Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR 50 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BAYERN München og Kais- erslautern leika til úrslita í þýsku bikarkeppninni í Berlín 31. maí í vor. Bæjarar tryggðu sér farseð- ilinn í úrslitaleikinn með því að bera sigurorð af Bayer Leverkus- en, 3:1, á ólympíuleikvanginum í München í gærkvöldi. Í fyrrakvöld hafði Kaiserslautern tryggt sér sæti í úrslitaleiknum með því að skella Werden Bremen, 3:0, á heimavelli. Brasilíumaðurinn Giovane Elber var hetja heimamanna í Bayern en tvö mörk frá honum með mínútu millibili um miðjan síðari hálfleik innsigluðu sigur Bayern-liðsins. Michael Ballack, fyrrverandi leik- maður Leverkusen, kom Bæjurum í 1:0 á 30. mínútu en Carsten Ramel- ow jafnaði fyrir Leverkusen þegar sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Bayern lét markið ekki slá sig út af laginu og sérstaklega ekki Elber sem svaraði með tveimur mörkum á 57. og 58. mínútu. Sigur Bayern München var vatn á myllu Kaiserslautern. Þar sem Bæjarar eiga þýska meistaratitilinn svo til vísan er ljóst að Kais- erslautern, sem situr á þýsku 1. deildarinnar, fer í UEFA-keppnina á næstu leiktíð en Bayern í Meist- aradeildina. Elber afgreiddi Leverkusen ÓLAFI Stefánssyni brást bogalistin í vítakasti á síðustu sekúndu viður- eignar Magdeburg og Flensburg- Handewitt í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi og þar með fögnuðu leikmenn Flensborgar mikilvægum og sætum eins marks sigri, 35:34. Hetja heimamanna var Jan Holpert markvörður, sem varði vítakast Ólafs auk þess sem hann fór hamförum í síðari hálfleik. Tapið slökkti að líkindum síðustu vonir leikmanna Magdeburg um að vinna þýska meistaratitilinn í vor. Liðið er nú níu stigum á eftir Lemgo, sem er í efsta sæti og fimm stigum á eftir Flensburg, sem er í öðru sæti. Ólafur var markahæstur í liði Magdeburg með 10 mörk, þar af var eitt úr vítakasti. Sigfús Sigurðsson var ekki á meðal markaskorara Magdeburg að þessu sinni og Nenad Perunicic og Stefan Kretzhmahr léku ekki með vegna meiðsla. Óhætt er að segja að leikmenn Magdeburg hafi farið illa að ráði sínu í leiknum því þeir höfðu fimm marka forystu í hálfleik, 18:13. Gylfi Gylfason var markahæstur hjá Wilhelmshavener með sex mörk en liðið tapaði á útivelli, 28:25, fyrir Willstätt/Schutterwald. Ólafur brást á örlagastundu Dion verðskuldaði rauða spjaldiðog sama er að segja um Jó- hannes. Þeim verður refsað sam- kvæmt agareglum félagsins og þeir verðskulda þá refsingu. Það er ekki hægt að verja framkomu þeirra. Dion segist skammast sín og ég tek það til greina en Jóhannes var heppinn að fá aðeins gult spjald fyr- ir síðara brotið í stað þess að fá strax rautt spjald eins og hann hefði verðskuldað,“ sagði Taylor við The Mirror. „Ég hef miklar áhyggjur af stöðu Aston Villa sem félags eftir þennan leik. Leikurinn á mánudag var sýndur beint í sjónvarpi og var hræðileg auglýsing fyrir knatt- spyrnuna hér í Miðlöndunum. Við verðum að hegða okkur betur, inn- an vallar sem utan. Svona vil ég ekki að mitt lið spili, svona vil ég ekki að nokkurt lið spili. Ég ber fulla ábyrgð á mínum leikmönnum, ég er knattspyrnustjórinn, en því miður missir maður ákveðna stjórn á þeim þegar þeir eru komnir inn á völlinn,“ sagði Taylor. Jóhannes í eins leiks bann Dublin fær örugglega þriggja leikja bann, jafnvel lengra, og gæti jafnvel verið kærður til lögreglu fyrir að skalla Robbie Savage, leik- mann Birmingham. Nú er hins veg- ar ljóst að Jóhannes Karl sleppur með eins leiks bann.