Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 27 LANDSÞING FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS í Ársal Hótels Sögu 7.- 8. mars 2003 DAGSKRÁ: Föstudagur 7. mars 18:00 - 21:00 Þingsetning Ræða formanns, Sverris Hermannssonar. Formleg opnun nýrrar heimasíðu. Laugardagur 8. mars 09:00-18:00 Skráning, afhending fundargagna. Málefnahópar kynntir. Málefnahópar starfa. Hádegishlé. Kosningar. Niðurstöður málefnahópa. Stjórnmálaályktun/afgreiðsla. Móttaka fyrir þingfulltrúa í kosningamiðstöð Frjálslynda flokksins, Aðalstræti 9. Framkvæmdastjórn áskilur sér rétt til að breyta dagskrá. Heimasíða Frjálslynda flokksins: www.xf.is SAGA Reykjavíkur – í þúsund ár 870–1870 skráð af Þorleifi Ósk- arssyni sagnfræðingi er komin út hjá bókaútgáfunni Iðunni í tveim- ur bindum. Þetta eru tvö síðustu bindin af sex í ritröð sem borg- aryfirvöld í Reykjavík hafa staðið að í samvinnu við bókaútgáfuna, en áður eru komin út fjögur bindi, tvö um tímabilið 1870–1940 eftir Guðjón Friðriksson og önnur tvö eftir Eggert Þór Bernharðsson sem spanna sögu höfuðborgar- innar frá 1940 fram til 1990. Viðburðarík saga rakin Bækurnar tvær rekja við- burðaríka sögu allt frá landnámi og fyrstu byggð á Íslandi. Fjallað er um upphaf þéttbýlismyndunar upp úr 1750, ris og hnignun Inn- réttinganna, lífsbaráttu og mann- réttindi íbúanna. Í síðari hlutanum tekur bærinn á sig skýrari mynd höfuðstaðar. Horft er til mannlífs- ins frá ýmsum sjónarhornum, jafnt stríðandi alþýðu sem veislu- glaðra góðborgara og útlendir ferðalangar sem sóttu land og þjóð heim á 18. og 19. öld gefa í frásögnum sínum ómetanlega sýn á Reykjavík og bæjarbúa. „Umfjöllunin um tímabilið 870– 1750 er nokkurs konar inngangur að því ævintýri sem hefst upp úr 1750. Þá verður til fyrsti vísir að þéttbýli í Reykjavík og fljótlega upp úr því komast dönsk stjórn- völd á þá skoðun að þar sé að finna heppilegt svæði fyrir vænt- anlegan höfuðstað landsins,“ segir Þorleifur í samtali við Morgun- blaðið. Bæjarbragur, lífskjör og skemmtanir „Í bókunum er mikið fjallað um bæjarbrag og lífskjör almennings, skemmtanir fá sitt pláss, sagt er frá viðhorfum til bæjarins og breyttri atvinnuskiptingu eru gerð ítarleg skil. Í sögulok, árið 1870, voru íbúar Reykjavíkur orðnir rösklega tvö þúsund og þá var enn mikill smábæjarbragur á höf- uðstaðnum, langstærsta þétt- býlisstað landsins. Sumum útlend- ingum þótti ekki mikið til staðarins koma en í augum sveita- manna sem komu til Reykjavíkur í fyrsta sinn var bærinn aftur á móti sannkallað furðuverk og mannhafið með ólíkindum. Aðgengileg og létt aflestrar Sem dæmi um smábæjarbraginn má nefna að göturnar í höf- uðstaðnum fá ekki opinber nöfn fyrr en 1848, um leið eru húsin númeruð, og nokkrum árum síðar eru sett upp viðeigandi skilti með götunöfnunum. Áður höfðu húsin einkum verið kennd við eigend- urna. Og að hætti smábæja allra tíma voru sumir íbúarnir upp- nefndir og þekktust jafnvel ekki undir réttum nöfnum.“ Þorleifur segir að í bókunum sé lögð áhersla á að draga upp skýra mynd af þróun Reykjavíkur um leið og reynt er eftir bestu getu að hafa daglegt líf og almenning í forgrunni. „Við ritun þessa verks, og ritraðarinnar allrar, var lagt upp með að þetta yrði svokölluð hversdagssaga, ekki saga höfð- ingja, fyrirfólks eða stofnana, heldur saga sem drægi upp mynd af lífi og kjörum almennings. Og þegar á heildina er litið held ég að þetta hafi tekist vel.