Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 54, sími 552 5201 Ferming í Flash kjólar pils toppar buxur Mikið úrval Ný sending LÁTIN er í Reykjavík Margrét Thors, sem lengi starfaði sem blaðamaður á Morgun- blaðinu. Margrét fædd- ist hinn 16. janúar 1929 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Ólafur Thors forsætisráð- herra og Ingibjörg Thors kona hans. Margrét útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950. Hún stundaði nám í ensku við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA-prófi. Hún kom víða við á starfsferli sín- um. Meðal annars starfaði hún sem flugfreyja, leiðsögumaður, upplýs- ingafulltrúi, bóka- safnsvörður og barna- kennari. Hún starfaði lengi við fjölmiðla, lengst af sem blaða- maður á Morgun- blaðinu en auk þess starfaði hún á tónlist- ardeild Ríkisútvarps- ins. Margrét var víðför- ul og bjó meðal annars í Afríku, í belgísku Kongó, um fjögurra ára skeið, árin 1956– 1960, ásamt manni sín- um og börnum. Margrét átti fjögur börn með fyrrverandi manni sínum Þorsteini Jónssyni flugmanni. Þrjú þeirra eru á lífi. Andlát MARGRÉT THORS BÓNDI á bænum Höfða í Borg- arbyggð hefur verið dæmdur af Héraðsdómi Vesturlands til að greiða hálfa milljón króna í sekt fyrir brot á dýraverndunarlögum. Er bóndinn sakfelldur fyrir að van- rækja aðbúnað, umhirðu og fóðrun á 168 kindum sem varð að slátra vegna hors, auk 202 kinda sem komið var fyrir á öðrum bæ í kjölfar eftirlits dýralækna á bænum í febr- úar á síðasta ári. Þá er hann einnig sakfelldur fyrir að hafa vanrækt að- búnað, umhirðu og fóðrun á átta hrossum, en einu þeirra þurfti að lóga. Héraðsdómur féllst ekki á þá kröfu sýslumannsins í Borgarnesi, sem höfðaði málið, að svipta bónd- ann leyfi til að eiga eða halda búfé. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort dómnum verði áfrýj- að. Verið undir eftirliti frá 1994 Ákærði rekur að Höfða félagsbú ásamt systkinum sínum, en hann sér um umhirðu dýra á bænum og er því talinn ábyrgur fyrir bú- rekstrinum. Málefni Höfða höfðu um nokkra hríð komið til kasta yf- irvalda. Sagði héraðsdýralæknir fyrir dómi að hann hefði öðru hverju frá hausti 1994 haft afskipti af búinu í því skyni að reyna að fá ábúendur til að gera bragarbót á búskaparháttum. Sú viðleitni hefði ekki borið árangur og sífellt sigið á ógæfuhliðina með stöðugri fjölgun búfjár sem ábúendur réðu ekki við að hirða um. Í skýrslu sem hérðaðsráðunautur ritaði sumarið 1999 eftir að hafa skoðað ástandið á Höfða segir að allmargar ær hafi „rifið af sér ullina að hluta svo skein í bert holdið“. Segir hann stóran hluta fjárins rýr- an og magran, en að „ábúendur komist einfaldlega ekki yfir að sinna öllum þessum fjölda þrátt fyr- ir þrotlausa vinnu og vilja til að hafa hlutina í betra lagi og fóðrun skammlausa“. Þá segir hann ástand hrossa á bænum langt frá því að vera viðunandi. Við eftirlit á bænum tæpu ári síð- ar kemst héraðsráðunautur að því að ekki hafi verið framfylgt reglum um aðbúnað sauðfjár. Dýralæknir kemst svo að því um vorið að búfé hafi ekki verið gefin tilskilin lyf og ástand þess slæmt. Taldi hann ljóst að lög og reglur um aðbúnað búfjár hafi verið þverbrotin. Enn ein athugunin var gerð á bænum um vorið 2000 og í skýrslu eftir þá heimsókn kemur fram að búfé á bænum sé alltof margt miðað við húsakost og að því sé ekki gefið nóg. Búfjáreftirlitsmaður sem heimsækir bæinn árið eftir kemst m.a. að því að fé á bænum