Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 31 á ný 2001 og 2002. tur leiðir til meiri skatt- a aðila. Þess vegna getur rst að þótt skatthlutföll attekjurnar. Lækkun etur einmitt verið liður í ahagslífið til þess að auka Lækkun tekjuskatts fyr- 18% á að mínum dómi aukinnar efnahags- landi, meiri hagvaxtar andi meiri skatttekna. ningu fréttamannsins er ekki lækkun heldur r skatttekjur – ll kaupmáttur tekjur hins opinbera sem framleiðslu getur hins ðilegur mælikvarði í al- anburði. Sé Ísland borið saman við önnur lönd innan OECD, t.d. árið 2001, kemur í ljós að þetta hlutfall er víðast hvar hærra en hér. Þeirri staðreynd verður ekki haggað að fjöldi skatta hefur verið lækkaður á síðustu árum. Auk tekjuskatts fyr- irtækja má nefna eignarskatta, sem lækkað hafa um meira en helming, og ýmis vörugjöld. Áður var t.d. búið að leggja niður aðstöðugjald og stórlækka virðisaukaskatt á matvælum. Rík- isstjórnin gekkst einnig fyrir því á kjör- tímabilinu að lækka verulega fast- eignaskatta utan höfuðborgarsvæðisins með breyttum matsreglum. Á árunum 1997–99 var tekjuskattur einstaklinga lækkaður um 4 prósentustig. (Það taldi Samfylkingin efnahagslegt glapræði.) Hins vegar hafa tekjur fólks aukist svo mikið að þrátt fyrir lækkunina eru margir að greiða fleiri krónur í skatt en áður. En þær eru samt færri en verið hefði ef skatthlutföllin hefðu ekki lækk- að. Það sem skiptir almenning hins veg- ar mestu er hvað er eftir í buddunni þegar búið er að greiða skatta og skyld- ur. Sé það athugað kemur í ljós að kaup- máttur tekna eftir skatt er nú þriðjungi meiri en hann var 1994. Slíkur árangur er óþekktur í íslenskri hagsögu og þótt víðar væri leitað. m mál- frétta- un á nn ruglar Höfundur er fjármálaráðherra. HINN 25. janúar síðastliðinn hittust nokkrir meðlimir VG í Kópavogi til að ræða um ólíkar ásjónur fátæktar. Mér datt í hug að segja aðeins af þessum merka fundi og mínum eigin hugleið- ingum um fátækt í allsnægtaþjóðfélaginu Íslandi. Fátækt í fátækum löndum Á ferðalögum mínum um heiminn hef ég kynnst ólíkum menningarheimum. Sama hversu ólíkir þessir heimar voru áttu þeir allir eitt sameiginlegt, fátækt. Fátækt getur komið fram í mismunandi myndum og tegundum. Það tekur á að sjá fólk í fatagörmum seljandi handunnar vörur úti á götu í þróunarlöndum. Þetta er ákveðið lífsmynstur sem fylgir fátæk- um stéttum þessara landa. Við Íslend- ingar höfum tekið þátt í því erfiða lang- tímaverkefni að útrýma hungri úr fátækum löndum en því miður er nú kom- ið svo að beina þarf spjótunum að okkar eigin vandamálum. Fátækt í ríku landi Fátækin er einnig hér hjá okkur eins og fram kom í máli þeirra Ragnhildar Guðmundsdóttur frá Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík, Guðbjargar Sveinsdóttur geðhjúkrunarfræðings og starfsmanns Rauða kross Íslands og Þorleifs Friðriks- sonar sagnfræðings. „Fátækt á Íslandi er veruleiki“ sagði Ragnhildur á fyrr- greindum fundi. Það getur verið erfitt að hafa ekki ráð á að veita börnunum sínum eða sjálfum sér það sem þykir sjálfsagt í dag. Alltof oft gengur peningaleysið það langt að leita þarf