Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Elín Guðmunds-dóttir fæddist í Reykjavík 29. júní 1923. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans í Fossvogi 27. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ei- ríksson verkstjóri, f. 15.10. 1902 í Reykja- vík, d. 13.12. 1972, og Þuríður Markúsdótt- ir húsfreyja, f. 24.11. 1900, d. 8.3. 1979. Systir Elínar er Arn- þrúður G. Guð- mundsdóttir, f. 16.2. 1932. Maki hennar var Guðmundur Ingimars- son, f. 24.7. 1928, d.19.4. 1988. Þeirra sonur er Örn Guðmunds- son, í sambúð með Sigríði Sigur- jónsdóttur, og eiga þau einn son, Guðjón Örn Arnarson. Hinn 24. mars 1951 giftist Elín eftirlifandi eiginmanni sínum, Inga Jónssyni, f. 16.12. 1921. Ingi er sonur Jóns Þórlindssonar söðlasmiðs, f. 23.8. 1884, d. 23.10. 1948, og Önnu Sigfúsdóttur hús- freyju, f. 26.12. 1891, d. 1960. Syn- ir þeirra Elínar og Inga eru: 1) Guðmundur Ingason, f. 21.6. 1951, kvæntur Sólfríði Guðmundsdóttur, f. 3.10. 1951, börn þeirra eru: a) Elín Björg, f. 5.6. 1973, b) Pétur Ingi, f. 23.5. 1974, kvæntur Ragn- heiði Guðjónsdóttur, f. 25.5. 1977, og dótt- ir þeirra er Sóldís Sara, f. 11.6. 2000, c) Erla Dögg, f. 16.2. 1982, sambýlismað- ur hennar er Gísli Gunnarsson, f. 5.12. 1966, og sonur þeirra er Gunnar Ingi, f. 20.2. 2001, d) Eva María, f. 21.1. 1984. 2) Jón Ingi Ingason, f. 5.7. 1953, kvæntur Kristínu Jóns- dóttur, f. 19.1. 1955, börn þeirra eru: a) Þuríður Anna, f. 20.4. 1974, b) Ingi Mar, f. 21.11. 1983. 3) Markús Ingason, f. 10.2. 1955, kvæntur Oddnýju Hólmsteins- dóttur, f. 31.3. 1955, börn þeirra eru: a) Atli Már, f. 20.7. 1980, sam- býliskona hans er Jóhanna Ósk Jónsdóttir, f. 9.1. 1978, b) Linda Björk, f. 26.11. 1986. Útför Elínar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku amma mín. Það er komið að kveðjustund. Andlát þitt bar að eftir stutt en alvarleg veikindi. Þú ert farin. Þetta er svo óraunverulegt og ég er eiginlega enn að bíða eftir að vakna upp af vondum draumi. Það er virkilega tómlegt að koma á notalega heimilið þitt í Skólagerð- inu og þú ert ekki þar. Þið afi bjugg- uð þar saman í yfir 40 ár og æsku- minningarnar sem ég á þaðan eru fjölmargar og hlýja mér um hjarta- rætur. Maður kom aldrei nógu oft. Litla fjölskyldan þín er samheldin og þér var svo innilega annt um hvert og eitt okkar, fylgdist vel með hverju skrefi í misharðri lífsbaráttu. Það er undarlegt að nú þegar þú ert farin þá sækja á mig hugsanir um það hvort þú hafir í raun vitað hversu vænt mér þótti um þig og hversu mikið þú og afi hafið hjálpað mér með því að vera til staðar og bjóða opna arma, alltaf þegar þörf var á. Það voru forréttindi á sínum tíma fyrir okkur Pétur að vera í Kárs- nesskóla, þar sem húsið ykkar stendur beint á móti skólanum og stutt fyrir okkur að stoppa við þar sem alltaf var einhver heima. Þú varst lengi búin að bíða eftir langömmubarni og gleðin leyndi sér ekki þegar Sóldís fæddist. Hún og Gunnar Ingi voru sólargeislarnir þínir og þau vissu líka bæði að amma Ella átti alltaf eitthvað gott í gogginn og það var yfirleitt eitthvað sætt. Þið afi voruð líka dugleg að ferðast og ég veit að þig hefur lang- að mikið til að heimsækja fjölskyld- una í Baltimore