Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 13 Tíminn líður trúðu mér taktu maður vara á þér. Heimurinn er sem hála gler hugsaðu um hvað á eftir fer. … í Skaftahlíð 24 og nýtt símanúmer er 595 3300. N O N N I O G M A N N I | Y D D A / a .i s N M 0 8 8 2 8 Við erum flutt… REKSTRARKOSTNAÐUR Ríkis- spítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur hækkaði árlega um 5,5-6,9% á föstu verðlagi á árunum 1996–1999. Árið 2000, þegar spítalarnir voru samein- aðir undir merkjum Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH), stóð rekstrarkostnaður sameinaðs spítala nánast í stað. Á öðru ári eftir samein- ingu, lækkaði rekstrarkostnaður marktækt, eða um 2,5% en hækkaði síðan um 2,5% á árinu 2002. Þetta kemur fram í mati LSH á þróun útgjalda á umræddu sjö ára tímabil. Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna- og upplýsingasviðs LSH, tekur þó fram að um nálgun sé að ræða og fyrir- vara þurfi að setja vegna þess að uppgjörsaðferðir hafi verið eilítið mismunandi á sjúkrahúsunum fyrir sameiningu og verkefni verið færð til. Eins þurfi að hafa í huga að um- talsverð aukning starfsemi hafi orðið á árinu 2002. Almennt eigi saman- burðurinn þó að gefa nokkra vís- bendingu um þá hagræðingu sem tekist hafi að ná með sameiningunni. Stöðug aukning kostnaðar „Menn verða auðvitað að hafa í huga að eftirspurn eftir þjónustu spítalans eykst stöðugt, bæði vegna öldrunar þjóðarinnar og eins vegna þess að það er sífellt að koma ný tækni og ný lyf til sögunnar sem valda auknum kostnaði. Þannig má benda á að aukning rekstrarkostn- aðar spítalanna um 5%–7% á ári nær lengra aftur en til ársins 1996 þótt við ákvæðum að fara ekki lengra aft- ur í tímann. Við sameiningu spítalanna tveggja árið 2000 hélst kostnaðurinn óbreyttur frá fyrra ári en fyrsta „al- vöru árið“ eftir sameininguna lækk- aði kostnaðurinn hjá okkur um 2,5% þannig að þar náðum við greinilega ákveðinni hagræðingu. Þá var búið að einfalda stjórnkerfið, fækka stjórnendum og margt fleira sem fór að skila sér. Samkvæmt bráða- birgðauppgjöri jókst kostnaðurinn í fyrra um 2,5% en við skýrum það helst með fjölgun skurðaðgerða enda voru þær um 1.200 fleiri en árið á undan.“ Anna segir að það sé auðvitað um- talsverður árangur að koma böndum á útgjaldaaukninguna sem verið hafði um árabil: „okkur hefur tekist að halda rekstrarkostnaði LSH óbreyttum frá sameiningunni en miðað við fjárlög þurfum við að hag- ræða sem nemur 2,5–3% í rekstrin- um í ár. Það heyrist ansi oft að engin hagræðing hafi orðið af sameining- unni en ég held að þessar tölur sýni hið gagnstæða. Við fórum fram á það við Ríkisendurskoðun að hún færi yfir hvað hefði komið út úr samein- ingunni, ekki bara fjárhagslega held- ur líka hvað snertir þjónustu sem við veitum. Sú vinna stendur yfir og það verður mjög spennandi að sjá hvað kemur út úr henni,“ segir Anna. Rekstrarkostnaður spítalanna fyrir og eftir sameiningu Kostnaður lækkaði 2001 en hækkaði í fyrra FLUGFÉLAGIÐ Jórvík, semhefur í vetur annast sjúkraflug á Vestfjörðum í umboði Íslands- flugs, missti flugrekstrarleyfi sitt nú um mánaðamótin. Að sögn Ómars Benediktssonar, fram- kvæmdastjóra Íslandsflugs hefur verið samið við Mýflug um að það taki að sér sjúkraflug fyrir vestan. Samningur heilbrigðisráðu- neytisins við Íslandsflug um sjúkraflug til Ísafjarðar rennur út hinn 1. maí næstkomandi. Heimir Már Pétursson, upp- lýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir starfsleyfi Jórvíkur ekki hafa verið endurnýjað þar sem félagið uppfyllti ekki skilyrði fyr- ir flugrekstrarleyfi. „Það er vegna fjármála félagsins. Þeir uppfylla ekki kröfur um fjár- hagsstöðu og skila okkur ekki gögnum sem gera okkur sátta við þeirra fjárhagsstöðu,“ segir hann. Jórvík missir flugrekstrarleyfi TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra og Gísli Gíslason, bæjar- stjóri Akraness, undirrituðu í gær samning um lokáfangann í uppbygg- ingu Kennslumiðstöðvar Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. Samningurinn kveður á um bygg- ingu rúmlega þúsund fermetra kennsluálmu ásamt gagngerum end- urbótum og uppstokkun á aðliggj- andi húsnæði. Áætlað er að nýja álman, að með- töldum endurbótum á eldra húsnæði og einnig með nauðsynlegum búnaði og lóðafrágangi, muni kosta um 240 milljónir króna. Stefnt er að því að byggingunni verði að fullu lokið við upphaf haustannar 2005. Vorið 1998 var undirritaður samn- ingur milli ríkis og sveitarfélaganna á Vesturlandi um endurbyggingu og verulega stækkun vesturálmu Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi en hún er elsti hluti skólahússins, byggð um 1960. Þessi viðbygging var fyrsti áfanginn í áætlun um upp- byggingu þess sem nefnt hefur verið Kennslumiðstöð FVA. Í kjölfarið var gerður samningur um frekari end- urnýjun á húsnæði skólans m.a. um viðbyggingu við bókasafnið. Þessum áföngum er nú að fullu lokið. Fjölbrautaskóli Vesturlands Samningur um loka- áfanga í upp- byggingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.