Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Forsýning kl.9. Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 6 og 8. Magnaðasti spennuhrollur ársins sem hefur allstaðar slegið í gegn. Hefur verið líkt við “The Sixth Sense” Áður en þú deyrð, færðu að sjá SV MBLRadío X KVIKMYNDIR.IS SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16.  ÞÞ Fréttablaðið Tilnefnd til 4 Óskarsverðlauna Frumsýnd á föstudaginn. Sýnd kl.10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Forsýning Lilja 4-ever Sýnd kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára. Hlaut 2 Golden Globe verðlaun, bresku BAFTA kvikmyndaverðlaunin og Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlin. Óskarsverðlaunaleikarnir Nicolas Cage og Meryl Streep fara á kostum í myndinni. Frá höfundum og leikstjóra „Being John Malkovich“. / ÁLFABAKKI / KRINGLAN Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Sumir tala um það, aðrir fara alla leið Svalar stelpur. hörkuspenna og fjör. Með hasargellunni Michelle Rodriguez úr „The Fast and the Furious“. Vinsælasta myndin í Bandaríkjunum. 2 vikur á toppnum. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. NORRÆNIR bíódagar eru haldnir í Lübeck í beinum tengslum við nám- skeið um norræna kvikmyndagerð sem norrænir sendikennarar við HÍ standa fyrir á vormisseri. Á meðan bíódag- ar standa yfir verður boðið upp á fyr- irlestraröð um norrænar kvikmyndir sem opin er al- menningi. Jukka Sihvonen kvikmynda- fræðingur og Kaisa Kur- ikka, aðstoðarprófessor í finnskum bókmenntum við Háskólann í Turku, halda fyrirlestrana, sem eru fjórir talsins. Á laugardag heldur Sihvonen fyrirlesturinn „Leiðin að kvik- myndum: Inngangur að kvik- myndafræðum“ í Lögbergi st. 101 kl. 14–16. Á sama stað og sama tíma verður einnig haldinn á sunnudeg- inum fyrirlestur um Aki Kaur- ismäki sem ber yfirskriftina: „Kvik- myndagerðarmaðurinn án fortíðar“. Miðvikudaginn 12. mars heldur Kurikka fyrirlesturinn „Faðir og sonur: „Drakarna Över Helsingfors“ eftir Kjell Westö“ í Norræna húsinu kl. 13–15 og fimmtudaginn 13. mars verður á sama stað og tíma fyrirlestur Kurikka um „Finnska karlmennsku frá Väinämöinen to Uuno Turhap- uro“. Fyrirlestra- röð um nor- rænar kvik- myndir Lítil leyndarmál (Little Secrets) Fjölskyldumynd Bandaríkin 2001. Skífan VHS. (97 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn Blair Treu. Aðal- hlutverk Evan Rachel Wood, Michael Angarano, Vivica A. Fox. GÓÐAR og uppbyggjandi barna- og fjölskyldumyndir eru viðlíka sjaldgæft fyrirbæri og hrollvekjur án blóðsúthellinga. Hér höfum við einn slíkan hvítan hrafn, þ.e.a.s upp- byggjandi fjöl- skyldumynd, ekki blóðlausa hroll- vekju. Segir hún frá metnaðarfullri 14 ára stelpu sem fyrir einhverra hluta sakir – sem síðar eiga eftir að koma í ljós – er upptekin af leyndarmálum. Svo góð er hún að þaga yfir þeim og fela að hún tekur smáaura fyrir að leyfa krökkunum í hverf- inu að létta af sér leyndarmálum sínum og þiggja góð ráð hvernig best sé að fela þau. Svo flytja tveir bræður, 12 og 14 ára, í hverfið, og sá yngri verður vinur hennar og kemst að leynd- armálabraskinu en sá eldri verður skotinn í henni, en býr líkt og allir í myndinni yfir leyndarmáli sem gera þarf upp áður en þau geta horfst í augu. Þótt viðurkenna verði að saga þessi verði á köflum fullvemmileg og sykursæt er hér á ferð óvenju vönduð og eins og áður segir upp- byggjandi mynd með hollum boð- skap um að það leysi engan vanda að eiga sér leyndarmál – best sé að vera hreinn og beinn. Þótt myndin ætti klárlega að geta verið allri fjölskyldunni ánægjuleg skemmtun þá höfðar hún trúlega hvað sterkast til ungra stelpna í kringum 10 ára aldurinn – aldur sem hingað til hefur verið sniðgenginn af bíó- framleiðendum hef ég á tilfinning- unni.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Leyndar- mál leysa engan vanda HLJÓMSVEITIN Ekkert sigraði á Mammútnum sem fram fór í í samkomuhúsinu Víkurbæ í Bolungarvík fyrir skömmu. Mammútur er heiti á hæfileikakeppni félagsmiðstöðvarinnar Tópas í Bolungarvík en þetta er í fyrsta sinn sem félagsmið- stöðin stendur fyrir keppni sem þessari. Flestir þeir sem kepptu á þessari fyrstu hæfileikakeppni félagsmiðstöðvar- innar voru úr 8. 9. og 10. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur, en mikið og gott sam- starf er milli grunnskólans og félagsmiðstöðv- arinnar. Eins og fyrr sagði sigraði hljómsveitin Ekkert í keppninni og hlaut að launum Mammútinn, veglegan verðlaunagrip sem nokkur ungmenni úr undirbúningsnefnd keppninnar hönnuðu og bjuggu til. Í öðru sæti varð Svava Traustadóttir sem söng við undirleik Birnu Ketilsdóttur og í þriðja sæti var söngdúett skipuð þeim Svölu Sigurgeirsdóttur og Lindu Svavarsdóttur. Áform eru um að keppt verði um Mammútinn á hverju ári hér frá og er þessi keppni enn ein viðbót við gott og fjölbreytt starf félagsmiðstöðvarinnar Tópas. Ekkert sigraði á Mammútnum Ljósmynd/Gunnar Hallsson Hljómsveitin Ekkert með verðlaunagripinn. F.v. Auðunn Elvarsson, Valdimar Ol- geirsson, Tómas Sölvason, Bjarnþór Jónsson og Kristinn Einarsson. KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐIR standa nú sem hæst en sú þekktasta er án efa haldin í Ríó de Janeiro í Brasilíu þar sem helstu sambaskólarnir fara í skrúðgöngur. Hóparnir leggja mikið upp úr því að slá hver öðrum við hvað varðar skrautlega búninga og íburð. Sambaskólarnir eru í raun hverfahópar, einkum úr fátækari hverfum borgarinnar, sem hafa undirbúið þessar skrúðgöngur í heilt ár. Kemur jafnan fjöldi erlendra ferðamanna til borgar- innar til að fylgjast með hátíðahöldunum en þau standa í fjóra daga. Fólk gerir sér glaðan dag, drekkur og dansar, kveður syndugt líferni. Að hátíðinni lokinni tekur fastan svo við fram að páskum. Konunglegt kjötkveðjupar. Drottn- ing hátíðarinnar, Amanda Barbosa, ásamt „feita kónginum“, Momo. Sérstakir búningar frá sambaskólanum Imperatriz Leopoldinense. Dansari frá sambaskólanum Trad- icao í þjóðarlitunum með þjóðlega fótboltaskreytingu. Dansari frá Academicos de Santa Cruz-sambaskólanum skemmtir sér á kjötkveðjuhátíðinni. Dansað í Ríó Skrautlegir búningar á kjötkveðjuhátíð í Brasilíu Dansari frá Tradicao-sambaskól- anum. Glimmerið er ekki sparað á kjötkveðjuhátíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.