undanfarið þótt heilsan hafi varla leyft það en þau voru alltaf ofarlega í huga þínum og Sólhlíð var einn af þínum uppá- haldsstöðum, það var auðheyrt. Elsku amma mín, ég er svo stolt að fá að bera nafnið þitt og ég geymi minninguna um þig í hjarta mínu. Þín Elín. Elsku amma. Við trúum því varla að þú sért farin burt úr þessum heimi. Þú varst okkur svo mikið og alltaf svo gaman að fara að heim- sækja ömmu og afa í Skólagerði. Enginn gerði sér grein fyrir því að þú værir að eldast, því að þú leist alltaf jafnvel út og varst ekki komin á ról fyrr en að þú varst búin að snyrta þig og gera þig fína. Allar yndislegu minningarnar úr sum- arbústaðnum í Grímsnesinu þegar að við vorum yngri koma fljótt upp í hugann þegar hugsað er til baka og var þá oft labbað niður að vatni og til baka og fengið sér eitthvað gott í gogginn að hætti ömmu. Einnig er okkur það minnisstætt að öll jól nema ein vorum við með ömmu og afa en þá voru þau erlendis og verð- ur það skrítið að hafa ekki ömmu með um næstu jól. Amma og afi bjuggu lengst af í Kópavoginum og var þá stutt að fara til þeirra og einu sinni gistum við í tjaldi í garð- inum þeirra og var það svakalega gaman. Þú hugsaðir alltaf vel um alla fjölskylduna og vildir alltaf fylgjast vel með því sem að var að gerast í kringum þig og þína nán- ustu. Síðustu þrjár vikurnar sem þú varst á spítalanum voru rosalega erfðar sérstaklega vegna þess hversu hress þú varst bara vikunni áður. Á gjörgæsludeild Landspítal- ans í Fossvogi var hugsað afskap- lega vel um þig og vonandi hefur þér liðið vel. Nú ertu farin til himna og við treystum því að þú haldir áfram að passa okkur þaðan jafnvel og þú gerðir meðan að þú varst hjá okkur. Við munum ávallt sakna þín. Þúsund kossar og knús. Atli og Linda. Elskuleg amma mín hefur nú kvatt okkur. Það sem hún hefur fyr- ir okkur gert og alla sem henni hafa kynnst er ómetanlegt. Amma Ella var alltaf til staðar, fyrir mig og alla þá sem leituðu til hennar. Hún fylgdist mjög vel með öllum fjölskyldumeðlimum og vissi oftast nær hvernig gengi hjá hverj- um og einum með hin ýmsu mál. Hún sagði mér alltaf frá því þegar ég gerði eitthvað sem henni fannst betur mega fara. Einnig hrósaði hún mér þegar mér gekk vel og þegar ég gerði góða hluti og vísaði hún mér þannig réttu leiðina. Amma var mikið til heima við undanfarin ár enda var hún heima- kær og heima í Skólagerðinu leið henni best. Þrátt fyrir inniveruna var amma alltaf mjög jákvæð og við hlógum saman yfir kaffibolla, sér- staklega þegar ég sagði henni prakkarasögur af Gunnari Inga syni mínum. Ömmu þótti gaman að ferðast þótt hún hafi lítið gert af því undir það síðasta. Ég man að amma og afi fóru oft til Glasgow og Edinborgar en svo komu þau reglulega að heim- sækja okkur þegar við bjuggum í Kanada og Bandaríkjunum en vænst þótti mér um að amma og afi gerðu sér ferð alla leið norður í Kelduhverfi til að vera viðstödd skírn Gunnars Inga, þrátt fyrir að eiga erfitt með að ferðast langt. Þau dvöldu hjá okkur í Garði í Keldu- hverfi í um það bil viku og er ég af- skaplega þakklát fyrir þann tíma og samverustundirnar sem við áttum þá, vegna þess að mér fannst ég kynnast ömmu betur en nokkru sinni fyrr. Elsku amma mín, ég kveð þig nú með söknuð í hjarta. Ég þakka þér fyrir samfylgdina og alla þá um- hyggju sem þú sýndir mér í gegnum tíðina. Guð gefi afa og okkur öllum styrk á þessum erfiðu tímum. Guð geymi þig og varðveiti. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Erla Dögg. Elsku amma Ella. Við þökkum fyrir allar ljúfu samverustundirnar og spjallið um lífið og tilveruna í öll- um sínum fjölbreytileika í stofunni heima í Skólagerði. Þangað var allt- af svo gott að koma og alltaf tekið vel á móti manni. Margs er að minnast, margs er að sakna en mest söknum við þess að Sóldís Sara fái ekki að kynnast langömmu sinni betur. Þetta er erf- itt að útskýra fyrir litlu stelpuskotti. Guð styðji og styrki fjölskylduna, nú sem og á komandi tímum. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Ragnheiður, Pétur Ingi og Sóldís Sara. ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR frá Baldurshaga, Vestmannaeyjum, Dalbraut 20, Reykjavík, sem lést laugardaginn 1. mars, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 7. mars kl. 13.30. Hulda Ósk Jónsdóttir, Haukur Ó. Geirsson, Guðjón Haukur Hauksson, Bryndís Jóhannesdóttir, Tinna Ósk Hauksdóttir, Sævar Geir Ómarsson, barnabarnabörn og Lóa Ágústsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR GUÐMUNDSSON, Dalbraut 21, áður Bogahlíð 10, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu- daginn 7. mars kl. 13.30. Sigríður Gunnarsdóttir, Þórunn Nanna Ragnarsdóttir, Jóhann Hólmgrímsson, Ingunn Ragnarsdóttir, Már Óskarsson, Gunnar Ragnarsson, Ásthildur Ágústsdóttir, Heiðar Ragnarsson, Sigrún Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, amma og langamma, ELÍN ELÍASDÓTTIR frá Melstað, Höfðagrund 11, Akranesi, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 28. febrúar sl., verður jarðsungin frá Akranes- kirkju föstudaginn 7. mars kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Sjúkrahús Akra- ness. Georg Einarsson, Aðalbjörg Níelsdóttir, Viðar Einarsson, Ólöf Gunnarsdóttir, Bjarney Steinunn Einarsdóttir, Páll Helgason, Einar Einarsson, Hrafnhildur Pálmadóttir, Dröfn Einarsdóttir, Elías Jóhannesson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐFINNA T. GUÐNADÓTTIR frá Brautartungu, Lundarreykjadal, hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, verður jarðsungin frá Lundakirkju, Lundar- reykjadal, laugardaginn 8. mars kl. 14.00. Eðvarð P. Torfason, Margrét Kristjánsdóttir, Helgi Hannesson, Sveinn Gunnar Eðvarðsson, Anna Rafnsdóttir, Hildur Eðvarðsdóttir, Eiríkur Sveinsson, Guðni Eðvarðsson, Halldóra Ingimundardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTJÁN SIGURÐSSON, Háholti 18, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstu- daginn 7. mars kl. 14.00. Valgerður Sigurjónsdóttir, Guðjóna Kristjánsdóttir, Björn Almar Sigurjónsson, Elísabet Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Huldarsson, Sigríkur Eiríksson, Magnfríður Þórðardóttir, Kristín Björk Viðarsdóttir, Sigurður Jóhannesson og fjölskyldur. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Fallegar, sérmerktar GESTABÆKUR Í Mjódd sími 557-1960www.merkt.is merkt MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.