Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ak- ureyrin kemur og fer í dag. Freyja, Goðafoss og Arnarfell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ludvig Andersen. Remoy Fjord koma í dag. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 op- in smíða og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13 bók- band. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Fimmtudagur: kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borg- ara í Damos. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10– 13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 14 söng- stund. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9 glerskurður, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 söngtími, kl. 9–14 hár- greiðsla. Félagsstarfið Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- greiðsla, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Gler- skurður kl. 13, bingó kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10–13 virka daga. Morgunkaffi, blöðin og matur í há- degi. Brids kl. 13 og bridsnámskeið kl. 19.30. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf, kl. 10.30 helgistund frá hádegi vinnustofur og spila- salur opin. Ýmsir við- burðir framundan, upplýsingar á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.05 og 9.50 leik- fimi, kl. 10.50 leikfimi, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 12.30 vefnaður, kl. 13 gler og postulíns- málun, kl. 17 myndlist, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, kl. 13 bridds. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og perlu- saumur, og hjúkr- unarfræðingur á staðnum, kl. 9.05 leik- fimi, kl. 9.55 stóla- leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé- lagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl.13 handa- vinna, 13.30 félagsvist. Fótaaðgerðir, hár- greiðsla. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara, hittast á fimmtudögum kl. 10, aðra hverja viku er púttað á Korpúlfs- stöðum en hina vikuna er keila í Keilu í Mjódd. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13– 16.45 leir, kl. 10–11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 bað, kl. 9.15–15.30, handavinna, kl. 10–11 boccia, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræf- ing og mósaik. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9. 30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerð og boccia æfing, kl. 13 hand- mennt og spilað. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra, Hátúni 12, kl. 19.30 tafl. Kristniboðsfélag Kvenna, Háaleit- isbraut 58–60, aðal- fundur félagsins, kaffi kl. 16. Gullsmárabridds. Eldri borgarar spila bridds í Gullsmára 13. Skráning kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Félag kennara á eft- irlaunum Árshátíðin verður í Húnabúð, Skeifunni 11, laug- ardaginn 8. mars kl. 19. Þátttakendur skrái sig á skrifstofu Kenn- arasambands Íslands fyrir föstudag. Í dag er fimmtudagur 6. mars, 65. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Látið frið Krists ríkja í hjört- um yðar, því að til friðar voruð þér kallaðir sem limir í einum lík- ama. Verðið þakklátir. (Kól. 3, 15.)     Þórunn Sveinbjarnar-dóttir alþingismaður gerir klámvæðingu að umtalsefni í pistli á vef sínum á þriðjudag: „Fyrir nokkrum árum brugðust margir ókvæða við hér á landi þegar kvenfrels- iskonur leyfðu sér að benda landsmönnum á að nektardansstaðir og inn- flutningur erlendra kvenna til starfa á þeim væri angi af miklu stærri og skuggalegri starfsemi um heim allan. Fyrst var eins og margir vildu ekki trúa því að eitthvað mis- jafnt gæti gerst hér heima eins og annars staðar. Sem betur fer hafa augu almennings opnast fyrir þeirri skelfilegu glæpa- starfsemi sem klám- og kynslífsiðnaðurinn er. Þessari vitundarvakningu má líkja við þá sem varð í upphafi níunda áratug- arins þegar Íslendingar þurftu að horfast í augu við þá staðreynd að bæði sifjaspell og heimilis- ofbeldi ættu sér stað hér á landi í sama mæli og ann- ars staðar,“ segir Þórunn.     