Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ F lugleiðin til Pristina í Kosovo er býsna undarleg. Þegar flogið er frá Vín- arborg í Austurríki er farið sem leið liggur yfir Ung- verjaland og þaðan niður til Búlgaríu, segja má að stefnan sé tekin á Istanbul í Tyrklandi. En yfir Búlgaríu er skyndilega sveigt í hásuður, niður til Makedóníu og yfir höfuðborginni Skopje er síðan tekin skörp beygja í vestur og svo í hánorð- ur, þ.e.a.s. „upp“ til Pristina. Er maður þá í raun að stefna í þá átt sem komið var úr. Þessi undarlegi flugmáti skýr- ist af því að enn taka flugvélar krók framhjá Serbíu, þó að fjög- ur ár séu nú liðin síðan Kosovo- stríði Júgóslavíu og Atlantshafs- bandalagsins (NATO) lauk. Það var skrýtin tilfinning að lenda á flug- vellinum í Pristina sl. sunnudag en þaðan flaug ég í ágúst- lok 2001 eftir níu mánaða dvöl í héraðinu; al- farinn að því er ég vissi best. Staðreyndin er nefnilega sú að Kosovo heimsækir maður ekki nema maður hafi virkilega til þess ástæðu. Pristina er ekki fal- legasta borg í heimi, svo vægt sé tekið til orða. Raunar er það nú svo að lýs- ingarorðin, sem starfslið al- þjóðastofnana í Kosovo notar um borgina, eru ekki þess eðlis, að ég vilji hafa þau eftir. Kannski af því að ég var einu sinni hluti þessa starfsliðs; semsé jafnsekur um notkun þeirra og aðrir. Ég var við störf í Kosovo fyrir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE); einn af liðs- mönnum hinnar svonefndu Ís- lensku friðargæslu. Var dvölin í Kosovo bæði lærdómsrík og skemmtileg – ég hefði ekki viljað verða af reynslunni; tækifærinu til að fá ofurlitla innsýn í þau átök á Balkanskaga sem settu svo mjög svip sinn á síðasta ára- tug. Nú var ég hins vegar kominn aftur til Kosovo til að fjalla á síðum þessa blaðs um heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanrík- isráðherra til héraðsins. Sagði ég að Pristina væri hálf- gerð skítahola? Ég biðst innilega forláts, en þannig er það nú bara – Pristina er afskaplega skítug borg! Rykið og drullan er illþol- andi, og keðjureykingar heima- manna á hverju götuhorni og í hverju skúmaskoti auka síðan á vanlíðan þess, sem vanur er að líta reykingar hornauga. Pristina líður líka fyrir það að flest (ef ekki öll) húsanna eru í stíl bygginga í öðrum borgum, sem fyrr á tímum lutu stjórn austantjaldskommúnista: þær eru einfaldlega ljótar. Í Pristina trónir á toppnum yfir ljótar byggingar Grand hótelið í mið- bænum, sem sannarlega er ekki ýkja grand! Þetta hótel hefur jafnan verið viðkomustaður mikilvægra gesta eins og utanríkisráðherrans ís- lenska, enda það illskásta í borg- inni. Nú er hins vegar risið glæ- nýtt (og afskaplega fínt) hótel – það stendur við helstu þjóð- brautina suður á bóginn, til Skopje í Makedóníu – og heitir það Hótel Victory. En haldið ykkur nú fast: á þaki hússins stendur risavaxin afsteypa Frelsisstyttunnar í New York! Kosovo-Albanar hafa Banda- ríkin og Bandaríkjamenn (sem þeir telja hafa frelsað sig úr höndum Serba með NATO- aðgerðunum 1999) í hávegum; en þessi stytta er samt too much. Hún er einfaldlega ósmekkleg – a.m.k. í huga einhvers sem líður óþægilega er menn halda þjóð- fána sínum of hátt á lofti, kyrja þjóðsöngva sína of hátt og of snjallt. En einmitt þetta hefur ein- kennt sögu Balkanskagans síð- ustu fimmtán árin eða svo, eig- inlega verið rót vandans. Pristina líður annars líka fyrir það að ekki hefur verið haft fyrir því að skipuleggja byggðina með