Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER dálítið sérkennilegt að það skuli nánast talið sjálfsagt í þjóðmálaumræðu á Íslandi að menn sem liggja undir þungum sökum – annar fyrir stórfelld skattsvik, hinn fyrir ýmiss konar falsanir, fjárdrátt, umboðssvik o.fl. – skuli beita fjöl- miðlum sínum til að herja á lýðræð- islega kjörin stjórnvöld í hefndar- skyni fyrir sjálfstæðar rannsóknir sem beinast gegn þeim. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að fréttastofa Stöðvar 2 hefur verið í eins konar stjórnar- andstöðu á undanförnum mánuðum. Það hefur heldur ekki farið framhjá neinum að Fréttablaðið hefur skipulega reynt að níða skóinn af Davíð Oddssyni og ríkisstjórn hans en hampað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Eftirfarandi setning úr frétt í Fréttablaðinu um daginn sýnir í hnotskurn „frétta“-stefnu blaðsins: „Hápunktur fyrsta kennsludags- ins var hins vegar ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þar sem hún ræddi um pólitísk verkefni samtím- ans, blaðlaust, og hreif með sér nemendur.“ Svona er hvergi skrifað um stjórnmálaforingja nú á tímum – nema í málgagni norður-kóreska kommúnistaflokksins og í ríkisdag- blaðinu í Baghdad. Frásögn Fréttablaðsins sl. laug- ardag á fátt skylt við sannorða blaðamennsku. Frásögnin er aug- ljóslega skipuleg aðför að mannorði forsætisráðherra. Eigendur Baugs taka sér fyrir hendur að sýna fram á að Davíð Oddsson sé ósanninda- maður vegna þess að hann hafði hrakið rógburðartal Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Fréttablaðið slítur síðan úr samhengi ummæli tveggja stjórnarmanna í Baugi til að skjóta stoðum undir þessa stað- hæfingu. Með þessum kræsingum fylgir svo þvæla úr einhverjum manni sem kallar sig „stjörnufræð- ing“ um „grimmd“ Davíðs Odds- sonar! Það þarf mikinn sakleysingja til að ímynda sér að hér hafi ekkert búið að baki annað en virðing blaða- manna Fréttablaðsins fyrir sann- leikanum. Burtséð frá því sem síðan hefur gerst, þar sem forstjóri Baugs hef- ur orðið tvísaga og vitni staðfest orð Davíðs Oddssonar, þá er ekki heil brú í samsæriskenningum Frétta- blaðsins og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Hvers vegna í ósköp- unum ætti Davíð Oddsson að vara stjórnformann Baugs við yfirvof- andi lögreglurannsókn átta mánuð- um áður en hún hófst? Og hverjum dettur raunverulega í hug að for- sætisráðherra landsins sigi lögreglu og skattayfirvöldum, sem hann hef- ur ekkert boðvald yfir, á fólk úti í bæ? En máttur lyginnar er mikill, eins og þeir þekkja sem orðið hafa fyrir barðinu á henni, jafnvel í réttarsöl- um. Það er einfaldlega til fólk sem er reiðubúið að ljúga fram í rauðan dauðann. Heiðvirt og sómakært fólk er iðulega berskjaldað gagnvart fólki sem vílar ekki fyrir sér að ljúga – undir merkjum sannleikans. Landsmenn þekkja Davíð Odds- son. Hvað eftir annað hefur hann lagt störf sín og stjórnmálasannfær- ingu undir dóm almennings. Fáir eða engir stjórnmálamenn í sögu lýðveldisins hafa notið meira trausts kjósenda en hann. Davíð Oddsson hefur alltaf verið óhrædd- ur við að segja meiningu sína og aldrei siglt undir fölsku flaggi. Hann hefur aldrei verið staðinn að því að segja ósatt og enginn stjórn- málaandstæðingur hefur borið brigður á heiðarleika hans – fyrr en nú að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýtur svo lágt í fýsn sinni til valda. Ásakanir sínar á hendur Davíð Oddssyni ber Ingibjörg Sólrún fram á sama tíma og Samfylkingin opnar kosningaskrifstofu í skjóli Baugs- veldisins í