Hún fjallar síðan umauglýsingu, sem fjallað var um hér í Morg- unblaðinu í gær: „Hug- myndir margra unglinga um kynlíf virðast meng- aðar af ranghugmyndum sem fengnar eru beint úr klámefni ýmiss konar. Í dag, þriðjudaginn 4. mars, má sjá heilsíðuaug- lýsingu í DV frá útvarps- stöð sem kallast Radio Reykjavík. Þar er sýndur nakinn og höfuðlaus búk- ur stúlku, með nauðarak- aða píku, lítil brjóst og frekar strákslega lögun. Hljóðneminn er eins og göndull í skauti hennar. Texti auglýsingarinnar er eftirfarandi: Strákar! Við hjá Radio Reykjavík vilj- um bjóða ykkur uppá þessa fallegu konu á þess- um ágæta degi … Hvað er hér á ferðinni annað en talandi dæmi um klám- væðingu Íslands? Í þessu tilfelli er gengið eins langt og hugsast getur með tilvísun um uppáferð á barnslegan kroppinn. Er það þetta sem við viljum að blasi við dætr- um okkar á síðum dag- blaðanna? Hauslaus kven- mannskroppur brúklegur til uppáferða! Er það þetta sem strákar vilja? Auðvitað ekki.“     Það er óhætt að takaundir þetta með Þór- unni. Svona efni vilja landsmenn væntanlega hvorki að blasi við sonum þeirra né dætrum í fjöl- miðlum. Það virðist hins vegar æ algengara að þeir, sem beina alls konar auglýsinga-, markaðs- og fjölmiðlaefni að ungu fólki, gangi yfir það sem talizt geta almennt við- urkennd siðferðismörk. Þegar þetta er gagnrýnt er viðkvæðið stundum að svona vilji unga fólkið hafa þetta. Það er lítils- virðing gagnvart ungu fólki. Þeir, sem ástunda markaðssetningu, eiga að bera meiri virðingu fyrir unga fólkinu en svo að þeir beri á borð auglýs- ingar eins og þessa. STAKSTEINAR Klámvæðingin og unga fólkið Víkverji skrifar... ÞAÐ fór ekki framhjá Víkverjastrangt eftirlitið með farþegum á flugvellinum í Nairobi í Kenýa í vikunni, þegar hann beið þar eftir vél til Lundúna. Þarna var góðlegur og gráskeggjaður prestur í virðulegum rauðum kufli, kannski kaþólskum, sem ekki var nógu sannfærandi til að öryggisverðir létu hjá líða að leita á honum og í farangri hans. Líklega eins gott, því ef honum hefði verið hleypt inn í vél án skoðunar, þá hefði það verið vafasamt fordæmi. Vík- verja leið líka betur, vitandi að ör- yggisverðirnir létu einskis ófreistað við að þefa uppi vopn. Þetta var líka í kjölfarið á handtöku Khalid Shaikh Mohammed, háttsetts al-Qaeda- félaga og fólk svolítið stressað eins og vænta mátti. En hin mikla leit á farþegum olli klukkutíma seinkun á vélinni, sem skipti svo sem ekki höf- uðmáli. Annað eins hefur nú gerst. x x x SAMKVÆMT fréttum jóksttraust íslensks almennings á lög- reglunni um tvö prósentustig milli 2002 og 2003 eða úr 71% í 73%. Ánægjuleg þróun það. Það mætti ætla að traust almennings á lögregl- unni í Kenýa, svo talinu sé vikið aftur suður á bóginn, fari vaxandi nú með hinum nýja forseta landsins, Kibeki, sem sagt hefur spillingu stríð á hendur. Hvarvetna sem Víkverji kom í Kenýa voru íbúarnir hæst- ánægðir með nýja forsetann. 27 ára Nairobibúi sem Víkverji slóst í för með eitt síðdegið sagði almenning áður aldrei hafa getað ferðast frjáls- an um göturnar án þess að eiga á hættu tilefnislausa handtöku lög- reglunnar sem krafðist þúsundkalls fyrir að láta viðkomandi lausan á staðnum. Slík var spillingin á dögum gamla forsetans Daniels arap Moi. Og síðan gerði lögreglan lítið í því ef tilkynnt var um árásir og glæpi. Nú gengur hins vegar fólk um göturnar frjálslegt í fasi og laust við áhyggjur af þessum hlutum að minnsta kosti. Og nýi forsetinn hefur fjarlægt van- rækt börn af götum borgarinnar