“ Talsmaður enska knattspyrnu- sambandsins sagði við The Mirror að margt í tengslum við leikinn yrði rannsakað. Þar á meðal yrði skoðað betur myndband af atvikinu þar sem Christophe Dugarry, leikmað- ur Birmingham, hrækti að Jóhann- esi Karli Guðjónssyni. Graham Taylor, knattspyrnustjóri Aston Villa, ekki ánægður með framgöngu sinna manna Dublin og Jóhannesi refsað GRAHAM Taylor, knattspyrnustjóri Aston Villa, sagði í gær að Dion Dublin og Jóhannes Karl Guðjónsson ættu yfir höfði sér refsingu frá félaginu fyrir brottrekstra sína í leiknum við Birmingham í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið. Þeir eiga því von á fjársektum og verða væntanlega sviptir einnar til tveggja vikna launum. ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Ásvellir: Haukar – KR ..........................19.15 Hveragerði: Hamar – UMFG ..............19.15 Keflavík: Keflavík – Snæfell.................19.15 Njarðvík: UMFN – Breiðablik ............19.15 Seljaskóli: ÍR – Tindastóll ....................19.15 Hlíðarendi: Valur – Skallagrímur........19.15 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót kvenna: Kaplakriki: FH – HK/Víkingur ................19 Herrakvöld ÍA Herrakvöld Knattspyrnufélags ÍA verður í Breiðinni á Akranesi föstudaginn 7. mars kl. 20. Ræðumaður kvöldsins er Einar Odd- ur Kristjánsson alþingismaður, KK flytur tónlist og veislustjórar eru Jósef Þorgeirs- son og Gísli Einarsson. HANDKNATTLEIKUR Víkingur – Stjarnan 18:20 Víkin, Reykjavík, 1. deild kvenna, Esso- deild, miðvikudaginn 5. mars 2003. Gangur leiksins: 0:3, 3:6, 5:6, 6:8, 6:12, 8:12, 8:14, 9:15, 12:16, 12:18, 15:18, 16:20, 18:20. Mörk Víkings: Helga Birna Brynjólfsdóttir 7/3, Guðrún Hólmgeirsdóttir 4, Gerður Beta Jóhannsdóttir 2, Helga Guðmunds- dóttir 2, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1, Ásta Agnarsdóttir 1, Anna Kristín Árnadóttir 1. Varin skot: Helga Torfadóttir 16/1 (þar af fóru 7 aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Margrét Vilhjálms- dóttir 6, Amela Hegic 3, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Svanhildur Þengilsdóttir 2, Kristín Clau- sen 2, Hind Hannesdóttir 1. Varin skot: Jelena Jovanovic 18/2 (þar af fóru 7/1 aftur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Hörður Sigmarsson og Þórir Gíslason. Áhorfendur: 49. Valur – FH 24:21 Hlíðarendi, Reykjavík: Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 5:2, 6:7, 9:7, 10:10, 12:12, 14:15, 18:15, 21:18, 24:21. Mörk Vals: Díana Guðjónsdóttir 7, Hafdís Guðjónsdóttir 4, Drífa Skúladóttir 4/1, Arna Grímsdóttir 3, Kolbrún Franklín 3/3, Hafrún Kristjánsdóttir 2, Sigurlaug Rún- arsdóttir 1. Varin skot: Berglind Hansdóttir 15 (þar af fóru 3 aftur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk FH: Dröfn Sæmundsdóttir 6, Björk Ægisdóttir 4, Berglind Björgvinsdóttir 4, Harpa Vífilsdóttir 3, Eva Albrechtsen 2, Sigrún Gilsdóttir 1, Jóna K. Heimisdóttir 1. Varin skot: Jolanta Slapikiene 12/2 (þar af fóru 3/1 aftur til mótherja) Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Áhorfendur: Um 60. Fram – Haukar 19:34 Framhúsið, Reykjavík: Mörk Fram: Katrín Tómasdóttir 8, Sigur- lína Freysteinsdóttir 3, Þórey Hannesdótt- ir 3, Erna Sigurðardóttir 2, Ásta B. Gunn- arsdóttir 1, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 1, Rósa Jónsdóttir 1. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Hauka: Harpa Melsteð 8, Inga Fríða Tryggvadóttir 6, Hanna G. Stefánsdóttir 5, Ingibjörg Karlsdóttir 4, Nína K. Björns- dóttir 4, Brynja Steinsen 2, Sonja Jónsdótt- ir 2, Elísa B. Þorsteinsdóttir 1, Sandra Anulyte 1, Erna Halldórsdóttir 1. Utan vallar: Aldrei. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Örn Haraldsson. Staðan: ÍBV 23 20 2 1 647:460 42 Haukar 24 19 1 4 660:530 39 Stjarnan 24 16 4 4 545:463 36 Víkingur 24 13 3 8 522:451 29 Valur 24 14 1 9 513:505 29 FH 23 11 2 10 559:528 24 Grótta/KR 24 10 1 13 501:527 21 Fylkir/ÍR 24 4 0 20 465:632 8 KA/Þór 24 3 1 20 491:600 7 Fram 24 1 1 22 454:661 3 Þýskaland Flensburg - Magdeburg .......................35:34 Willst./Schutterw. - Wilhelmshavener28:25 Staða efstu liða: Lemgo 23 22 0 1 789:632 44 Flensburg 23 20 0 3 736:605 40 Magdeburg 23 17 1 5 715:612 35 KNATTSPYRNA Deildabikar karla A-RIÐILL: Þór - KA .................................................... 1:0 Pétur Kristjánsson 45. Staðan: KR 2 2 0 0 7:0 6 Fram 2 2 0 0 6:1 6 Þór 2 2 0 0 2:0 6 Keflavík 2 1 0 1 4:4 3 ÍA 3 1 0 2 3:4 3 Afturelding 1 0 0 1 0:3 0 Stjarnan 1 0 0 1 0:4 0 KA 3 0 0 3 0:6 0  Leikur Þórs og KA var jafnframt úrslita- leikur Norðurlandsmótsins, Powerade- mótsins. Lokastaðan þar varð þessi: Þór 5 5 0 0 9:1 15 KA 5 4 0 1 22:3 12 Völsungur 5 3 0 2 18:7 9 Leiftur/Dalvík 5 2 0 3 8:9 6 Tindastóll 5 1 0 4 3:20 3 Magni 5 0 0 5 2:22 0 Reykjavíkurmót kvenna EFRI DEILD: Þróttur/Haukar - Breiðablik ................. 0:5 Anna Þorsteinsdóttir, Elín Anna Steinars- dóttir, Gréta M. Steinarsdóttir, Eva Linda Persson, sjálfsmark Staðan: KR 2 2 0 0 20:2 6 Breiðablik 2 2 0 0 13:0 6 Valur 1 1 0 0 8:1 3 Stjarnan 2 0 0 2 1:17 0 Þróttur/Haukar 3 0 0 3 2:24 0 England Úrvalsdeild: Manchester United - Leeds .................... 2:1 Lucas Radebe sjálfsmark 20, Mikael Silv- estre 79. - Mark Viduka 64. - 67,600. Middlesbrough - Newcastle ................... 1:0 Geremi 62. - 34,814. Staða efstu liða: Arsenal 29 19 6 4 64:30 63 Man. Utd 29 17 7 5 47:27 58 Newcastle 29 17 4 8 47:34 55 Everton 29 14 7 8 38:34 49 Chelsea 29 13 9 7 50:31 48 1. deild: Derby - Crystal Palace ............................ 0:1 Norwich - Reading ................................... 0:1 Sheffield Wednesday - Coventry............ 5:1 Stoke - Brighton ....................................... 1:0 Wolves - Ipswich....................................... 1:1 UEFA-bikarinn 16-liða úrslit, síðari leikur: Wisla Krakow - Lazio.............................. 1:2 Kuzba 4. - Fernando Cuto 21., Enrico Chiesa 54.  Lazio áfram, 5:4 samanlagt. Spánn Bikarkeppnin, undanúrslit: Osasuna - Huelva...................................... 2:2  Huelva í úrslit, 4:2 samanlagt. Mallorca - Deportivo La Coruna............. 1:1  Mallorca í úrslit, 4:3 samanlagt. Þýskaland Bikarkeppnin, undanúrslit: Bayern München - Leverkusen .............. 