Morgunblaðið - 06.03.2003, Page 1

Morgunblaðið - 06.03.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 63. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ungsveitir keppa Músíktilraunir unglingahljóm- sveita hefjast í kvöld Fólk 53 Linux í hraðri sókn Opinn hugbúnaður hristir upp í tölvuheiminum Viðskipti 6 Inngangur að ævintýri Saga Reykjavíkur 870—1870 er komin út á bók Listir 27 SAMKEPPNISLÖG banna bændum að ákveða í sameiningu að draga úr framboði á kjöti eða grípa til hvers konar annarra að- gerða sem geta haft áhrif á verð til hækkunar. Þetta segir Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðing- ur Samkeppnisstofnunar. Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, sagði á Búnaðarþingi á þriðjudag, að þrjár leiðir væru færar til að lagfæra stöðu bænda, en hann sagði að það mikil samkeppni væri á kjötmarkaði að gjaldþrot blasti við fjölmörg- um bændum. Meðal þessara leiða væri að flytja skipulega úr landi framleiðslu, sem ekki væri rúm fyrir á innanlandsmarkaði og/eða draga skipulega úr framleiðslu þar til kjöt- markaðurinn kæmist í jafnvægi. Sagði Ari að sú leið væri bændum hagkvæmust. Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Sam- keppnisstofnunar, segir alveg ljóst að að því gefnu að samkeppnislög nái yfir alla kjötfram- leiðendur, banni þau þeim að koma saman, hvort sem það séu þeir sjálfir eða innan vé- banda samtaka sinna, til að ákveða að draga úr framboði eða grípa til hvers konar annarra að- gerða sem geti haft áhrif á verð til hækkunar. Mögulegt að sækja um undanþágu „Það er nauðsynlegt í þessu samhengi að hafa í huga að samkeppnislögin banna tiltekna hegðun fyrirfram, eins og verðsamráð, fram- leiðslutakmarkanir og annað þess háttar,“ segir hann. „Hins vegar er unnt að óska eftir undanþágu ef menn eru þeirrar skoðunar að það séu svo sérstakar eða óvenjulegar aðstæð- ur uppi að það þjóni heildarhagsmunum betur til lengri tíma að fá undanþágu frá einhverjum ákvæðum.“ Þannig segir Ásgeir lögin gera ráð fyrir að unnt sé að veita slíka undanþágu í ein- hverjum tilvikum, svo fremi sem menn geti sýnt fram á það með veigamiklum rökum. Óheimilt að draga skipu- lega úr kjöt- framboði Morgunblaðið/Kristján Yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar Kjúklingaframleiðsla hjá Íslandsfugli. STÓRAUKIN sala er á jarðvinnuvélum um þess- ar mundir vegna þeirra umfangsmiklu fram- kvæmda sem framundan eru. Árni J. Sigurðsson, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar Kraftvéla, segir spurn eftir vinnuvélum miklu meiri en verið hafi í mjög langan tíma. Árni segir eftirspurnina núna þó bara brot af því sem verði þegar fram- kvæmdir hefjast við Kárahnjúka. „Ég held að það hafi ekki verið meiri gauragangur í jarðvinnu á Ís- landi frá upphafi vega,“ segir hann. Mönnum vex kjarkur Snorri Árnason, sölustjóri Heklu, er á sama máli og segir greinilegt að eftirspurn eftir stórum vinnuvélum sé að aukast. „Mönnum er að vaxa kjarkur,“ segir hann og bætir við að mikil hreyfing sé á markaðnum. Einstaklingar og fyrirtæki spyrjist fyrir og framundan sé aukning í beinni sölu. Hann segir fyrirtækið vel í stakk búið til að mæta þessari eftirspurn en þessi ferill sé samt lengri en menn geri sér grein fyrir. Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri fjár- mögnunarfyrirtækisins Glitnis, segist finna greinilega að miklar breytingar séu í vændum. Eftirspurn sé að aukast vegna vaxandi verklegra framkvæmda. Stóraukin sala á jarðvinnuvélum Morgunblaðið/Þorkell Spáð er mesta „gauragangi í jarðvinnu á Íslandi frá upphafi vega“ á næstu misserum.  