neinu móti; þar ríkir algert kaos – menn hafa einfaldlega reist hús þar sem til þess var pláss, engin heildarmynd er á neinu, allra síst í gatnamálunum. Rusl er síðan alls staðar – það fengu Halldór og eiginkona hans, Sigurjóna, að sjá í stuttum bíltúr sem við fórum í á sunnu- daginn. Ekki hefur orðið sú hug- arfarsbreyting sem orðið hefur almennt á Vesturlöndum í um- hverfismálunum: fólk hugsar sig ekki tvisvar um er það fleygir kókdollum og öðru sambærilegu frá sér. Lögformlegt umhverf- ismat – hugtak sem allir Íslend- ingar þekkja líklega um þessar mundir eftir pólitíska orrahríð undanfarinna ára – er áreið- anlega ekki til í orðaforða Kos- ovo-búa. Er ég of neikvæður? Of dóm- harður í garð íbúa Kosovo? Fá menn við þennan lestur á tilfinn- inguna að ekki þurfi að setja Kosovo á lista yfir þá staði, sem heimsækja þurfi? Vissulega er Pristina býsna deprímerandi borg. En Kosovo hefur sinn sjarma, ég fer ekki ofan af því. Ég minnist sér- staklega dagsferðar í kast- alarústirnar í Novo Brdo og heimsóknir í fyrrum skíðapara- dísina (þegar Júgóslavía var upp á sitt besta – nú eru öll tæki þarna í niðurníðslu) Strpce/ Brezovica, fallegan stað sunn- arlega í héraðinu. Fólkið er líka indælt og það var mér sérstök ánægja að gef- ast tækifæri til að eiga stuttan fund með vinum mínum, ung- mennunum Irfan Ukshini og Lizabetu Palokaj, en þau eiga landið að erfa. Jákvætt var líka að heyra að nú þurfa sænskir hermenn ekki lengur að standa vörð um Serbaþorp eins og Gracanica, sem er spölkorn frá Pristina, svo mjög hefur dregið úr ofsóknum á hendur Kosovo- Serbum. Satt best að segja var það líka bara býsna þægileg tilfinning að láta malið í generatorunum (enn hefur ekki tekist að koma orku- málum í góðan farveg í Kosovo: rafmagns njóta menn aðeins í takmarkaðan tíma á hverjum sólarhring) rugga sig í svefn – þó að ég hafi sannarlega bölvað hávaðanum á sínum tíma, er ég var búsettur í Kosovo. Og hvernig hefði maður svo sem lýst Reykjavík, hefði maður heimsótt hana fyrir 100 árum? Ljótasta borg í heimi? Sagði ég að Pristina væri hálfgerð skíta- hola? Ég biðst innilega forláts, en þann- ig er það nú bara – Pristina er afskap- lega skítug borg! VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is UNDANFARIN ár hafa flestar vestrænar þjóðir lagt verulega aukna áherslu á betra skipulag þéttbýlis og strjálbýlis. Ástæður þessa eru margar en þar má meðal annars nefna síaukinn hraða í sam- skiptum og viðskiptum, óskir um skynsamlega nýtingu náttúruauð- linda og opinbers fjár, kröfur um betra umhverfi, verulega meiri hagsmuni sem um er að tefla, auk þess sem fleiri og fleiri eru farnir að gera sér meðvitaða grein fyrir afleiðingunum af vondu skipulagi. Þessar þjóðir vita líka að rann- sóknir eru ekki skipulag og ekki heldur hönnun eða pólitík. Mat á umhverfisáhrifum er bara þáttur í faglegri skipulagsvinnu. Þessar þjóðir hafa m.a. brugðist við þessu með því að bæta menntun skipu- lagsfræðinga umtalsvert og gera ákveðnari kröfur um starfsreynslu þeirra og siðareglur. Alþingi Ís- lendinga virðist líka vera þetta ljóst. Allt Ísland er nú skipulags- skylt og í 7. gr. skipulags og bygg- ingarlaga segir að kveðið skuli á um kröfur til menntunar og starfs- reynslu skipulagsfulltrúa í skipu- lagsreglugerð, en þeir eru opinber- ir starfsmenn og framkvæmda- stjórar skipulagsnefnda. Ekki þarf annað en vísa til umræðu undan- farinna mánaða um virkjanir, flug- völl í