Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Með Morgunblaðinu í dag fylgir ríkulega myndskreytt brúðkaupsblað. Meðal efnisþátta eru matur, förðun, fatnaður, hárgreiðsla, gjafir og skreytingar. UNGIR sem aldnir fjölmenntu í Laugardalshöllinni í gær á sér- stökum leikdegi aldraðra sem Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra stóð fyrir. Eldri borgarar sýndu þar listir sínar í ýmsum æfingum og dansi í bland við yngri íþróttaiðkendur. Þar á meðal sýndu fimm fé- lagsmiðstöðvar kunnáttu sína í kín- verskri leikfimi, stignir voru íslensk- ir dansar, dansað með boltum og boðið upp á dans sem allir viðstaddir gátu tekið þátt í. Þá héldu 10–12 ára sýningarstúlkur úr fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði dans- og fim- leikasýningu. Morgunblaðið/RAX Áhugafólk um íþróttir aldraðra fjölmennti í Laugardalshöll í gær og bauð upp á fjölbreytta íþróttasýningu. Kínversk leikfimi og dans Reykjavík ÍÞRÓTTA- og æskulýðsnefnd Hafn- arfjarðar stóð í gær fyrir öskudags- balli í Íþróttahúsinu v/Strandgötu í samvinnu við Sparisjóð Hafnar- fjarðar og Lionsklúbbinn Kaldá. Skemmtiatriðin voru með hefð- bundnu sniði eins og jafnan á ösku- dag, kötturinn var sleginn úr tunn- unni og var krökkunum skipt í þrjá aldurshópa sem fengu að spreyta sig á jafnmörgum tunnum til að jafna leikinn. Verðlaun voru veitt fyrir skemmtilegustu búningana. Að sögn Steinunnar Þorsteins- dóttur, upplýsinga- og kynning- arfulltrúa bæjarins, fór skemmtunin mjög vel fram í alla staði. Einhverjir höfðu þó kvartað undan því að erf- iðlega gengi að ná kettinum úr tunnunni en það gekk að lokum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Einhverjir kvörtuðu undan því að erfiðlega gengi að slá köttinn úr tunn- unni en það tókst að lokum. Til að jafna leikinn voru þrjár tunnur notaðar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Krakkar á öllum aldri skemmtu sér í Íþróttahúsinu í gær. Þeir sem ekki komust á eigin vegum fengu aðstoð þeirra sem eldri eru. Öskudagsgleði í Íþrótta- húsinu við Strandgötu Hafnarfjörður ÁLFTANESHREYFINGIN hefur lagt til að félagsmálastjóra hrepps- ins verði falið að afla gagna um þörf á hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Bessastaðahreppi í framtíðinni. Oddviti hreyfingarinnar segir mann- fjöldatölur benda til þess að öldruð- um eigi eftir að fjölga verulega í hreppnum á næstu árum. Tillagan var lögð fram á hrepps- nefndarfundi fyrir nokkru. Er þar óskað eftir því að könnuð verði hugs- anleg þörf á hjúkrunarheimili fram til ársins 2025 með tilliti til íbúaþró- unar og spár um aldurssamsetningu. Aflað verði gagna um fjárhagslegan grundvöll reksturs hjúkrunarheimil- is, jafnt sem byggingu þess og við fjárhagslega skoðun málsins verði litið til hagræðis sveitarfélagsins vegna þeirra starfstækifæra sem fylgja munu rekstri hjúkrunaheim- ilis. Þá er óskað eftir því að félags- málastjóra verði falið að gera tillög- ur um bætta heimahjúkrun. Að sögn Sigurðar Magnússonar, oddvita Álftaneshreyfingarinnar, er hér fyrst og fremst um athugun að ræða. „Síðast þegar gerð var talning á fjölda þeirra hreppsbúa sem eru 67 ára og eldri voru þeir um 60 talsins. Um þessi áramót voru þeir trúlega um 80 og það má gera ráð fyrir að innan 10–12 ára, geti þessi hópur verið orðinn á þriðja hundrað manns sé miðað við þá íbúaspá sem fyrir liggur og þá aldurssamsetningu sem hér er í hreppnum.