Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 63. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ungsveitir keppa Músíktilraunir unglingahljóm- sveita hefjast í kvöld Fólk 53 Linux í hraðri sókn Opinn hugbúnaður hristir upp í tölvuheiminum Viðskipti 6 Inngangur að ævintýri Saga Reykjavíkur 870—1870 er komin út á bók Listir 27 SAMKEPPNISLÖG banna bændum að ákveða í sameiningu að draga úr framboði á kjöti eða grípa til hvers konar annarra að- gerða sem geta haft áhrif á verð til hækkunar. Þetta segir Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðing- ur Samkeppnisstofnunar. Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, sagði á Búnaðarþingi á þriðjudag, að þrjár leiðir væru færar til að lagfæra stöðu bænda, en hann sagði að það mikil samkeppni væri á kjötmarkaði að gjaldþrot blasti við fjölmörg- um bændum. Meðal þessara leiða væri að flytja skipulega úr landi framleiðslu, sem ekki væri rúm fyrir á innanlandsmarkaði og/eða draga skipulega úr framleiðslu þar til kjöt- markaðurinn kæmist í jafnvægi. Sagði Ari að sú leið væri bændum hagkvæmust. Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Sam- keppnisstofnunar, segir alveg ljóst að að því gefnu að samkeppnislög nái yfir alla kjötfram- leiðendur, banni þau þeim að koma saman, hvort sem það séu þeir sjálfir eða innan vé- banda samtaka sinna, til að ákveða að draga úr framboði eða grípa til hvers konar annarra að- gerða sem geti haft áhrif á verð til hækkunar. Mögulegt að sækja um undanþágu „Það er nauðsynlegt í þessu samhengi að hafa í huga að samkeppnislögin banna tiltekna hegðun fyrirfram, eins og verðsamráð, fram- leiðslutakmarkanir og annað þess háttar,“ segir hann. „Hins vegar er unnt að óska eftir undanþágu ef menn eru þeirrar skoðunar að það séu svo sérstakar eða óvenjulegar aðstæð- ur uppi að það þjóni heildarhagsmunum betur til lengri tíma að fá undanþágu frá einhverjum ákvæðum.“ Þannig segir Ásgeir lögin gera ráð fyrir að unnt sé að veita slíka undanþágu í ein- hverjum tilvikum, svo fremi sem menn geti sýnt fram á það með veigamiklum rökum. Óheimilt að draga skipu- lega úr kjöt- framboði Morgunblaðið/Kristján Yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar Kjúklingaframleiðsla hjá Íslandsfugli. STÓRAUKIN sala er á jarðvinnuvélum um þess- ar mundir vegna þeirra umfangsmiklu fram- kvæmda sem framundan eru. Árni J. Sigurðsson, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar Kraftvéla, segir spurn eftir vinnuvélum miklu meiri en verið hafi í mjög langan tíma. Árni segir eftirspurnina núna þó bara brot af því sem verði þegar fram- kvæmdir hefjast við Kárahnjúka. „Ég held að það hafi ekki verið meiri gauragangur í jarðvinnu á Ís- landi frá upphafi vega,“ segir hann. Mönnum vex kjarkur Snorri Árnason, sölustjóri Heklu, er á sama máli og segir greinilegt að eftirspurn eftir stórum vinnuvélum sé að aukast. „Mönnum er að vaxa kjarkur,“ segir hann og bætir við að mikil hreyfing sé á markaðnum. Einstaklingar og fyrirtæki spyrjist fyrir og framundan sé aukning í beinni sölu. Hann segir fyrirtækið vel í stakk búið til að mæta þessari eftirspurn en þessi ferill sé samt lengri en menn geri sér grein fyrir. Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri fjár- mögnunarfyrirtækisins Glitnis, segist finna greinilega að miklar breytingar séu í vændum. Eftirspurn sé að aukast vegna vaxandi verklegra framkvæmda. Stóraukin sala á jarðvinnuvélum Morgunblaðið/Þorkell Spáð er mesta „gauragangi í jarðvinnu á Íslandi frá upphafi vega“ á næstu misserum.  