Morgunblaðið - 06.03.2003, Side 22

Morgunblaðið - 06.03.2003, Side 22
SUÐURNES 22 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ var bara stefna okkar að vera með og hafa gaman af því. Það er skemmtilegt að vera komin þetta langt og hvað sem gerist á fimmtu- dag (í kvöld) þá mun það standa upp úr,“ sagði Gettu betur-lið Fjöl- brautaskóla Suðurnesja (FS) í sam- tali við Morgunblaðið. Liðið er skip- að tveimur Keflvíkingum, þeim Högna Þorsteinssyni og Árna Jó- hannssyni og Grindvíkingnum Dan- íel Pálmasyni. Liðsstjóri er Garð- maðurinn Rúnar Dór Daníelsson. „Hann lenti í 4. sæti í úrtakskeppn- inni og fékk að því að liðsinna okk- ar,“ segja keppendurnir þrír og kíma. Mjög góð stemning er í FS út af velgengni liðsins og raunar á Suð- urnesjum öllum, enda í fyrsta sinn sem skólinn kemst í sjónvarpsúrslit- in. Strákarnir fá mikinn stuðning og nýverið var haldin eins konar Gettu betur-keppni milli FS-liðsins og liðs sem skipað var nokkrum embætt- ismönnum búsettum í Reykja- nesbæ, þeim Árna Sigfússyni bæj- arstjóra, Hjálmari Árnasyni, alþingismanni og fyrrverandi skóla- meistara FS, og Unu Steinsdóttur, útibússtjóra Íslandsbanka í Reykja- nesbæ. „Það er skemmst frá því að segja að við möluðum þau, 33–21 að mig minnir,“ sagði Högni í samtali við blaðamann. Undanfarnar vikur hafa verið strembnar fyrir liðið, mikið hefur verið æft og keppendurnir reyna að undirbúa sig sem best fyrir keppn- ina á fimmtudag, þar sem þeir mæta liði MS í Sjónvarpinu. „Einn af kennurunum skólans, Atli Þor- steinsson, hefur verið að þjálfa okk- ur og við höfum mikið notað bóka- safnið hér í skólanum,“ sagði Daníel og Árni bætti við að þangað færu þeir á morgnana til að æfa sig, sem felst aðallega í lestri bóka, en síðari hluta dags kæmu þeir saman til að æfa hraðaspurningarnar. „Þar liggja flest stigin og þar þurf- um við að vera fljótir til svars,“ sagði Árni. Suðurnesjamenn verða án efa límdir við viðtækin til að hvetja sína menn, en hvernig leggst kvöldið í strákana? „Bara vel. Það er mikil samheldni í hópnum og við ætlum að hafa gam- an af þessu. MS-ingar eiga margar keppnir að baki og hefðin þar er mikil en við ætlum að gera okkar besta. Það er skemmtilegt að vera komin þetta langt og það mun standa uppúr, hvernig sem úrslitin verða,“ sögðu piltarnir að lokum. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Gettu betur-lið FS, þeir Daníel Pálmason, Högni Þorsteinsson og Árni Jó- hannsson. Liðsstjórinn Rúnar Dór Daníelsson styður við bak sinna manna. „Ætlum fyrst og fremst að hafa gaman af þessu“ Suðurnes Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja í fyrsta sinn í sjónvarpsúrslitum Gettu betur FJÖLDI barna var í íþróttahúsinu í Sandgerði í gær, á sjálfan öskudag- inn, þegar kött- urinn var sleginn úr tunnunni. Tvær tunnur voru í hús- inu, önnur fyrir eldri börnin og hin fyrir þau yngri, en í báðum leyndist eitthvert góðgæti. Alls kon- ar furðuskepnur voru á ferðinni í íþróttahúsinu og víðar um bæinn þennan dag, allt frá glæponum til prinsessna, og raunar allt þar á milli. Þá var mikill atgangur við tunnusláttinn, eins og venja er, enda höfðu börnin mikinn áhuga á að sjá hvað leyndist í tunnunni. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Furðuskepnur á ferðinni FJÓLA Oddgeirsdóttir úr Njarðvík- urskóla var valinn besti upplesarinn á lokahátíð Stóru upplestrarkeppn- innar á Suðurnesjum sem fram fór í Ytri-Njarðvíkurkirkju fyrr í vikunni. Keppnin hófst á Degi íslenskrar tungu og tóku allir nemendur sjö- unda bekkjar þátt í henni. Kennarar leiðbeindu þeim í framsögn og þjálf- uðu þau í að lesa vel upp. Að loknum bekkjarkeppnum voru haldnar skólakeppnir þar sem valdir voru tveir fulltrúar úr hverjum skóla á lokahátíðina. Þar kepptu því fjórtán nemendur úr grunnskólunum í Reykjanesbæ, Garði, Sandgerði og Vogum og lásu upp sögur og ljóð. Fjóla varð í fyrsta sæti. Í öðru sæti varð Karólína Andrea Jónsdótt- ir úr Holtaskóla í Keflavík og Hrafn- hildur Ása Karlsdóttir úr Grunn- skóla Sandgerðis varð í þriðja sæti. Á hátíðinni í Ytri-Njarðvíkur- kirkju sáu nemendur úr Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar um tónlistar- atriði en það eru allt jafnaldrar nemendanna sem kepptu í upplestr- inum. Valinn besti upplesarinn Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Fjórtán börn tóku þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Ytri- Njarðvíkurkirkju og voru þrjú þeirra heiðruð sérstaklega. Njarðvík TILLAGA átta fulltrúa í bæjar- stjórn Reykjanesbæjar um að und- irbúa bann við einkadansi á næt- urklúbbum var samþykkt með sjö atkvæðum á bæjarstjórnarfundi í fyrrakvöld, þrír fulltrúar sátu hjá. Einn flutningsmanna tillögunnar, Sigríður Jóna Jóhannesdóttir, var ekki á fundinum en varamaður hennar, Garðar Vilhjálmsson, sat hjá. Atkvæði féllu ekki eftir póli- tískum línum. Árni Sigfússon mælti fyrir tillög- unni og auk hans greiddu henni at- kvæði, Jóhann Geirdal, Björk Guð- jónsdóttir, Sveindís Valdimars- dóttir, Þorsteinn Erlingsson, Steinþór Jónsson og Kjartan M. Kjartansson. Hjá sátu þeir Ólafur Thordersen, Guðbrandur Einars- son, Böðvar Jónsson og Garðar Vil- hjálmsson. Sjö vilja banna einkadans Reykjanesbær TRÚ, velferð og stjórnmál er yfirskrift málþings um atvinnu- og velferðarmál á Suðurnesjum sem Björn Sv. Björnsson, sókn- arprestur í Útskálaprestakalli, boðar til í dag. Fundurinn verð- ur í safnaðarheimilinu í Sand- gerði og hefst klukkan 20. Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri í Keflavík, og Friðjón Einarsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Suðurnesja, ávarpa málþingið. Framsögu hafa Árni Mathie- sen, sjávarútvegsráðherra, Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, Steingrímur Sigfús- son, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs og Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar. Að loknum framsöguræðum verða pallborðsumræður með þátttöku framsögumanna. Fundarstjóri verður Guðjón Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Málþing um at- vinnumál Sandgerði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.