var órúið frá árinu áður en að öðru leyti var ástand fénaðarins betra en í fyrri athugunum. Neitaði dýralækni um aðgang Í ársbyrjun 2002 neitaði bóndinn dýralækni sem kom að bænum í lögreglufylgd aðgang að útihúsum. Heimild fékkst til húsleitar og í heimsókn dýralækna í febrúar 2002 kom í ljós að 1.905 kindur voru á bænum. Voru 380 fluttar að öðrum bæ til nánari athugunar enda í slæmu ásigkomulagi að mati dýra- lækna. Lóga þurfti 168 kindum. Í skýrslu dýralæknis um féð segir: „Útlit fjárins var í einu orði sagt ljótt. Einstaka kindur voru að dauða komnar úr hor, margar virt- ust veikar og eigruðu um, sumar þeirra sýndust vera með sótthita.“ Við krufningu þeirra komu fram ýmsir sjúkdómar. Í skýrslunni seg- ir ennfremur að bændur á bænum virðist „ekki bera skynbragð á að það þurfi af dýraverndunarsjónar- miði að farga því lakasta af stofn- inum hverju sinni, burt frá fjár- hagslegum ávinningi sem með því vinnst.“ Aðbúnaður hrossanna var kann- aður í mars 2002 og þurfti að taka sjö hross til sérstakrar fóðrunar og lóga einu folaldi. Ekkert fé í sláturhús haustið 2001 Ákærði sagði fyrir dómi að hann teldi húsakost góðan og að hann ásamt systkinum sínum kæmust vel af með að sinna öllum skepnunum og að fylgjast vel með heilsu fjárins. Kostnaður við að kalla á dýralækni væri hins vegar það mikill að oft væri óhjákvæmlegt að lóga veiku fé. Sagði hann ekkert fullorðið fé hafa verið sett í sláturhús haustið 2001. Þá neitaði hann afdráttarlaust að hafa vanfóðrað hross. Þrír dýralæknar vitnuðu um það fyrir dómi að féð sem sent hefði verið til slátrunar í kjölfar athugana á bænum í febrúar 2002 hafi verið mjög illa á sig komið og annað fé horað og holdlítið vegna vanþrifa um langa hríð. Ástæðu vanþrifa sögðu þeir vera þá að ekki hefði verið gefið nægjanlegt fóður og að sennilega hefðu þrengsli í fjárhús- um einnig áhrif. Sögðu þeir ekki rétt að ástand fjárins stafaði ein- göngu að sjúkdómum, en að van- fóðrun drægi hins vegar úr mót- stöðu fjár gegn sjúkdómum. Sagði einn læknanna að aðstæður á Höfða væru slæmar, allt væri í svaði við bæinn þar sem hross og kindur á öllum aldri gengju saman úti við og þyrftu að berjast um hey. Hefur tekið ábendingum Í niðurstöðu dómsins segir að ekki sé rými á bænum fyrir allan þann búfénað sem þar var að finna í febrúar 2002. Telur dómurinn að ábúendur hafi hvergi nærri náð að komast yfir að sinna öllu því bú- fénu. Af þessum sökum þyki ljóst að hluti fjárins hefur ekki fengið nægj- anlegt fóður, en það hefur jafnframt dregið úr mótstöðu þess gegn sjúk- dómum. Er ákærði því sakfelldur fyrir að vanrækja aðbúnað, um- hirðu og fóðrun á 168 kindum sem var slátrað auk 202 kinda sem kom- ið var fyrir á öðrum bæ. Þá er hann einnig sakfelldur fyrir að hafa van- rækt aðbúnað, umhirðu og fóðrun á átta hrossum. Var ákærða gert að greiða hálfa milljón króna sekt í ríkissjóð og komi 52 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan tilsetts tíma. Þá er hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Taldi dómurinn ekki ástæður til að svipta ákærða leyfi til að eiga eða halda búfé enda komi fram hjá forðagæslumanni að ákærði hafi tekið ábendingum og því líklegt að lögboðið eftirlit og að- hald með búfjárhaldi á bænum geti tryggt viðunandi umhirðu dýranna. Sakfelldur fyrir að vanrækja umhirðu og fóðrun á búfé Ekki sviptur leyfi til að halda og eiga búfé SÝNINGIN Æskan og hesturinn verður