Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 39 elskað. Þú varst besti vinur minn og bara langlangbesti vinur minn sem ég hef eignast. Þótt þú sért farinn þá ertu alltaf hjá mér, vinur minn. Nú veit ég að þér líður vel, elsku Bjössi. Ég sakna þín mikið en þinn tími var kominn þannig að þú skalt bara hvíla í friði. Guð og afi taka vel á móti þér og allir og ég hlakka mikið til að sjá þig aftur þegar ég kem. María. Kær vinur okkar er látinn, langt fyrir aldur fram. Okkur setti hljóð þegar fréttin barst. Fjölskyldan var tiltölulega nýflutt til Íslands og nýtt líf framundan þegar áfallið kom. Halli kynntist Bjössa þegar þeir störfuðu saman hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Bjössi stóð stutt við þar því hugur hans stóð til frekara náms. Glaðværðin var einkenni Bjössa hvar sem hann var. Þegar Halli heimsótti þau Álf- heiði til Danmerkur þá varð til sag- an um Amager. Þeim var sent kjöt- læri og það átti að vera úti á Amager. Við fórum með lestinni en hún fór ekki alla leið svo ganga þurfti restina. Var gengið og gengið, því ekki var alveg á hreinu hvar lambakjötið væri niðurkomið. Það fannst að lokum eftir göngu fram og til baka um Amager. Þegar heim var komið voru fætur Halla alveg að niðurlotum komnir. Hann sagði við Bjössa að hann færi aldrei aftur út á Amager. Gerðum við mikið grín að þessu eftir þetta. Þau fluttu svo seinna út á Amager og Halli sagði þá við Bjössa: „Þú veist hvað þetta þýðir, ég kem aldrei að heimsækja þig út á Amager!“ Þau komu heim sumarið 1992 til að gifta sig og bjuggu hjá okkur meðan þau voru í Reykjavík. Bjössi fékk vinnu úti á Granda og hjólaði á hverjum degi til og frá vinnu. Hann var að koma sér í gott form fyrir giftinguna. Ógleymanlegt var þegar Bjössi kom til að sýna okkur gifting- arskóna. „Eru þeir ekki flottir?“ Þarna stóð hann í baðsloppnum, í sokkum og skóm og ljómaði svo yfir skónum sem hann ætlaði að gifta sig í. Hann var ekki að spá í neitt ann- að. Eftirminnilegt er líka þrítugsaf- mæli þeirra beggja, sem haldið var í hlöðunni á Barkarstöðum. Flottari sal var ekki hægt að hugsa sér, með heyböggum og öllu og gestirnir tjölduðu úti á túni og svo grillaði Bjössi ofan í gestina. Börnin þeirra voru hans líf og yndi. „Broskallarnir“ voru hans að- ferð til að þroska þau. Og það síð- asta sem hann gerði var að smíða dúkkuvagn fyrir Arndísi Úllu, guð- dóttur okkar, sem hún fékk í afmæl- isgjöf tveimur dögum áður en hann dó. Elsku Álfheiður, Úlfar Þór, Freyja Björt og Arndís Úlla, sökn- uður ykkar er mikill því góður drengur er genginn. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Við sendum Arndísi og Ragnari og systkinum Bjössa samúðarkveðjur, sem og öðrum ættingjum og vensla- fólki. Hallgrímur S. Hallgrímsson, Helga S.L. Bachmann. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund, fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr. Pét.) Lífið lætur ekki að stjórn og er svo skammvinnt hjá sumum að erf- itt er að sætta sig við svo skjót endalok. Fyrir ári síðan var fram- tíðin björt hjá vinum mínum, Álf- heiði og Bjössa, og börnunum þeirra þremur. Síðan greindist Bjössi með krabbamein og baráttan við það varð öllum öðrum hlutum yfirsterk- ari. Það var þó aðdáunarvert hversu vel þau nýttu þetta ár, hlúðu að fjöl- skyldunni og efldu fjölskyldu- og vinabönd. Þau gerðu sér oft daga- mun og fóru til dæmis, í miðri lyfja- meðferð Bjössa, í eftirminnilega ferð til Danmerkur og Þýskalands í fyrrasumar til að heimsækja vini og létu í raun aldrei deigan síga þrátt fyrir myrkar stundir og tíðindi er urðu æ dapurlegri er á árið leið. Lífsgleði og kraftur einkenndu Bjössa. Það þurfti enginn að kvíða því að kringum hann væri deyfð eða leiðindi. Hann naut sín sem hrókur alls fagnaðar, hló hátt og mikið og hleypti fjöri í mannskapinn. Hann átti auðvelt með að eignast vini og kunningja, eins og sýndi sig best þegar fjölskyldan fluttist milli landa, fyrst til Danmerkur þar sem Bjössi var við nám og síðar störf og svo til Þýskalands. Hann lét ekki ný tungumál eða annað umhverfi aftra sér heldur leit á það sem ögrandi verkefni og virtist þekkja fjölda fólks eftir skamman