Morgunblaðið - 06.03.2003, Page 46
DAGBÓK
46 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Ak-
ureyrin kemur og fer í
dag. Freyja, Goðafoss
og Arnarfell fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ludvig Andersen.
Remoy Fjord koma í
dag.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað og opin handa-
vinnustofa, kl. 9–12.30
bókband og öskjugerð,
kl. 9.45–10 helgistund,
kl. 10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13–16.30 op-
in smíða og handa-
vinnustofa.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–16 hárgreiðsla, kl.
8.30–14.30 bað, kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–12
myndlist, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 13 bók-
band.
Félagsstarf eldri
borgara í Mosfellsbæ,
Kjalarnesi og Kjós.
Félagsstarfið opið
mánu- og fimmtudaga.
Fimmtudagur: kl. 13
tréskurður, kl. 14
bókasafnið, kl. 15–16
bókaspjall, kl. 17–19
æfing kórs eldri borg-
ara í Damos.
Félagsstarfið, Dal-
braut 27. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl.
9–12 íkonagerð, kl. 10–
13, verslunin opin, kl.
13–16 spilað.
Félagsstarfið Dal-
braut 18–20. Kl. 9 bað
og opin handa-
vinnustofa, kl. 14 söng-
stund.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9–12
bað, kl. 9 glerskurður,
kl. 10 leikfimi, kl. 13.30
söngtími, kl. 9–14 hár-
greiðsla.
Félagsstarfið Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10 hár-
greiðsla, kl. 13 föndur
og handavinna.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Gler-
skurður kl. 13, bingó
kl. 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin kl. 10–13 virka
daga. Morgunkaffi,
blöðin og matur í há-
degi. Brids kl. 13 og
bridsnámskeið kl.
19.30. S. 588 2111.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf, kl. 10.30
helgistund frá hádegi
vinnustofur og spila-
salur opin. Ýmsir við-
burðir framundan,
upplýsingar á staðnum
og í s. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan op-
in, kl. 9.05 og 9.50 leik-
fimi, kl. 10.50 leikfimi,
kl. 9.30 klippimyndir,
kl. 12.30 vefnaður, kl.
13 gler og postulíns-
málun, kl. 17 myndlist,
kl. 20 gömlu dansarnir,
kl. 21 línudans.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 10 ganga, kl.
13–16 handa-
vinnustofan opin, kl. 13
bridds.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna og perlu-
saumur, og hjúkr-
unarfræðingur á
staðnum, kl. 9.05 leik-
fimi, kl. 9.55 stóla-
leikfimi, kl. 10 boccia,
kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé-
lagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 bútasaumur, kl. 10
boccia, kl.13 handa-
vinna, 13.30 félagsvist.
Fótaaðgerðir, hár-
greiðsla.
Korpúlfar, Graf-
arvogi, samtök eldri
borgara, hittast á
fimmtudögum kl. 10,
aðra hverja viku er
púttað á Korpúlfs-
stöðum en hina vikuna
er keila í Keilu í
Mjódd.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa
og tréskurður, kl. 13–
16.45 leir, kl. 10–11
ganga.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–12
bað, kl. 9.15–15.30,
handavinna, kl. 10–11
boccia, kl. 13–14 leik-
fimi, kl. 13–16 kóræf-
ing og mósaik.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla,
kl. 9. 30 glerskurður og
morgunstund, kl. 10
fótaaðgerð og boccia
æfing, kl. 13 hand-
mennt og spilað.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Félag áhugamanna
um íþróttir aldraðra.
Leikfimi í Bláa salnum
kl. 11.
Sjálfsbjörg félag fatl-
aðra, Hátúni 12, kl.
19.30 tafl.
Kristniboðsfélag
Kvenna, Háaleit-
isbraut 58–60, aðal-
fundur félagsins, kaffi
kl. 16.
Gullsmárabridds.
Eldri borgarar spila
bridds í Gullsmára 13.
Skráning kl. 12.45, spil
hefst kl. 13.
