Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Noah s/l 2.490 990 Wex bolur 1.990 990 Calypso bolur 2.990 1.490 Massive buxur 3.990 1.990 Epsilon frakki 6.990 3.990 O.fl. tilboð H L A U P K A U P Uni ungbsængurfatn. 2.490 1.290 Apple jr bolur 1.990 1.290 Cargo buxur 3.490 1.990 Cargo peysa 2.990 1.990 Blues bam peysa 2.990 1.990 O.fl. tilboð Kringlunni - Smáralind Smáralind GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti, sem notar hvert tækifæri til að tala um trú sína á Guð og vitna í Biblíuna, mætir nú andstöðu úr óvæntri átt því margir kirkjuleið- togar hafa lagst gegn stefnu hans í Íraksmálinu. Þeirra á meðal er Jó- hannes Páll páfi sem hvatti í gær kristna menn út um allan heim til að biðja fyrir friði og taka höndum saman um að „hlífa mannkyninu við öðru afdrifaríku stríði“. Margir af leiðtogum kaþólsku kirkjunnar og mótmælenda hafa látið í ljósi andstöðu við stríð í Írak og hvatt til þess að deilan verði leyst með friðsamlegum hætti. Áhrifamestur þeirra er Jóhannes Páll páfi sem sendi Pio Laghi kard- inála á fund Bush í Hvíta húsinu í gær. Það er engin tilviljun að Laghi kardináli skuli hafa verið valinn til fararinnar því hann er gamall vin- ur föður Bush, George Bush eldri, fyrrverandi forseta. Laghi var sendiherra Páfagarðs í Washington á árunum 1980–88 og Bush eldri var varaforseti í forsetatíð Ronalds Reagans frá 1981 til 1989. Bush forseti var í nokkuð vand- ræðalegri stöðu vegna heimsókn- arinnar þar sem hann vill ekki taka þá áhættu að styggja kaþólska kjósendur nú þegar tæp tvö eru til forsetakosninga. Fyrir fundinn sagði Ari Fleischer, talsmaður Bandaríkja- forseta, að hann myndi hlusta grannt á orð kardinálans en hann væri þó ósammála því mati Páfa- garðs að ekki væri siðferðislega réttlætanlegt að hefja stríð í Írak. Að sögn Fleischers er það siðferð- isleg og lagaleg skylda Bandaríkja- forseta að beita hervaldi ef þörf krefur til að vernda landið. Fastað og beðið fyrir friði Páfi hvatti í gær kristið fólk út um allan heim að fasta og biðja fyrir friði. Hann sagði að allir þyrftu að „axla ábyrgð og taka höndum saman um að hlífa mann- kyninu við öðru afdrifaríku stríði“ og minnast „erfiðleikanna og þján- inganna sem bræður okkar hafa mátt þola vegna hungurs, hörm- unga og stríðs“. Heimskirkjuráðið í Genf og kirkjuráð ensku biskupa- kirkjunnar hvöttu einnig til föst- unnar. Páfi hefur lýst stríði sem „ósigri fyrir mannkynið“. Hann óttast að mikið mannfall verði meðal óbreyttra borgara og múslímar kunni að líta á hernað í Írak undir forystu Bandaríkjanna sem kross- ferð hins kristna heims gegn íslam. „Ég er hér í friðarferð og tel ekki að stríð sé óhjákvæmilegt,“ sagði Laghi fyrir fundinn með Bush en bætti við að hann við- urkenndi að málið væri flókið og forsetinn stæði frammi fyrir „mjög erfiðum ákvörðunum“. Vildi ekki ræða við kirkjuleiðtogana Stefna Bush, sem er meþódisti, hefur mætt andstöðu margra ann- arra kristinna trúfélaga í Banda- ríkjunum. Bandaríska kirkjuráðið, NCC, sem flestar kirkjur mótmæl- enda í Bandaríkjunum eiga aðild að, hefur einnig mótmælt hugs- anlegu stríði og beðið án árangurs um fund með forsetanum. „Það eru forystumönnum NCC mikil vonbrigði að Bush skuli hafa hafnað beiðnum þeirra um fund með honum til að ræða viðhorf þeirra,“ skrifaði Fritz Ritsch, prestur Bethesda-öldungakirkjunn- ar, í The Washington Post. „For- setinn virðist telja að hann geti tal- að um guðfræði í krafti embættis síns án þess að ræða við guðfræð- inga. Stóra spurningin er því: hve- nær varð forsetinn æðsti guðfræð- ingur þjóðarinnar?“ Þegar Fleischer var spurður hvers vegna Bush vildi ekki ræða við forystumenn kirkjuráðsins sagði hann aðeins að forsetinn gerði sér far um að ræða við tals- menn sem flestra hópa og menn með ólíkar skoðanir. „Og hann mun upplýsa ykkur um hverja hann ræðir við.“ Páfi hvattur til að ávarpa öryggisráðið Ágreiningurinn við kirkjuleiðtog- ana kemur sér illa fyrir Bush og samræmist varla ímynd hans sem hins trúrækna manns sem getur vitnað í Biblíuna. Andstaðan við stríð í Írak hefur sameinað mótmælendur og kaþ- ólska. Forystumenn bandaríska kirkjuráðsins fengu áheyrn hjá páfa í lok febrúar og báðu hann að „fara til New York til að ávarpa ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna og gera um leið bandarískum almenn- ingi grein fyrir andstöðu sinni við stríð í Írak“. Talsmaður Páfagarðs neitaði því á mánudag að páfi hygðist ávarpa öryggisráðið. Stjórnarerindrekar í Páfagarði sögðu þó að páfi kynni að vera tilbúinn til þess ef skilaboð Laghis kardinála dygðu ekki til að telja Bush hughvarf og hann hefði rætt þennan möguleika við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna. Páfi hefur rætt málið við marga stjórnmálaleiðtoga sem styðja stefnu Bush, meðal annars Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Jose Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar. Á þriðjudag ræddi hann við Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu. Heimildarmenn í Páfagarði segja að páfi, sem er 82 ára og heilsu- veill, neyti allrar orku sinnar til að reyna að koma í veg fyrir stríð. Kirkjuleiðtogar upp á kant við Bush forseta Páfi hvetur til þess að reynt verði að afstýra stríði í Írak AP Andstæðingar stríðs í Írak halda á 25 metra löngum friðarfána á Péturs- torginu í Páfagarði eftir að Jóhannes Páll páfi hvatti alla kaþólikka til að biðja fyrir friði og skoraði á stjórnmálamenn að gera allt sem þeir geta til að „hlífa mannkyninu við öðru afdrifaríku stríði“. Washington, Páfagarði. AFP, AP. ’ Ágreiningurinnkemur sér illa fyrir Bush og samræmist varla ímynd hans sem hins trúrækna manns sem getur vitnað í Biblíuna. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.