Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 11 Bankastræti 3, sími 551 3635. BIODROGA snyrtivörur Nýja „MOIST“ húðlínan frá BIODROGA er RAKAGEFANDI UPPBYGGJANDI STYRKJANDI NÆRANDI Útsölustaðir: Stella Bankastræti, Snyrtistofa Lilju, Stillholti Akranesi, Hjá Laufeyju Hjarðarlundi, 600 Akureyri. Þú ert örugg með BIODROGA Laugavegi 63, sími 551 4422 Glæsilegt úrval Fallegir sumarfrakkar með og án hettu MÁLAMIÐLUNARTILLAGA for- manns samninganefndar Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar (WTO) um landbúnaðarmál var til umfjöllunar á samningafundi í Genf í liðinni viku. Ís- lendingar hafa ásamt fleiri þjóðum mótmælt tillögunni. Mikið ber enn á milli í viðræðum um landbúnaðarmál- in og skipa Íslendingar sér á bekk með þjóðum sem vilja fara varlega og hægt í að opna fyrir viðskipti með landbúnaðarafurðir á meðan aðrar þjóðir hefðu kosið að sjá tillögur þar sem gengið hefði verið mun lengra en í fyrstu málamiðlunartillögu for- mannsins, Stuarts Harbinsons. Eru fáir bjartsýnir á að mönnum takist að ná saman í næstu samningalotu dag- ana 25.–30. mars og því eins víst að niðurstaðan verði sú að vísa ágrein- ingi til ráðherrafundar WTO sem haldinn verður í Cancun í Mexíkó í haust. Eigi að síður bíða menn eftir því að Stuart Harbinson leggi fram endurskoðaða tillögu en það mun hann gera um eða eftir miðjan þenn- an mánuð. Mest áhrif af hærri innflutnings- kvótum og minni stuðningi Það eru einkum þrír meginflokkar sem tekist er á um og munu snerta ís- lenska bændur og íslenska neytendur í framtíðinni: tollar, innflutningskvót- ar og svokallaður heildarstuðningur, AMS (Aggregate Measurement of Support), við landbúnaðinn. Útflutn- ingsbætur hafa aftur á móti verið af- lagðar hér. Í tillögu Harbinsons er lagt til að allir tollar á landbúnaðarvörur sem eru hærri en 90% lækki að meðaltali um 60%. Tollar á bilinu 15% til 90% lækki um 50% að meðaltali og tollar upp að 15% lækki um 40% að með- altali. Þessar lækkanir á að fram- kvæma í jöfnum áföngum á fimm ár- um. Eftir því sem næst verður komist myndi lækkun tolla ekki koma mjög harkalega við íslenskan landbúnað og stafar það einkum af því að tollar eru hér almennt mjög háir fyrir. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna að í reynd hefur ekki verið opnað fyrir er- lenda samkeppni með GATT-samn- ingunum frá 1994 þar sem tollarnir sem Ísland skuldbatt sig til að lækka, bæði almennt og innan tollkvóta, hafi verið geysiháir. Hafa menn t.d. bent á tölur um innflutning á erlendum land- búnaðarvörum hingað til lands þessu til stuðnings. Í Noregi hefur komið fram svipuð gagnrýni en þar eru toll- ar á helstu matvöru á bilinu 300– 450%. Í annan stað leggur Harbinson til að allir innflutningskvótar á landbún- aðarvörum, sem eru lægri en sem nemur 10% af innanlandsneyslu við- komandi ríkis, hækki í 10% að lág- marki. Þetta á að framkvæma í jöfn- um áföngum á næstu fimm árum. Hækkun innflutningskvóta (á lægri tolli) yrði íslenskum landbúnaði mun þyngri í skauti en almenn lækk- un tolla. Þar kemur tvennt til: lág- marksinnflutningskvótar á hráu kjöti, unnum kjötvörum, ostum, smjöri og eggjum eru nú helmingi lægri eða 50% en þarna er lagt til. Í annan stað miðast núverandi lágmarksinnflutn- ingskvóti við innanlandsneyslu ár- anna 1986–1988. Í