Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 29 MIG langar til þess að leiða hugann að vatnsþjálfun með tilliti til þeirra sem komnir eru til ára sinna. Sumir eru sjálfbjarga en aðrir eru ekki eins vel staddir af ýmsum ástæðum. En eitt er þó víst að það fylgir því oftast vellíð- an að vera í vatni, jafnvel þó að fólk sé illa á vegi statt. Ekki er fé- lagslegi þátturinn síður mikilvæg- ur. Ég tala frá mínum bæjardyrum en ég er komin yfir áttrætt og stunda Breiðholtslaugina eins mik- ið og ég get, helst daglega. Fyrst ber að nefna æfingar í laug. Það geta flestir haft gagn af því að fara í laugina, jafnvel þó að þeir séu ekki færir um að synda. Þá hef ég fyrst og fremst í huga fólk sem glímir við vandamál tengd hækkandi aldri og eru að viðhalda heilsu sinni eða jafna sig t.d. eftir aðgerð. Sjálf er ég ein af þeim og vinn markvisst að því að liðka og styrkja líkamann í sund- laug. Við sem eldri erum staul- umst niður stigann í laugina, allt eftir getu og skiptir máli að að- gengi sé gott. Mér finnst best að byrja á því að ganga í vatninu og halda mér í bakkann. Ganga rólega fram og aftur og taka vel eftir hverju skrefi. Þá er gott að staldra við og halda sér með báðum höndum. Lyfta síðan upp hnjánum til skipt- is og taka vel eftir því hvernig maður stígur niður. Síðan stendur maður beinn og færir annan fót- legg út til hliðar og síðan að aftur, vinstri og hægri til skiptis. Síðast en ekki síst er gott að standa á tánum. Það eykur jafnvægið og í framhaldi af því reynir maður að ganga stuðningslaust. Þeir sem hafa gott bakflot eru heppnir. Þeir rétta úr sér og setja hnakkann í vatnið og ná jafnvægi líkamans með því að nota hend- urnar. Ekkert að hugsa um fætur, bara reyna að rétta úr líkamanum og horfa upp í loftið! Síðan fikrar maður sig aftur á bak með því að hreyfa armana. Áður en maður veit af er maður kominn á flot og getur farið að hreyfa fætur eftir getu. Þetta er byrjunin. Best er að hafa einhvern með sér í vatninu til þess að leiðbeina sér. Andardráttaræfingar eru til- valdar í vatni ef maður hefur gott flot. Maður dregur djúpt inn and- ann, fyllir lungun af lofti um leið og maður kreppir sig og andar frá sér um leið og líkaminn réttist. Hugur verður að fylgja máli: „Ég er sterk á sál“ hugsa ég við inn- öndun og „líkama“ við útöndun. Maður á að taka vel eftir önd- uninni, fylla lungun og tæma. Hver og einn syndir eins og hann getur og vil ég benda á að baksund er oft á tíðum æskilegra en bringusund. Eftir laugarferð finnst mörgum gott að fara í heit- an pott eða gufubað. Aldraðir geta haft mjög gott af svona rólegum æfingum en þeir eru oft hræddir við mikil skvamp og læti. Ég tala nú ekki um þegar fílefldir karlar kasta sér út í laug- ina. Gott væri ef aldraðir gætu fengið leiðbeiningar hjá fagaðila þó að ekki væri nema tvisvar í viku á fyrirfram ákveðnum tíma. Hafa ber í huga að við sem eldri erum viljum helst vera nálægt bakkanum – það er mikið öryggi í því. Maður er hræddur um að vera kaffærður. Svo er það andlega og félagslega hliðin. Sund er ekki bara sund. Maður hittir fólk, kastar á það kveðju og fær hlýtt bros til baka. Hafi maður ekki mætt lengi er spurt um orsakir. „Varstu lasin“ eða eitthvað í þeim dúr? Stundum hittir maður fólk sem maður hefur ekki séð lengi og þá verða fagn- aðarfundir. Margt er spaugilegt. Margir hoppa ofan í laugina, aðrir stinga sér flott, en sumir lenda á mag- anum. Þá er sest í heitan pott sem hentar manni en þar er notalegur og góður vettvangur til að spjalla. Ekki skaðar þó að maður segi nokkra brandara. Það er talað um veðrið og sagðar nýustu fréttir. Það er fárast um ýmislegt, sem betur má fara í þjóðfélaginu, en í rauninni er ekkert mál afgreitt. Sumir segja frá ferðalögum sem þeir hafa verið að koma úr. Menn viðra skoðanir sínar og skipta síð- an um pott. Þeir hraustustu fara inn í sturtu og koma svo út aftur með handklæði um sig miðja til þess að kæla sig og telja það allra meina bót. Krakkarnir tipla á tán- um og hlaupa með hávaða og lát- um út í barnalaugina. Varðandi sundföt. Sumir þjást af þvagleka og það hamlar fólki frá að fara í vatn. Til er hjálp við því, en það eru vatnsheldar buxur sem fást í hjálpartækjaverslunum. Að stunda sundlaugar er gulls ígildi og ókeypis fyrir eldri borg- ara sem ber að þakka. Sund er ekki bara sund! Eftir Sonju B. Helgason Höfundur er íþróttakennari, fædd 1918. „Að stunda sundlaugar er gulls ígildi og ókeypis fyrir eldri borgara, sem ber að þakka.