aðstoðar. Að sögn Ragnhildar hefur aldrei verið jafnmikil aðsókn í þjónustu Mæðrastyrksnefndar og nú. Langar biðraðir af öryrkjum, sjúk- lingum og einstæðum mæðrum myndast á úthlutunardögum fyrir utan húsnæði nefndarinnar, fólk í leit að mjólkurdropa og brauðflísum. Vanalega er aðeins opið einu sinni í viku en vikuna fyrir jól var opið þrjá daga og þessa þrjá daga leituðu um 1.000 manns aðstoðar. Forsætisráð- herra taldi að þar væri um mikla mis- notkun á gjöfum að ræða. Þó held ég að þeir sem vita það manna best séu starfs- mennirnir sem deila út gjöfunum og ræða við fólkið. Ragnhildur sagðist í raun telja misnotkun á þjónustu nefndarinnar ákaflega litla; þetta væri allt fólk í mikilli þörf. Fátækt og sjúkdómar á Íslandi Eru það sjúkdómar sem leiða til fá- tæktar eða öfugt? Guðbjörg Sveinsdóttir starfar hjá Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir geðfatlaða. Hún segir að í Vin komi um 25–30 manns á dag. Flestir eru áfeng- issjúklingar, spilafíklar og eiturlyfjaneyt- endur, en einnig koma aðrir hópar líkt og öryrkjar sem ekki hafa lífeyrissjóðsrétt- indi. Það virðist liggja í augum uppi að sjúkdómar geta valdið fátækt. En Guð- björg talaði um að fátækt gæti einnig valdið sjúkdómum. Fleiri og fleiri verða þess varir að andleg heilsa er nátengd líkamlegri heilsu. Slæmt hugarástand, t.d ýmislegt stress og áhyggjur, getur valdið skaða á líkamanum. Þegar líkaminn byrj- ar að gefa sig fer fólk til læknis sem kannski vísar á lyf gegn vandanum. Kannski er ekki alltaf komist að rótum vandans og í ofanálag getur lyfjataka verið dýr fyrir sjúklinginn. En er þá ekki búið að bæta á peningaáhyggjur? Er þetta lausnin í dag, lyf? Hvernig væri að nota eitthvað af milljónunum frá Alþingi, sem fara nú í að greiða niður fyrir okkur geðlyfið Prozac, frekar í félagsleg mál- efni? Félagslegar aðgerðir gætu stuðlað að meiri hamingju en lyfjagjöfin. Ungt fólk svipt tækifærum Eitt er víst, fátækt er vandamál sem verður að takast á við í mörgum þjóð- félögum. Við vitum hvernig fátæktin rænir börnin framtíðinni í þróunarlönd- unum. En gerist þetta einnig hér á landi á sama tíma og ótrúlegt ríkidæmi er á mörgum Íslendingum? Eru börn svipt tækifærum vegna fátæktar foreldra? Já því miður og það er óviðunandi. Ragn- hildur sagði einmitt á fundinum frá dæm- um af því hvernig foreldrar hafa ekki efni á því að greiða félagsgjöld í íþrótta- félögum barna sinna. Börnin geta þá ekki stundað íþrótt sína eða áhugamál. VG vilja taka á vandanum Að mínu mati er Vinstrihreyfingin – grænt framboð eina stjórnmálaaflið sem vill taka þetta óhugnanlega þjóð- félagsböl, fátækt, föstum tökum. Ofríki- dæmi sumra Íslendinga annars vegar og að börn séu svipt tækifærum hins vegar er algerlega óviðunandi ástand. Best er að ráðast að rót vandans í stað þess að skapa tímabundnar lausnir. Félagslegar úrbætur væru góð byrjun. Vinstri grænir ræða um fá- tækt í þjóðfélagi allsnægta Eftir Þóreyju Eddu Elísdóttur „Best er að ráð- ast að rót vand- ans í stað þess að skapa tíma- bundnar lausnir.