Reykjavík, umferðarslys, vegaframkvæmdir, og önnur skipulagsmál til að menn sjái að hér er um málaflokk að ræða sem varðar okkur öll miklu. Þeir sem hljóta heimild iðnaðar- ráðuneytisins til að bera starfs- heitið skipulagsfræðingur hér á landi þurfa líka að hafa lokið a.m.k. jafngildi fjögurra ára háskólanáms í skipulagsfræðum og tveggja ára starfsreynslu auk þess sem þeim eru settar ákveðnar siðareglur. Að öðru jöfnu ætti slíkt formlegt nám, starfsreynsla og siðareglur að vera íslenskum almenningi nokkur trygging fyrir faglegri skipulags- vinnu. „Skipulagsháskóli“ Skipulagsstofnunar Nú hefði líka mátt ætla að ein- falt hefði verið að gera þá kröfu, að til að gegna þessu vandasama op- inbera starfi hér á landi, eða ráð- gjöf á þessu sviði, þyrfti a.m.k. þá lágmarksmenntun og starfsreynslu sem Evrópusamband skipulags- fræðinga áskilur og þykir sjálf- sögð. Þess í stað er brugðið á þann leik í skipulagsreglugerð að telja upp ákveðnar stéttir sem hafi heimild til að gegna starfi skipu- lagsfulltrúa, burtséð frá því hvaða formlega menntun og starfs- reynslu viðkomandi hafi á þessu sviði. Skipulagsstofnun hefur líka í þessum efnum, í skjóli umhverf- isráðuneytisins, gengið miklu lengra en skipulagslögin heimila og ákvarðað hvaða einstaklingar hafi heimild til að standa fyrir og bera faglega ábyrgð á skipulags- vinnu eða eins og það er kallað „sinna skipulagsgerð“. Þannig hef- ur stofnunin nú „útskrifað“ hátt í 50 „skipulagssérfræðinga“ eins og sjá má á vefnum skipulag.is. Þess- um „starfsleyfum“ má líkja við það ef sýslumannsembætti tækju upp á því, upp úr þurru, að útskrifa lög- fræðinga upp á sitt eindæmi! Hér er við hæfi að taka sér í munn orð bræðranna frá Bakka: „Ekki er kyn þótt keraldið leki.“ Hagsmunir almennings Nú er það löngu orðið tímabært að hefja formlega kennslu í skipu- lagsfræðum við íslenska háskóla og vafalítið hefði þeim hundruðum milljóna sem varið hefur verið í kaup á erlendri skipulagsráðgjöf undanfarin ár verið betur varið til þeirra verka. Íslenskur almenning- ur sem er þolandi þessa skipulags og hefur oft að undanförnu þurft að grípa til varna gagnvart „skipu- laginu“ hlýtur hins vegar að spyrja þá sem þessum málum ráða hvort okkar land og við sjálf verðskuld- um ekki sömu sérfræðiþekkingu á þessu sviði og siðareglur og aðrir Evrópubúar eða hvort við viljum að okkar framtíð verði að verulegu leyti ráðin af fólki sem oft gerir sér mjög takmarkaða grein fyrir mikilvægi þessara mála, samhengi eða afleiðingum. Séríslenskt skipulag? Eftir Gest Ólafsson „Tímabært er að hefja formlega kennslu í skipulags- fræðum við íslenska háskóla.“ Höfundur er fyrrverandi formaður Skipulagsfræðingafélags Íslands. UNDIRSTAÐA heilbrigðis og vellíðunar er að geta haft áhrif. Á hvern hátt er hægt að breyta valdalausum einstaklingi, eins og þeim sem haldinn er geðsýki, í einstakling sem hefur áhrif? Í stað þess að segja fólki hvað því er fyrir bestu þarf að hvetja það til að taka ákvarðanir. Til þess að geta tekið ákvarðanir þarf að vera val; fleiri en ein leið, ein lausn eða eitt meðferðarúrræði. Leiðin að varanlegum bata er m.a. að geta borið ábyrgð á eigin lífi og geta haft áhrif á sitt nán- asta umhverfi. Hvað vilja t.d. geðsjúkir með líf sitt? Hvað þurfa þeir að læra til þess að geta náð markmiðum sínum? Hvað eru einstaklingshindranir og hverjar eru hindranir í umhverfinu? Til að ná árangri þarf að vinna á báð- um sviðum. Minnihlutahópar hafa haft áhrif og