“ JÁ, það er aldeilis sovétstíll á stjórninni þessa daga, risastíflur, ríksisábyrgðir, ríkisstyrktur þungaiðnaður og atvinnubótavinna í vegagerð eins og hver getur í sig látið. Maður bíður eftir að rútur merktar ríkinu renni úr hlaði frá Umferðarmiðstöðinni, fullar af karlmönnum í bláum vinnugöllum á leið út á land, og konur og börn standi og vinki til pabba bless. Einstæðar mæður fara kannski í sérrútu í einhvern grjótburð og skilja prófskírteinin sín í eftir í vörslu elsta barnsins sem á að passa systkini sín meðan mamma fer að bjarga fjárhagnum. Það er ljóst af leiðara Morg- unblaðins á sunnudag að Mogginn er kominn í hlutverk landsföður sem reynir að lempa börnin sín í Kárahnjúkamálinu og einfaldar um leið söguna. Krakkar mínir, það hefur verið farið eftir lýðræð- islegum leikreglum – hættið nú að tala um þetta, málið er afgreitt. Þetta er annar leiðarinn af þessu tagi og í hvorugum þeirra er þess getið að Skipulagsstofnun úrskurðaði gegn Kárahnjúkavirkj- un vegna þess að stofnunin telur virkjunina valda umfangsmiklum og óafturkræfum náttúruspjöllum. Ráðherra hafði þessa niðurstöðu að engu og lét hanna fyrir sig eitt- hvað sem kallað er ,,mótvægisað- gerðir“, framkvæmdir sem einar og sér ættu að lúta sjálfstæðu mati á umhverfisáhrifum. Þarna kom svo berlega í ljós að þetta mál er knúið áfram af pólitísku handafli. Af hverju ætli leiðarahöfundur Moggans sé að tala til fólks eins og hann sé í forystuhlutverki fyrir þjóðina, án þess að hafa verið kos- inn til þess. Ég efast ekki um að honum gangi gott eitt til, finnur kannski fyrir því ógurlega tóma- rúmi sem er þarna á toppnum. Þar er enginn sem heldur utan um þjóðina í heild, sættir sjónarmið hennar, hugsar til framtíðar. Það vantar sárlega djúpa visku, sem nær út fyrir eiginhagsmuni og valdabaráttu. Ekki fæst hún hjá skapillum forsætisráðherra sem slær leiftursnöggt á þjóðarkollinn þegar honum mislíkar með áróðri um yfirvofandi sult og seyru. Ekki fæst hún hjá forseta Íslands sem hefur ekki sagt eitt orð um þetta mál, hvað þá lyft litla putta til að vernda landið. Já, hvar er nú víð- sýni og viska á borð við þá sem Vigdís Finnbogadóttir miðlaði okkur sem þjóð? Finnst ekki á Ís- landi stjórnmálamaður á borð við Nelson Mandela sem fórnar sér fyrir fólkið og landið en ekki öf- ugt. Já, það virðist erfitt að standa undir nafni þessa dagana. Sjálf- stæðisflokkurinn gengur þvert á sínar helstu og stærstu hugsjónir og mælir fyrir stærstu ríkis- ábyrgðum sögunnar, slær ríkis- eign á hálendið og undirbýr vatna- flutninga í sovétstíl. Framsóknar- flokkurinn, hvað er nú það? Maður spyr sig. Ef ég ætti að lýsa því fyrir utanaðkomandi út á hvað þessi flokkur gengi þá myndi ég segja að hann væri svona ,,besti vinur aðal“. Helstu sigrarnir þessa dagana eru að trúður flokksins, sem er í akkorði við að breiða yfir það hvað flokkurinn er steinrunninn og leiðinlegur, komst á fréttamynd ársins með fiðurfé! Það vildi svo til að í þessu sama sunnudagsblaði Morgunblaðsins er viðtal við tvo unga Íslendinga sem hafa lagt í langt nám í líf- tækni, komið heim, þrátt fyrir að allar dyr hafi staðið þeim opnar erlendis og eru að gera bylting- arkenndar tilraunir með að erfða- breyta íslensku byggi til að fram- leiða prótein. Það er þetta sem umhverfisverndarsinnar eru að meina þegar þeir segja við viljum ,,eitthvað annað“. Stjórn þessa lands verður að vera síung og fylgjast með því hvað Íslendinga dreymir um að verða þegar þeir verða stórir. Hlúa að menntun þeirra og hug- myndum. Segja: ,,Hvað get ég gert fyrir þig, ungi Íslendingur?