Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ 2 Tilnefningar til Óskars- verðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates. SV. MBL Kvikmyndir.com HK DV Tilnefningar til Óskarsverð- launa þ. á. m. besta mynd13 Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. Sýnd kl. 10.10. Sýnd kl. 8. B.i. 12. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 3.45 og 5.50. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT kl. 5.30. Sýnd kl. 4 og 8. Bi. 12. kl. 9. Frábær mynd frá leikstjóranum Martin Scorsese Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd og besti leikstjóri10 Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd.6  HJ MBL EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4.30, 8 og 10.10. B.i. 16. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd.                                               ! "" ""#$%"$  "&'  "( ) "*"+  ","  "(-.", !-/ 0 -  1"' %'. 1 1"2" - " 1"   "  3"$! "4  5"$! 5"6/5"%7 2"'"%  "2"%!5"(2 8   5"9 "'"2"(-* 5"  "%* ":"- "'"$                             ."# / 0+/1/ 2+$ !$/   +* ',";' +" 0 -"0 - </ =- - =- - &' /  ( 1- 4 > (/1 4 "9  % ?2!" 2! $0 "6 ! ' % "4 ) $.. " 0   $ "4 ' <* "?! @ A-   )"& ;' ,"B'. 6 C , <  88 DDD"?' E ",   F  &, "4  4 " -"G" G &'-"4E "F ,"% +" 0 -"0 - ? '.. ,"=- -"(,'E "%  4"? ,"H"$ ''" '" ,"6 I"( !"  1  "-J,"#" ,"F'"9 ( / "-"/ 9 "B'  L1" *" "7"L  M"  "-"L   ,"F 'E (! "1"-' $  ".7*  ="* "L "  '.' "8'E <' LG " ') - ;' ,"B'. ' "N'" /"O ; P %O @ '' <2 DDD"?' E ",  Q"$ "' >.. 3"B  "6 (  //         (2 =%# (2 (/' >   >   =%# >   (/1 $%B +   " ! +   " ! +   " ! =%# (2 (2 (2 (2 <' LG %  F (2 (' $%B  >   $%B $%B   HANN hlýtur að verða býsna feitur tékkinn sem krakkarnir í Írafári fá frá útgefanda sín- um þegar metsöluplata þeirra, Írafár, verður gerð upp. Platan hefur nú selst í yfir 15 þúsund eintökum í það heila, og er enn á góðri hreyfingu, svo góðri að engin plata selst betur. En ekkir eyðir sveitin tíma í að leggjast á melt- una og njóta velgengninnar því hún er ná- kvæmlega alltaf að. Á morgun leikur hún á dansleik Samfés í Kaplakrika OG á há- skólaballi á Akureyri! Á laugardag verða þau á Gauknum og á sunnudag halda þau sveitaball á mölinni á NASA. Alltaf að! Í KRAFTI vinsælda nýjustu smáskíf- unnar, „Clocks“, tekur metsölu- skífan A Rush of Blood to The Head vænan kipp upp Tónlistann. Lífið hefur verið dans á rósum fyrir fjórmenningana und- anfarið, verðlaunin hrannast upp – tvenn Grammyverðlaun, stærstu verðlaunin á Brit- hátíðinni og plata ársins bæði hjá Q og NME, nokkuð sem nær aldrei gerist – og allt yfir- fullt á tónleikum sveitarinnar í Bandaríkj- unum. Það er orðinn dágóður tími síðan bresk hljómsveit hefur slegið í gegn með slík- um hætti vestra en tjallinn hefur einhverra hluta vegna gengið heldur öfugt ofan í kan- ann síðustu árin. Enn rennur blóðið! Í SVÖRTUM föt- um er besta ball- sveit landsins að mati hlustenda útvarpsstöðv- arinnar FM 957. Jónsi er þar að auki besti söngv- ari landsins að mati sama hóps. Það er því kannski engin furða að platan þeirra, samnefnd sveitinni, skuli vera sú þriðja söluhæsta á landinu en platan tekur stökk upp um 17. sæti milli vikna. Síðasta vika var líka afburðagóð fyrir íslenska tónlist og til marks um það eru 15 íslenskar plötur á meðal þeirra 30 söluhæstu. Ræður þar einhverju um að þessa dagana er hægt að fá nýlegar íslenskar plötur með góðum afslætti og vitanlega lætur landinn slíkan menningar- hvalreka sér ekki úr greipum ganga. Bestir á balli! Snoop Dogg – Paid Tha Cost To Be Da