í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina en í gærkvöld fór fram aðalæfingin og tókst hún mjög vel. Hestamannafélögin á Stór-Reykjavíkursvæðinu standa að sýningunni og koma hátt í 200 börn og ung- lingar að henni. Dagskráin er margþætt, en þarna má meðal annars sjá skrautsýningar, hlýðniæfingar, leiki og fleira. Viðburðurinn fer nú fram í áttunda sinn og hafa vin- sældirnar aukist jafnt og þétt ár frá ári, en talið er að um 5.000 manns hafi séð sýningarnar í fyrra. Þá kom- ust ekki allir að og verða því fjórar sýningar nú í stað tveggja í fyrra, klukkan 13 og 17 á laugardag og sunnudag. Fyrsta sýningin verður reyndar aðeins fyrir sérstaka boðsgesti en ókeypis er inn á allar sýning- arnar. Morgunblaðið/Kristinn Krakkar í Hestamannafélaginu Mána á Suðurnesjum sýna listir sínar í Reiðhöllinni í Víðidal í gærkvöldi. Glæsileg sýning í Reiðhöllinni ÁRNI J. Sigurðsson, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar Kraftvéla, segir eftirspurn eftir vinnuvélum miklu meiri en sést hefur í mjög lang- an tíma. Það sé farið að skila sér í stóraukinni sölu á jarðvinnuvélum sem þegar sé búið að afhenda. „Við seljum meira núna fyrri hluta árs en við höfum gert áður og mjög mikið er í pípunum,“ segir Árni en Kraftvélar eru stærsti innflytjandi jarðvinnu- véla hér á landi. Hann segir þó eft- irspurnina núna bara brot af því sem verður þegar framkvæmdir við Kárahnjúka hefjast. „Ég held að það hafi ekki verið meiri gauragangur í jarðvinnu á Íslandi frá upphafi vega.“ Í síðasta mánuði tilkynntu ríki og sveitarfélög stórfelldar framkvæmd- ir víðs vegar um landið á næstu 18 mánuðum áður en vinna við Kára- hnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði kemst á fullt skrið. Hafnarfjarðar- bær ætlar að flýta framkvæmdum í bæjarfélaginu fyrir einn milljarð króna, Reykjavíkurborg fyrir 900 milljónir króna og Orkuveita Reykja- víkur fyrir 1.200–1.700 milljónir króna. Þetta kemur til viðbótar boð- uðum framkvæmdum ríkisins fyrir 6,3 milljarða króna næstu 18 mán- uðina. Samtals eru þetta fram- kvæmdir fyrir um 9,5 milljarða króna. Til þess að vera viðbúnir að mæta stórauknu framkvæmdum segir Árni að lager fyrirtækisins hafi sjaldan verið stærri. Keyptar séu inn stórar vinnuvélar sem venjulega er ekki legið með. „Það er fáheyrt að við séum með 45 tonna vinnuvélar stand- andi á lager en í þessari viku var gengið frá sölu þeirra.“ Kraftvélar hafi átt samráð við framleiðanda Komatsu-vinnuvéla erlendis sem viti um allar framkvæmdir framundan og miklar pantanir bíði. „Við getum ekki beðið eftir því að eitthvað gerist heldur þurfum við að vera klárir.“ Snorri Árnason, sölustjóri Heklu, segir einnig greinilegt að eftirspurn eftir stórum vinnuvélum sé að aukast. „Mönnum er að vaxa kjark- ur,“ segir hann og mikil hreyfing sé á markaðnum. Einstaklingar og fyrir- tæki spyrjist fyrir og framundan sé aukning í beinni sölu. Hann segir fyr- irtækið vel í stakk búið til að mæta þessari eftirspurn en þessi ferill sé samt lengri en menn geri sér grein fyrir. Kristján Óskarsson, fram- kvæmdastjóri fjármögnunarfyrir- tækisins Glitnis, segist finna greini- lega að miklar breytingar séu í vændum. Eftirspurn sé að aukast vegna aukningar í verklegum fram- kvæmdum. Þá hugi einstaklingar og fyrirtæki að því hvernig best sé að fjármagna atvinnutækifærin. Stóraukin eftirspurn eftir vinnuvélum Sjaldan meiri sala á vélum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.