Félag kennara á eft-
irlaunum Árshátíðin
verður í Húnabúð,
Skeifunni 11, laug-
ardaginn 8. mars kl.
19. Þátttakendur skrái
sig á skrifstofu Kenn-
arasambands Íslands
fyrir föstudag.
Í dag er fimmtudagur 6. mars,
65. dagur ársins 2003. Orð dags-
ins: Látið frið Krists ríkja í hjört-
um yðar, því að til friðar voruð
þér kallaðir sem limir í einum lík-
ama. Verðið þakklátir.
(Kól. 3, 15.)
Þórunn Sveinbjarnar-dóttir alþingismaður
gerir klámvæðingu að
umtalsefni í pistli á vef
sínum á þriðjudag: „Fyrir
nokkrum árum brugðust
margir ókvæða við hér á
landi þegar kvenfrels-
iskonur leyfðu sér að
benda landsmönnum á að
nektardansstaðir og inn-
flutningur erlendra
kvenna til starfa á þeim
væri angi af miklu stærri
og skuggalegri starfsemi
um heim allan. Fyrst var
eins og margir vildu ekki
trúa því að eitthvað mis-
jafnt gæti gerst hér heima
eins og annars staðar.
Sem betur fer hafa augu
almennings opnast fyrir
þeirri skelfilegu glæpa-
starfsemi sem klám- og
kynslífsiðnaðurinn er.
Þessari vitundarvakningu
má líkja við þá sem varð í
upphafi níunda áratug-
arins þegar Íslendingar
þurftu að horfast í augu
við þá staðreynd að bæði
sifjaspell og heimilis-
ofbeldi ættu sér stað hér á
landi í sama mæli og ann-
ars staðar,“ segir Þórunn.
Hún fjallar síðan umauglýsingu, sem
fjallað var um hér í Morg-
unblaðinu í gær: „Hug-
myndir margra unglinga
um kynlíf virðast meng-
aðar af ranghugmyndum
sem fengnar eru beint úr
klámefni ýmiss konar. Í
dag, þriðjudaginn 4.
mars, má sjá heilsíðuaug-
lýsingu í DV frá útvarps-
stöð sem kallast Radio
Reykjavík. Þar er sýndur
nakinn og höfuðlaus búk-
ur stúlku, með nauðarak-
aða píku, lítil brjóst og
frekar strákslega lögun.
Hljóðneminn er eins og
göndull í skauti hennar.
Texti auglýsingarinnar er
eftirfarandi: Strákar! Við
hjá Radio Reykjavík vilj-
um bjóða ykkur uppá
þessa fallegu konu á þess-
um ágæta degi … Hvað er
hér á ferðinni annað en
talandi dæmi um klám-
væðingu Íslands? Í þessu
tilfelli er gengið eins
langt og hugsast getur
með tilvísun um uppáferð
á barnslegan kroppinn.
Er það þetta sem við
viljum að blasi við dætr-
um okkar á síðum dag-
blaðanna? Hauslaus kven-
mannskroppur brúklegur
til uppáferða! Er það
þetta sem strákar vilja?
Auðvitað ekki.“
Það er óhætt að takaundir þetta með Þór-
unni. Svona efni vilja
landsmenn væntanlega
hvorki að blasi við sonum
þeirra né dætrum í fjöl-
miðlum. Það virðist hins
vegar æ algengara að
þeir, sem beina alls konar
auglýsinga-, markaðs- og
fjölmiðlaefni að ungu
fólki, gangi yfir það sem
talizt geta almennt við-
urkennd siðferðismörk.
Þegar þetta er gagnrýnt
er viðkvæðið stundum að
svona vilji unga fólkið
hafa þetta. Það er lítils-
virðing gagnvart ungu
fólki. Þeir, sem ástunda
markaðssetningu, eiga að
bera meiri virðingu fyrir
unga fólkinu en svo að
þeir beri á borð auglýs-
ingar eins og þessa.
STAKSTEINAR
Klámvæðingin
og unga fólkið
Víkverji skrifar...