“ Það þarf alúð til að halda utan um þjóð og visku til að vernda land. Við þurfum ekki skyndilausnir og iðnvæðingu langt á eftir hinum vestræna heimi. Við þurfum ekki endalausa valdabaráttu og fyrir- greiðslupólitík. Það eru stærri og mikilvægari verkefni fyrir hönd- um. Við þurfum að virkja mann- auðinn, skapa okkur framtíðarsýn og leggja saman grunninn að nýju Íslandi. Rússarnir koma! Eftir Maríu Ellingsen „Það þarf alúð til að halda utan um þjóð og visku til að vernda land.“ Höfundur er leikkona. ÞAÐ er hálfundarlegt fyrir þann sem þekkir lítið til að fylgjast með forgangsröðun stjórnmálamanna í vegagerð á Vestfjörðum. Út frá skynsemi virðist hún vera út í bláinn en vera má að einhver æðri skyn- semi sem er ofar okkur dauðlegum mönnum hafi ráðið ferðinni. Vera má að spekingarnir hafi látið bestu leið- ina sitja á hakanum til að geta fjár- magnað óskynsamlegustu leiðina. Því auðvitað fæst aldrei fjármagn í það sem er óskynsamlegt þegar skynsamlegri kosturinn hefur þegar verið framkvæmdur. Kannski að vitringarnir hafi einmitt séð þetta fyrir og þess vegna tekið upp á því að haga sér eins og kjánar í vegamál- um, kannski. Hver er svo óskynsemin? Jú, það er að velja heilsársvegi Ísfirðinga það vegstæði að vart er hægt að þræða lengri leið út af Kjálkanum nema kannski að keyra yfir á Hornstrandir og fara fyrir Jökul. Nú má vera að mörgum fyrir norðan þyki þetta falleg leið og sjái hvorki eftir viðbótarbensíni né tíma sem fer í að þræða Djúpið. Ég veit hins vegar að mörgum Þingeyringum og öðrum Dýrfirðingum (að ég tali nú ekki um íbúum við norðanverðan Arnarfjörð) er lítið skemmt yfir þessari forgangsröðun og æðri skynsemi í vegamálum Vestfirð- inga. Því til er önnur leið sem því miður er bara opin á sumrin, svo- kölluð vesturleið. Með eðlilegum vegbótum á henni þannig að hún verði opin árið um kring styttist nú- verandi vetrarleið Ísfirðinga til Reykjavíkur að lágmarki um 147 km. Fyrir Þingeyringa yrði stytt- ingin hátt í 200 km. (Heimildir www.vegur.is.) Fyrir okkur sem búum á sunnan- verðum Vestfjörðum er þetta hins vegar svo undarleg ráðstöfun að ekki einu sinni vísun í æðri skynsemi nær yfir þessa heimsku. Það er ekki að- eins að við verðum vegalaus við norðursvæðið lungann úr vetrinum, heldur komumst við ekki frá Vest- fjörðum yfir hörðustu vetrarmán- uðina nema siglandi eða fljúgandi þegar byr gefur. Málið er miklu al- varlega en það hvort við eigum að sætta okkur eingöngu við ferju eða ekki. Þetta snýst líka um þjónustu, samskipti og samstarf okkar við fólk, stofnanir og fyrirtæki innan og utan Vestfjarða. Hvaða gagn höfum við t.d. af uppbyggingu á þjónustu og menningarhúsum í höfuðstað Vest- fjarða, Ísafirði, þegar það getur tek- ið okkur allt að 4 til 5 daga að sitja klukkutíma fund hjá vinum okkar þar? Hvaða þýðingu hefur það að skilgreina Vestfirði sem eitt stjórn- sýslusvæði þegar ástandið er með þessum hætti? Það má þó oft skjót- ast til Reykjavíkur dagstund þegar vetrartíðin er góð eins og núna og vegabætur á Kletthálsi eru orðnar eins góðar og raun ber vitni. Í tíma stendur Reykjavík okkur oft mun nær en Ísafjörður og því kannski ekki óskynsamlegt að sveitarstjórn- armenn á sunnanverðum Vestfjörð- um kanni sameiningu við Reykjavík. Það er í raun ekki nema tvennt í stöðunni fyrir okkur á sunnanverð- um Vestfjörðum að mínu mati. Ann- aðhvort að vesturleiðin allt norður til Ísafjarðar verði sett í forgang eða að byggð verði upp samsvarandi þjón- usta á Patreksfirði. Okkur nýtist nánast á engan hátt þjónustan fyrir norðan, fáum rétt molana af borðinu eða ilminn af réttunum. Þetta er óþolandi staða og verður vart bætt nema eins og áður sagði með lúkn- ingu vesturleiðarinnar norður til Ísafjarðar eða að komið verði á fót öflugri almenningsþjónustu á sunn- anverðum Vestfjörðum. Vesturleiðin til Ísafjarðar Eftir Jóhann Ásmundsson „Vera má að spekingarnir hafi látið bestu leið- ina sitja á hakanum til að geta fjármagnað óskynsam- legustu leiðina.“ Höfundur er safnstjóri á Hnjóti í Örlygshöfn. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.