Sjaldan meiri/6 COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fullyrti í gærkvöld að Saddam Hussein, forseti Íraks, hefði enga raunverulega tilraun gert til að afvopnast. Þvert á móti reyndi Saddam sem mest hann mætti að blekkja alþjóðasamfélag- ið og valda klofningi meðal valda- mestu ríkja heimsins. Sagði Powell að Saddam mætti ekki takast ætl- unarverk sitt því að enginn vildi búa í heimi þar sem Sameinuðu þjóðirnar skiptu ekki lengur máli sem vettvangur samskipta og sam- ráðs. Powell sækir á morgun fund ör- yggisráðs SÞ í New York en þar mun Hans Blix, yfirmaður vopna- eftirlitsnefndar SÞ, gefa skýrslu muni gerast,“ sagði Powell. „Við munum sjá á næstu dögum hvort hann [Saddam] áttar sig á stöðunni sem hann er nú í,“ sagði hann. Fyrr í gær hafði Hans Blix, yf- irmaður vopnaeftirlitsmanna, sagt að Írakar hefðu undanfarinn mán- uð átt gott samstarf við vopnaeft- irlitsmennina. Neitaði Blix þó að segja hvort þessi samvinna upp- fyllti þær kröfur sem öryggisráðið hefði gert. Sjálfur sagði Saddam að ekkert réttlætti það að SÞ neyddu Íraka til að eyða Al-Samoud flaugum sín- um. Sagðist hann alls ekki óttast Bandaríkjamenn og áform þeirra. gegn Írökum með litlum fyrirvara, en að Saddam hefði „lokatækifæri“ til að afvopnast. Sakaði hann írösk stjórnvöld um að færa gereyðing- arvopn sín stöðugt milli staða til að komast hjá því að þau fyndust. Jafnframt sakaði Powell Íraka um að vera að framleiða nýjar eldflaug- ar, á sama tíma og þeir væru frammi fyrir augliti umheimsins að eyða gömlum birgðum af Al-Sam- oud-2 eldflaugum sínum. „Við vitum fyrir víst að Saddam Hussein verður afvopnaður. Spurningin er bara hvernig það um samstarf Íraka við vopnaeftir- litsmenn. Þykir margt benda til að þetta verði stormasamur fundur enda hétu Frakkar, Þjóðverjar og Rússar því í gær að koma í veg fyr- ir samþykkt nýrrar ályktunar á vettvangi öryggisráðsins sem heimilaði hernaðaraðgerðir gegn Írak. Vilja þjóðirnar þrjár að vopnaeftirlitsmenn fái meiri tíma til að ljúka verki sínu í Írak. Framleiða nýjar flaugar Powell sagði Bandaríkin reiðu- búin til að láta til skarar skríða Powell segir Saddam enn stunda blekkingar Frakkar, Þjóðverjar og Rússar heita því að heimila ekki hernað gegn Írak Washington, París, Bagdad. AFP.  Leyniáætlun/16 EINN Palestínumaður féll og annar særðist í að- gerðum Ísraelshers á Gazaströndinni í gærkvöld en þær fyrirskipaði ríkisstjórn Ariels Sharons for- sætisráðherra í kjölfar sprengjutilræðis fyrr um daginn í borginni Haifa í Norður-Ísrael. Fimmtán fórust í tilræðinu í Haifa og a.m.k. 55 særðust. Flest fórnarlamba tilræðisins voru námsmenn en sprengjan sprakk í strætisvagni sem var á leiðinni til háskólans í Haifa. Ódæðismaðurinn, sem bar sprengjuna innan klæða, lést í árásinni. Reuters Harmleikur í Haifa  Fimmtán/16 YFIR áttatíu prósent Finna vildu helst að Noregur, Sviss og Ísland yrðu nýir aðilar að Evrópusambandinu (ESB), þrátt fyrir að ekkert þessara landa hafi sótt um aðild. Þetta kemur fram í frétt finnska blaðsins Helsingin Sanomat í gær og hefur blaðið upplýsingarnar úr nýrri könnun framkvæmda- stjórnar ESB. Eistland, eitt þeirra ríkja sem sótt hafa um aðild, er aðeins í fjórða sæti. Vekur þetta athygli enda mikil og söguleg tengsl milli Eistlands og Finnlands. Ekki hrifnir af sam- eiginlegri varnarstefnu Einnig kemur fram í könn- uninni, segir blaðið, að af öllum þjóðum ESB eru Finn- ar einna andvígastir sameig- inlegri varnar- og öryggis- málastefnu bandalagsins. Aðeins Bretar eru enn síður en Finnar fylgjandi sameig- inlegri utanríkisstefnu ESB. Finnar líta eiginlega ekki á sig sem „Evrópumenn“. Helsingin Sanomat segir það koma á óvart að jafnvel Bretar virðist áfjáðari í tengsl við ESB en Finnar. Og þótt 80% íbúa Finnlands líki vel við fána Evrópusam- bandsins telja tveir þriðju aðspurðra í könnuninni að ekki eigi að hafa hann við hlið þjóðfánans á opinberum byggingum. Finnar vilja helst Sviss, Ísland og Noreg í ESB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.