Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 51  EINAR Þorvarðarson, aðstoðar- þjálfari karlalandsliðsins í hand- knattleik og framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Morgunblaðið að fréttir um að hann væri með tilboð um þjálfun landsliðs Katars eða Kúveit væru stórlega ýktar.  EINAR sagði að lauslegar fyrir- spurnir hefðu borist frá þessu svæði en langur vegur væri frá að um tilboð væri að ræða og hann hefði ekkert velt slíkum hlutum frekar fyrir sér.  AUÐUN Helgason lék allan tím- ann í stöðu hægri bakvarðar með sænska liðinu Landskrona í gær sem gerði 1:1 jafntefli við hollenska liðið Willem í æfingaleik sem fram fór í Hollandi.  TEITUR Þórðarson og læri- sveinar hans í norska liðinu Lyn töpuðu í gær enn einum æfinga- leiknum. Lyn mætti norska 1. deildarliðinu Sandefjord og beið lægri hlut, 3:0. Teitur stillti upp unglingaliði félagsins og það skýrir kannski tapið fyrir Sandefjord sem hafði yfirburði lengst af leiksins.  LAZIO tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum UEFA-keppninnar í knattspyrnu í gær þegar liðið bar siguroð af Wisla Krakow, 2:1, í síð- ari leik liðanna í Póllandi og sam- anlagt, 5:4. Leikurinn átti að fara fram í síðustu viku en var frestað vegna erfiðra vallarskilyrða.  WISLA náði forystunni með marki Marcins Kuzba á upphafs- mínútunum en Fernando Couto og Enrico Chiesa tryggðu Rómarlið- inu sigurinn með tveimur mörkum og mætir Lazio Besiktas frá Tyrk- landi í 8-liða úrslitum keppninnar.  NICO Vaesen, belgíski mark- vörðurinn í liði Birmingham sem meiddist illa í leiknum við Aston Villa á mánudaginn, leikur ekki knattspyrnu í bráð því við skoðun í gær kom í ljós að krossband í hné var slitið og verður hann frá æfing- um og keppni næstu 7-8 mánuðina.  MICHAEL Jordan meiddist í baki og varð að fara af leikvelli í síðari hálfleik þegar lið hans, Wash- ington Wizards, tapaði á heimavelli fyrir Toronto Raptors, 89:86, í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt.  JORDAN, sem hélt upp á fer- tugsafmæli sitt hinn 17. febrúar, var greinilega sárþjáður þegar hann yfirgaf leikvöllinn og líklega þarf hann að taka sér nokkurra daga hvíld en hann hefur leikið alla leiki Washington á leiktíðinni en á síðasta tímabili missti hann af 22 leikjum vegna meiðsla í hné.  JORDAN hefur skorað að með- altali 19,7 stig í leik á yfirstandandi leiktíð sem hann hefur sagt þá síð- ustu sem hann tekur þátt í á löngum og glæsilegum ferli. FÓLK EYJAMENN leita logandi ljósi að framherja fyrir lið sitt í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í sumar. Þeir hafa reynt að fá leikmenn innan- lands án árangurs og nú hafa þeir beint sjónum út fyrir landsteinana. Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, sagði við Morgunblaðið í gær að til stæði að að skoða enskan leikmann. Sá heitir Graeme Tomlison, 28 ára gamall framherji, sem verið hefur á mála hjá Bradford City en er sem stendur laus allra mála þar á bæ. Magnús sagði að leikmaðurinn hefði ætlað að koma um næstu helgi en þar sem hann hefði lent í smá- vægilegum meiðslum kæmi hann líklega ekki til Eyja fyrr en um aðra helgi. Tomlison var í herbúðum Man- chester United árin 1994–1997. Hann lék þó engan leik með aðallið- inu og var leigður