Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands fær í heim- sókn til sín góða gesti í þessari viku. Hátt í 3.000 leikskólabörn af höfuðborgarsvæðinu hlýða á hljómsveitina og Stefán Karl Stef- ánsson leikara flytja ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Sergej Prokofiev en verkið hefur heillað stóra sem smáa frá því það var samið 1936. Myndin var tekin á tónleikum hljómsveit- arinnar í gær og ekki verður annað séð en börnin hafi kunnað prýðilega að meta það sem bar fyrir augu og eyru. Þessar ungu stúlkur voru a.m.k. yfir sig ánægðar með tónleikana. Seinustu tónleikarnir eru í dag og hefjast þeir kl. 9.30 og 10.30. Morgunblaðið/Jim Smart Klappað fyrir Pétri og úlfinum UMSÆKJENDUR sem eru á bið- lista eftir félagslegu húsnæði í borginni voru alls 881 um síðustu áramót, eða 53% fleiri en voru á biðlista einu ári fyrr. 51% umsækj- enda var einhleypingar og 39% einstæðir foreldrar. Stór hluti þessa hóps eru ör- yrkjar eða eru einir og atvinnu- lausir, að sögn Láru Björnsdóttur, félagsmálastjóra í Reykjavík. „Margir eru algjörlega húsnæðis- lausir og aðrir eru inni á ættingj- um og í bráðabirgðahúsnæði eða í dýru húsnæði, sem þeir ráða ekki við,“ segir Lára. Í gær voru lagðar fram tillögur starfshóps sem félagsmálayfirvöld skipuðu til að leita leiða til að bæta húsnæðismál efnalítils fólks í borginni. Nauðsynlegt er að mati hópsins að styrkja almenna leigu- markaðinn og er m.a. lagt til að gjöld verði lækkuð til þeirra sem vilja byggja eða reka leiguíbúðir til langs tíma, húsaleigubætur verði hækkaðar og kannað hvort lífeyrissjóðir geti komið að fjár- mögnun 10% framlags til bygging- ar leiguíbúða á ekki lakari kjörum en boðin eru á veðlánum til sjóð- félaga. Í skýrslu um uppbyggingu leiguhúsnæðis er að finna niður- stöður athugunar á högum um- sækjenda á árunum 2000–2002. Þar kemur fram að 30% voru ör- yrkjar, 21% atvinnulausir, 6% sjúklingar og 4% ellilífeyrisþegar. 32% umsækjenda voru í launaðri vinnu og reyndust 53% hafa árs- tekjur undir einni milljón. Alls höfðu 90% umsækjenda árstekjur undir tveimur milljónum kr. Biðlistinn hefur lengst um 429 þrátt fyrir fjölgun íbúða „Þetta er langtímaverkefni. Það er gjarnan svo hér á Íslandi að við viljum ráðast í svona verkefni með áhlaupi en við leggjum áherslu á að horft verði til framtíðar þannig að þessi mál verði leyst til fram- búðar,“ segir Lára. Í skýrslu starfshópsins segir að þrátt fyrir umfangsmikla fjölgun félagslegra leiguíbúða hafi bið- listinn farið vaxandi allt frá árinu 1998 þegar félagslega húsnæðis- kerfið var lagt niður. Þó hafi íbúð- um fjölgað frá þeim tíma um 400 og úthlutanir hjá Félagsþjónust- unni verið í sögulegu hámarki á þessum fjórum árum, eða alls 645. Eigi að síður hafi biðlistinn lengst um 429 umsækjendur. 881 var á biðlista eftir félagslegu húsnæði í borginni um síðustu áramót Margir eru húsnæðis- lausir og án atvinnu  Mikilvægast/4 LÖGIN „Segðu mér allt“ eftir Hallgrím Ósk- arsson og „Right Here Waiting“ með banda- ríska tónlistarmanninum Richard Marx eru of lík til að hægt sé að mæla með því að fyrr- nefnda lagið verði sent sem framlag Íslend- inga í söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evr- ópu. Þetta er niðurstaða trúnaðarmanna Sambands tónskálda og eigenda flutnings- réttar (STEF) sem telja of mikla hættu á mál- sókn verði lagið sent í keppnina. Í áliti þeirra Arnar Óskarssonar og Rík- arðs Arnar Pálssonar, sem STEF fékk til að rannsaka líkindi laganna tveggja, er það rakið að viðlagskaflar spila stórt hlutverk í báðum lögum auk þess að vera mjög líkir að því er varðar lengd og form. Þá séu svo til allar aðalnótur viðlaganna og flestir hljómar eins eða skyld. Niðurstaða þeirra er því eftirfarandi: „Í ljósi ofangreinds samanburðar treystum við undirritaðir okkur ekki til að mæla með að SMA [Segðu mér allt] verði flutt í Evrópu- söngvakeppninni í núverandi mynd vegna hættu á málsókn.“ Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri STEFs, segir að Hallgrímur og matsmenn- irnir hafi hist á fundi í gær og Hallgrímur komið athugasemdum sínum á framfæri, en álitið standi óbreytt. „Við höfum bent Hall- grími á að hann væri að taka áhættu með því að fara með lagið óbreytt í keppnina,“ segir Eiríkur. Hallgrímur segir í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær, að niðurstaða matsmanna STEFs hafi verið sú að ekki sé hægt með óyggjandi hætti að sýna fram á að um laga- stuld eða brot á höfundarrétti sé að ræða. Svo til allar nótur og hljómar viðlagsins eins  Ekki mælt með/55 SIGRÚN Pálmadóttir sópran- söngkona fær afbragðsdóma í þýsk- um fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína í hlutverki Ariadne á Naxos í samnefndri óp- eru eftir Richard Strauss. Í dómi Kölnische Rundschau segir að hjá óperunni í Bonn séu ekki gerðar litlar kröfur um rödd í hlutverk Ariadne; Edita Gruberova hafi einmitt sung- ið þetta hlutverk á fjölunum í Bonn fyrir fjórtán árum. Blaðið segir Sig- rúnu komast mjög vel frá þeim samanburði og frammistaða henn- ar, og raunar Marc Soustrat einnig, standi upp úr í sýningunni. Útgeisl- un raddar Sigrúnar eigi eftir að vaxa en tækni hennar sé orðin full- komin og erfiðustu söngkaflana syngi hún af öryggi. „Og hvað túlk- unina snertir þá er túlkun hennar [Sigrúnar] undir stjórn Horres til- þrifameiri en túlkun Gruberovu var.“ Í dómi General Anzeiger segir að Sigrún þurfi að glíma við erfiðasta kvenhlutverkið „og raunar eitt allra erfiðasta sönghlutverk óperu- bókmenntanna yfirleitt en Sigrún leysir það í senn með léttleika og af glæsibrag“. Tilþrifameiri túlkun en hjá Gruberovu Sigrún Pálmadóttir UPPALENDUM er ekki lengur ráð- lagt að gefa börnum venjulega kúa- mjólk til drykkjar á fyrsta aldursári, samkvæmt nýjum bæklingi um nær- ingu ungbarna sem Manneldisráð og Miðstöð heilsuverndar barna standa að í sameiningu. Máltíðir með súr- mjólk, jógúrt eða skyri eru heldur ekki ráðlagðar ungbörnum sem farin eru að neyta fastrar fæðu. Áhersla er lögð á brjóstagjöf, að minnsta kosti fyrstu sex mánuðina, og ungbarnaþurrmjólk eða sérstaka stoðmjólk til drykkjar eftir sex mán- aða aldur. Nota má kúamjólk út á graut eftir sex mánaða aldur. Von er á járnbættri stoðmjólk fyrir börn fyrir páska, samkvæmt upplýsingum frá Mjólkursamsölunni. Verður hún í fernum eins og hefðbundin kúa- mjólk. Stoðmjólkin er unnin úr kúa- mjólk og getur því valdið ofnæmi al- veg eins og hún. Uppalendum er ekki heldur ráð- lagt að gefa ungbörnum þynntan ávaxtasafa við 4–5 mánaða aldur eins og var gert í eldri bæklingi og ráða sjónarmið um tannheilsu mestu þar um, segir Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs. Nýjar ráðleggingar um meðferð á kúamjólk og mjólkurmat koma til vegna þeirrar einhæfni sem einkennt hefur mataræði íslenskra ungbarna og járnskorts vegna mikillar mjólk- urneyslu, en mjólkurvörur eru snauðar af járni, segir Laufey. Járnbætt stoðmjólk í stað nýmjólkur Nýjar ráðlegg- ingar um matar- æði ungbarna  Ráðleggja/24 HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hefur dæmt bónda á bænum Höfða í Borgarbyggð til að greiða hálfa milljón króna í sekt fyrir brot á dýraverndunarlögum. Er bóndinn sakfelldur fyrir að hafa van- rækt aðbúnað, umhirðu og fóðrun á 168 kind- um sem varð að slátra vegna hors, auk 202 kinda sem komið var fyrir á öðrum bæ í kjöl- far eftirlits dýralækna á bænum í febrúar á síðasta ári. Húsleit var gerð hjá bóndanum og kom þá í ljós að 1.905 kindur voru á bænum. Sakfelldur fyrir slæma umhirðu  Ekki sviptur/6 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.