Bo$$ Það er erfitt að líta fram hjá Snoop Dogg, þegar rappsaga tíunda áratugarins er skoðuð. Snoop er svalur en því miður hefur hann ekki haft tónlistina til að bakka það upp. Fyrsta plata hans, hin frábæra Doggystyle (’93), hefur hangið eins og myllusteinn (les: þung gull- keðja) um hálsinn á honum síðan hún kom út og tilraunir Snoop til að færa okkur eitthvað sem snert getur þá dýrð hafa allar misfarist. Engin breyting á því hér. Grallaralegt rappið hér er stefnulaust, skortir þráð og platan sveiflast upp og niður í gæðum. Við tíunda lag eða svo er mað- ur orðinn langþreyttur. Þetta er flugeldasýning, stútfull af gestum góðum en botninn vantar til- finnanlega. Það þarf líka mikið að koma til ef halda á þræði í gegnum tuttugu lög.  N*E*R*D* – In Search Of … Þessi plata er meistaraverk. Segi og skrifa það. Mennirnir á bakvið N*E*R*D* eru Neptunes, upptökugengið sem er að gera allt vitlaust með kraftmiklum einkennishljómi sínum, sem hægt er að finna á plötum Kel- is og Justins Timberlakes t.d. Þessa plötu endurhljóðrituðu þeir og gáfu út á síðasta ári (kom upprunalega út 2001) og er útkoman ein- stakur hræringur rokks, sálartónlistar, popps, fönks og jú ... smá rapps. Það eru ár og dagar síðan ég hef heyrt jafn fullkomna blöndu af linnulausum uppfinningum og tilraunastarfsemi um leið og skynbragðið á melódíusmíði og að- gengilegheitum er framþróað í meira lagi. Allt þetta rúllar svo snurðulaust í gegn. Hljómur og upptökunálgun, ef svo mætti segja, er ótrúlega ferskt og nýstárlegt og nerðirnir virðast vita 110% hvað þeir vildu fá fram á þessari plötu. Snilld.  Erlendar plötur Arnar Eggert Thoroddsen BLIXA Bargeld, sem verið hefur meðlimur í hljómsveit Nicks Caves, The Bad Seeds, frá upphafi hefur sagt skilið við sveitina. Bargeld hefur starfað með Cave í meira en tuttugu ár og var í Bad Seeds allt frá útkomu From Her To Eternity, fyrstu plötu hans frá ’84. Einnig starf- aði Bargeld með Cave þegar sá síðarnefndi var í Birthday Party, pönkrokksveit sem hann var í við upphaf níunda áratugarins. „Þetta var afar erfið ákvörðun og ég hef eytt löngum stundum í að íhuga þetta mál,“ segir Bargeld. „Þessi ákvörðun hefur ekkert með list- rænan eða persónulegan ágreining að gera, heldur finnst mér einfaldlega tímabært að ég fari að einbeita mér að öðrum listrænum sviðum í lífi mínu.“ Bargeld hefur leitt hljómsveitina Ein- stürzende Neu- bauten frá 1980 og mun halda áfram að sinna henni. Auk þess hefur hann verið að vinna tónlist fyrir kvikmyndir og leikhús. „Við skiljum sem vinir og við munum sakna hans mjög,“ segir Nick Cave. Mick Harvey hef- ur löngum verið verkstjóri í Bad Seeds og segir hann að ekki sé hægt að manna stöðu Bargelds. „Við verðum að læra að komast af án hans.“ Ljóst er að brotthvarf Bargelds er mikil blóð- taka fyrir Bad Seeds, þar sem hann var ekki einasta mikilvægur tónlistarlega heldur og stór hluti þess sjarma sem umlék þetta húsband Caves. Blixa hættir Hljómsveit Nicks Caves, The Bad Seeds, missir meðlim HINIR sprenglærðu Spaðar mjaka sér hægt og bítandi upp Tónlistann og eru nú komnir í 10. sæti. Fátíðar uppákomur Spaða hafa notið mikillar hylli í gegnum tíðina og er greinilegt að fylgismenn sveitarinnar taka því fegins hendi að geta loksins notið hennar heima í stofu, fyr- ir eða bara í góðum gleðskap. Vitanlega er söluaukningin á plötunni liðnar vikur velgengni „Obb-bobb-bobb“-laginu að þakka en það hefur verið leikið lon og don á Rás 2. Bíðum nú við!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.