Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 55 Anna Kournikova hefur alltaf haldið því fram að hún hafi aldrei verið gift. Nú hefur fyrrum unnusti hennar, íshokkíkappinn Sergej Fedorov, fullyrt að hann hafi verið giftur Kournikovu. Hann segir að hún hafi látið sig róa fyrir Enrique Iglesias … Brad Pitt segist aldrei borga krónu meira en 1.200 fyrir klippingu. Kvikmyndastjarnan, sem getur farið fram á 2,5 millj- arða í laun fyrir mynd, fer alltaf til sama rakarans í ónefndu öngstræti Los Angeles-borgar, þar sem klippingin kostar þúsund kall. „Ég treysti manninum einfaldlega betur en öðrum,“ skýrir Pitt. Hann tekur þó fram að hann sé enginn nísku- púki enda skilji hann vanalega eftir vænt þjórfé, 2.000 krónur a.m.k … Ernirnir hafa enn á ný hafið sig til flugs. Metsölusveitarrokkararnir í The Eagles hafa tilkynnt að þeir ætli í tónleikaferð um N-Ameríku í sumar, sem hefst í Richmond í Virginíu-ríki í maí. Þeir sem verða með í för eru Don Henley, Glenn Frey, Joe Walsh og Timothy B. Schmit en gítaristinn Don Felder verður fjarri góðu gamni en hann hefur höfðað mál á hendur fyrrum félögum sínum fyrir að hafa rekið sig úr bandinu 2001. The Eagles er með allra farsælustu hljómsveitum bandarískrar dægursögu og á að baki stórsmelli á borð við „Hotel California“ og „Take It Easy“ … Rapparinn Snoop Dogg hefur fengið sinn eigin þátt á MTV í Bandaríkjunum. Þátturinn heitir Doggy Fizzle Televizzle og er gam- anþáttur þar sem Dogg leikur gaur sem vinnur sem forfallakennari og afgreiðslumaður í skyndibitabíla- lúgu. Aðrir þættir sem MTV hyggst hefja sýningar á innan skamms er Surf Girls, þar sem Aston Kutcher úr Svona var það ’76 og Hei marr, hvar er bíllinn minn? … Grínistinn Jerrry Sein- feld eignaðist sitt annað barn á laugardaginn var með eiginkonu sinni Jessicu Sklar. Barnið reynd- ist drengur en fyrir eiga hjónin tveggja ára stúlku … FÓLK Ífréttum MATSMENN Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEFs, hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að mæla með því að lagið „Segðu mér allt“ sem er fram- lag Íslands í Evróvisjón í ár, verði sent í keppnina vegna hættu á mál- sókn. Hallgrímur Óskarsson, höf- undur lagsins, telur hins vegar að ekki hafi verið sýnt fram á að um lagastuld sé að ræða. Örn Óskarsson og Ríkarður Ö. Pálsson gáfu ráðgefandi bráða- birgðaálit á laginu að beiðni STEFs, eftir að Hallgrímur hafði farið fram á það við samtökin að kannað yrði hvort það líktist um of laginu „Right here waiting“ eftir bandaríska tón- listarmanninn Richard Marx. Í álitinu segir orðrétt: „Undirrit- aðir höfum að beiðni STEFs borið saman viðlagskafla ofanskráðra laga með tilliti til hugsanlegs innbyrðis skyldleika. Markmiðið var að kanna hvort senda mætti SMA í óbreyttri mynd sem þáttökulag Íslands í Evr- ópusöngvakeppni sjónvarpsstöðva í Ríga í Lettlandi n.k. maí án þess að eiga á hætti málssókn vegna laga- stuldar. Könnun á heildarformi laganna leiðir í ljós, að notkun viðlags (hvort heldur spilaðs eða sungins) er hlut- fallslega mjög veigamikil í báðum lögum eða nærri 50% (40 taktar af 84 í SMA, 44 af 84 í RHW). Auk þess gegnir það í báðum tilvikum auðheyranlega hlutverki meginat- hyglivaka („hook“) lagsins. Innbyrðis skyldleiki á milli viðlag- anna yrði því óhjákvæmilega talinn alvarlegri eðlis en á milli annarra kafla umræddra laga. Lengd og form eru hin sömu – 8 taktar (4 + 4) í a1 a2 formi. Fyrsta áherslunóta beggja viðlaga hefst á 3. taktslagi. Lagferli er afar keimlíkt; svo til allar aðalnótur eru eins. Hljómaferli: Flestir hljómar eru ýmist eins eða skyldir. Niðurstaða: Í ljósi ofangreinds samanburðar treystum við undirritaðir okkur ekki til að mæla með að SMA verði flutt í Evrópusöngvakeppninni í nú- verandi mynd vegna hættu á mál- sókn.“ Eiríkur Tómasson, framkvæmda- stjóri STEFs, segir að Hallgrímur og matsmennirnir hafi hist á fundi í gær og Hallgrímur komið athuga- semdum sínum á framfæri, en álitið standi óbreytt. „Við höfum bent Hallgrími á að hann væri að taka áhættu með því að fara með lagið óbreytt í keppnina,“ segir Eiríkur. Ekki sýnt fram á lagastuld Í yfirlýsingu, sem Hallgrímur sendi frá sér í gær, segir: „Í úr- skurðinum er bent á að laglínur séu í einstökum töktum í viðlagi svip- aðar en einnig er það ljóst að höf- undur íslenska lagsins hefur ekki brotið þá reglu sem segir að fjórir taktar verði að vera eins, eigi klár- lega að vera hægt að sýna fram á brot á höfundarrétti. Niðurstaða úr- skurðarmanna var sú að ekki sé hægt með óyggjandi hætti að sýna fram á að um lagastuld eða brot á höfundarrétti sé að ræða,“ segir Hallgrímur. „Taka ber fram í þessu samhengi að sá lagabútur sem um ræðir er með keim- líkum hljómagangi, eða jafnvel eins hljóma- gangi, sem notaður er í mörgum dægurlögum, jafnt innlendum sem erlendum. Litlu getur því munað hvort ein laglína líkist annarri eða ekki,“ segir í yfir- lýsingu höfundarins. Þar segir ennfremur: „Einnig ber að taka fram að úrskurður matsmanna STEF er ekki dómur heldur ráðgefandi bráðabirgðaálit. Álit hefur einnig borist frá nokkrum öðrum aðilum sem hafa um langa hríð starfað inn- an tónlistargeirans og telja þeir sem haft hefur verið samband við að ekki sé hægt að tala um brot á höf- undarrétti.“ Hallgrímur ætlar að fara fram á það við STEF að samtökin leiti end- anlegs úrskurðar hjá móðursamtök- unum Nordisk Copyright Bureau, NBC, til að eyða frekari óvissu um málið. Ráðgefandi bráðabirgðaálit matsmanna STEFs um „Segðu mér allt“ Ekki mælt með að senda lagið Richard Marx Hallgrímur Óskarsson Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com13 Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2 RADIO X SV MBL  Kvikmyndir.com  SG DV  kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ. á. m. Salma Hyaek sem besta leikkona í aðalhlutverki6 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd. Sýnd kl. 4. ísl. tal. 400 kr.  RADIO X SV MBL  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Frábær svört kómedía með stór leikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefningar til Óskarsverðlaun- anna í ár fyrir leik sinn í mynd- inni. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates. : . : .2 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i.16. Stútfull af topp tón- list og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd. Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd og besti leikstjóri 10 Frábær mynd frá leikstjóranum Martin Scorsese  HJ MBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.