Sjaldan meiri/6 COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fullyrti í gærkvöld að Saddam Hussein, forseti Íraks, hefði enga raunverulega tilraun gert til að afvopnast. Þvert á móti reyndi Saddam sem mest hann mætti að blekkja alþjóðasamfélag- ið og valda klofningi meðal valda- mestu ríkja heimsins. Sagði Powell að Saddam mætti ekki takast ætl- unarverk sitt því að enginn vildi búa í heimi þar sem Sameinuðu þjóðirnar skiptu ekki lengur máli sem vettvangur samskipta og sam- ráðs. Powell sækir á morgun fund ör- yggisráðs SÞ í New York en þar mun Hans Blix, yfirmaður vopna- eftirlitsnefndar SÞ, gefa skýrslu muni gerast,“ sagði Powell. „Við munum sjá á næstu dögum hvort hann [Saddam] áttar sig á stöðunni sem hann er nú í,“ sagði hann. Fyrr í gær hafði Hans Blix, yf- irmaður vopnaeftirlitsmanna, sagt að Írakar hefðu undanfarinn mán- uð átt gott samstarf við vopnaeft- irlitsmennina. Neitaði Blix þó að segja hvort þessi samvinna upp- fyllti þær kröfur sem öryggisráðið hefði gert. Sjálfur sagði Saddam að ekkert réttlætti það að SÞ neyddu Íraka til að eyða Al-Samoud flaugum sín- um. Sagðist hann alls ekki óttast Bandaríkjamenn og áform þeirra. gegn Írökum með litlum fyrirvara, en að Saddam hefði „lokatækifæri“ til að afvopnast. Sakaði hann írösk stjórnvöld um að færa gereyðing- arvopn sín stöðugt milli staða til að komast hjá því að þau fyndust. Jafnframt sakaði Powell Íraka um að vera að framleiða nýjar eldflaug- ar, á sama tíma og þeir væru frammi fyrir augliti umheimsins að eyða gömlum birgðum af Al-Sam- oud-2 eldflaugum sínum. „Við vitum fyrir víst að Saddam Hussein verður afvopnaður. Spurningin er bara hvernig það um samstarf Íraka við vopnaeftir- litsmenn. Þykir margt benda til að þetta verði stormasamur fundur enda hétu Frakkar, Þjóðverjar og Rússar því í gær að koma í veg fyr- ir samþykkt nýrrar ályktunar á vettvangi öryggisráðsins sem heimilaði hernaðaraðgerðir gegn Írak. Vilja þjóðirnar þrjár að vopnaeftirlitsmenn fái meiri tíma til að ljúka verki sínu í Írak. Framleiða nýjar flaugar Powell sagði Bandaríkin reiðu- búin til að láta til skarar skríða Powell segir Saddam enn stunda blekkingar Frakkar, Þjóðverjar og Rússar heita því að heimila ekki hernað gegn Írak Washington, París, Bagdad. AFP.  Leyniáætlun/16 EINN Palestínumaður féll og annar særðist í að- gerðum Ísraelshers á Gazaströndinni í gærkvöld en þær fyrirskipaði ríkisstjórn Ariels Sharons for- sætisráðherra í kjölfar sprengjutilræðis fyrr um daginn í borginni Haifa í Norður-Ísrael. Fimmtán fórust í tilræðinu í Haifa og a.m.k. 55 særðust. Flest fórnarlamba tilræðisins voru námsmenn en sprengjan sprakk í strætisvagni sem var á leiðinni til háskólans í Haifa. Ódæðismaðurinn, sem bar sprengjuna innan klæða, lést í árásinni. Reuters Harmleikur í Haifa  Fimmtán/16 YFIR áttatíu prósent Finna vildu helst að Noregur, Sviss og Ísland yrðu nýir aðilar að Evrópusambandinu (ESB), þrátt fyrir að ekkert þessara landa hafi sótt um aðild. Þetta kemur fram í frétt finnska blaðsins Helsingin Sanomat í gær og hefur blaðið upplýsingarnar úr nýrri könnun framkvæmda- stjórnar ESB. Eistland, eitt þeirra ríkja sem sótt hafa um aðild, er aðeins í fjórða sæti. Vekur þetta athygli enda mikil og söguleg tengsl milli Eistlands og Finnlands. Ekki hrifnir af sam- eiginlegri varnarstefnu Einnig kemur fram í könn- uninni, segir blaðið, að af öllum þjóðum ESB eru Finn- ar einna andvígastir sameig- inlegri varnar- og öryggis- málastefnu bandalagsins. Aðeins Bretar eru enn síður en Finnar fylgjandi sameig- inlegri utanríkisstefnu ESB. Finnar líta eiginlega ekki á sig sem „Evrópumenn“. Helsingin Sanomat segir það koma á óvart að jafnvel Bretar virðist áfjáðari í tengsl við ESB en Finnar. Og þótt 80% íbúa Finnlands líki vel við fána Evrópusam- bandsins telja tveir þriðju aðspurðra í könnuninni að ekki eigi að hafa hann við hlið þjóðfánans á opinberum byggingum. Finnar vilja helst Sviss, Ísland og Noreg í ESB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.