og sett þau á fósturheimili, þótt ekki sé víst hvað verði um þau þegar þau fara þaðan út í lífið. Annar Nairobi- búi sagði alvarlegur í bragði, er Vík- verji spurði, að slagsmál væru al- geng fyrir utan skemmtistaði, svo ekki má ætla að allt sé eins og hjá dýrunum í Hálsaskógi þrátt fyrir gott mannlíf í borginni. Og mannlífið er vissulega gott í Nairobi, þótt sölumenn geti verið uppáþrengjandi og elti mann á rönd- um þangað til þeim er sagt að fara með ákveðnu „habana“ sem merkir nei á swahili. Áhrifaríkt bragð það, en ekki víst að það dugi á íslenskt símsölufólk. Það er önnur saga. Sumir kalla Nairobi „Nairobbery“ vegna þjófnaða og rána. Ferðafólk er stórlega varað við því að vera á ferli á kvöldin á fáförnum stöðum. Svo sem ekki nýjar fréttir þegar um er að ræða milljónaborg. Reuters Mikil ánægja ríkir í Kenýa vegna kjörs Mwai Kibaki, hins nýja for- seta landsins. MIG langar að vekja at- hygli á handverki systr- anna í klaustrinu í Hafn- arfirði. Þær eru með mikið af fallegum munum svo sem kertum, sálma- bókum, kortum og fleira í t.d. sambandi við ferm- ingar. Handbragð þeirra er alveg einstakt. Hallgrímur Helgason. Þakkir KÆRAR þakkir til þess er fann lyklakippuna sem ég tapaði sunnudags- morguninn 2. mars sl. í Elliðaárdalnum nálægt hitaveitustokknum. Ég uppgötvaði að lyklarnir voru týndir er ég kom til vinnu. Þeim hafði verið skilað í óskilamunadeild Lögreglunnar og voru komnir í mínar hendur á mánudagsmorgun. Pálmi. Tapað/fundið Nokia 3310 tapaðist NOKIA 3310 tapaðist í Garðabæ. Framhliðin var mjög litrík með mynd af tasmaníudjöfli. Ef þið haf- ið fundið símann, vinsam- legast látið vita í síma 565 7158. Brún húfa með minkaskinni tapaðist BRÚN jersey-hettuhúfa með minkaskinni á kantinum og á endum bandanna sem bundið er með tapaðist í des- ember eða janúar sl. Vinsamlegast hafið samband í síma 899 8306. Hefur þú týnt lyklunum þínum? EF þú hefur komið í heimsókn í fjöleignar- hús í Hraunbæ og tap- að þrem lyklum á kippu, þá geymi ég þá. Hafðu samband í síma 567 2666. Dýrahald Hefur einhver séð Bonný? HÚN hvarf frá Berg- þórugötu í Rvík, en ólin hennar fannst á Öldugötu í Hafnarfirði. Bonný er svört og hvít. Ef einhver hefur orðið hennar var vinsamlegast hafið sam- band við Siggu í síma 869 0958. Læðu vantar heimili ÁTTA mánaða læðu vant- ar gott heimili. Hún er svört og hvít. Upplýsing- ar í síma 557 8487 og 823 9398. Lítinn kisustrák vantar heimili KASSAVANUR kisu- strákur fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 659 6644. Grettir er fundinn MIG langar að koma á framfæri hjartans þökk- um til þeirra sem aðstoð- uðu við leitina að honum og þá sérstaklega hjón- unum á Brekkutanga 31 í Mosfellsbæ. Border collie- hundur og íslensk tík í óskilum BORDER collie-hundur og smávaxin ljós íslensk tík eru í óskilum á Hundahótelinu Leirum. Eigendur eru vinsamleg- ast beðnir að vitja þeirra strax. Upplýsingar í síma 566 8366. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Systurnar í klaustrinu Morgunblaðið/RAX Vor í Reykjavík. LÁRÉTT 1 antigna, 4 óveður, 7 þvinga, 8 mynnið, 9 skaufhala, 11 lengdar- eining,13 fjall, 14 reiðri, 15 þorpara, 17 tóbak, 20 ránfugls, 22 fim, 23 brúkar, 24 líkams- hlutar, 25 peningar. LÓÐRÉTT 1 slen, 2 soð, 3 hermir eftir, 4 hrörlegt hús, 5 í vafa, 6 kveif, 10 styrkir,12 óþrif, 13 málmur, 15 ódaunn- inn, 16 ófrægir, 18 við- urkennir, 19 blundar, 20 vætlar, 21 svara. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 liðleskja, 8 stund, 9 rotna, 10 dót, 11 renna, 13 innan, 15 rykug, 18 strák, 21 rok, 22 Skoti, 23 iðnar, 24 spekingar. Lóðrétt: 2 Iðunn, 3 ledda, 4 sorti, 5 jatan, 6 Æsir, 7 magn, 12 níu, 14 nót, 15 rása, 16 kropp, 17 grikk, 18 skinn, 19 ranga, 20 kort. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.