Lækjargötu. Hvar skyldi það í raun geta gerst á Vesturlönd- um að stjórnmálaforingi í vinstri- flokki, sem segist berjast fyrir hagsmunum almennings, taki sér slíkan bólstað og geri hróp að for- sætisráðherra fyrir að hafa látið í ljós tortryggni í garð efnamanna, sem ýmist eru til rannsóknar fyrir mestu skattsvik í sögu landsins eða stórfellt fjármálamisferli? Orðstír deyr aldregi … Eftir Jakob F. Ásgeirsson „Enginn stjórnmála- andstæð- ingur hefur borið brigður á heiðarleika Davíðs – fyrr en nú að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýtur svo lágt í fýsn sinni til valda.“ Höfundur er rithöfundur. MIKLAR umræður hafa farið fram hér á landi um virkjanir og stóriðju um nokkur undanfarin ár. Hefur þar sitt sýnst hverjum. Þar hefur komið fram það sjónarmið andstæðinga virkjana og stóriðju að í stað hennar (ekki jafnhliða henni) eigi að leggja áherslu á aðr- ar atvinnugreinar: Sagt er: „Við eigum ekki að byggja upp ál- vinnslu á Austurlandi heldur eig- um við að efla þar menntun og rannsóknir, ferðaþjónustu, einkum menningartengda ferðaþjónustu, stofna þjóðgarð, efla þekkingariðn- að“ og svo framvegis. Rétt eins og þetta útiloki hvert annað. Þetta er furðulegt sjónarmið. Hvers vegna í ósköpunum skyldi álvinnsla á Austurlandi koma í veg fyrir að menntun og rannsóknir verði efld- ar þar? Álvinnsla þarf einmitt á margskonar sérhæfðri þjónustu að halda. Nútíma álvinnsla nýtir há- tækni, alveg eins og aðrar atvinnu- greinar nú á tímum, meðal annars til að hafa hemil á losun óæski- legra efna. Þannig hefur t.d. Alcan á Íslandi (áður ÍSAL) tekist með nýlegri tölvustuddri stýritækni að draga úr losun sinni á flúorkol- efnum frá verksmiðjunni í Straumsvík um meira en 90% frá 1990. Þótt íslenskur áliðnaður hafi naumast slitið barnsskónum ennþá hefur samt risið hér á landi upp hátæknifyrirtæki á sviði álvinnslu sem selt hefur búnað og þjónustu til álvera víða um heim. Einmitt það fyrirtæki hlaut Nýsköpunar- verðlaun Útflutningsráðs og Rann- sóknarráðs Íslands 2003. Bendir það til að álvinnsla og þekking- ariðnaður séu andstæður? Sú hugsun að hér sé um and- stæður að ræða og að ein atvinnu- grein komi í stað annarrar er virkilega sérstæð fyrir umræðuna á Íslandi. Ég minnist þess ekki að hafa séð því haldið fram annars staðar. Ég held að hér sé um fjar- stæðu að ræða. Sumir halda að álverið og Kára- hnjúkavirkjun fæli ferðamenn frá Austurlandi. Reynslan í öðrum löndum bendir ekki til þess. Rétt er að fáir ferðamenn munu koma þangað fyrst og fremst til að skoða virkjunina enda þótt ýmsir muni gera það í leiðinni, ekki síst þar sem hún auðveldar þeim að skoða dýpsta hluta Dimmugljúfra. Virkj- unin auðveldar mjög aðgengi að svæðinu norðaustan og austan Vatnajökuls. Án hennar þyrfti Vatnajökulsþjóðgarður að leggja í mikinn kostnað til að skapa jafn- gott aðgengi fyrir ferðamenn. Ekki er víst að fé til þess liggi auðveldlega á lausu. Að minnsta kosti hefur sú ekki orðið raunin í öðrum þjóðgörðum hér á landi. Í mögum iðnríkjum, eins og Austurríki, Sviss, Ítalíu, Frakk- landi, Noregi, Svíþjóð, Bandaríkj- unum og Kanada, hefur mikill meiri hluti efnahagslegrar vatns- orku, 60-90% og þar yfir, þegar verið nýttur, borið saman við 15% hennar hér á landi 2001 og 26% eftir Kárahnjúkavirkjun. Í þessum löndum eru margar virkjanir og í sumum þeirra mörg álver. Þessi lönd eru engu að síður fjölsótt af ferðamönnum. Hvaða rök eru til að ætla að raunin verði þveröfug hér á landi? Rétt er að Kárahnjúkavirkjun skerðir nokkuð stærð hins jökul- lausa hluta