Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRUMVARP um heimild til samn- inga um álverksmiðju í Reyðarfirði var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Alls 41 þingmaður greiddi at- kvæði með frumvarpinu en níu greiddu atkvæði gegn því. Einn þingmaður sat hjá en tólf þingmenn voru fjarstaddir atkvæðagreiðsluna. Flutningsmaður frumvarpsins, Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra, sagði við atkvæðagreiðsluna að dagurinn væri stór dagur í ís- lenskri atvinnusögu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, sagð- ist hins vegar með döprum huga horfa á meirihluta þingheims sam- þykkja frumvarpið. Fjöldi andstæðinga álversins og Kárahnúkavirkjunar fylgdust með atkvæðagreiðslunni frá þingpöllum Alþingis. Þeir púuðu á þá þingmenn sem kváðust ætla að styðja frum- varpið en klöppuðu fyrir þeim sem kváðust ekki ætla að styðja það. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sá því ástæðu til þess í upphafi at- kvæðagreiðslunnar að biðja áheyr- endur að sýna Alþingi háttvísi. Allir viðstaddir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, utan Katrín Fjeld- sted, greiddu akvæði með frumvarp- inu, allir viðstaddir þingmenn Framsóknarflokksins greiddu sömu- leiðis atkvæði með því sem og allir viðstaddir þingmenn Samfylkingar- innar nema tveir; þær Þórunn Svein- bjarnardóttir og Rannveig Guð- mundsdóttir. Þær Katrín, Þórunn og Rannveig greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Það gerðu einnig þing- menn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Pétur Bjarnason, varaþingmaður Frjálslynda flokks- ins, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Í frumvarpinu er iðnaðarráðherra heimilað að gera samninga fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Alcoa In- corporated, Fjarðarál sf. og stofn- endur þess, Alcoa á Íslandi ehf. og Reyðarál ehf. um að reisa og reka ál- verksmiðju og tengd mannvirki á Ís- landi og til að framleiða allt að 322.000 tonn af áli árlega í verk- smiðju við Reyðarfjörð. Áður en atkvæði voru greidd um frumvarpið í heild voru greidd at- kvæði um breytingartillögu þing- manna VG við frumvarpið en hún felst í því að láta fara fram þjóðar- atkvæðagreiðslu um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði samhliða komandi al- þingiskosningum. Sú breytingartil- laga var hins vegar felld með 35 at- kvæðum þingmanna Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins gegn sex at- kvæðum þingmanna VG. Tíu þing- menn Samfylkingarinnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Langþráður draumur Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæðum sínum við lokaat- kvæðagreiðsluna. Það gerði einnig iðnaðarráðherra. „Það er komið að lokum umfjöllunar Alþingis á stór- iðjuframkvæmdum á Austurlandi,“ sagði hún. „Það hefur verið einstök upplifun að fá að vera þátttakandi í því gríðarlega undirbúningsferli sem hér um ræðir. Ég er stolt af hæfni ís- lenskrar stjórnsýslu, starfsmanna Landsvirkjunar og verkfræðistofa sem hafa gert það að verkum að við höfum náð markmiðum okkar. Þá hefur samstarfið við sveitarfélagið Fjarðabyggð verið einstakt og það sama má segja um sveitarfélögin Fljótsdalshrepp og Norður-Hérað. Langþráður draumur Austfirðinga er að rætast.“ Ráðherra sagði að það sem mestu máli skipti væri að með stóriðju- framkvæmdunum myndi landsfram- leiðslan aukast um 1% og útflutn- ingstekjur um 12%. „Þessi framkvæmd mun því koma öllum Ís- lendingum til góða og mun styrkja undirstöðu þjóðfélagsins. Lykillinn að því að hægt er að fara út í þessar framkvæmdir er að íslenskum stjórnvöldum tókst að fá samþykkt svokallað íslenskt ákvæði í tengslum við Kyoto-bókunina. Það skiptir máli að stjórnvöld og stjórnmálaflokkar hafi markmið og leggi sig síðan fram til að ná þeim markmiðum. Það tókst að þessu sinni. Þetta er stór dagur í íslenskri atvinnusögu.