tillögu Harbinsons er aftur á móti miðað við innanlands- neyslu áranna 1999–2001. Í þriðja lagi leggur Harbinson til að framleiðslutengdur stuðningur lækki um 50% í jöfnum áföngum á fimm ár- um og heildarstuðningur (AMS) við landbúnaðarframleiðslu minnki um 60%. Ljóst er að þessi tillaga hefði mjög mikil áhrif hér, ekki síst þar sem stuðningur hér á landi er að verulegu leyti í formi framleiðslutengdra bein- greiðslna en síður í formi óbeinni stuðnings, s.s. sérstakra þróunar- verkefna, lágmarks-tekjutryggingar, landgræðslu eða skógræktar, en þann stíg er t.d. ESB þegar byrjað að feta. Mikið veltur á hversu mikið ESB vill gefa eftir til viðbótar Ísland og önnur EFTA-ríki, Evr- ópusambandið, Japan, Kórea o.fl. ríki telja að með málamiðlunartillögu for- mannsins sé verið að víkja af þeirri braut sem mörkuð var í Úrúgvæ- samkomulaginu fyrir nærri áratug, þ.e. að landbúnaðinum verði gefinn tími til þess að laga sig að breyttum skilyrðum. Þau ríki, sem eiga ríkra útflutningshagsmuna að gæta, hafa á hinn bóginn lagt fram kröfur um enn róttækari breytingar en formaðurinn lagði til. Óneitanlega vakti það umtalsverða athygli snemma ársins hversu langt Evrópusambandið virtist tilbúið að teygja sig í tillögum sínum til þess að liðka fyrir viðskiptum með landbún- aðarafurðir (55% lækkun á beinum stuðningi, 36% lækkun tolla og 45% lækkun útflutningsbóta). Flestum ber saman um að ekki verði gengið skemmra en ESB hefur lagt til og hugsanlega nokkuð lengra. Sumir hafa túlkað þetta sem svo að sambandið hafi í reynd ekki verið að- leggja fram hefðbundna samningstil- lögu sem það væri síðan reiðubúið til þess að víkja verulega frá í samninga- viðræðunum og benda á að veruleg andstaða hafi verið við tillöguna í sumum aðildarríkjum. Aðrir telja hins vegar einsýnt að með þessu út- spili sé framkvæmdastjórn ESB að skýla sér svolítið á bak við WTO og sé jafnvel tilbúin að ganga enn lengra. Það hafi lengi verið gagnrýnt að um helmingur af fjárlögum ESB renni til landbúnaðarmála. Nauðsynlegt sé fyrir sambandið að taka á því áður en hin tíu nýju aðildarlönd öðlist fullan rétt og ekki sé verra að geta vísað til alþjóðasamninga og WTO þegar evr- ópskir bændur taka að kvarta. Þótt ríki eins og Ísland og Noregur séu fullir aðilar að WTO-viðræðunum eru áhrif þeirra í reynd ekki mikil, „stóru ríkjablokkirnar“ ráða í raun mestu og því má með rökum halda því fram að ESB sé eins konar brjóstvörn ríkja eins og Íslands og Noregs sem stutt hafa dyggilega við bakið á land- búnaðinum og ráku talsmenn norskra bænda upp ramakvein vegna tillagna ESB. Íslendinga að bregðast við niðurstöðum WTO Ljóst er að staða íslenskra bænda er svipuð og þeirra norsku að því er varðar heildarstuðning við landbún- aðinn. Forystumenn bændasamtakanna hér hafa þó ekki verið eins drama- tískir í yfirlýsingum og þeir norsku en þó sagði Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, að veruleg tíð- indi fælust í þeim tillögum sem ESB hefði lagt fram og að allt stefndi í að breytingar á starfsskilyrðum land- búnaðarins yrðu í senn örari og meiri en menn höfðu ætlað. „Evrópustefn- an í landbúnaði með áherslu á fjöl- skyldubúrekstur og umhverfisvænan landbúnað hefur verið haldreipi manna en þeir eru greinilega eitthvað að gefa eftir að því er okkur sýnist,“ sagði Ari. Í leiðara nýjasta tölublaðs Bænda- blaðsins segir að WTO-viðræðurnar auk hugsanlegrar aðildar að ESB geti ógnað afkomu stórs hluta íslensku bændastéttarinnar. Ísland verði þó einfaldlega að sæta þeirri niðurstöðu sem fæst á vettvangi WTO. Umræður um þær verði því að snúast um áhrif nýrra WTO-samninga á framleiðsl- una hér og hvernig bregðast skuli við þeirri niðurstöðu, segir í leiðaranum. Hvernig það verður gert snertir ekki bara afkomu íslenskra bænda heldur auðvitað einnig íslenska neyt- endur og því ekki nema eðlilegt þótt bent hafi verið á að mikilvægt sé að fleiri en bændur komi að þeirri um- ræðu. Tekist á um vernd og viðskiptafrelsi Lítt eða ekki þokaðist í samkomulagsátt á samningafundi landbúnaðarnefndar WTO í Genf í Sviss í liðinni viku. Arnór Gísli Ólafsson hefur fylgst með málum og spáir hér í spilin fyrir lokasamningalotuna 25.–30. mars. Morgunblaðið/Brynjar Gauti ÍSLENSKA samninganefndin sem sat samningafundi WTO í Genf á dögunum átti m.a. fund með Stuart Harbinson, for- manni landbún- aðarnefndar WTO, þar sem kröfur Íslendinga um eðlilega þró- un og aðlögun að breyttu umhverfi í viðskiptum með landbúnaðar- afurðir var ítrek- uð. Upphaflega var stefnt að því að leiða samningaviðræður til lykta fyrir 31. mars en Guðmundur B. Helgason, ráðuneytisstjóri í land- búnaðarráðuneytinu og formaður ís- lensku samninganefndarinnar, segir menn almennt ekki vera bjartsýna á að það muni takast: „Andinn sem al- mennt sveif yfir vötnum í Genf var sá, að sú dagsetning muni ekki halda þótt menn muni vissulega funda aft- ur í lok mars.“ Guðmundur segir hæpið að tala um eiginlegar samningaviðræður á fundinum; einstökum ríkjum hafi í upphafi gefist færi á að koma skoð- unum sínum á málamiðlunartillögu Harbinsons á framfæri. Fjölmörg ríki hafi nýtt sér það, þ.m.t. Íslend- ingar. Guðmundur segir tillögu Harbinsons hafa verið gagnrýnda harðlega, bæði af þeim ríkjum sem vilja ganga lengra í viðskiptafrelsi með landbúnaðarafurðir og eins af ríkjum sem krefjast þess að veittur sé meiri aðlögunartími að breyttum aðstæðum. „Á fundi okkar með Harbinson,“ segir Guðmundur, „ítrekuðum við þá afstöðu okkar, að við teldum að við værum þátttakendur í ákveðnu ferli og að í núverandi samningum sé gert ráð fyrir stöðugri þróun í þeim efnum. Við lögðum áherslu á að þetta hefðum við alltaf skilið á þann veg að veita eigi landbún- aðinum og þeim sem hann stunda til- hlýðilegt aðlögunarrými. Okkar skoðun er að það eigi að viðhalda sömu nálgun, þ.e. aðferðarfræði eða reiknireglum, sem hefur verið í gildi frá lokum Úrúgvæ-lotunnar. Við átt- um fundi með ýmsum aðildarríkjum í Genf enda erum við ekki einir um þennan skilning. Það eru fjölmörg ríki sem deila þessari skoðun með okkur, bæði iðnríki og þróunarríki.“ Aðspurður segir Guðmundur að þau ríki sem eigi ríkra útflutnings- hagsmuna að gæta séu almennt ánægð með þá nálgun sem formaður samninganefndar WTO hefur valið þótt sum þeirra hefðu kosið að sjá enn róttækari tillögur. Aðspurður segir Guðmundur að nú bíði menn eftir að Harbinson kynni nýja tillögu en gera megi ráð fyrir því, að það verði gert um eða eftir miðjan þennan mánuð. Erfitt sé að spá fyrir um framhaldið. Ekki bjartsýnn á sam- komulag fyrir lok mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.