Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NAUÐSYNLEGT er að styrkja al- menna leigumarkaðinn, að mati starfshóps sem félagsmálayfirvöld í Reykjavík skipuðu til að leita leiða til að bæta húsnæðismál efnalítils fólks í borginni. Leggur hópurinn m.a. til að gjöld verði lækkuð til þeirra sem vilja byggja eða reka leiguíbúðir til langs tíma, húsaleigu- bætur verði hækkaðar og kannað verði hvort lífeyrissjóðir geti komið að fjármögnun 10% framlags til byggingar leiguíbúða á ekki lakari kjörum en boðin eru á veðlánum til sjóðfélaga. Um síðustu áramót var 881 um- sækjandi á biðlista eftir félagslegri íbúð frá Félagsbústöðum hf., sem er 53% fleiri en voru á biðlista um ára- mótin 2001. Segir í skýrslu starfs- hópsins, sem kynnt var á málstofu í gær, að þrátt fyrir umfangsmikla fjölgun félagslegra leiguíbúða hafi biðlistinn farið vaxandi allt frá árinu 1998 þegar félagslega húsnæðiskerf- ið var lagt niður. Þó hafi íbúðum hafi fjölgað frá þeim tíma um 400 og út- hlutanir hjá Félagsþjónustunni hafi verið í sögulegu hámarki á þessum fjórum árum, eða alls 645. Engu að síður hafi biðlistinn lengst um 429 umsækjendur. Grundvöllur að skapast fyrir almennan leigumarkað Lára Björnsdóttir, félagsmála- stjóri í Reykjavík, sagði að þrátt fyr- ir að ýmsar blikur væru á lofti í hús- næðismálum væru ýmsar vís- bendingar um að grundvöllur fyrir almennan leigumarkað væri að skapast á Íslandi. Lagaumhverfið hvetji fremur en hindri uppbygg- ingu leiguíbúða og útleigu á íbúðum. Þá styrki átak félagsmálsmálaráð- herra um lánveitingar til 150 leigu- íbúða árlega á árunum 2002–2005 slíkar vonir og verktakar hafi í aukn- um mæli sótt um lóðir í Reykjavík til að byggja leiguíbúðir. Lára sagði að ekki væri hægt að vinna á vandanum nema með því að styrkja almenna leigumarkaðinn. Sagði Sigurður Snævarr borgar- hagfræðingur, sem átti sæti í nefnd- inni, að eiginlegur húsaleigumarkað- ur væri óburðugur hér á landi. Útleiga nýs íbúðarhúsnæðis væri ekki arðvænleg atvinnugrein miðað við þau vaxtakjör sem eru í boði í dag, byggingarkostnað og leigu. Lífeyrissjóðir fjármagni byggingu leiguhúsnæðis Því leggur hópurinn til að almenn- ur leigumarkaður verði styrktur með því að lækka gjöld þeirra sem vilji byggja og/eða reka leiguíbúðir með langtímasamning í huga. Sömu- leiðis er því beint til ríkisvaldsins að kannað verði með hvaða hætti megi nota skattalega hvata til að örva al- mennan leigumarkað. Einnig er lagt til að húsnæðisfélögum og fyrirtækj- um á almennum markaði verði veitt- ir stofnstyrkir til byggingar leigu- íbúða fyrir efnalitla hópa, svo sem tekjuminna fólk, námsmenn og ungt fólk sem er að hefja búskap. Vill starfshópurinn að kannað verði hvort lífeyrissjóðirnir geti komið að fjármögnun leiguhúsnæðis þar sem þeir sjóðsfélagar sem kjósa að leigja geti ekki nýtt sér þau láns- kjör sem lífeyrissjóðirnir bjóða þeim sjóðsfélögum sem geti fært fram veð. Þá telur hópurinn að tekju- og eignaviðmið vegna félagslegs leigu- húsnæðis eigi að vera lægri en við- mið vegna viðbótarlána, en í dag eru sömu viðmið notuð fyrir hvort tveggja. Leiðir athugun á skattfram- tölum Reykvíkinga