“ Hann segir miklar heimildir liggja fyrir á skjalasöfnum um kjör almennings, einkum frá 19. öld, þar sem fólk lýsi aðstæðum sínum fyrir yfirvöldum. „Í bréf- unum eru gjarnan lýsingar á ótrú- lega erfiðum kjörum sem fólk hef- ur mátt búa við,“ segir hann, „og það var reyndar löngum svo að þorri Reykvíkinga mátti hafa sig alla við til að hafa ofan í sig og á.“ Bækurnar ríkulega myndskreyttar Ritun bókanna, sem spanna alls rúmlega 900 síður, hefur tekið um átta ár að sögn Þorleifs. Bæk- urnar eru ríkulega myndskreyttar og þrátt fyrir að vera nokkuð þungar í grömmum talið, er þeim ætlað að vera aðgengilegar fyrir alla. „Verkið er skrifað með það í huga að almenningur geti lesið það sér til fróðleiks og skemmt- unar og miklar rannsóknir sem liggja að baki bókum sem þessum koma síður en svo í veg fyrir það. Það var lögð áhersla á að stíllinn væri lipur og léttur aflestrar,“ segir Þorleifur Óskarsson að lok- um. Umsjón með ritun Sögu Reykja- víkur var í höndum ritnefndar sem skipuð var þeim Kristjáni Benediktssyni, fyrrum borgarfull- trúa, og sagnfræðingunum Helga Skúla Kjartanssyni, Helga Þor- lákssyni, Kristínu Ástgeirsdóttur og Lýð Björnssyni. Ritari nefnd- arinnar var Hjörleifur Kvaran borgarlögmaður. Dregur upp mynd af lífi almennings Ljósmyndarinn Houzé de l’Aulnoit horfir yfir norðurenda Tjarnarinnar árið 1858. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þórólfur Árnason borgarstjóri tekur við tveimur síðustu bindunum í rit- röðinni um Sögu Reykjavíkur við athöfn í Höfða. F.v. Hjörleifur Kvaran, Þórólfur, Lýður Björnsson og Helgi Þorláksson. VERKIÐ Little Requiem for Fath- er Malachy Lynch var samið af breska tónskáldinu John (Kenneth) Taverner 1972 til minningar um séra Lynch og inniheldur aðeins þrjá þætti sálumessunnar. Árið 1973 samdi hann aðra og stærri sálumessu til minningar um sama mann. Ein- hverra hluta vegna er Taverner sem fæddur er 1944 ekki mjög þekktur hér á landi, en hann hefur samið gríð- arlega mikið af tónlist sem er mikið flutt og vinsæl. Yfirgnæfandi fjöldi verka hans er af trúarlegu bergi brot- in og hafa fá núlifandi tónskáld gefið kirkjutónlistinni eins mikinn gaum og hann. Hann varð fljótt fyrir miklum áhrifum af tónlist rómversk-kaþólsku kirkjunnar og má greinilega heyra áhrif Gregorssöngsins í mörgum verka hans. Tólf ára varð hann einnig fyrir miklum áhrifum frá Stravinsky. Little Requiem er byggt upp á röð sjö tóna sem unnið er úr á mismunandi og fjölbreyttan hátt. Hver þáttur verksins hefur sína eigin úrvinnsluað- ferð sem í raun undirstrikar innihald textans mjög vel. Verkið krefst þess að kórinn sé vakandi fyrir óvanaleg- um tónbilastökkum og hafi tónheyrn- ina í lagi. Flytjendur komust mjög vel frá þessu verkefni. Sigrún söng síðan hið fræga Vocalise eftir Sergei Rachman- inov. Verkið sem er samið fyrir söng- rödd og píanó er númer 14 úr söng- lagasafni frá 1912 op. 34 en Rachmaniniv endurvann verkið síðan 1915. Vocalise þýðir að lagið sé sungið án texta eða á sama vocal (sérhljóða). Þetta verk er til í mörgum útgáfum og sem einleiksverk fyrir ýmis hljóð- færi. Flutningur Sigrúnar var glæsi- legur að vanda. Iðrunarsöngurinn Miserere er með texta 51. Davíðssálms og er sunginn í dymbilviku. Þessi texti hefur heillað margt tónskáldið, meðal annars Moz- art. Hér var verkið flutt í tónsetningu Gregorio Allegri frá því um 1630. Verkið skiptist í 21 kafla einn fyrir hvert vers sálmsins. Í raun syngjast á þrír hópar. Tveir kórar (stór og lítill) syngja til skiptis eitt vers í senn en á milli syngja karlaraddir eitt vers í gregoríönskum sléttsöng og í lokin syngja allir saman níu radda síðasta versið. Kórinn flutti hér verkið all- stytt. Þetta verk er kröfuhart í ein- faldleika sínum. Það er án undirleiks og tekur tæpar 15 mínútur í flutningi. 