Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 53
MÚSÍKTILRAUNIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 53 HLJÓMSVEITAKEPPNIN Músíktilraunir hefst í kvöld í Tóna- bæ, en það verður í 21. sinn sem keppnin er haldin. Fleiri hljóm- sveitir hafa skráð sig til leiks en áður, eða um sextíu sveitir. Í kvöld keppa ellefu þeirra, hljómsveitir víða að, um sæti í úrslit- unum sem fara fram 28. mars næstkomandi. Músíktilraunir verða nú með nokkuð breyttu sniði. Enn er höfuðmarkmið keppninnar að leyfa ungsveitum að spreyta sig í von um að hreppa hljóðverstíma, en að þessu sinni fer keppnin ekki bara fram í Tónabæ eins og jafnan áður heldur verður hluti hennar haldinn í Hinu húsinu. Einnig leika engar hljómsveitir á undan og eftir keppnissveitunum sjálf tilraunakvöldin, en úr- slitakvöldið verða aftur á móti þrjár gestaveitir. Fyrstu tvö tilraunakvöldin verða haldin í Tónabæ, fimmtudag- ana 6. og 13. mars. Næstu þrjú tilraunakvöld verða aftur á móti í Hinu húsinu, fimmtudaginn 20. mars, föstudaginn 21. mars og fimmtudaginn 27. mars. Úrslit verða svo í Austurbæ við Snorra- braut föstudaginn 28. mars en þá leika gestasveitirnar Búdrýg- indi, sigursveit síðasta árs, Maus, sem sigraði fyrir níu árum, og hollenska þungarokksveitin Instil. Aðalverðlaun að þessu sinni sem áður eru hljóðverstímar, en Edda – útgáfa býður sigursveitinni útgáfusamning. Fyrir annað og þriðja sæti fást hljóðverstímar í Sýrlandi, Grjótnámunni eða hljóðveri Geimsteins. Að auki verða besti gítarleikari, besti bassaleikari, besti hljómborðsleikari/forritari, besti trommuleik- ari og besti söngvari/rappari verðlaunaðir. Í takt við breytta skipan, þar sem engin gestasveit hitar upp, hefjast öll tilraunakvöld kl. 19.45 og fyrsta hljómsveit byrjar að leika kl. 20. Músíktilraunir eru haldnar í samstarfi við Eddu – út- gáfu og Rás 2. Músíktilraunir hefjast sem sagt í Tónabæ í kvöld kl. 19.45 þeg- ar ellefu hljómsveitir keppa um tvö sæti í úrslitum. Eina hljóm- sveit velur salur áfram en dómnefnd eina. Að auki getur dóm- nefnd hleypt fleiri hljómsveitum áfram sýnist henni sem svo. Meðfylgjandi eru myndir af hljómsveitunum sem taka þátt nema Veleno, sem ekki fékkst mynd af. Veleno skipa þeir Óskar Kjartansson trommuleikari, Snorri Sigurðarson gítarleikari og söngvari, Daníel Smárason bassa- leikari og Baltasar Breki Samper gítarleikari. Þeir félagar eru Reykvíkingar á fjórtánda árinu og leika alls konar melódískt rokk. Enn ein sólin Enn ein sólin heitir hljómsveit af höfuðborgarsvæðinu skip- uð þeim Agli Björgvinssyni, sem leikur á trommur, Baldri Kristjánssyni, sem leikur á bassa, Almari Erni Halldórssyni, sem leikur á gítar, og Unnari Geir Ægissyni, sem einnig leik- ur á gítar. Sveitin leikur rokk-metal og liðsmenn eru rétt rúmlega fjórtán ára. Á sjötta tug sveita Músíktilraunir eru nú haldnar í 21. sinn og aldrei hafa fleiri sveitir tekið þátt. Árni Matthíasson segir frá hljómsveitakeppninni sem hefst í kvöld. Fávitar í spennitreyju Úr Rangárþingi eystra kemur hljómsveitin Fávitar í