Vatnajökuls-þjóðgarðs. En gildi þjóðgarðs er ekki í réttu hlutfalli við flatarmál hans. Gildi hans ræðst fyrst og fremst af því sérstæða sem í honum er að finna. Á Vatnajökli er það hið einstæða samspil elds og ísa sem er tilvist- argrundvöllur þjóðgarðs þar, auk stærðar jökulbreiðunnar. Hvorugt skerðist af Kárahnjúkavirkjun. Ekki heldur Öræfajökull, Esju- fjöll, Tungnafellsjökull, Askja eða jarðfallið á Urðarhálsi. Rétt væri að bera ávinninginn af virkjun + ávinninginn af þjóðgarði með virkjun saman við ávinninginn af þjóðgarði án virkjunar. Ég er ekki í neinum vafa um útkomuna. Að við eflum álvinnslu á Íslandi táknar sem sé ekki að við eflum ekkert annað. Eitt af því sem ein- kennir atvinnulífið á Íslandi er fá- breytni. Einn atvinnuvegur, sjáv- arútvegur, stendur undir hátt í tveimur þriðju af útflutnings- tekjum okkar. Atvinnuvegir þró- aðra iðnríkja einkennast af fjöl- breytni. Fjölbreytileiki í atvinnulífi stuðlar að efnahagslegum stöðug- leika, svipað og líffræðileg fjöl- breytni stuðlar að stöðugum vist- kerfum. Okkur vantar einmitt fjölbreyttara atvinnulíf. Fleiri öfl- ugar atvinnugreinar til viðbótar við þær sem fyrir eru. Það er furðuleg og röng hugmynd að ein atvinnugrein komi í stað annarrar. Hún kemur til viðbótar við hana. Við hljótum því að stefna að því að efla allar þær atvinnugreinar sem hafa forsendur til að þrífast á Íslandi. Kemur ein atvinnu- grein í stað annarrar? Eftir Jakob Björnsson „Fjölbreyti- leiki í at- vinnulífi stuðlar að efnahags- legum stöðugleika …“ Höfundur er fyrrv. orkumálastjóri. Á UNDANFÖRNUM vikum og mánuðum hefur verið mikið ritað og rætt um ástand atvinnumála á Akureyri og hafa sumir meint að bæjaryfirvöld standi hjá aðgerð- arlaus. Því fer fjarri eins og verð- ur rakið hér á eftir. Nýjustu tölur frá Svæðisvinnu- miðlun benda til þess að árstíða- bundin sveifla í atvinnuleysi muni verða með venjubundnu sniði. At- vinnuástandið á Akureyri hefur að mestu fylgt ástandinu á landsvísu og samkvæmt nýjustu tölum Vinnumálastofnunar er atvinnu- leysið 3,8% á landsvísu og 3,7% á Akureyri sem samsvarar um 313 manns á atvinnuleysisskrá. Helstu breytingarnar eru að atvinnuleysi karla er að aukast en kvenna að minnka. Það sem veldur áhyggjum er hlutfallslega mikið atvinnuleysi ungs fólks, sérstaklegra ungra karla, á starfssvæði Svæðisvinnu- miðlunar Norðurlands eystra. Á árunum 2001- 2002 jókst atvinnu- leysi ungs fólks úr 21% í 26% allra atvinnulausra. Ein af ástæðum aukningarinnar er að unga fólkið flosnar upp úr framhaldsskóla- námi. Það er hættuleg þróun og þarf sameiginlegt átak bæði heim- ila og menntastofnana til að snúa þessu til betri vegar. Ungt fólk má ekki missa af dýrmætum tækifær- um til að skapa sér sína eigin framtíð. Sprotar og styrkir Þær aðgerðir sem Akureyrar- bær hefur hafið á síðastliðnu ári eru fjölmargar og áfram verður haldið á sömu braut. Þar má fyrst telja fjárfestingu í fyrirtækinu Skinnaiðnaði á sl.ári sem var afar mikilvæg til að viðhalda dýrmætri iðnaðarvinnu og þekkingu hér inn- anlands. Í annan stað liggja fyrir tillögur að endurskipulagningu bæjarins á stoðkerfi atvinnulífsins Þar má meðal annars nefna fjár- mögnun verkefnasjóðs frumkvöðla til að þróa og útfæra viðskipta- hugmyndir áður en fjárfestingar- sjóðir eru reiðubúnir að leggja þeim lið. Þessi grundvallarbreyt- ing helst í hendur við stofnun Ný- sköpunarmiðstöðvar Impru hér á Akureyri nú nýverið. Hér er lögð áhersla á það mikilvæga verkefni að hlúa að sprotum og örva sköp- unarkraft einstaklinganna. Í þriðja lagi hefur bæjarráð