“ Hlutfall aldraðra lægra en annars staðar Hann bendir á að aldursmeðaltalið í Bessastaðahreppi sé talsvert undir því sem gerist á höfuðborgarsvæð- inu. „Víðast hvar eru 67 ára og eldri átta til tíu prósent af mannfjöldanum en hjá okkur hafa þetta verið rúm þrjú prósent. Mér sýnist hins vegar að á næstu 10–15 árum jafnist þetta mikið út og þetta verði ekki ósvipað og hér í nágrenninu. Fyrir nokkrum árum var ekki grundvöllur fyrir þessu og Bessastaðahreppur gerði þá samning við Garðabæ um hjúkr- unarrými í Holtsbúð. Hins vegar er alveg ljóst að þetta kemur til með að breytast og þörfin að aukast og mér kæmi ekkert á óvart að á árunum 2010 eða upp úr því yrði kominn grundvöllur fyrir rekstri á litlu hjúkrunarheimili í hreppnum.“ Sem allra lengst í heimahúsum Sigurður bendir á að tillagan sé sett fram nú í þeim tilgangi að gögn liggi fyrir á þessu ári þannig að hægt væri að hafa þau til hliðsjónar við gerð aðalskipulags sem nú stendur fyrir dyrum. Sömuleiðis verði litið til þeirra við gerð næstu þriggja ára fjárhagsáætlunar sem verður 2004– 2007. „Menn myndu svo vera tilbúnir að hefjast handa einhvern tímann á árunum þar á eftir.“ Tillögunni var vísað til umræðu í hreppsráði og á Sigurður ekki von á öðru en að málið verði skoðað með jákvæðum augum. „Við viljum endi- lega að fólk geti dvalist sem allra lengst í heimahúsum og því er mik- ilvægt að styrkja heimaþjónustu. Eigi að síður finnst okkur að það séu grundvallarréttindi að þeir, sem þurfa að fara inn á stofnanir af þessu tagi, geti gert það í sinni heimasveit ef það er nokkur möguleiki á að koma því fyrir hvað rekstur varðar.“ Álftaneshreyfingin segir að öldruðum muni fjölga mjög Vilja að þörf á hjúkrunar- heimili verði könnuð Bessastaðahreppur BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur samþykkt tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um að kanna áhrif þess að leiguverð félagslegra íbúða verði jafnað þannig að það miðist við meðalleigu í viðkomandi íbúðarstærð. Að mati bæjarfulltrúa Samfylkingar er hér um mikið rétt- lætismál að ræða, enda sé mikill munur á leiguverði íbúða af sömu stærð. Bæjarstjórn hefur falið húsnæðis- fulltrúa og húsnæðisnefnd að taka saman greinargerð um áhrif þess að leiguverð verði jafnað. Í greinargerð bæjarfulltrúa Sam- fylkingar segir að fyrir liggi að mikill munur sé á leiguverði á sömu stærð félagslegra leiguíbúða í bænum. Í tveggja herbergja íbúðum sé lægsta leiga tæpar 16.000 kr. en hæsta leiga tæpar 60.000 kr. á mánuði. Í fimm herbergja íbúðum sé leigan lægst tæplega 44.000 kr. og hæst rúmar 67.000 krónur. „Þetta er mikill mun- ur og það hlýtur að teljast óeðlilegt að svo mikill munur sé innan þessa kerfis. Fyrir utan þá staðreynd að það hlýtur að teljast óeðlilegt að fólk sem þarf á félagslegu húsnæði að halda þurfi að greiða svo háa húsa- leigu sem ofangreindar tölur segja okkur,“ segir í greinargerðinni. Þá segir að í því yfirliti sem nú sé komið fram liggi fyrir að af 119 íbúð- um sé leiguverð lægra en meðalleiga í viðkomandi stærð sé. Hins vegar komi ekki fram hve margir greiði hærri leigu en sem nemur útreikn- aðri meðalleigu. Sigrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagðist í samtali við Morgunblaðið vonast til þess að greinargerð húsnæðisfulltrúa liggi fyrir sem allra fyrst þannig að hægt verði að taka málið föstum tökum. Leiguverð fé- lagslegra íbúða verði jafnað Kópavogur BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur samþykkt að nýr skóli fyrir Grund- ir, Ása og Sjáland skuli rísa á Sjá- landi og á svæði norðan við Arn- arneslæk. Formaður bæjarráðs lagði fram tillögu þess efnis á fundi bæjarráðs í vikunni og var hún samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu. Einar Sveinbjörnsson bæjar- fulltrúi lagði fram tillögu um að gengið yrði til samninga við eig- endur Héðins um kaup á eignum og réttindum á um 20.000 m² lóðarinn- ar og jafnframt að vinnu yrði hrað- að við hönnun 1. áfanga skólans. Skóli byggður á Sjálandi Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.