til Luton tímabil- ið 1995–96 þar sem hann lék sjö leiki. Eyjamenn hafa fengið Tryggva Bjarnason frá KR en þeir hafa þurft að horfa á eftir Kjartani Antonssyni sem fór í Fylki, Hlynur Stefánsson hefur lagt skóna á hilluna, samn- ingur Tómasar Inga Tómassonar var ekki endurnýjaður og þá er óvíst hvort bæjarstjórinn Ingi Sig- urðsson ætli að vera með. Eyjamenn bíða eftir Englendingi Þegar allt gekk á afturfótunum hjáVíkingum í byrjun fjaraði undan sjálfstraustinu auk þess að Helga Torfadóttir í markinu fann sig ekki. Sókn- artilburðir gestanna voru þó ekki mikið betri og mesti mun- urinn lá í að Jelena Jovanovic varði 8 góð skot á meðan Helga tók eitt. Vík- ingsstúlkur reyndu að brjóta upp sóknarleik Stjörnunnar um miðjan fyrri hálfleik en þá tók Amela Hegic til sinna ráða og með tveimur góðum mörkum ásamt góðum sendingum kom hún Garðbæingar aftur í gang. Eftir hlé tók Helga loks við sér og stöllur hennar náðu betri tökum á vörninni. Það dugði Víkingum til að halda í horfinu og þegar Garðbæingar slökuðu fullmikið á tókst þeim að saxa á forskotið en gestirnir eru of reyndir til að glutra leiknum úr höndum sér. Engu að síður var möguleikinn fyrir hendi. „Við byrjum illa og þar lá munur- inn,“ sagði Helga Birna Brynjólfs- dóttir, fyrirliði Víkings, eftir leikinn. „Vörnin gekk ekki upp og við fáum tuttugu mörk á okkur, sem er nokkuð yfir meðaltali. Síðan klúðrum við dauðafærum okkar þegar við til dæm- is látum verja frá okkur hraðaupp- hlaup og víti auk þess að boltinn fór of oft í stöngina. Við vorum eitthvað rag- ar í sókninni og leituðum of mikið inn á miðjuna þar sem fyrir eru hávaxnir leikmenn í stað þess að sprengja vörnina – og hengdum haus of fljótt,“ bætti fyrirliðin við og vill fara huga að úrslitakeppninni. „Það er gott að fá heimaleik en persónulega myndi ég leggja meiri áherslu í síðustu leikj- unum á að undirbúa liðið fyrir úrslita- keppnina. Einbeita sér því að spila vel og hugsa minna um fjórða sætið.“ Helga Birna og Guðrún Hólmgeirs- dóttir héldu Víkingum gangandi lengi vel en þegar Helga í markinu tók við sér lifnaði yfir liðinu. „Við verðum að berjast fyrir hverj- um bolta og það verður að hafa fyrir hlutunum en í síðasta leik var algert baráttuleysi,“ sagði Margrét Vil- hjálmsdóttir sem lék vel fyrir Stjörn- una. „Við getum alveg spilað vel en verðum að bæta okkur á hverri æf- ingu og í hverjum leik því við ætlum okkur langt. Með aðeins meiri leik- gleði og baráttu á það að vera hægt. Við verðum líka að nota leikmennina því við getum ekki spilað með sjö leik- menn.“ Ásamt Margréti voru Jelena í markinu og Amela Hegic góðar. Hind Hannesdóttir og Elísabet Gunnars- dóttir náðu sér á strik undir lokin og Elísabet skoraði mikilvæg mörk. Það er vel hægt að taka undir orð Mar- grétar um að nauðsynlegt sé að leyfa fleirum að spreyta sig. Það hefur sjaldan gengið upp að halda leik- mönnum á varamannabekknum og þegar í harðbakkann slær í tauga- trekkjandi úrslitakeppni að ætlast til að ungir leikmenn standi sig. Fjórtán mörk Fram eftir hlé Haukastúlkur gerðu út um leikinn í Safamýrinni í gærkvöldi í fyrri hálf- leik og var staðan þá 16:5. Framstúlk- ur, sem eru neðstar í deildinni, hafa unnið einn leik og gert eitt jafntefli í 24 leikjum, lögðu þó ekki árar í bát og skoruðu 14 mörk eftir hlé en sigur Hauka var samt aldrei í hættu. Hauk- ar eru eflaust farnir að spá í langa og stranga úrslitakeppni, allir leikmenn fengu að spreyta sig og alls skoruðu tíu leikmenn mörkum 34. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hind Hannesdóttir úr Stjörnunni brýst hér framhjá Víkingnum Steinunni Bjarnarson í leiknum í Víkinni í gærkvöldi en Guðbjörg Guðmannsdóttir fylgist grannt með framvindu mála hjá þeim. Stjarnan stakk Víkinga af AFLEIT byrjun Víkingsstúlkna varð þeim að falli þegar Stjarnan kom í heimsókn í Víkina í gærkvöld en Garðbæingar voru afar ákveðnir í að bæta fyrir tap gegn FH í síðustu viku. Hvorki gekk né rak hjá Vík- ingum til að byrja með sem kom niður á sjálfstraustinu og loks þeg- ar Stjörnustúlkur slökuðu aðeins á klónni með góða forystu náðu heimasæturnar sér á strik en það var of seint, Stjarnan vann 20:18. Í Safamýrinni unnu Haukar nokkuð öruggan 34:19 sigur á Fram. Stefán Stefánsson skrifar Fyrri hálfleikurinn var mjög jafnog skiptust liðin á um forystuna. Drífa Skúladóttir var iðin við að koma knettinum í mark Hafnfirðing- anna og Dröfn Sæ- mundsdóttir var at- kvæðamikil í liði FH. Þegar flautað hafði verið til leikhlés var staðan jöfn, hvort lið hafði skor- að 10 mörk. Þótt hálfleikurinn væri jafn var hann þó ekki sérlega vel leikinn þar sem leikmenn beggja liða gerðu sig oft seka um mistök og að missa boltann í hendur mótherja. Spennan hélt áfram í seinni hálf- leik. Díana og Dröfn skoruðu 6 fyrstu mörk hálfleiksins og um miðj- an hálfleikinn var staðan orðin 14:15 fyrir FH. Þá kom Hafdís Guðjóns- dóttir til sögunnar. Með hennar stór- leik náðu Valsstúlkur undirtökunum í leiknum, breyttu stöðunni í 18:15. Leikmenn FH náðu ekki að brúa bil- ið áður en leikurinn var úti og lauk honum með þriggja marka sigri Valsstúlkna, 24:21. „Ég var mjög ósátt við það í fyrri hálfleik að leikmenn mínir voru að gefa boltann þótt þeir væru í góðum færum. Mér fannst vanta meiri ein- beitingu í varnarleik okkar, við feng- um allt of mörg mörk á okkur af vinstri vængnum, einnig af miðjunni og línunni sömuleiðis í seinni hálf- leik. Það var meiri trú og áræði í leik okkar í seinni hálfleik. Hafdís kom inn á og hreinlega breytti leiknum fyrir okkur,“ sagði Guðríður Guð- jónsdóttir, þjálfari Vals, eftir leikinn. Hafdís átti góða innkomu í seinni hálfleik, skoraði 4 mörk, fiskaði víta- kast og lagði upp mörk fyrir sam- herja sína. Díana átti einnig góðan seinni hálfleik og skoraði 5 mörk í honum og samtals 7 mörk. Berglind Hansdóttir varði vel í marki Vals, tók samtals 15 skot og var mikilvæg á lokamínútum leiksins. Dröfn Sæ- mundsdóttir var atkvæðamest gest- anna í FH, skoraði 6 mörk. Jalanta Slapikiene byrjaði vel en átti dapran leik í seinni hálfleik. VALUR sigraði FH í 1. deild kvenna í handknattleik í gær- kvöldi, 24:21. Með sigrinum komust Valsstúlkur að hlið Vík- inga í 4. sætinu en skildu gesti sína úr Hafnarfirði eftir 5 stigum fyrir aftan sig í 6. sæti. Þær systur Díana og Hafdís Guð- jónsdætur áttu stórleik í seinni hálfleik fyrir Val og voru í lyk- ilhlutverki í þessum sigurleik. Benedikt Rafn Rafnsson skrifar Systurnar sáu um FH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.