“ Höfundur er íþróttakona og meðlimur í Vinstri grænum. FRAMBJÓÐANDI Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson, svarar 3. mars grein minni í Morgunblaðinu frá 27. febrúar um stöðu skattamála eftir 12 ára stjórn- artíð forsætisráðherra. Grein Birgis er um margt einkennileg. Í tíð Davíðs Oddssonar hefur tekju- skattbyrði einstaklinga aukist og ekki eru efasemdir hjá neinum um það. Birgir telur hins vegar að það sé fullnægjandi skýring að tekjur hafi aukist og því sé aukin skattbyrði í góðu lagi. Því er ég ósammála. Hina auknu skattbyrði má fyrst og fremst rekja til þeirrar aðgerðar ríkisstjórnarinnar að rjúfa vísitölubindingu persónuafsláttar sem var áður en Davíð Oddsson komst til valda. Ríkið fær stærri sneið af kökunni en áður Það sem er þó mikilvægast í þessu sambandi er að ríkisvaldið tekur nú stærri sneið af kökunni en áður. Þetta þýðir að ríkið tekur meira af hverjum 100.000 krónum sem verða til í þjóðfélag- inu árið 2001 en það gerði árið 1995. Sú staðreynd stendur óhögguð. Skattbyrði er lykilhugtak en það er sá hluti tekna sem er greiddur í skatt. Skattbyrði einstaklinga hefur aukist hvernig sem litið er á það þrátt fyrir lækkun á prósentuhlutfalli tekjuskatts- ins. Því til sönnunar að prósentubreyt- ingar á skatthlutfalli segi alls ekki alla söguna staðfestu kollegar Birgis hjá Samtökum atvinnulífsins í 4. tbl. frétta- blaðs síns árið 2001 að þrátt fyrir tals- verða lækkun á tekjuskattshlutfalli hjá fyrirtækjum á síðasta áratugi hafi raun- virði tekjuskatts lögaðila farið hækkandi á þeim áratug vegna aðgerða ríkisstjórn- arinnar. Önnur sláandi staðreynd stendur óhögguð. Samneyslan, sem er neysla hins opinberra sem hlutfall af landsfram- leiðslu, hefur aukist um rúm 13% frá 1995 til 2001. Með öðrum orðum hefur báknið aukist um rúm 13% í tíð núver- andi ríkisstjórnar og því mótmælir Birg- ir ekki. Afrekin eru ekki glæsileg gagnvart barnafólki Birgi Ármannssyni finnst það vera í góðu lagi að láglaunafólk og lífeyr- isþegar með laun og bætur undir 90.000 krónum á mánuði greiði um 1 milljarð króna í tekjuskatt og útsvar sem það gerði ekki fyrir tíma Davíðs Oddssonar. En það er ekki í góðu lagi og sýnir vel mismunandi hugmyndafræði frambjóð- enda Sjálfstæðisflokksins og Samfylk- ingarinnar. Við mælum ekki bót skatt- lagningu á þá sem minnst mega sín í samfélaginu eins og sjálfstæðismenn gera. Birgir er sannfærður um að barnabæt- ur hafi ekki verið skertar vegna aukinna útgjalda ríkisins til þeirra frá árinu 1999. Barnabætur eru nú um 36.000 kr. á ári en á sambærilegu verðlagi í janúar 2003 voru þær hins vegar um 40.000 krónur þegar núverandi ríkisstjórn tók við árið 1995. Árið 1988 voru barnabætur 46.000 kr. á sama verðlagi. Á þessu sést að barnabætur voru skertar frá því sem var og hér tala tölurnar sínu rétta máli. Barnabætur hafa verið skertar um rúma 10 milljarða króna í tíð núverandi ríkisstjórnar með því að láta viðmið- unarfjárhæðir ekki fylgja verðlagsþróun og vegna tekjutengingar á barnabótum. Fólk fékk hærri barnabætur árið 1995 en það fær árið 2002 og fleiri fengu þær. Nú fá aðeins 11,3% foreldra óskertar barnabætur og liðlega 3% hjóna. Eftir standa afrek ríkisstjórnar