Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. KALLINN kom til mín um daginn og sagðist vera í smávandræðum með þetta virkjana/álversmál. Með því að hrúga þessu saman myndi ástandið fyrir austan lagast tímabundið en svo yrðu það líklega mest Pólverjar og Króatar sem myndu vinna þarna að lokum. Ástæðan væri að það mætti auðvit- að ekki borga of há laun þarna né heldur borga of mikið fyrir blessað rafmagnið. Það væri jú verið að fram- leiða hráefni og það vissi hvert mannsbarn, sem eitthvað vissi, að hráefni til iðnaðar væri grunnfram- leiðsla og mætti ekki kosta neitt. „Allt verður að vera hundódýrt svo að hægt sé að selja hráefnið á nógu lágu verði“. Svo sagði hann: „Það er svo aldrei að vita nema að afkomendur okkar geti komið jökulleirnum í verð þegar lónið verður orðið fullt af drullu – hver veit!. Ef leirinn fýkur svo út um allt þá verður nóg af honum og allir verða drulluríkir!!“ ...og bætti svo við: „Það er ekki hægt að láta fólkið kjósa um þetta því að það hefur ekki hunds- vit á þessu og myndi kolfella málið.“ Svo klóraði hann sér í kollinum og sagði hugsandi: „Hvað eigum við líka að gera við þessar ca þrjátíuþúsund milljónir sem við erum búnir að láta skína í að séu til í kassanum til að nota í framkvæmdir og uppbyggingu?“ Ég hallaði mér fram og horfði stíft í augun á honum og sagði: „Veistu, þetta mál hefur líka verið að valda mér hugarangri og mér finnst heldur leiðinlegt hvernig þetta hefur þróast. Þetta er eins og að hafa fengið léleg spil á hendi í góðu spili. Eða sem verra er, þetta er eins og hafa fengið góð spil á hendi en spilað illa úr þeim“. „Já, þetta er hundleiðinlegt en eitt- hvað verðum við að gera. Hvað finnst þér?“ Þarna kom tækifærið til að láta ljós mitt skína svo að ég smellti saman fingrunum, dreif mig úr jakkanum og stökk uppá stól. Breiddi út faðminn, fyllti lungun af lofti og byrjaði: „Ef það á á annað borð að rústa hálend- inu, af hverju gerum við bara ekki helling af svona göngum og bjóðum þetta sem geymslur fyrir geislavirk- an úrgang og þessháttar gúmmelaði. Það fæst hellingspeningur fyrir svo- leiðis. Loka vel og vandlega fyrir og planta blómum ofaná …??“ Kallinn varð eins og þrumuský í framan svo að ég dró samstundis í land. Þetta var ekki rétti tíminn til að grínast. Ég ákvað að leggja fram hina hugmyndina. „Sjáðu til. Í staðinn fyrir að fara verksmiðjuleiðina, af hverju förum við ekki grænu leiðina. Tökum þessar þrjátíuþúsund milljónir og notum þær til að gera til að byrja með Aust- firðina og hálendið norðan jökuls og síðar önnur svæði að ferðamanna- stöðum fyrir Ís- og útlendinga. Við gætum til dæmis búið til nokkra upp- hitaða golfvelli, við gætum sett niður eins og eittþúsund heilsárshús víðs- vegar um hálendið, borað nokkrar holur eftir heitu vatni og hitað allt upp og sett upp heilsulindir, gert fjallahjólastíga um allt, slatta af fín- um tjaldsvæðum, tvo til þrjá kláfa til að koma fólki uppá valda fjallstinda, nokkrar skíðalyftur, lagað vegina og gert allt þetta nokkuð aðgengilegt. Það væri hægt að eyða í þetta svona tuttuguþúsundmilljónum og helling- ur af fólki fengi vinnu við að setja þetta allt upp og svo vinnu við þjón- ustu o.s.frv. Síðustu tíuþúsundmillj- ónirnar myndum við nota til að aug- lýsa herlegheitin í útlandinu!!! Það væri hægt að keyra svona heilsu- svæði og útivistarsvæði allt árið ef rétt er á málunum haldið. Við mynd- um reyna að byggja upp náttúru- væna ímynd og reyna að hafa heild- arplanið sæmilega heillegt!!!“ Ég steig niður af stólnum, lagaði bindið, settist niður og beið eftir við- brögðum. Kallinn hallaði sér aftur í stólnum og horfði á mig drykklanga stund og ég horfði stíft á móti. Mér leið stórvel. Svo hallaði kallinn sér fram og sló í borðið. „Fínt. Stórfín hugmynd og miklu betri en verksmiðjuhugmynd- in. Nú drífum við í þessu. Ég ætla að hringja í hina og kalla saman fund“. Ég fékk mér vatnssopa og hugsaði: „Toppmaður“. HALLDÓR KVARAN, Giljasel 1, Reykjavík. Stóriðjufram- kvæmdir Frá Halldóri Kvaran ÞAÐ er með ólíkindum hvað eitt lítið og stutt bréf getur dregið upp skýra mynd af ýmsum málum þótt orðin sem eru notuð séu ekki endilega svo mörg. Þetta hugsaði ég þegar ég las bréf hér fyrir nokkru, frá karlkyns nafna mínum á Eskifirði. Hann fer þar nokkrum orðum um fyrirlitningu sína á því fólki sem berst fyrir því að verja landið fyrir mestu náttúruspjöllum í sögunni, af manna völdum. Hann lýsir fyrirlitningu sinni á listamönnum af hverju tagi, hvort sem þeir tjá hug sinn með myndlist, orðlist, leiklist eða sönglist og virðist sem hann ætli að hætta að lesa, hætta að skoða myndverk, hætta að hlusta á tónlist, hætta að fara í bíó og hætta að fara í leikhús. Eflaust mun þessi mað- ur hafa mikið að gera við að loka aug- unum fyrir hvers kyns fegurð sem á vegi hans kann að verða. Að hans mati er aðeins það starf göfugt sem unnið er „með höndun- um“, svo ég noti hans orð. Hvernig hann fær að skilið hug og hönd er mér ráðgáta. En, skítt með það. Í þessu bréfkorni hefur honum tek- ist að segja allt sem segja þarf um það af hverju fólk á Austurlandi er ragt að tjá hug sinn varðandi Kárahnjúka- virkjun. Bréf hans lýsir viðmóti því sem þeir sem vilja verja sitt land fá hér á Austurlandi. Þá skilur þjóðin betur þögn okkar. Þökk sé þér, nafni á Eskifirði. GRÉTA ÓSK SIGURÐARDÓTTIR, Vaði, Skriðdal. Eitt lítið „letters bréf“ Frá Grétu Ósk Sigurðardóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.