eflt liðsmenn sína með því að fá þá til að gerast virkir þátttakendur í samfélaginu. Þeir taka þátt í pólítík og hafa þannig haft áhrif á fordóma og löggjaf- ann. Einstaklingar sem strítt hafa við líkamlega erfiðleika hafa aukið möguleika sína á vinnu- markaði, fengið húsnæði sem að- lagað er eftir þeirra þörfum og fengið greiðari aðgengi að opin- berum stöðum. Þeir taka þátt í íþróttum og tómstundum sem þeim hæfir. Virk þátttaka þeirra hefur haft áhrif á þróun hjálp- artækja og alls konar tæknilegra úrræða sem nýtist þeim. Þeim kann að finnast að þeir hafi ekki náð nógu langt hvað varðar jafn- ræði í samfélaginu, en miðað við geðsjúka hafa þeir gott forskot. Sjúkdómsgreining getur verið lykill að réttri meðferð en hún getur líka einangrað þann sem hana fær vegna höfnunar sam- félagsins og félagsleg útskúfun er ekki síður heilbrigissvandamál. Í heilbrigðiskerfinu er það ein- staklingurinn sem er meðhöndl- aður og fær lyfjameðferð miðað við sjúkdómsgreiningu. Meðferð- in miðast við galla eða ójafnvægi sem þarf að leiðrétta. Hjálpin er því miður ekki einungis fólgin í þessari nálgun heldur þarf að hafa áhrif á þjóðfélagið í heild. Sjúkdómaflokkunarkerfi læknis- fræðinnar er ekki bara um með- höndlun heldur byggist skipulag heilbrigðisþjónustunnar á því kerfi og er því einstaklingsmiðað og medisínskt. Því miður felast engar leiðbeiningar í sjúkdóms- greiningarkerfinu um það hvern- ig eigi að efla áhrif einstaklings- ins til að verða virkur þjóð- félagsþegn, sem er þó undirstaða heilbrigðis. Pólítíkusar ásamt fulltrúum notendahópa og fagfólks eiga að taka höndum saman, m.a. með því að kortleggja á hvern hátt geð- heilbrigðiskerfið er skipulagt og á hvern hátt ákvarðanir eru tekn- ar. Enginn veit betur en pólítíkus hvað áhrif og völd skipta miklu máli, annars hefðu þeir tæpast valið pólítík sem starfsvettvang. Notendur sem náð hafa bata hafa reynslu af því hvernig er að að missa stjórn á eigin lífi og verða áhrifalausir. Þeir hafa einnig þekkingu á því hvað þarf til að ná stjórn aftur. Undirstaða heil- brigðis og vellíðunar er að hafa áhrif og hugmyndafræðin er sú að allir séu jafn mikils virði og lýðræðið gengur út á jöfn og söm tækifæri til að deila völdum og áhrifum. Læknisfræðilega faglíkanið byggist ekki á jafnræði, enda á það best við þegar annar aðilinn verður að hafa vit fyrir hinum. Í samstarfi fagfólks, notenda og pólítíkusa þar sem markmiðið væri að skoða geðheilbrigðisþjón- ustuna yrði spurt hvað það væri í núverandi kerfi sem eflir jafn- ræði, hvenær foræðishyggja eigi við og hvenær ekki, hvaða þættir í skipulaginu væru bataletjandi/- hvetjandi og í hvað ætti að halda og hverju að sleppa. Í slíku sam- starfi yrði pólitíkusinn í lykilhlut- verki við að kenna hópnum að horfa gagnrýnum augum á þjón- ustuna. Hans sérfræðiþekking fælist í gagnrýni og valdi til að breyta valdahlutföllum. Núna þegar kosningavor nálg- ast verður forvitnilegt að fylgjast með því hvaða stjórnmálaflokkar hafa áhuga á og vilja hafa áhrif á geðheilsubrest, sem er sívaxandi heilbrigðisvandamál. Úrbætur felast ekki eingöngu í meira fjár- magni heldur kannski breyttum aðferðum við að nálgast vandann. Pólítísk geðheilsa Eftir Elínu Ebbu Ásmundsdóttur „Úrbætur felast ekki eingöngu í meira fjár- magni held- ur kannski breyttum að- ferðum við að nálgast vandann.“ Höfundur er forstöðuiðjuþjálfi geðsviðs LHS og lektor við HA. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.