3:1  B. München mætir Kaiserslautern í úr- slitaleiknum. Belgía Bikarkeppnin, undanúrslit: Sint-Truiden - Germinal Beerschot........ 1;0  S.Truiden mætir Lommel í úrslitaleik. Skotland Dundee - Livingston ................................ 0:0 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna Njarðvík - Grindavík........................... 52:56 Stig Njarðvíkur: Krystal Scott 27, Helga Jónasdóttir 7, Pálína Gunnarsdóttir 6, Ingi- björg Vilbergsdóttir 5, Auður R. Jónsdóttir 5, Bára E. Lúðvíksdóttir 2. Stig Grindavíkur: Yvonne Shelton 28, Sandra Guðlaugsdóttir 6, Sólveig Gunn- laugsdóttir 5, Stefanía Ásmundsdóttir 4, Sigríður Ólafsdóttir 4, María Guðmunds- dóttir 3, Jovana Stefánsdóttir 3, Erna Magnúsdóttir 2, Guðrún Guðmundsdóttir 1 Staðan: Keflavík 19 17 2 1500:1021 34 KR 19 12 7 1213:1183 24 Grindavík 19 9 10 1301:1358 18 Njarðvík 19 8 11 1257:1324 16 ÍS 19 6 13 1107:1297 12 Haukar 19 5 14 1100:1295 10 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Washington - Toronto .......................... 86:89 Detroit - Houston ................................. 96:83 New York - Cleveland.......................... 89:80 San Antonio - Phoenix........................ 97:104 Golden State - Indiana ..................... 107:100 Atlanta - Denver................................... 92:86 Miami - Milwaukee............................. 91:100 Dallas - New Jersey ............................. 88:79 Seattle - Minnesota .............................. 92:83 BLAK 1. deild kvenna HK - Þróttur R. ........................................ 3:0 (25:10, 25:15, 25:15) Þróttur R. - Nato...................................... 2:3 (30:32, 25:23, 25:12, 31:33, 11:15) Staðan: Þróttur N. 14 14 0 42:8 42 KA 16 12 4 39:17 39 HK 15 8 7 29:21 29 Fylkir 15 4 11 18:33 18 Nato 14 4 10 18:36 18 Þróttur R. 16 3 13 15:43 15 Bikarkeppni kvenna Reynir Hellissandi - Bifröst.................... 3:2 (25:22, 21:25, 25:23, 22:25, 15:12) FÉLAGSLÍF Í KVÖLD HU Dao Ben, landsliðsþjálfari í borðtennis, hefur valið lands- liðshóp Íslands sem tekur þátt í Evrópukeppni landsliða á Ítalíu 28. mars til 6 apríl. Karlaliðið, Guðmundur Egg- ert Stephensen, Adam Harð- arson, Markús Árnason og Sigurður Jónsson, leikur á móti Lúxemborg, Möltu, Aserbaídsjan, Bosníu og Skot- landi, kvennaliðið Halldóra Ólafs, Aldís Lárusdóttir og Kristín Hjálmarsdóttir á móti Eistlandi, Hollandi og Wales. JÓNI Arnari Magnússyni hef- ur verið boðið af alþjóða frjáls- íþróttasambandinu, IAAF, að taka þátt í sjöþraut á heims- meistaramótinu innanhúss, sem fer fram í Birmingham í Englandi 14. til 16. mars. Jón Arnar, sem er í 5. - 6. sæti á heimslistanum í sjöþraut á þessu ári, mun etja kappi við sjö aðra fjölþrautarmenn. Þeir eru Roman Sebrle, Tékklandi, Tom Pappas, Bandaríkjunum, Lev Loboddin, Rússlandi, Laurent Hernu, Frakklandi, Erki Nool, Eistlandi, Aleks- andr Pogorelov, Rússlandi og Tomas Dvorák, Tékklandi. Þess má geta að Jón Arnar vann til silfurverðlauna á HM innanhúss fyrir tveimur árum í Portúgal. Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari, tekur einn- ig þátt í HM í Birmingham. Jón Arnar til Birmingham Dao Ben vel- ur Ítalíufara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.