Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SAMKEPPNI Á KJÖTMARKAÐI Ari Teitsson, formaður Bændasam-taka Íslands, gerði stöðuna ákjötmarkaðnum að umtalsefni við setningu Búnaðarþings á þriðjudag. Benti Ari á að öll svínabú í landinu væru rekin með halla og eigið fé væri víða gengið til þurrðar. Þá væri einnig stór- fellt tap hjá öllum kjúklingaframleið- endum. Ari gat þess að þetta ástand væri til orðið vegna offramleiðslu, sem leitt hefði af sér verðfall á kjöti, og orð- aði það svo að samkeppni á svínakjöts- markaði hefði „keyrt úr hófi“. Eðlilega væri spurt „hvort þetta sé einfaldlega afleiðing af frjálsu markaðskerfi eða svínabændur skorti vilja til að draga nægilega úr framboði svínakjöts á markaði“. Nú er það öllum ljóst að svínakjöts- og kjúklingaframleiðslan er ekki undir sömu höftum og miðstýringu og aðrir geirar landbúnaðarins og nýtur heldur ekki opinbers stuðnings með sama hætti og hefðbundnar búgreinar. Þar ríkir frjáls samkeppni og verðmyndun, eins og í flestum öðrum atvinnugreinum. Myndu menn tala með sama hætti um aðrar atvinnugreinar, þar sem sam- keppni er hörð – að þar hefði hún keyrt úr hófi? Eins og Morgunblaðið hefur áður bent á er hegðun fyrirtækja á kjúklinga- og svínamarkaði undanfarin misseri að flestu leyti vel skiljanleg og eðlileg, í því ljósi að þessi markaður hefur verið að stækka, m.a. með breyttum neyzluvenj- um, og einstakir framleiðendur hafa verið reiðubúnir að auka framleiðslu- getu sína og lækka verð í því skyni að ná meiri markaðshlutdeild. Sumir þeirra munu lifa, aðrir heltast úr lestinni. Það er eðli frjálsra viðskipta og væntanlega hafa allir tekið þátt í samkeppninni vit- andi það hver áhættan getur verið í slík- um rekstri. A.m.k. til skemmri tíma litið er þessi harða samkeppni í þágu hagsmuna neyt- enda og væntanlega einnig til lengri tíma litið, því að þeir, sem framleitt geta með sem hagkvæmustum hætti, eru lík- legastir til að standa erfiðleikana af sér. Þessi að flestu leyti eðlilega þróun á hinum frjálsa hluta kjötmarkaðarins hefur gert ástandið í hefðbundnu kjöt- framleiðslugreinunum enn erfiðara en ella. Framleiðendur kinda- og nauta- kjöts eru hins vegar bundnir á klafa hafta og miðstýringar og geta ekki brugðizt við samkeppninni. Leiðin út úr þessum ógöngum er ekki að reyna að yfirfæra hafta- og miðstýr- ingarkerfi hefðbundnu búgreinanna á svína- og kjúklingakjötsframleiðsluna. Ari Teitsson lagði slíkt þó til í ræðu sinni; sagði þrjá kosti í stöðunni. Í fyrsta lagi að bíða þess að sumir bændur yrðu gjaldþrota. Í öðru lagi að flytja skipulega úr landi þá framleiðslu, sem ekki væri rúm fyrir á innlendum mark- aði. Í þriðja lagi að draga skipulega úr framleiðslu, þar til kjötmarkaðurinn kæmist í jafnvægi. Sú leið væri bændum hagkvæmust. Ef tvær síðarnefndu leiðirnar væru farnar væri það líkast til brot á sam- keppnislögum, þar sem kjúklinga- og svínakjötsframleiðslan lýtur þeim lögum eins og flestar aðrar atvinnugreinar. Lögin banna m.a. samninga, samþykktir og samstilltar aðgerðir sem hafa áhrif á verð og takmarka eða stýra framleiðslu. Aukinheldur væri það hvorki í þágu neytenda né framleiðenda, ef öll svína- og kjúklingabú í landinu væru í raun með vannýtta framleiðslugetu. Eina færa leiðin í þessum búgreinum er því aðlögun að staðreyndum hins frjálsa markaðar. Þessi hluti landbún- aðarins er einfaldlega í sömu sporum og annar atvinnurekstur á Íslandi. Almennt séð stendur íslenzkur land- búnaður frammi fyrir vaxandi sam- keppni, innbyrðis og frá útlöndum. Þær viðræður, sem nú fara fram á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO), munu án efa opna ódýrum, erlendum bú- vörum greiðari leið inn á íslenzka mark- aðinn. Til þess að landbúnaðurinn geti mætt þeirri samkeppni þarf annars veg- ar stærri bú sem geta framleitt búvörur með lægri tilkostnaði og hins vegar aukna sérhæfingu, t.d. á sviði lífrænnar ræktunar og framleiðslu sérmeðhöndl- aðrar „sælkeravöru“. Breytingar í land- búnaðinum eiga að stuðla að þessu, auk þess að gera þeim bændum sem vilja hætta óhagkvæmum búskap, einkum sauðfjárbændum, það auðveldara. Mið- stýringar- og haftaleiðirnar hafa hins vegar löngu gengið sér til húðar. Aðlög- un landbúnaðarins að frjálsri samkeppni og markaðskerfi verður ekki umflúin. ÚTBOÐ Á FARSÍMARÁSUM Sturla Böðvarsson, samgönguráð-herra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um að útboð skuli fara fram á tíðni til rekstrar þriðju kynslóðar farsíma. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að úthlutað verði fjórum leyf- um. Gildistími úthlutunar er 15 ár og gjald fyrir hverja tíðni 190 milljónir króna. Frumvarp þetta er í samræmi við stefnumörkun ráðherrans á Fjarskipta- þingi árið 2001. Morgunblaðið lýsti þá vonbrigðum vegna þeirrar ákvörðunar samgönguráðherra að efna ekki til upp- boðs á þeim farsímarásum, sem til út- hlutunar yrðu. Á síðustu tveimur árum hefur margt gerzt á þessu sviði og andstæðingar upp- boðs gætu haldið því fram, að reynslan af þeim hafi verið hörmuleg í Evrópu. Símafyrirtækin hafi boðið alltof hátt verð í leyfi til að reka þriðju kynslóð far- síma og hafi orðið illa úti af þeim sökum. Slík röksemdafærsla stenzt ekki. Að fenginni þeirri reynslu evrópskra síma- fyrirtækja, sem hér er vikið að, mætti einfaldlega búast við að tilboð, sem kæmu í uppboði, yrðu til muna lægri en þau reyndust vera í Evrópulöndum á sínum tíma. Það breytir engu um, að uppboðsleiðin er bezta og eðlilegasta leiðin til þess að tryggja að almanna- sjóðir fái sannvirði í sinn hlut. Það er jákvætt að samgönguráðherr- ann leggi til að greitt verði nokkurt gjald fyrir leyfin og það er líka jákvætt að ekki verði hægt að framselja þau leyfi úr því að þeim verður úthlutað á þennan hátt. Það er hins vegar mikil spurning, hvort uppboðsleiðin með frjálsu framsali væri ekki betri kostur fyrir væntanlega bjóðendur heldur en sú leið, sem sam- gönguráðherrann leggur til að farin verði. Hinn 8. desember árið 2000 ritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins, grein hér í Morgunblaðið þar sem hún sagði m.a.: „Ekki er líklegt að tortryggni gæti við úthlutun leyfanna ef uppboð er valið, hvorki meðal almennings eða farsíma- fyrirtækja. Þetta síðasta atriði vegur að mínu mati þyngst í rökstuðningnum fyr- ir því að fara eigi uppboðsleiðina. Slík aðferð er til þess fallin að vekja traust almennings á framtíð þessara mikilvægu almannahagsmuna og frið um úthlutun leyfa til þriðju kynslóðar farsíma. Upp- boð á farsímarásum er því skynsamlegur valkostur og sanngjörn leið.“ Þessi orð þingmannsins standa enn fyrir sínu. KRISTJÁN Már Unnarsson, fréttamað- ur á Stöð 2, sér ástæðu til að útskýra málflutning sinn um skattamál hér í Morgunblaðinu sl. laugardag. Kemur þar skýrt fram að hann er með málstað. Hann vill sanna að ráðherrar haldi því ranglega fram að skattar hafi lækkað og að það beri vott um „kokhreysti“. Ég hef leyft mér að tala um þessar „fréttir“ sem málflutning frekar en fréttaflutning, áróður en ekki fréttamennsku, enda er hér á ferð endurtekið efni á vegum sama fréttamanns. Ekki verður hjá því komist að gera at- hugasemdir við málflutning frétta- mannsins því ýmis atriði þar fá ekki staðist. Hann heldur því t.d. fram að það sé góður mælikvarði á aðstoð við barna- fólk hversu háar barnabætur séu í hlut- falli við landsframleiðslu. Með þessu er því haldið að fólki að lægri landsfram- leiðsla, sem hækkar þetta hlutfall, bæti hag barnafólks. Það er að sjálfsögðu fjarstæða. Skattar og skatttekjur Stærsta vandamálið í þessum mál- flutningi er hins vegar það að fréttamað- urinn gerir ekki greinarmun á sköttum og skatttekjum. Hann ruglar saman hugtökum. Einstakir skattar gefa af sér mismiklar tekjur á mismunandi tímabil- um. Fer það ekki síst eftir því hvernig árar í þjóðarbúskapnum. Tekjur af vöru- gjöldum af ökutækjum eru t.d. mis- miklar milli ára þótt gjaldhlutfallið sé óbreytt. Tekjurnar breytast að sjálf- sögðu eftir því hve mörg og hve dýr öku- tæki eru flutt til landsins sem aftur er háð almennu efnahagsástandi. Sama á við um aðra veltutengda skatta en einnig tekjuskatta einstaklinga og fyrirtækja. Þetta er flestum augljóst. Þegar Kristján Már Unnarsson ber saman hlutfall