tíma. Þessi kraftur, dugnaður og ósér- hlífni kom berlega í ljós þegar Bjössi veiktist. Hann hélt bjartsýn- inni og voninni og leit á þetta fram- an af sem hvert annað verkefni sem hann þyrfti að leysa. Það var ekki hægt annað en að hrífast af Bjössa. Hann hafði stórt hjarta og hlýja framkomu. Alltaf fagnaði hann manni sérlega vel, heilsaði með kossi, faðmlagi, hlátri og gamansögum. Hann gat verið stríðinn, slegið einhverju fram svona eins og til að athuga hvort hann gæti ergt mig en alltaf endaði það í hlátri. Fyrst og síðast var Bjössi fjöl- skyldumaður. Það er mikill harmur að fjölskyldunni kveðinn en minn- ingar um góðan föður og eiginmann veita þeim vonandi styrk er fram í sækir. Ég á margar minningar um Bjössa, tengdar gleðistundum með honum og fjölskyldunni. Fyrir þær vil ég þakka. Ég votta Álfheiði vinkonu minni, börnunum Úlfari Þór, Freyju Björt og Arndísi Úllu, Úllu Árdal, for- eldrum og systkinum og öðrum ná- komnum mína dýpstu samúð. Minn- ing um góðan dreng lifir. Sigurlaug Anna. Mig langar að minnast Björns Ragnarssonar starfsfélaga míns með örfáum orðum. Ég kynntist Birni skömmu eftir að hann hóf störf hjá Samskipum fyrir tæpum þremur árum. Hann bar ábyrgð á hugbúnaðar- og þróunardeild fé- lagsins og var ekki búinn að vera lengi við störf þegar ég dró hann inn í þau verkefni sem ég var að vinna að vegna vöruhúsastarfsem- innar. Það voru ófáir klukkutíma- rnir sem við áttum saman við grein- ingu, skipulagningu, úrvinnslu og innleiðingu á sviði hugbúnaðar og tölvumála. Ég get í hjarta mínu staðfest að betri starfsfélaga hefði ég vart getað fengið, hann tók á öll- um verkefnum af miklum áhuga og krafti, þannig að ekki þurfti að ótt- ast um þá málaflokka sem hann fékk inn á sitt borð. Ég og mínir starfsmenn áttum það til að hlæja að því ef upp komu vandamál í deildinni að þetta væri nú ekkert mál, „við skreppum bara upp til Björns og afgreiðum þetta yfir ein- um kaffibolla“. Stærsta verkefnið sem við unnum saman að var strika- merkjavæðing Vörudreifingarmið- stöðvarinnar. Björn lagði ómælda vinnu í það verkefni og átti stóran þátt í því hversu vel það tókst til. Björn var ekki aðeins góður starfsfélagi, heldur var hann einn af þessum mönnum sem maður kynn- ist í gegnum starfs sitt og fer að þykja vænt um. Það kom fyrir að við gleymdum okkur á spjalli um heima og geima og ég minnist sér- staklega þess æðruleysis og styrks sem hann sýndi þegar veikindi hans komu upp fyrir tæpu ári síðan. Ég átti þess kost að kynnast fjöl- skyldu Björns síðasta sumar í fjöl- skylduferð Samskipa til Vestmanna- eyja. Við áttum þar góðar stundir með fjölskyldum okkar á ferðalagi um eyjuna með Vestmanneyinginn og vinnufélaga okkar Hlöðver Guðnason í hlutverki leiðsögu- mannsins. Minningar mínar um þær stundir í afslöppun og gleði munu lifa þegar mér verður hugsað til Björns. Björns Ragnarssonar er sárt saknað af okkur sem störfuðum með honum. Megi góður Guð styrkja Álf- heiði og börnin í þessari miklu sorg. Halldóra Káradóttir, Samskipum. Gangur lífsins er oft á tíðum óskiljanlegur. Hvað veldur því að „maðurinn með ljáinn“ knýr að dyr- um hjá ungu fólki í blóma lífsins? Þessari spurningu get ég ekki svar- að og mig setti hljóðan þegar Benni sagði mér að Bjössi bróðir hans hefði látist af völdum krabbameins, aðeins 36 ára gamall. Ég man fyrst eftir Bjössa þegar við vorum saman í Laugarbakka- skóla, hann 8 ára og ég 11. Þar sem þriggja ára aldursmunur var á okk- ur þá hafði ég ekki mikið samneyti við þennan unga dreng á þessum ár- um. Á unglingsárunum lágu leiðir okkar saman á knattspyrnuvellinum en þar stóð hann í marki, stæðilegur og fastur fyrir. Þar hvatti hann okk- ur til dáða þegar illa gekk og sam- gladdist þegar menn lögðu sig fram og uppskáru sigur. Árin liðu og frétti ég annað slagið af Bjössa og hvað hann var að bar- dúsa. Vissi að hann var á beinu brautinni á menntaveginum og ætl- aði sér þar stóra hluti sem síðar urðu að veruleika. Það var síðan einn dag þegar ég mætti til vinnu við veiðihúsið í Mið- fjarðará að þar var Bjössi í öllu sínu veldi. Komst ég fljótt að því að það var búið að ráða hann sem leiðsögu- mann og fór það svo