samþykkt reglur um úthlutun styrkja til nýrrar atvinnustarfsemi í bænum, þeir styrkir fela í sér afslátt af op- inberum gjöldum ss. lóðaleigu, orku og fasteignagjöldum í sam- ræmi við umsvif starfseminnar. Verklegar framkvæmdir Norðurorka var gerð að hluta- félagi nú um áramót og sú form- breyting mun skapa möguleika á að stækka félagið og auka umsvif þess. Norðurorka hf. er í miklum framkvæmdum á árinu sem fara munu í útboð á næstu vikum, þar má nefna aðveituæð frá Hjalteyri til Akureyrar og lagningu hita- veitu í Arnarneshrepp. Verklegar framkvæmdir á veg- um Akureyrarbæjar eru í hámarki en alls verður framkvæmt fyrir um 1350 milljónir á árinu. Þar má nefna meðal annars byggingu leik- skóla við Hólmatún, byggingu Brekkuskóla og íþróttahúss við Síðuskóla hefst í vor. Einnig verð- ur lokið í ár gagngerum endurbót- um á Samkomuhúsinu en það er eitt elsta hús og prýði Akureyrar. Ferðaþjónusta Á sviði afþreyingar og ferða- þjónustu þá mun opnun hins glæsi- lega íþróttahúss Bogans skapa enn betri skilyrði fyrir viðburða- og íþróttatengda ferðamennsku og auka umsvifin í þeirri grein. Beint flug frá Kaupmannahöfn til Ak- ureyrar eru afar jákvæðar fréttir fyrir ferðaþjónustuna og þarf að stuðla að samhentu átaki fyrir- tækja í greininni hér á Norðaust- urlandi til að bjóða áhugaverða ferðamöguleika og afþreyingu árið um kring. Ný sóknarfæri Á næstu dögum mun samstarfs- félagið Norðtak líta dagsins ljós en það er samtök verktaka á Norður- landi með sérstaka áherslu á stór- iðjuframkvæmdirnar sem fyrir- hugaðar eru á Austurlandi. Samvinna af þessu tagi er afar mikilvæg og mun án efa styrkja verktakafyrirtæki á svæðinu. Á vegum atvinnumálanefndar fer nú fram stefnumótunarvinna vegna markaðsátaks á fyrirtækja- markaði og hafa fjölmargir aðilar verið kallaðir til ráðalags. Samtök iðnaðarins hér nyrðra hafa verið að starfa á sömu nótum – að safna í sarpinn hugmyndum til að nýta sem best þekkingu skóla, rannsóknarstofnana og fyrirtækja til að skapa ný sóknarfæri í atvinnulífinu. Þar er leitað í rann forstöðumanna fyr- irtækja og stofnana og kallað eftir hugmyndum til að finna úrræði hér heima í héraði. Þetta er gott framtak sem á án efa eftir að skila sínu og efla samstöðu í þessum geira. Viðurkenningar Á dögunum veitti atvinnu- málanefnd sínar árlegu viðurkenn- ingar til atvinnulífsins. Þær hlutu Greifinn eignarhaldsfélag fyrir þróttmikið starf í veitingarekstri og ferðaþjónustu um allt land. Herrafataverslun JMJ hlaut við- urkenningu fyrir sérstakt framtak í atvinnulífi Akureyrar en versl- unin er ein af elstu verslunum bæjarins. Viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf og áræði hlaut síðan Baldur Guðnason. Allir þess- ir einstaklingar hafa lagt sitt af mörkum til að byggja upp verslun og þjónustu sem er ein af grund- vallarstoðum atvinnulífs hér á Ak- ureyri. Hlutverk Akureyrarbæjar hlýt- ur að vera fyrst og fremst það að hlúa að grunngerð samfélagsins og skapa aðstöðu fyrir fyrirtæki og einstaklingsframtakið til þess að dafna. Það verklag er ein af lyk- ilforsendum þess að bæjarfélagið geti vaxið og staðið sig í sam- keppni við aðra byggðakjarna. Sprotar og sóknarfæri á Akureyri Eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur Höfundur er bæjarfulltrúi á Akur- eyri og situr í atvinnumálanefnd. „Hlutverk Akureyr- arbæjar hlýt- ur að vera fyrst og fremst það að hlúa að grunngerð samfélags- ins og skapa aðstöðu fyrir fyrirtæki og ein- staklingsframtakið til þess að dafna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.