1. sópran í litla kórnum liggur hátt og skreppur nokkrum sinnum upp á há c. Kórinn var lengi að taka tóninn frá söngstjóranum og náði ekki að byrja hreint og átti oft erfitt með að syngja hreint í gegnum allt verkið. Karla- raddirnar sungu sléttsönginn og náðu ekki að gera það sannfærandi, heldur dálítið „akademiskt“ og kannski hef- ur þurr hljómur kirkjunnar hjálpað þar til. Sópraninn í litla kórnum komst vel frá háa c inu sínu. Sigrún söng því næst Ave Maria eftir Giulio Caccini (1545–1618). Hér var verkið flutt með hljómsveit en ekki kemur fram hver gerði þessa út- setningu. Flutningurinn var glæsileg- ur. Síðasta verkið fyrir hlé var Um nóttina fyrir (kvenna)kór, einleiks- fiðlu og strengi eftir Szymon Kuran og var hér um frumflutning að ræða. Verkið er samið 2002 við ljóð eftir dóttur Szymons, Önnu Kolfinnu Kur- an. Tónskáldið lék sjálft á einleiksfiðl- una sem hóf verkið einsömul en smám saman bættust fleiri fiðlur við og léku eins konar orgelpunkt sem stigmagnaðist í styrk eftir því sem hljóðfærunum fjölgaði. Szymon gjör- þekkir strengjahljóðfærin og lætur þau mynda celestu hljóm nokkrum sinnum í verkinu. Kórþátturinn er mjög einfaldur, lagið að mestu sungið einradda og tvíradda með fimmund á milli. Þetta stutta verk er hrífandi í einfaldleika sínum og var vel flutt og var tónskáldinu klappað lof í lófa að flutningi loknum. Síðasta verkið á efnisskránni var hin sívinsæla Gloria í D-dúr EV 589 eftir Antonio Vivaldi. Þessi Gloria er eitt þekktasta kirkjuverk Vivaldis og er sennilega samin milli 1713 og 1717 fyrir sópran og alt einsöngvara, kór og litla hljómsveit. Vivaldi skiptir texta Dýrðarsöngsins niður í 12 þætti sem skiptast á milli kórs og einsöngv- ara. Kórinn skilaði hlutverki sínu með glæsibrag, en þó hefðu karlaraddirn- ar stundum mátt syngja meira út t.d. í „Et in terra pax“ en þar drógu þeir sig fullmikið í hlé sem og altinn sem stundum hvarf. Þetta skrifast ekki á hlutfallið á milli radda því undirradd- irnar voru glimrandi sterkar þegar það átti við og skiluðu sínu þá með glans. Sigrún og Sesselja skiluðu sínu einnig glæsilega. Hraðavalið var gott. Það eina sem skyggði á var að hljóm- sveitin var alls ekki hrein og verður það að skrifast á tónæðarmismun á óbóinu sem gefur jú hljómsveitinni tóninn og orgelpositívinu, en þetta hefði mátt laga með stillingu orgels- ins í sömu hæð og óbóið. Annars var hljómsveitin mjög góð og heildar- flutningur verksins glæsilegur. Tón- leikarnir í heild voru góðir og öllum flytjendum til sóma, ekki síst stjórn- andanum Hákoni Leifssyni. TÓNLIST Kórsöngur Háskólakórinn og Vox academica, Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Sesselja Krist- jándóttir mezzosópran, Szymon Kuran fiðluleikari. Jón Leifs Cammerata, kons- ertmeistari Sigrún Eðvaldsdóttir. Stjórn- andi Hákon Leifsson. Sunnudagurinn 2. mars 2003 kl. 16. LANGHOLTSKIRKJA Um nóttina ég svíf Jón Ólafur Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.