spennitreyju. Hana skipa Árni Rúnarsson, sem sér um söng- inn, Ómar Smári Jónsson, sem leikur á gítar og syngur, Jón Óskar Björgvinsson, sem leikur á bassa, og Andri Geir Jóns- son, sem leikur á trommur. Þeir félagar verða allir sextán ára á árinu nema Andri Geir, hann verður fimmtán ára. Þeir segj- ast leika létt rokk. Út Exit Út Exit heitir hljómsveit undan Eyjafjöllum. Hana skipa Ólafur Hjörtur Kristjánsson, sem leikur á gítar, Orri Guð- mundsson, sem leikur á trommur og syngur, Sverrir Guð- mundssson, sem leikur á bassa, og Ævar Sigurðsson, sem leik- ur á gítar og syngur einnig bakraddir. Þeir félagar leika grungerokk og meðalaldur þeirra er rúm fimmtán ár. Back Door Sluts Úr Hrútafirði kemur hljómsveitin Back Door Sluts og hyggst leika fremur þungt grunge. Hana skipa Daníel Trausti Róbertsson trommuleikari, Benjamín Freyr Oddsson sem syngur, Aron Stefán Ólafsson sem leikur á bassa, Frímann Haukdal sem leikur á gítar og Andri Már Þorvarðsson sem leikur einnig á gítar. Meðalaldur þeirra drengja er rúm fjór- tán ár. Zither Úr Kópavoginum kemur hljómsveitin Zither. Hana skipa Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem leikur á trommur, Viktor Sigurjónsson sem leikur á bassa og syngur og Arnar Hrafn Árnason og Jón Bragi Pálsson sem leika á gítara. Þeir leika pönkrokk og eru allir á fimmtánda árinu. Blackout Norðan frá Dalvík kemur hljómsveitin Blackout sem skipuð er þeim Aron Víðissyni trommuleikara, Snorra Guðlaugi Jó- hannessyni bassaleikara, gítarleikurunum Sverri Má Ólafs- syni og Óttari Jörgen Sigurðssyni og söngvaranum Jóhanni Alexander Árnasyni. Sveitin leikur ís-metal en þeir verða allir sextán á árinu nema Jóhann sem verður fimmtán. Hadez Hljómsveitin Hadez er ættuð úr Grindavík og leikur með- alþungt rokk. Liðsmenn eru Björgvin Logi Daníelsson gít- arleikari, Einar Helgi Helgason trommuleikari, Hafþór Ön- undarson gítarleikari og söngvari, Hjörtur Pálsson gítarleikari og Þórarinn Arnarson bassaleikari. Meðalaldur sveitarmanna er rétt rúm sextán ár. Heimskir synir Eina hiphopsveit kvöldsins er Heimskir synir, sem að auki státa af einu stúlkunni. Sveitina skipa annars rappararnir Daníel Þór Bjarnason, Birkir Jakob Hansen og Stefán Þór Kristinsson og söngkonan Ásta María Harðardóttir, en þeir Daníel og Birkir sjá einnig um hljóðstjórn og -smíðar. Pilt- arnir eru að verða sautján en stúlkan sextán. Heimskir synir flytja fjölbreytt hiphop. Amos Amos er hljómsveit úr Reykjavík sem leikur melódískt rokk. Félagar í Amos eru Jónas Már Einarsson gítarleikari, Hermann Albert Ottósson bassaleikari, Sævar Hjörleifsson trommuleikari og Þórður Gunnar Þorvaldsson söngvari og gítarleikari. Meðalaldur þeirra er tæp sextán ár. Denver Denver heitir metalcore-sveit úr Garðabæ skipuð þeim Viktor Kaldalóns Þórhallssyni söngvara, Fannari Þórssyni gítarleikara, Gunnari Erni Heiðdal sem leikur einnig á gítar, Árna Guðjónssyni bassaleikara og Sverri Ormssyni trommu- leikara. Meðalaldur sveitarmanna er tæp sextán ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.