Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 21 Body Creator Aromatic grennningargel LEGGÐU LÍNURNAR Ný kynslóð grenningarkrema byrjar með ilmi. SHISEIDO hefur þróað BODY CREATOR fyrir þig, til að endurmóta útlínur líkamans. BODY CREATOR tímamótauppgötvun í snyrtivöruheiminum, töfrandi grenningar- meðferð, með ilmi, sem örvar fitubrennslu. BODY CREATOR gengur lengra en að brjóta niður fitu, það brennir hana burt. Ertu hissa? Komdu og prófaðu! Útsölustaðir: Sigurboginn, Hygea Kringlan, Hygea Smáralind, Hygea Laugaveg, Bylgjan, Jara Akureyri www.shiseido.com BÖRN og ungmenni tóku ösku- daginn að venju snemma í gær og þustu út í rigninguna strax í být- ið. Þau létu það ekki á sig fá þó þau yrðu fljótlega holdvot í úr- hellinu, heldur heimsóttu fyr- irtæki og stofnanir, sungu nokk- ur vel valin lög og þáðu að launum sælgæti í poka. Um hádegisbil var haldið heim á leið og fengnum skipt bróð- urlega á milli liðsmanna. Hinn svonefndi köttur var sleg- inn úr tunnunni á Ráðhústorgi og þá gátu öskudagsliðin sungið há- stöfum í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi þar sem herlegheitin voru tekin upp og sýnd á sjón- varpsstöðinni Aksjón. Metþátttaka í söngkeppni Starfsmenn hjá Blikkrás mættu í hinum margvíslegu gervum til vinnu sinnar á öskudaginn en þar var söngkeppni fyrirtækisins haldin í fimmtánda sinn. Metþátttaka var að þessu sinni, en alls mættu 133 öskudagslið í höfuðstöðvar fyrirtækisins með 552 söngvara innan sinna vé- banda og var atgangurinn því all- nokkur þegar mest var. Þeir þrír hópar sem að mati starfsmanna skara fram úr í söng fá að launum pítsuveislu á Greif- anum þannig að eftir nokkru var að slægjast. Morgunblaðið/Kristján Börn og starfsfólk á leikskólanum Klöppum létu veðrið ekki á sig fá og fjölmenntu í bæinn í fullum öskudagsskrúða. Mikill fjöldi barna var á ferð um bæinn í alls kyns búningum og tók lagið fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnana. Sungið í rign- ingunni SKÍÐAVERTÍÐIN á Akur- eyri hefur verið heldur léleg það sem af er vetri. Vegna snjóleysis hefur eitthvað verið um að skíðafólk hafi afboðað komu sína til bæjarins. Ekki er þó neinn uppgjafartónn í fólki enda framundan tveir stærstu mánuðirnir í Hlíðarfjalli. Í gær var úrhellis rigning á Akureyri en á sama tíma snjóaði duglega í Hlíðarfjalli. Páll Sigurjónsson, hótel- stjóri á Hótel KEA, Hótel Björk og Hótel Norðurlandi, sagði að frekar rólegt hefði verið í hótelbransanum í bæn- um í vetur. Þó kæmi þar fleira til en snjóleysi og nefndi Páll einnig almennt ástand í þjóð- félaginu. Þá hefði verið minna um að fyrirtæki færu með árshátíðir sínar út á land. Und- ir þetta tækju kollegar hans víða um land. Páll sagði að gistingin væri alla jafna mjög dreifð um bæinn, fólk gisti í heimahúsum, orlofsíbúðum, sumarhúsum, gistiheimilum og hótelum. Ástandið kæmi því mun meira við veitingamenn. Páll sagðist vilja fara að sjá snjó, enda virtist það vera meira spennandi fyrir fólk að koma til bæjarins við þannig aðstæður, þótt ekki færu allir á skíði í fjallinu. „Maður heldur í vonina og ég ætlast til þess að hér verði snjór á páskum og á Andrésar Andar leikunum, sem eru hápunkturinn hjá okk- ur.“ Sigríður Sigtryggsdóttir, starfsmaður á Ferðaskrifstofu Akureyrar, sagðist vita til þess að skíðahópar sem hefðu pant- að flug og gistingu hefðu hætt við vegna snjóleysis í fjallinu. „Við erum með frátekið á hót- elum fyrir hóp í lok mars en ef ekki verður snjór vill fólk geta hætt við.“ Starfsmenn skíðastaða gerðu tilraun með það í vikunni að blása snjó með snjóblásara úr jöðrum brekkunnar og yfir auð svæði. Að sögn Guðmund- ar Karls Jónssonar, forstöðu- manns í Hlíðarfjalli, gafst það vel og til viðbótar hefði svo far- ið að snjóa í fjallinu og útlitið því nokkuð bjart. Guðmundur Karl sagði að snjóleysið að undanförnu hefði vissulega haft áhrif og ekki bara í fjall- inu, heldur einnig hjá hótel- og veitingamönnum. „Staðan hef- ur ekki verið uppörvandi en við erum ekki farnir að örvænta enda tveir stærstu mánuðirnir framundan.“ Enginn uppgjafar- tónn í fólki Skíðavertíðin verið léleg fram til þessa Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur flytur fyrirlestur sem nefnist; Hver er sameiginleg ábyrgð foreldra og skóla gagnvart börnunum? Fyr- irlesturinn verður í samkomusal Lundarskóla í kvöld, fimmtudags- kvöldið 6. mars, og hefst kl. 20. Gylfi Jón mun fjalla um í hverju ábyrgð foreldra gagnvart skóla er fólgin og ábyrgð kennara gagnvart foreldrum. Þá kemur hann einnig inn á gildi hlýju, ástúðar og aga auk mikilvægis þess að rækta sjálfan sig til að geta verið góður uppalandi. Í DAG HLJÓMSVEITIN Blúsþrjótarnir er að leggja lokahönd á tónleikaferð til Akureyrar, sem hlotið hefur vinnu- heitið „Blúslestin brunar“. Fyrsti áfangastaður er hljóðver Rásar 2 í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 6. mars og er ætlunin að smella upp stuttum tónleikum víða á leiðinni norður, á vinnustöðum og vega- sjoppum. Tvennir tónleikar verða svo á Ak- ureyri, hinir fyrri á Græna hattinum í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21.30 og á föstudagskvöld verður leikið á veit- ingahúsinu Kránni. Blúslestin brunar Zontaklúbbur Akureyrar og Zonta- klúbburinn Þórunn hyrna standa fyrir sölu á barmnælu til styrktar starfi Stígamóta gegn vændi og verslun með konur á föstudag og laugardag, 7. og 8. mars. Aflið, syst- ursamtök Stígamóta á Norðurlandi, verða einnig styrkt. Zontakonur hafa látið að sér kveða á Akureyri í yfir 50 ár og vonast kon- urnar til að bæjarbúar taki vel á móti þeim og snúist með þeim gegn klámvæðingunni eins og segir í frétt frá zontaklúbbunum. Á MORGUN ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.