“ Þingmenn VG voru ekki á sama máli og ráðherra. Í máli Steingríms J. Sigfússonar kom t.d. fram að með samþykkt frumvarpsins væru þing- menn að bregðast hlutverki sínu sem gæslumenn þess lands sem þeim væri trúað fyrir. „Herra forseti, það er með döprum huga sem ég sé meirihluta alþingismanna ætla að ábyrgjast þennan gerning. Ég öf- unda þá ekki af því sæti á spjöldum sögunnar sem þeir þar með taka.“ Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, sagði að ýmsum spurningum væri enn ósvarað; spurningum sem tengdust mengunarvörnum og efna- hagslegum forsendum. Hann sagði einnig að „Kárahnjúkaflokkarnir,“ eins og hann orðaði það, þ.e. Sjálf- stæðisflokkurinn, Framsóknarflokk- urinn og Samfylkingin myndu valda mestu náttúruspjöllum Íslandssög- unnar ef áformin um stóriðjufram- kvæmdirnar næðu fram að ganga. Getur valdið heilsutjóni Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði að ef sama álverið og til stæði að reisa í Reyðarfirði væri drif- ið með kolum félli til meira af gróð- arhúsalofttegundum frá því en öllum núlifandi Íslendingum. Og Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, sagði daginn góðan fyrir Reyðfirðinga, fyrir Austfirðinga og fyrir Íslendinga. „Það er því með gleði sem ég greiði atkvæði um heimild til samninga um álverk- smiðju í Reyðarfirði,“ sagði hún. Pétur Bjarnason, varaþingmaður Frjálslynda flokksins, sagðist hlynntur áformum um byggingu ál- verksmiðju í Reyðarfirði og tók fram að hann hefði þegar greitt atkvæði með þeim tilgangi frumvarpsins við aðra umræðu þess. Hann sagði hins vegar að Frjálslyndi flokkurinn hefði hvorki fulltrúa í iðnaðarnefnd þings- ins né í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins. Þar með hefði hann ekki haft aðstöðu til að kynna sér og meta þær upplýsingar sem fram kæmu í ákveðnum greinum frumvarpsins. Af þeim ástæðum myndi hann sitja hjá við heildaratkvæðagreiðslu um frumvarpið. Í máli Katrínar Fjeldsted kom fram að hún teldi að bygging álvers- ins og Kárahnjúkavirkjunar myndi valda ómældum náttúruspjöllum á viðkvæmri náttúru Íslands. Auk þess væri hér um að ræða eitt stærsta ósnortna víðerni Evrópu. „Í Reyðarfirði er logn í u.þ.b. helming- inn af tímanum. Við slíka staðhætti mun mengun geta valdið heilsutjóni fyrir lungnaveikt fólk, fyrir gamalt fólk og fyrir smábörn.“ Síðan sagði Katrín: „Öll rök um að við Íslendingar verðum að fórna óvirkjuðu vatnsafli okkar í þágu heimsins til að ekki þurfi að fram- leiða ál með kolum og olíu falla um sig sjálf þegar við lítum á það að við byggingu þessa álvers mun Alcoa leggja niður þrjú álver í Bandaríkj- unum; þar af tvö sem hafa vatnsmiðl- unarlón.“ Hún sagðist vilja leggja áherslu á fegurðina, heilsuna, um- hverfið og hugvitið. Því myndi hún greiða atkvæði gegn frumvarpinu. „Þetta er sorgardagur“ Þuríður Backman, þingmaður VG, minnti á, eins og aðrir andstæðingar frumvarpsins, að álver við Reyðar- fjörð væri forsenda Kárahnjúka- virkjunar. „Þessar framkvæmdir verða ekki slitnar í sundur. Ég for- dæmi þau miklu og óafturkræfu um- hverfisspjöll sem verða vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Landið og náttúran norðan Vatnajökuls er sér- stakt og gefa okkur möguleika á að stofna einstakan þjóðgarð um þessi stærstu ósnortnu víðerni Evrópu.“ Sagðist hún auk þess ekki trúa á það að álframleiðsla væri lausn á byggðamálum landsins. Síðust til að kveðja sér hljóðs við atkvæðagreiðsluna var Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG. Hún sagði að þjóð og þing hefðu staðið frammi fyrir afarkostum í málinu. Ekki hefði verið gerð tilraun til að meta verðgildi náttúrunnar, allt væri falt og afhent erlendum auðhring á silfurfati. Ákvörðun um að reisa ál- ver í Reyðarfirði, sem fengi orku á þriðja heims verði, bæri fyrir borð skyldur ríkisstjórnarinnar til að jafna rétt karla og kvenna í atvinnu- málum. Verið væri að skapa einhæf- an karlavinnustað þar sem konum væri gert að hirða molana af borðum karlanna í svonefndum afleiddum störfum. Alþingi samþykkir álverksmiðju í Reyðarfirði með 41 atkvæði gegn 9 atkvæðum Ráðherra segir daginn stór- an í íslenskri atvinnusögu Morgunblaðið/Jim Smart Hildur Rúna Hauksdóttir (til vinstri) og Elísabet Jökulsdóttir, sem barist hafa gegn álveri í Reyðarfirði og virkjun við Kárahnjúka, fylgdust með atkvæðagreiðslunni á Alþingi í gær. JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði á Alþingi í gær, að hann hefði farið fram á það við Landlæknisembættið að það kæmi með formlegar tillögur um með- ferð fyrir átröskunarsjúklinga. „Átraskanir eru með alvarlegustu og erfiðustu geðsjúkdómum sem þurfa margþætta meðferð til langs tíma. Ég hef því fullan áhuga á því að fylgja þessu máli eftir, að fengnum þeim tillögum sem ég á von á í málinu,“ sagði hann. Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, tók málið upp í fyrir- spurnartíma. Ráðherra sagði að ekki væru upplýsingar eða rannsóknir um tíðni átraskana hér á landi en að búast mætti við því að nýgengi sjúkdómsins væri svipað og annars staðar í hinum vestrænu löndum, en þar væri talið að um 1 til 1,5% kvenna gæti haft átröskun. Þá væri átröskun mun tíðari meðal ungra kvenna en karla. Í máli ráðherra kom einnig fram að hér á landi hefðu margs konar meðferðir við átröskun verið reyndar, bæði hjá sálfræðingum og geðlæknum, innan heilsugæslunn- ar sem og á ýmsum sjúkrahús- stofnunum, Reykjalundi, Náttúru- lækningafélaginu og víðar. „Við Landspítalann var sett á laggirnar átröskunarteymi innan geðdeildar fyrir tveimur árum og hefur það teymi sýnt mjög virðingarvert framtak,“ sagði hann. Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra Bíður eftir tillögum um meðferð við átröskun JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði á Alþingi í gær að til- lögur nefndar um málefni barna- og unglingageðdeildar væru enn til skoðunar hjá sér. Honum finnst til- lögurnar raunhæfar. „Þær kosta fjármuni sem ég þarf að vinna að því að tryggja. Ég get ekki sagt til um niðurstöðuna af því á þessari stundu en lít mjög alvarlegum augum á þetta mál.“ Í máli Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, kom fram að brýnustu úrbætur sam- kvæmt tillögum nefndarinnar kosti 112 milljónir króna. Til viðbótar þurfi að koma 100 milljónir til að framkvæma allt sem lagt er til. Steingrímur J Sigfússon, formað- ur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, spurði ráðherra um fram- gang málsins innan heilbrigðisráðu- neytisins. Sagðist hann hafa vonast til að aðgerðir yrðu boðaðar á Al- þingi og auknar fjárveitingar í geð- heilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni kæmust inn í fjáraukalög, sem væru til meðferðar í þinginu. „Það er ljóst að þessar tillögur kosta fjármuni,“ sagði Jón og taldi upp aukinn rekstrar- og stofnkostn- að. Þó muni það ekki hafa umtals- verðan aukakostnað í för með sér að fjölga legurúmum um þrjú sem hann sagði nauðsynlegt að gera. „Hins vegar er það ekki nóg að gert.“ Vandamál barnanna samsett Jónína Bjartmarz, formaður heil- brigðis- og trygginganefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að nefndin hefði í hádeginu í gær rætt við full- trúa Félags geðsjúkra barna, Um- hyggju og Geðhjálpar til að heyra þeirra hlið á þessu máli. Auk þeirra komu á fundinn aðilar úr heilbrigðis- og skólakerfinu. „Markmiðið hjá okkur var að sjá þetta í víðara samhengi,“ segir Jón- ína. „Vandinn eins og hann liggur fyrir okkur, ekki síst eftir þennan fund, eru börn með samsett vanda- mál. Þar er um að ræða geðraskanir, jafnvel vímuefnaneyslu og stundum andfélagslega hegðun til viðbótar. Þetta er stóri hópurinn sem við höf- um ekki getað veitt þjónustu sem skyldi eða hefur ekki getað nýtt sér þjónustu sem í boði er.“ Hún segir erfitt að eiga við einstaklinga sem bæði fást við geðraskanir og fíkn innan geðheilbrigðisþjónustunnar. Oft leiðist þessir einstaklingar út í afbrot, aðkoma þeirra að skólakerf- inu sé erfið og vandamálið sé því samsett sem flestir þurfi að koma að. „Menn verða að taka höndum saman og finna sameiginlega lausn,“ segir Jónína. Heilbrigðisráðherra vill bæta geðheilbrigðis- þjónustu barna Vinnur að því að tryggja fjármuni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.