Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐ MINNSTA kosti fimmtán manns biðu bana og yfir þrjátíu særðust í gær þegar Palestínu- maður sprengdi sprengju, sem hann bar innan klæða, í strætisvagni í borginni Haifa í Norður- Ísrael. Ísraelska ríkissjónvarpið sagði að flest fórnarlambanna hefðu verið námsmenn og stræt- isvagninn hefði verið á leiðinni frá íbúðahverfi til háskólans í Haifa. Palestínsku hreyfingarnar Hamas og Íslamskt jíhad sögðu að sprengjuárásin hefði verið gerð til að hefna mannskæðra árása Ísraelshers á Gaza- svæðið að undanförnu. Heimastjórn Yassers Ara- fats, leiðtoga Palestínumanna, fordæmdi hins veg- ar tilræðið. „Árásin verður aðeins til þess að draga athygli heimsbyggðarinnar frá drápum Ísr- aela á yfir 150 palestínskum borgurum á síðustu tveimur mánuðum,“ sagði Yasser Abed Rabbo, upplýsingaráðherra heimastjórnarinnar. Þetta er fyrsta sprengjuárásin í Ísrael frá 5. janúar þegar tveir liðsmenn Al-Aqsa-herdeild- anna, sem tengjast Fatah-hreyfingu Arafats, fyr- irfóru sér með sprengju í Tel Aviv og urðu 23 öðr- um að bana. Sprengjuárásin í gær var gerð 25 metra frá húsi Amrams Mitzna, leiðtoga Verkamanna- flokksins og fyrrverandi borgarstjóra. Tilræð- ismaðurinn var með tugi kílóa af sprengiefni inn- an klæða og nagla til að valda sem mestu manntjóni. Yaacob Borowsky, lögreglustjóri í Norður- Ísrael, sagði að sprengingin hefði orðið inni í strætisvagninum og verið mjög öflug. „Það er næstum ekkert eftir af vagninum,“ sagði hann. „Aðkoman var hryllileg og það var mjög erfitt að horfa á þetta. Miðhluti vagnsins lyftist upp í loftið og þakið rifnaði af.“ Talsmaður Ísraelsstjórnar, Avi Pazner, sagði að hún myndi grípa til „harðra aðgerða gegn hryðjuverkahreyfingunum“. Leyniþjónusta Ísr- aels hefði fengið að minnsta kosti 40 ábendingar um yfirvofandi hryðjuverk skömmu áður en árás- in var gerð. „Svar við hryðjuverkum gyðinga“ Hamas og Íslamskt jíhad lýstu ekki árásinni á hendur sér en forystumenn hreyfinganna sögðu að hún hefði verið gerð til að hefna hernaðar Ísr- aela á Gaza-svæðinu síðustu daga. „Þetta er svar við hryðjuverkum gyðinga sem drápu 85 ára gamlan mann [í fyrradag] og vanfæra konu dag- inn áður,“ sagði Abdel Aziz al-Rantissi, einn for- ystumanna Hamas. Ísraelskir hermenn urðu öldr- uðum palestínskum fjárhirði að bana nálægt landnemabyggð gyðinga í grennd við Gaza-borg á þriðjudag. Daginn áður létu átta manns lífið, þeirra á meðal 13 ára barn og vanfær kona, þegar hermenn réðust inn í flóttamannabúðir á Gaza til að handtaka einn af stofnendum Hamas sem hef- ur staðið fyrir sjálfsmorðsárásum í Ísrael. Hreyf- ingin sagðist ætla að halda sprengjuárásunum áfram. Palestínska heimastjórnin sakaði Ísraela um að halda uppi árásum á svæði Palestínumanna til að torvelda fundi palestínskra embættismanna sem eru að ræða umbætur á stjórn Arafats. Vítahringurinn verði rofinn Saeb Erakat, aðalsamningamaður Palest- ínumanna, sagði að sprengjutilræðið sýndi að þjóðir heims yrðu þegar í stað að leita leiða til að „rjúfa þennan vítahring ofbeldis“ og koma frið- aráætlun „kvartettsins“ svokallaða – Bandaríkj- anna, Evrópusambandsins, Rússlands og Samein- uðu þjóðanna – í framkvæmd. George W. Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi blóðsúthellingarnar og kvaðst styðja Ísraela heils hugar í baráttunni gegn hryðjuverkum. Reuters Ísraelskir björgunarmenn bera lík frá flaki strætisvagnsins eftir sprengjuárásina í Haifa. Flest fórnarlambanna munu hafa verið námsmenn. Fimmtán láta lífið í sjálfsmorðsárás í Ísrael Sögð hafa verið gerð til að hefna árása Ísraela á Gaza-svæðinu Jerúsalem. AFP. ABU Sayyaf-hryðjuverkasam- tökin á Filippseyjum hafa gengist við sprengjutilræðinu í borginni Davao á suðurhluta eyjanna á þriðjudag. Varð það 21 manni að bana og um 150 slösuðust. Boðuðu samtökin fleiri hryðjuverk í því skyni að lama filippseyskt efnahagslíf. Eru þau sögð hafa náin tengsl við al-Qaeda, hryðjuverkasam- tök Osama bin Ladens, og önn- ur hryðjuverkasamtök músl- íma á þessu svæði, Jemaah Islamiyah, eru talin vera sér- stök Suðaustur-Asíudeild í al- Qaeda. Filippseysk stjórnvöld eru raunar enn efins um, að Abu Sayyaf hafi verið að verki á þriðjudag, þrátt fyrir yfirlýs- ingu þeirra, þar sem þau starfi á öðru svæði. Verðið ræður DANSKIR neytendur eru mjög jákvæðir gagnvart lífræn- um vörum en eru samt ekki til- búnir að kaupa þær ef þær kosta miklu meira en aðrar. Kemur þetta fram í könnun, sem sagt var frá í Berlingske Tidende. Sem dæmi má nefna, að lífrænt ræktaðir hafrar eða hafragrjón eru nú þriðjungur sölunnar í þessum flokki og markaðshlutdeild lífrænnar mjólkur er góður fjórðungur. Verðmunur á lífrænum haf- ragrjónum og öðrum er mjög lítill og fram kemur í könnun- inni, að fjórðungur neytenda vill ekki borga eyri meira fyrir lífræna vöru og helmingurinn segir verðmuninn ekki mega vera meiri en 15%. Almennt hefur eftirspurn eftir lífrænum vörum heldur minnkað. N-Írum gerðir úrslitakostir TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði á þingi í gær, að annaðhvort kæmu stjórn- málaflokkarnir á N-Írlandi sér saman um að framfylgja fyrri samningum og endurvekja heimastjórnina eða horfast í augu við, að framtíð lands- hlutans yrði ekki jafnbjört og vonir hefðu staðið til. Blair hafði þá í tvo daga átt í miklum viðræðum í Belfast við n-írska stjórnmálamenn og Bertie Ahern, forsætisráðherra Ír- lands. Kvaðst hann vona, að viðræðurnar bæru árangur, og til að gefa mótmælendum og kaþólskum mönnum á N-Ír- landi tíma til að átta sig hefði hann frestað kosningum til n-írska þingsins um mánuð. Inneignir doll- aravæddar? HÆSTIRÉTTUR Argentínu úrskurðaði í gær, að banka í ríkiseigu væri skylt að „endur- dollaravæða“ inneign héraðs- stjórnarinnar í San Luis í bank- anum. Áður höfðu stjórnvöld brugðist við efnahagskrepp- unni í landinu með því að rjúfa tengsl pesósins við dollara. Féll þá gengi hans mikið og banka- innstæður rýrnuðu að sama skapi. Getur þessi úrskurður haft alvarlegar afleiðingar fyrir tilraunir stjórnvalda til að örva efnahagslífið. STUTT Abu Sayyaf gengst við hryðjuverki Blair SAMEINUÐU þjóðirnar hafa látið vinna leyniáætlun um það hvernig koma megi á nýrri ríkisstjórn í Írak eftir að einræðisstjórn Saddams Husseins verður farin frá völdum. Frá þessu greindi Lundúnablaðið The Times í gær. Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ, hefur vísað frétt- inni á bug. Í frásögn blaðsins segir, að tilvist slíkrar áætlunar gefi til kynna að leiðtogar SÞ líti nú svo á, að nær öruggt sé að til hernaðaríhlutunar í Írak komi. Blaðið segist hafa komizt yfir af- rit af áætluninni, sem fullyrt er að hafi verið í smíðum undanfarinn mánuð, jafnvel þótt enn sé óvíst hvort meirihluti sé fyrir því innan öryggisráðs SÞ að samþykkja nýja ályktun sem heimilar að hervaldi verði beitt til að afvopna Íraka. The Times segir að með þessari áætlanasmíð væru Sameinuðu þjóð- irnar að brjóta rótgrónar vinnuregl- ur samtakanna og jafnvel sjálfan stofnsáttmála þeirra, þ.e. með því að vera að gera áætlanir um framtíð- arskipan stjórnarfars í Írak, á sama tíma og samtökin eru í daglegum samskiptum við stjórn Saddams Husseins og umgangast hana þar með sem lögmæta stjórn aðildarrík- is SÞ. Louise Frechette, kanadískur staðgengill Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra SÞ, er sögð hafa pantað áætlunina, sem kvað vera 60 bls. að lengd. Sex manna vinnuhóp- ur í höfuðstöðvum SÞ í New York skrifaði hana, eftir því sem fullyrt er í The Times. Eftir því sem segir í áætlunar- drögunum er mælt með því að SÞ láti til sín taka um þremur mán- uðum eftir fullnaðarhernaðarsigur á Írökum, og stýri landinu inn á nýja braut lýðræðislegrar sjálfstjórnar. Í skjalinu segir að SÞ ættu að forðast að taka bein yfirráð yfir olíulindum Íraks í sínar hendur og heldur ekki blandast í „síun“ á íröskum embættismönnum, eftir því hve náin tengsl þeir hefðu við Sadd- am-stjórnina. Né heldur sé ráðlegt að efna til kosninga á meðan á her- námi Bandaríkjamanna í landinu stendur. Þess í stað er lagt til, að komið verði á fót svokallaðri Aðstoðar- sendinefnd SÞ í Írak, sem kölluð verði skammstöfuninni UNAMI, sem hefði það hlutverk að hjálpa til við að koma saman nýrri bráða- birgðastjórn í Bagdad. Samkvæmt ónafngreindum heim- ildamönnum The Times meðal inn- anbúðarmanna í höfuðstöðvum SÞ kvað hugmyndin vera sú að hrinda þessari áætlun í framkvæmd, jafn- vel þótt Bandaríkjamenn færu í stríð við Írak án nýrrar öryggis- ráðsályktunar. Brahimi nefndur Í skjalinu er ennfremur mælt með því að SÞ skipi tafarlaust sérlegan fulltrúa sinn til að hafa yfirumsjón með afskiptum samtakanna af Írak. Samkvæmt heimildum The Times hefur Lakhdar Brahimi verið nefnd- ur í þessu sambandi, en sem sátta- semjari SÞ í Afganistan átti hann mikinn þátt í að mynda ríkisstjórn- ina sem þar komst á laggirnar eftir að búið var að flæma talibana á flótta. Kofi Annan sagði í gær, að fréttin væri röng. Hjá SÞ hefði aðeins verið lagt á ráðin um hjálparstarf og aðra aðstoð við Íraka eftir stríð, kæmi til þess. Leyniáætlun SÞ um nýja Íraksstjórn Lundúnum. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.