovsky urðu í 2. til 3. sæti með 7 vinninga og fengu 7.000 dollara til skiptanna eða 3.500 dollara hvor. Síðan komu níu meistarar með 6½ vinning og svo aðrir níu með 6 vinninga, en þar á meðal voru Hannes Hlífar Stefáns- son, Helgi Ólafsson og Sigurbjörn Björnsson. Skákmennirnir í 4. til 12. sæti fengu rúmlega 1.000 dollara hver í verðlaun. Þeir sem urðu í 13. til 21. sæti fengu liðlega 150 dollara hver, en 29 skákmenn fengu verð- laun í sex mismunandi flokkum. Þar á meðal var Guðmundur Kjartans- son, 15 ára félagi í Taflfélagi Reykja- víkur, sem fékk 4 vinninga. Félagi hans, Arnar Sigurðsson, sem er í 9. bekk í Laugalækjarskóla, fékk 3 vinninga og var mjög ánægður með árangurinn. „Þetta var mjög skemmtilegt og sterkasta mót sem ég hef tekið þátt í,“ sagði hann. Hrafn Jökulsson, formaður Hróksins, sagði að nú væri lokið 16 daga samfelldri skákveislu síðan Stórmót Hróksins hófst á Kjarvals- stöðum með viðkomu á Íslandsmóti skákfélaga. „Þetta hefur verið ævin- týri líkast.“ Michail Gurevich fékk 10 þúsund dollara fyrir sigurinn á Edduskákmótinu „Ekki slæmt tímakaup“ Morgunblaðið/Ómar Bakhjarlarnir Björgólfur Guðmundsson í Eddu og Hrafn Jökulsson, for- maður Hróksins, með meistarann Michail Gurevich, sem sigraði á Eddu- mótinu í Borgarleikhúsinu. Gurevich fékk 8 vinninga af 9 mögulegum. BANDARÍSKA álfyrirtækið Alcoa sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem þeirri ákvörðun Alþingis er fagnað að samþykkja heimildarlög um samn- inga um álver í Reyðarfirði. Kevin G. Lowery, talsmaður álfyrirtækisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að næsta skref væri formleg undirritun samninga en dag- setning undirritunarinnar hefði þó ekki verið ákveðin. Sagði hann að gert væri ráð fyrir því að hún færi fram á Íslandi um miðjan mars. Nútímalegt og samkeppnishæft álver „Niðurstöður atkvæðagreiðslu Alþingis í dag hafa það í för með sér að brátt mun rísa eitt nú- tímalegasta og samkeppnishæfasta álver heims við Reyðarfjörð. Við erum þakklátir fyrir þann stuðning sem verkefnið hefur fengið hjá Íslend- ingum og kjörnum fulltrúum þeirra. Fjarðaál verður hannað með það fyrir augum að starfsemi álversins mæti ýtrustu umhverfisstöðlum. Við hlökkum til að verða virkur þátttakandi í íslensku atvinnulífi,“ er haft eftir Alain Belda, stjórnarfor- manni og forstjóra Alcoa, í gær. Í tilkynningu Al- coa segir að Fjarðaál sé hluti af einni umfangs- mestu fjárfestingu sem ráðist hafi verið í á Íslandi, en byggingarkostnaður álversins er áætlaður 1,1 milljarður Bandaríkjadala eða u.þ.b. 84 milljarðar króna. Starfsemi Fjarðaáls muni styrkja og auka fjölbreytileika í íslensku atvinnulífi á sama tíma og hún muni styðja við framþróun á Austurlandi. Fjarðaál mun gegna lykilhlutverki í áætlunum Al- coa um aukin umsvif í framleiðslu áls, en ársfram- leiðsla Fjarðaáls mun hljóða upp á 322.000 tonn. Hefjast á handa við að byggja álverið árið 2005 og áætlað er að verksmiðjan hefji framleiðslu árið 2007. Alcoa fagnar samþykkt frumvarps um álver Stefnt er að undir- ritun samninga um miðjan marsmánuð  Ráðherra segir/10 LOGI Már Kvaran var að veiða með bróður sínum Antoni Orra Kvaran í Hafnarfjarðarhöfn í fyrradag en það var ekki mikið að hafa, bara svona smátitti. Það er samt engin ástæða til ann- ars en að vera stoltur yfir fengnum enda alveg hægt að nýta aflann, þrátt fyrir smæðina. Hver veit nema þeir bræður eigi kisu sem sjálfsagt fúlsar ekki við slíkum kræsingum, þótt smáar séu. Bara tittir! Morgunblaðið/Brynjar Gauti MJÖG hvasst var í fyrrinótt og í gærmorgun á Vestur- og Norð- urlandi þegar norðanhvassviðri gekk yfir landshlutana en ekki var vitað um teljandi tjón af þeim sökum. Óttast var að þak- pappi á húsi kaupfélagsins á Blönduósi losnaði í rokinu og ylli tjóni en hættan leið hjá þeg- ar vind lægði. Éljagangur var á Vestfjörð- um og rigning eða slydda á Norður- og Austurlandi. Vind- hraðinn fór í 36 metra á sek- úndu á Fróðárheiði en lægja tók er leið á daginn. Fólksbifreið fór út af vegin- um um Kirkjubólshlíð í Skutuls- firði, rétt við Bása, í svartabyl í gærmorgun. Bifreiðin stöðvað- ist í snjódyngju en illa hefði get- að farið ef hún hefði verið á meiri ferð. Á Vestfjörðum var ófært um Steingrímsfjarðar- heiði og var gert ráð fyrir að hún yrði opnuð í dag. Einnig var ófært um Klettsháls. Þá var rafmagnslaust víða á Vestfjörðum um tíu mínútna skeið í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vest- fjarða varð útsláttur í vesturlínu sem olli rafmagnsleysi á sunn- anverðum og norðanverðum Vestfjörðum. Hvasst á Norður- og Vesturlandi TVEIR bræður um fertugt voru dæmdir í fimm mánaða fangelsi hvor í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir framleiðslu og sölu á kannabis í dreif- ingarskyni. Lögregla fann 582 kanna- bisplöntur í ræktun í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði í nóvemberlok 2001 en auk þess fundust í vörslu bræðranna samtals 673 grömm af maríjúana, 2,10 grömm af tóbaksblönduðu kannabis- efni, hálffullt filmubox af kannabis- fræjum og tæki og tól til ræktunar og kannabisreykinga. Voru fíkniefni og hráefni sem unnt er að breyta í ávana- og fíkniefni, kannabisplöntur og öll tæki og áhöld sem fundust í ræktunarstöðinni og á heimilum bræðranna gerð upptæk. 5 mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.