þannig í ljós að 48% heimila í borginni hafi tekjur undir mörkum félagsmálaráðuneytis og næstum 80% einstæðra foreldra. Telur starfshópurinn að félagsmála- ráðuneyti eigi því að endurskoða tekju- og eignamörk vegna félags- legra leiguíbúða með það í huga að mörkin verði sett í eðlilegt samhengi við tekjuskiptinguna. Stefnumótun í húsnæðismálum eigi að miðast við að húsnæðiskostnaður fari ekki yfir til- tekið hlutfall tekna. Er sömuleiðis talið nauðsynlegt að hækka húsaleigubætur og bent á að viðmiðunarfjárhæðir hafi staðið í stað um alllangt skeið þrátt fyrir verulega hækkun húsaleigu. Grunn- urinn er 8 þúsund krónur á mánuði og kemur fram í skýrslunni að það myndi kosta borgarsjóð fast að 50 milljónum króna á ári að hækka hann um 1.000 krónur. Þó myndu 15 milljónir ganga til Félagsbústaða og þá væntanlega spara samsvarandi fjárhæð í niðurgreiðslu. Er lagt til að grunnstofn húsaleigubóta verði end- urskoðaður árlega með tilliti til verðþróunar. Vilja frekar styrkja fólk en steypu Sigurður Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða, sem átti sæti í nefndinni, sagði að hóp- urinn vildi frekar styrkja fólk en steypu, æskilegt væri að stuðning- urinn væri persónubundinn en ekki tengdur húsnæðinu sjálfu. Vill hóp- urinn að óbeinar niðurgreiðslur Reykjavíkurborgar á íbúðir verði lagðar af og fyrirkomulagi stuðn- ingsins breytt á þann hátt að hann verði persónubundinn, skattfrjáls og skerði ekki bætur frá Trygginga- stofnun ríkisins. Þá er lagt til að skoðað verði að taka upp þjónustu- ávísanir, til viðbótar við húsaleigu- bætur. Þannig geti leigjendur fengið leiguna niðurgreidda, hvort sem þeir leigi hjá Félagsbústöðum eða annars staðar, og standi þannig til boða eðli- legt val um hvar þeir vilji búa. Lögð er rík áhersla á blöndun byggðar til að vinna á móti aðgrein- ingu þjóðfélagshópa. Þannig verði gert ráð fyrir byggingu leiguíbúða við þéttingu byggðar í grónum hverfum og að félagslegu leiguhús- næði í eigu Félagsbústaða verði dreift víðsvegar um borgina. Einnig að skoðaður verði sá möguleiki að selja hluta af félagslegum leiguíbúð- um sem Félagsbústaðir eiga í þeim hverfum þar sem þær eru flestar, eins og í efra Breiðholti og Grafar- vogi. Á móti verði keyptar íbúðir í þeim hverfum þar sem lítið er af fé- lagslegu leiguhúsnæði. Einnig verði kannaðir kostir þess að Félagsbú- staðir þjóni öllu höfuðborgarsvæð- inu. Guðmundur St. Ragnarsson, for- maður Leigjendasamtakanna, sem sat í nefndinni, sagðist ánægður með þessar tillögur og að hann tryði því að þær muni vinna á biðlistum eftir félagslegu húsnæði. Hann sagði leigumarkaðinn á Íslandi óþroskað- an, leiga væri oft svört og leiguhús- næði ósamþykkt. Hann sagðist vona að með tillögum á borð við þær sem kynntar voru í gær muni markaður- inn þroskast og eflast. „Það er okkar von að eftir mörg myrk ár á leigu- markaði sé bjartari tíð framundan,“ sagði Guðmundur. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkur, sagðist ánægð með þann sveigjanleika sem tillögurnar byðu upp á. Þannig væri hægt að gera fólki kleift að búa áfram í húsnæðinu þótt efnahagur þess batni, eingöngu með því að hækka leiguna. Í dag, þegar hátt í 900 manns væru á biðlista, þyrfti að segja fólki upp leigunni þegar efna- hagur þessa batnaði. Sagðist Björk sjá fyrir sér að í framhaldinu yrði minni hópur skipaður sem í væru fulltrúar Reykjavíkurborgar, félags- málaráðuneytisins, hugsanlega líf- eyrissjóða og annarra aðila sem fengi það verkefni að koma með út- færðar tillögur á því hvernig hægt verði að efla almennan leigumarkað sem svari eftirspurn. Morgunblaðið/Sverrir Undir lok málþingsins sátu Björk Vilhelmsdóttir, Lára Björnsdóttir, Guðmundur St. Ragnarsson og Sigurður Snævarr fyrir svörum. Mikilvægast að styrkja almenna leigumarkaðinn 881 var á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði um síðustu áramót víg, 2,1% sagðist vera mjög hlynnt, 3,3% frekar hlynnt og 2,6% sögðust hvorki vera hlynnt né andvíg. Í könnuninni voru þátttakend- ur einnig spurðir um afstöðu ís- lenskra stjórnvalda gagnvart Íraksdeilunni. Þar sögðust 27,2% þeirra sem tóku afstöðu vera mjög óánægð með afstöðu stjórnvalda, 27,2% sögðust vera frekar óánægð, 18,7% sögðust hvorki vera ánægð né óánægð, 18,3% sögust frekar ánægð og 8,6% mjög ánægð. Könnunin var gerð dagana 21.–24. febrúar. Hringt var í 861 Íslending á aldrinum 18–67 ára sem voru valdir til þátttöku með lagskiptu slembiúrtaki. MIKILL meirihluti landsmanna er andvígur því að ráðist verði inn í Írak, samkvæmt könnun sem Viðskiptaráðgjöf IBM á Ís- landi gerði. Samkvæmt könnun- inni voru 63,9% þeirra sem af- stöðu tóku mjög andvíg innrás í Írak, en 19,4% sögðust frekar andvíg. 4,5% voru mjög hlynnt innrás og 7% frekar hlynnt. 5,2% sögðust hvorki vera hlynnt né andvíg. Fleiri konur en karlar voru andvígir innrás í Írak. Þegar spurt var hvort þátt- takendur væru hlynntir eða andvígir því að ráðist yrði inn í Írak án samþykktar öryggis- ráðsins sögðust 80,4% vera því mjög andvíg, 11,7% frekar and- Mikil andstaða við innrás í Írak ALLS var 881 umsækjandi á bið- lista eftir félagslegu húsnæði um síðustu áramót, en á síðasta ári var 164 úthlutað íbúð. Í skýrslu um stefnu í uppbyggingu leigu- húsnæðis í Reykjavík sem lögð var fram í gær, eru hagir um- sækjenda á árunum 2000–2002 skoðaðir. Einungis 10% umsækj- enda voru gift fólk eða fólk í sambúð. 51% var einhleypingar og 39% einstæðir foreldrar. Þá er meirihluti þeirra sem eru á biðlista ekki í launaðri vinnu, 30% voru öryrkjar, 21% atvinnu- laust, 6% sjúklingar og 4% ellilíf- eyrisþegar. 7% flokkuðust undir annað, voru t.d. nemendur eða heimavinnandi fólk. 32% um- sækjenda voru í launaðri vinnu. Reyndust 53% hafa árstekjur undir 1 milljón, 37% á bilinu 1–2 milljónir og 8% á bilinu 2–3 millj- ónir. Þannig höfðu 90% umsækj- enda árstekjur undir 2 milljónum króna og 98% undir 3 milljónum. Segir í skýrslunni að ef litið er til þróunar á tímabilinu hafi ann- ars vegar einhleypum körlum og hins vegar atvinnulausum fjölg- að. Einstæðum mæðrum og ein- hleypum konum í vinnu fækkar einnig er líður á tímabilið, en það skilar sér ekki eingöngu í fjölgun atvinnulausra heldur einnig í fjölgun nema. 21% húsnæðislausra hefur enga vinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.