að við unnum saman þetta sumar og það næsta. Í veiðihúsinu var oft glatt á hjalla og var Bjössi hrókur alls fagnaðar. Á þessu tímabili kynntist ég honum betur en ég hafði gert áður og urð- um við mestu mátar. Áfram leið tíminn og það var ekki fyrr en fyrir tæpum tveimur árum að við hittumst á skrifstofu Sam- skipa hf. þar sem hann starfaði til dauðadags. Eins og hans var von og vísa var hann þá hress og kátur eins og hann hafði alltaf verið. Já, svona er minningin um Bjössa, alltaf stutt í brosið og létt- leikinn ávallt til staðar. Það er erfitt til þess að hugsa að fá ekki framar að njóta samvistar við þennan glað- lega pilt úr Húnaþingi sem átti svo margt ógert. Eftirlifandi eiginkonu, börnum og aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og bið ég Guð almáttugan að veita ykkur styrk í sorginni. Sigurður T. Jack. Okkur langar til þess að kveðja Björn Ragnarsson vin okkar með nokkrum orðum. Það var sönn ánægja að starfa með Birni. Verkefnin voru ótalmörg en samt sem áður tókst honum að sinna þeim öllum af krafti og fag- mennsku. Við áttum saman ótal stundir við að finna lausnir á erf- iðum verkefnum. Orðið vandamál var ekki til í orðabók Björns, heldur viðfangsefni sem alltaf var hægt að leysa. Smátt og smátt, oft með miklum rökræð- um, færðumst við alltaf nær mark- inu þar til verkefnið var leyst. Já- kvæður og þolinmóður og oftar en ekki skellihlæjandi fékk Björn hóp- inn til þess að taka höndum saman og klára. En Björn lét sér ekki nægja að láta sig mál tengd starfinu varða. Hann var sannur vinur og tilbúinn til þess að aðstoða okkur við hvaðeina sem okkur lá á hjarta. Það er af ótalmörgu að taka ef við ætlum að rifja upp góðar stundir á þessum rúmlega tveimur árum. Langar setur yfir erfiðum verkefn- um og uppskera erfiðisins, nám- skeiðsferðirnar á Bifröst og skemmtilegar samverustundir utan vinnutímans eru stundir sem við eigum eftir að minnast um ókomin ár. Við samhryggjumst fjölskyldu Björns af heilum hug en erum jafn- framt fullviss um að hún eins og við á eftir að ylja sér við góðar minn- ingar um stórkostlegan mann. Félagar hjá Samskipum, Vignir J. Sveinsson, Georg Garðarsson, Ruth Elfarsdóttir, Þröstur Á. Gunnarsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA FRIÐRIKSDÓTTIR, Kirkjuvegi 11, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 1. mars, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 7. mars kl. 14.00. Friðrik Georgsson, Anna Jónsdóttir, Vilborg Georgsdóttir, Guðmundur Björnsson, Lovísa Georgsdóttir, Brynjar Hafdal, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýlismaður minn og fósturfaðir, bróðir okkar, faðir og afi, SIGURÐUR FRIÐRIK SIGURÐSSON, varð bráðkvaddur á heimili sínu í Gautaborg mánudaginn 3. mars sl. Minningarathöfn fer fram í Skårskirkju í Gauta- borg mánudaginn 10. mars kl. 18.00. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ásta Georgsdóttir, Aron Kári, Magnea Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson, börn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HALLDÓR GUÐMUNDSSON pípulagningameistari, Þangbakka 8, (áður Akurgerði 8), Reykjavík, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, föstudaginn 28. febrúar sl. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 7. mars kl. 13.30. Anna Steinunn Jónsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Elín Snæbjörnsdóttir, Jón Árni Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ÞÓRDÍS SMITH (WIIUM), fædd á Vopnafirði {Fagradal}, lést í London miðvikudaginn 19. febrúar. Útför hennar fer fram fimmtudaginn 6. mars kl. 16.00. Inga Smith. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN EGILSDÓTTIR, Hæðargarði 35, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans Landa- koti þriðjudaginn 4. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún J. Óskarsdóttir, Magnús S. Magnússon, Svanborg E. Óskarsdóttir, Guðjón Antonsson, Ragna S. Óskarsdóttir, Bergsveinn Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær sonur okkar, SVEINBJÖRN ÞÓR KRISTMUNDSSON, Krummahólum 2, Reykjavík, lést mánudaginn 3. mars. Sveinbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.