Morgunblaðið - 06.03.2003, Side 8

Morgunblaðið - 06.03.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Allt stefnir í að kosningabaráttan verði bara vítaspyrnukeppni milli tveggja flokka. Ráðstefna um stöðu launamisréttis Málið þokast þótt hægt fari RÁÐSTEFNA umlaunamisréttiverður haldin í Setrinu á Grand hóteli í Reykjavík á morgun, milli klukkan 12 og 13. Yfir- skriftin er „Launajafnrétti – hvernig gengur?“ Einn fyrirlesara er Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, og svaraði hann nokkrum spurningum Morgun- blaðsins. – Á hvers og hverra vegum er ráðstefnan? „Það eru ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, KRFÍ, SÍB, Jafnréttisnefnd Reykja- víkurborgar, Jafnréttisráð og jafnréttisstofa og Rannsóknarstofa í kvennafræðum sem standa að ráðstefnunni.“ – Hverjir taka þarna til máls og hver eru málefnin? „Þarna verður þrískipt dag- skrá. Fyrst kemur Ingólfur V. Gíslason sérfræðingur hjá Jafn- réttisstofu sem ætlar að fjalla um þann launamun sem er til staðar í dag og byggir erindi sitt á athug- unum á skattframtölum. Því næst fjöllum við Þorgerður Einarsdótt- ir, lektor í kynjafræðum, um dreifstýrð launakerfi. Erindið ber yfirskriftina Dreifstýrð launa- kerfi: Hvað þarf að varast? Hvað er hægt að gera? Loks er erindi sem heitir Jafnréttisáætlanir – Jafnlaunastefna: Hugmyndir og veruleiki. Það eru Hildur Jóns- dóttir, jafnréttisfulltrúi Reykja- víkurborgar, og Ragnhildur Helgadóttir, jafnréttisfulltrúi hjá ÍTR, sem flytja okkur erindið. Að erindi þeirra loknu verða fyrir- spurnir. Fundarstjóri er Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM.“ – Sjálfur ertu að fjalla um dreif- stýrð launakerfi með þeim for- merkjum að þau séu ekki af hinu góða …hvað viltu segja um það? „Dreifstýrð launakerfi eru talin óheppilegri, en þar sem þau eru við lýði virðast karlar geta náð hærri launum. Það hefur því verið umræða um að leggja af slík launakerfi og koma á öðrum sem að reynast betur við að jafna út laun eftir kynjum. Þarna álít ég að umræðan um dreifstýrð launa- kerfi sé komin á villigötur og því ekki líkleg til að skila tilætluðum árangri. Ef við lítum á Verslunar- mannafélag Reykjavíkur þá eru innan þess félags um 20.000 fé- lagar sem dreifast á um 2.000 vinnustaði sem segir okkur að meðalstarfsmannafjöldinn er tíu manns. Það segir okkur, að hér er dreifstýrt launakerfi fast í skorð- um hvort sem okkur líkar betur eða verr og umræðan þarf að taka mið af því.“ – Nýlega bárust fregnir af miklum launamun kynjanna í ná- lægum löndum, þetta virðist víða vera vandamál? „Það virðist alls staðar vera einhver launamunur, en stað- reyndin er sú að hér á landi er sá munur ívið meiri heldur en í þeim nágrannalöndum sem við viljum helst miða okkur við.“ – Hver var munurinn sam- kvæmt síðustu könnun? „Samkvæmt síðustu könnun er launamunurinn 16% þegar búið er að sneiða af yfirvinnufaktorinn og jafna út menntunarhlutinn. Þegar heildarlaunin ein og sér eru skoð- uð er munurinn 24%. Munurinn þarna, þessi 8%, liggur aðallega í yfirvinnu, en hún markast eflaust að miklu leyti af aðstöðumun, konum leyfist að fara fyrr af vinnustað vegna heimilishalds, en karlarnir sitja lengur á vinnustað. Af þessum tveimur tölum er sú lægri viðurkennda viðmiðunin.“ – Er þessi barátta á réttri leið eða er kyrrstaða? „Þetta er á réttri leið, það er ekki spurning. Þessi mál hafa vissulega þokast í rétta átt, en það gengur hægt fyrir sig. Menn vildu sjá hlutina gerast hraðar, en það tekur tíma að breyta strúktúr ríkjandi launakerfa sem að mörg leyti mörkuðust af kerfi sem hef- ur verið að breytast í veigamikl- um atriðum síðustu árin. Þar á ég við, að á sínum tíma voru karlar betur menntaðir og launakerfin miðuðust við það og þar með starfsframinn. Hin seinni ár hafa konur látið æ meira til sín taka, menntun þeirra er orðin sam- bærileg. Kerfið þarf að breytast til samræmis og það er að gerast. Það gerist bara hægt.“ – Verður hnykkt á einhverjum nýjum leiðum á ráðstefnunni? „Ég lít á þessa ráðstefnu fyrst og fremst sem stöðumat. Í yfir- skriftinni er spurt, „Hvernig gengur?“ og þeirri spurningu verður reynt að svara. Eflaust verður einhver samantekt í ráð- stefnulok, en það er ekkert í dag- skránni sem kveður á um stefnu- mörkun.“ – Hvað vilt þú sjá gerast á næstu misserum í þessum launa- misréttismálum? „Eitt af helstu verkefnum VR er að standa vörð um launamál fé- laga sinna, barátta fyrir bættum launakjörum er því eitt af for- gangsverkefnunum. Hvað VR varðar, þá eru rúmlega 60% félaga okkar konur og því er þetta tiltekna mál ofar- lega í huga okkar. Á næstu misserum vil ég því sjá áframhaldandi framfarir á þessu sviði, að við höldum áfram að feta okkur hægt og örugglega að al- geru launajafnrétti. Við erum á réttri leið, viðhorfin eru að breyt- ast og bábyljurnar í málinu að af- hjúpast. Ef þjóðfélagið væri í kyrrstöðu þá væri erfitt um vik, en hér á landi er bæði framþróun, hagvöxtur og sóknarfæri. Í raun- inni ekkert að vanbúnaði.“ Gunnar Páll Pálsson  Gunnar Páll Pálsson er fæddur í Reykjavík 1961. Stúdent frá MH 1982 og viðskiptafræðingur frá HÍ 1987. Starfaði víða næstu árin, m.a. hjá Kexverksmiðjunni Frón, Appolo lakkrísgerð og Korpus prentþjónustu. Fjármálastjóri og hagfræðingur hjá VR síðustu 12 ár og formaður VR síðan í fyrra. Maki er Ásta Pálsdóttir skrif- stofumaður og eiga þau þrjá drengi, Pál, Bjarna og Aðalstein. … vildu sjá hlutina gerast hraðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.