Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 47 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú hefur næmt fegurð- arskyn og býrð yfir góðri sköpunargáfu. Þú laðast einnig að fegurð. Það gætu orðið miklar breytingar á lífi þínu á þessu ári, líkt og gerðist 1994. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú vilt fylgja eftir tillögum annarra í dag og koma hug- myndum í framkvæmd. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ræddu við foreldra eða eldri vini um ferðaáform. Þá kynni einhver þér eldri og reyndari að veita þér ráð í tengslum við útgáfu, menntun eða lög- fræðileg málefni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú skalt fylgja eðlisávísun þinni og nýta krafta þína til að hjálpa öðrum. Leggðu þitt að mörkum til góðgerða- starfsemi, stofnana eða fólks sem er hjálpar þurfi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hægt verður að setja niður deilur um sameiginlegar eignir í dag. Þú sýnir af þér sanngirni en vilt um leið berj- ast fyrir rétti þínum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ræddu við samstarfsmenn og maka um hvernig hægt sé að bæta starfsaðstöðu eða að- stöðu á heimilinu. Þú vilt koma hlutunum í betra horf. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú skalt reyna að hjálpa börnum eða ungu fólki í dag. Minnstu þess hve það var mikilvægt að fá slíka aðstoð þegar þú varst barn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nýjar og ferskar hugmyndir gætu breytt miklu í umhverfi þínu. Þér finnst spennandi að skreyta eða endurbæta. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Samræður við fjölskylduna, ættingja eða systkini leiða til áætlana sem hrint er í fram- kvæmd. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samræður við ættingja, vinnufélaga eða ættingja gætu leitt til sniðugra fjáröfl- unarhugmynda. En þessar samræður gætu einnig leitt til þess að þú eyðir pen- ingum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt sérlega annríkt. Það er best að vinna í einrúmi ef þú ætlar að ná tökum á verkefn- unum. Þú lætur ekki blekkj- ast svo auðveldlega í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gætur þurft að sannfæra einhvern um eitthvað nú. Það þarf ekki að kosta rifrildi en þú vilt koma þínum málstað skýrt og greinilega á fram- færi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Baktjaldamakk og leynilegar samræður gætu leitt í ljós verðmætar upplýsingar. Gættu að hvað þú segir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Liljur hvítar í ljósum draumi Liljur hvítar í ljósum draumi lyft mót geislum brá; í glugganum mínum þær ungar anga sem elskunnar sæla þrá. Ég sit og horfi á sumarljómann, er svífur um loftin blá, og hugsa um augu, er á mig litu með undrun og bæn og þrá. LJÓÐABROT Hulda ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 6. mars, er sjötug Fanney Jónsdóttir, Birkivöllum 24, Selfossi. Í tilefni af því mun Fanney ásamt eiginmanni sínum, Hergeiri Kristgeirs- syni, og börnum taka á móti ættingjum og vinum í Tryggvaskála, Selfossi, laugardaginn 8. mars frá klukkan 15-18. „ÞETTA kennir manni að gefast aldrei upp.“ Guð- laugur Bessason var í sím- anum og hafði sögu að segja frá síðasta spilakvöldi Bridsfélags Kópavogs. „Ég var í slemmu og fékk á mig stytting strax í upphafi og sá enga leið út úr ógöng- unum þegar trompið reynd- ist liggja í hel.