for- sætisráðherrans eftir 12 ára setu að meiri skattbyrði er á einstaklingum, eng- ar tekjuskattslækkanir urðu að raunvirði á fyrirtæki allan 10. áratuginn, báknið er stærra en nokkurn tíma áður, áður óþekkt skattheimta er lögð á láglauna- fólk og bótaþega, barnabætur eru lægri, tryggingargjöld eru hærri, stórauknir skattar voru lagðir á áfengi og tóbak, lof- orð um 900 milljóna króna lækkun stimpilgjalda var svikið, þjónustugjöld stórjukust, síaukinn lyfjakostnaður heimilanna liggur fyrir og eitt hæsta matvælaverð heims. Þetta er reynslan af meira en áratugavaldatíð forsætisráð- herrans. Auknar álögur ríkisstjórn- arinnar á einstaklinga Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson „Við mælum ekki bót skattlagningu á þá sem minnst mega sín í sam- félaginu eins og sjálf- stæðismenn gera.“ Höfundur er frambjóðandi Samfylkingar- innar í 4. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður. m 7% frá 1990 til dags- hærri sem tekjurnar eru ra hlutfall fer í tekju- em hann leggst á tekjur am skattleysismörk. dlega mergur málsins. hafa lægstu laun hækk- un almennt, og af þeim fólki sem er með tekjur sismörkum. ptir líka mestu máli í gi öllu er að kaupmáttur kna hefur aukist um rinu 1994 og enn er spáð um 2% á þessu ári. æmi hér á landi og þótt að. Einnig má minna á að hækkun barnabóta, afnám skattlagningar húsa- leigubóta og 100% millifærsla á per- sónuafslætti maka koma tekjulægstu hópunum best að gagni. Tekjuskattslækkun fyrirtækja og einstaklinga, ásamt myndarlegri lækk- un eignaskatta um meira en helming, skilar sér í blómlegra atvinnulífi og betri afkomu heimila. Lækkun eigna- skatta kemur sér líka hvað best fyrir aldraða. Tölur frá OECD sýna glögglega að hlutfall skatttekna af landsframleiðslu hér á landi er með því lægsta sem þekkist í ríkjum OECD eða 34,8% árið 2001. Þá voru aðeins Bandaríkin, Jap- an, Ástralía, Írland og Sviss með lægra hlutfall en við. Í stuttu máli sagt: Skattbyrði heim- ila á Íslandi er með því lægsta sem þekkist innan OECD og kaupmáttur hefur hvergi aukist jafnmikið og hér á undanförnum árum. er inn- ur ér á Höfundur er formaður þingflokks sjálfstæðismanna. mbærilegar tölur. Stað- að hlutur útsvars sveitar- ukist í staðgreiðslunni kefnaflutninga frá ríki til g skattprósentan er því Þetta er líklega talan ulegt fólk kannast við en einhvern veginn að að helsta afrek rík- isstjórnarinnar er auðvitað það að skattlagning lág- og meðaltekjufólks hefur aukist, á meðan skattar á há- tekju- og stóreignafólk og fyrirtæki hafa verið lækkaðir sem nemur mörg- um milljörðum króna. Þetta er veru- leikinn sem blasir við venjulegu fólki og undarlegt að Guðjón skuli ekki við- urkenna það. Svona er pólitíkin sem hann og hans flokkur stendur fyrir og ætti í raun ekki að vera neitt feimn- ismál. Það er hins vegar vandræðalegt hjá Guðjóni að reyna að sýnast ein- hvers konar talsmaður fjölskyldufólks- ins í landinu. Mér er til efs að þorri al- mennings upplifi skattkerfið með þeim hætti sem þingmaðurinn gerir og von að spurt sé: Í hvaða landi býr Guðjón? uðjón? Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.