skatttekna hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga til samans) milli ára kýs hann að líta fram hjá þessu. Samt bera tölurnar með sér áhrif mismikils hagvaxtar. Þær eru hærri þegar umsvif eru mikil í þjóðarbú- skapnum en lægri ella, meiri í góðæri en niðursveiflu, hærri 1999 og 2000 en 1995 en lækka síðan á Meiri hagvöxt tekna opinberra það hæglega ger lækki aukist ska skatthlutfalla ge því að örva efna skatttekjurnar. irtækja úr 30 í 1 eftir að leiða til starfsemi hér á og þar með vona Samkvæmt ken þá slík lækkun e skattahækkun! Lágar mikil Heildarskattt hlutfall af landsf vegar verið prýð þjóðlegum sama Er skattalækkun skattahækkun? Eftir Geir H. Haarde „Stærsta vandamálið í þessum flutningi er hins vegar það að maðurinn gerir ekki greinarmu sköttum og skatttekjum. Han saman hugtökum.“ Á UNDANFÖRNUM árum hefur mjög markvisst verið unnið að end- urbótum á skattkerfinu hér á landi, sem m.a. hafa falið í sér lækkun skatt- hlutfalls, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þessar aðgerðir hafa skilað sér í einu lengsta og blómlegasta hagvaxt- arskeiði í sögu þjóðarinnar og sýna glöggt styrka stjórn á efnahagsmálum Íslendinga undir forystu Sjálfstæð- isflokksins. Það skýtur því skökku við að nú fer fram umræða um skattamál, þar sem staðreyndum er snúið á hvolf og öllu ruglað saman. Í þeirri umræðu er mjög frjálslega farið með stað- reyndir. Fréttamaður Stöðvar 2 gerði m.a. þau mistök í umfjöllun um skattamál nýlega að rugla saman tölum á rekstr- argrunni og greiðslugrunni sem leiðir til mjög villandi niðurstöðu. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um ónákvæma talnameðferð og notk- un mælikvarða sem enga merkingu hafa situr fréttastofa Stöðvar 2 fast við sinn keip og heldur því fram að skattar á Íslandi hafi hækkað á sama tíma og skattprósentan hefur lækk- að. Ætlar hún með sömu rökum að halda því fram að skattar lækki ef þjóðartekjur lækka og skatttekjur ríkissjóðs dragast saman þrátt fyrir það að álagningarprósentan sé sú sama? Þegar eingöngu er litið á tekjuskatt einstaklinga koma auðvitað þær ein- földu staðreyndir í ljós að hækkaðar launatekjur fólks skila meiri tekjum í ríkissjóð, þrátt fyrir að skatthlutfallið hafi lækkað um ins í dag. Því h þeim mun hærr skattinn, þar se sem eru umfra Þetta er einfald Enn fremur að meira en lau sökum fækkar undir skattleys Það sem skip þessu samheng ráðstöfunartek þriðjung frá ár aukningu hans Þetta er einsdæ víðar væri leita Kaupmátturinn er kjarni málsins Eftir Sigríði Önnu Þórðardóttur „Skattbyrði heimila á Íslandi með því lægsta sem þekkist an OECD og kaupmáttur hefu hvergi aukist jafnmikið og hé undanförnum árum.“ Í MORGUNBLAÐINU hinn fjórða mars síðastliðinn er að finna áhuga- verða grein um skattamál sem þing- maður Sjálfstæðisflokksins, Guðjón Guðmundsson, skrifar. Í greininni rek- ur hann helstu afrek ríkisstjórnarinnar í skattamálum og reynir að skilja þá hugsun eftir hjá lesandanum að Íslend- ingar beri höfuð og herðar yfir allar Evrópuþjóðir hvað skattamál varðar. Það er ekki hægt í stuttri grein að leiðrétta alla þær rangfærslur sem birt- ast í skrifum Guðjóns og því ætla ég eingöngu að ræða staðhæfingu hans um tekjuskatt einstaklinga. Hann fullyrðir í grein sinni að einstaklingar hafi greitt 32,8 prósent í tekjuskatt árið 1990 en greiði nú 25,75 prósent – og lætur eins og um sambærilegar tölur sé að ræða. Það er í sjálfu sér rétt hjá honum að þannig hefur tekjuskattinn þróast en þessar tölur segja aðeins hálfan sann- leikann. Kannast einhver við að borga 25,75 prósent í staðgreiðslu opinberra gjalda eins og þingmaðurinn lætur í veðri vaka í grein sinni? Það leyfi ég mér að efast um. Auðvitað veit Guðjón að hann er ekki að tala um sam reyndin er sú a félaga hefur au m.a. vegna verk sveitarfélaga og 38,55 prósent. Þ sem flest venju Guðjóni tekst e gleyma. Aðalatriði er Í hvaða landi býr Gu Eftir Einar Má Sigurðarson „Aðalatriði er að helsta af- rek ríkisstjórnarinnar er auðvitað það að skattlagn- ing lág- og meðaltekjufólks hefur aukist …“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.