“ Norður ♠ D ♥ K42 ♦ ÁG10965 ♣D63 Vestur Austur ♠ 975 ♠ 8643 ♥ 87653 ♥ -- ♦ K83 ♦ 74 ♣Á10 ♣KG97542 Suður ♠ ÁKG102 ♥ ÁDG109 ♦ D2 ♣8 Svona leit spilið út og Guðlaugur var sagnhafi í sex hjörtum í suður. Vörnin byrjaði á laufinu og Guð- laugur trompaði í öðrum slag, tók hjartaásinn... „og svo hreinlega gafst ég upp þegar austur henti laufi,“ játaði Guðlaugur. „En þar var ég of fljótur á mér, því slemman stendur á borð- inu.“ Og það er alveg rétt. Þeg- ar tromplegan kemur í ljós er tíguldrottningu svínað og annar slagur tekinn á litinn. Eins og spilið liggur er óhætt að taka þriðja tíg- ulslaginn, en það er óþarfa áhætta. Best er að spila spaða fjórum sinnum fyrst. Ef vestur fylgir alla leið í spaðanum má trompa þann fimmta með kóng í borði, en í þessu tilfelli mun vestur stinga í fjórða spaðann. Sagnhafi yfirtrompar með kóng og tekur nú þriðja tíg- ulslaginn: Tólf slagir. Það er rétt hjá Guðlaugi – maður á aldrei að gefast upp. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Fríkirkjunni í Hafnarfirði hinn 11. maí 2002 af sr. Þórhalli Heimissyni þau Linda Hilm- arsdóttir og Jón Þórðarson. Með þeim á myndinni eru dæt- ur þeirra Nótt og Embla. Ljósmynd/Hanna Kristín 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 d6 7. Bg5 Rbd7 8. e3 e5 9. dxe5 dxe5 10. Bd3 a5 11. b3 Rc5 12. Bc2 Dd6 13. f3 He8 14. Re2 Dc6 15. 0-0 a4 16. b4 Rb3 17. Bxb3 axb3 18. Bxf6 gxf6 19. b5 Dc5 20. Dxb3 Be6 21. Hfc1 Hed8 22. Rg3 f5 23. Kh1 Hd6 24. h3 Had8 25. Hc3 H6d7 26. Hf1 Hd2 27. Hfc1 De7 28. Rf1 H2d7 29. Dc2 Dh4 30. De2 Kh8 31. H3c2 Hd6 32. Hc3 H6d7 33. c5 c6 34. bxc6 bxc6 35. H3c2 Da4 36. Df2 f6 37. Hc3 Hg7 38. e4 fxe4 39. f4 Dd4 40. Re3 Hdg8 41. f5 Staðan kom upp á Stórmóti Hróksins sem lauk fyrir skömmu á Kjar- valsstöðum. Viktor Korsnoj (2.642) hafði svart gegn Hannesi Hlíf- ari Stefánssyni (2.569). 41. …Hxg2! 42. Dh4? Betra var 42. Dxg2 Hxg2 43. Kxg2 og hvítur getur haldið áfram baráttunni þótt erfið sé. 42. …Dd2 43. Dxf6+ H8g7 44. Dxe5 H2g3! og hvítur gafst upp. 2. umferð í Þor- björn-Fiskanes mótinu hefst í Saltfisksetrinu í Grindavík kl. 19.30 í dag. Áhorfendur eru velkomn- ir. Skák Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 75 Ára afmæli. Í dag,fimmtudaginn 6. mars, er sjötíu og fimm ára Elvira Christel Einvarðs- son, Vesturgötu 64, Akra- nesi. Eiginmaður hennar er Jósef Björgvin Einvarðs- son. Þau verða að heiman á afmælisdaginn.     Prófaðu núna … Af hverju spyrðu ekki hann pabba þinn ráða, vinur? Hann var miklu skynsamari en ég þegar hann valdi sér ektamaka. FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Verð frá 3.495 Ferming 30% afsláttur Stærðir frá 34-42             FRÉTTIR STOFNFUNDUR Zontaklúbbsins Sunnu í Hafnarfirði var haldinn 6. febrúar sl. Zontaklúbburinn er sá sjöundi á Íslandi og eru stofn- meðlimir 26 konur víðsvegar úr at- vinnulífinu. Starfssvæði hans er höfuðborgarsvæðið. Nýklúbbanefnd Zontaklúbbs Reykjavíkur með Ingibjörgu R. Magnúsdóttur, fv. skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, í farar- broddi stóð að fundinum. Tilgangur klúbbsins er að vinna að mark- miðum alþjóðasamtaka Zonta. For- maður klúbbsins er Ingunn Mai Friðleifsdóttir tannlæknir. Zontaklúbbur stofnaður í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.