ÞAÐ fór ekki framhjá Víkverjastrangt eftirlitið með farþegum
á flugvellinum í Nairobi í Kenýa í
vikunni, þegar hann beið þar eftir vél
til Lundúna. Þarna var góðlegur og
gráskeggjaður prestur í virðulegum
rauðum kufli, kannski kaþólskum,
sem ekki var nógu sannfærandi til að
öryggisverðir létu hjá líða að leita á
honum og í farangri hans. Líklega
eins gott, því ef honum hefði verið
hleypt inn í vél án skoðunar, þá hefði
það verið vafasamt fordæmi. Vík-
verja leið líka betur, vitandi að ör-
yggisverðirnir létu einskis ófreistað
við að þefa uppi vopn. Þetta var líka í
kjölfarið á handtöku Khalid Shaikh
Mohammed, háttsetts al-Qaeda-
félaga og fólk svolítið stressað eins
og vænta mátti. En hin mikla leit á
farþegum olli klukkutíma seinkun á
vélinni, sem skipti svo sem ekki höf-
uðmáli. Annað eins hefur nú gerst.
x x x
SAMKVÆMT fréttum jóksttraust íslensks almennings á lög-
reglunni um tvö prósentustig milli
2002 og 2003 eða úr 71% í 73%.
Ánægjuleg þróun það. Það mætti
ætla að traust almennings á lögregl-
unni í Kenýa, svo talinu sé vikið aftur
suður á bóginn, fari vaxandi nú með
hinum nýja forseta landsins, Kibeki,
sem sagt hefur spillingu stríð á
hendur. Hvarvetna sem Víkverji
kom í Kenýa voru íbúarnir hæst-
ánægðir með nýja forsetann. 27 ára
Nairobibúi sem Víkverji slóst í för
með eitt síðdegið sagði almenning
áður aldrei hafa getað ferðast frjáls-
an um göturnar án þess að eiga á
hættu tilefnislausa handtöku lög-
reglunnar sem krafðist þúsundkalls
fyrir að láta viðkomandi lausan á
staðnum. Slík var spillingin á dögum
gamla forsetans Daniels arap Moi.
Og síðan gerði lögreglan lítið í því ef
tilkynnt var um árásir og glæpi. Nú
gengur hins vegar fólk um göturnar
frjálslegt í fasi og laust við áhyggjur
af þessum hlutum að minnsta kosti.
Og nýi forsetinn hefur fjarlægt van-
rækt börn af götum borgarinnar og
sett þau á fósturheimili, þótt ekki sé
víst hvað verði um þau þegar þau
fara þaðan út í lífið. Annar Nairobi-
búi sagði alvarlegur í bragði, er Vík-
verji spurði, að slagsmál væru al-
geng fyrir utan skemmtistaði, svo
ekki má ætla að allt sé eins og hjá
dýrunum í Hálsaskógi þrátt fyrir
gott mannlíf í borginni.
Og mannlífið er vissulega gott í
Nairobi, þótt sölumenn geti verið
uppáþrengjandi og elti mann á rönd-
um þangað til þeim er sagt að fara
með ákveðnu „habana“ sem merkir
nei á swahili. Áhrifaríkt bragð það,
en ekki víst að það dugi á íslenskt
símsölufólk. Það er önnur saga.
Sumir kalla Nairobi „Nairobbery“
vegna þjófnaða og rána. Ferðafólk er
stórlega varað við því að vera á ferli
á kvöldin á fáförnum stöðum. Svo
sem ekki nýjar fréttir þegar um er
að ræða milljónaborg.
Reuters
Mikil ánægja ríkir í Kenýa vegna
kjörs Mwai Kibaki, hins nýja for-
seta landsins.
MIG langar að vekja at-
hygli á handverki systr-
anna í klaustrinu í Hafn-
arfirði. Þær eru með
mikið af fallegum munum
svo sem kertum, sálma-
bókum, kortum og fleira í
t.d. sambandi við ferm-
ingar. Handbragð þeirra
er alveg einstakt.
Hallgrímur Helgason.
Þakkir
KÆRAR þakkir til þess
er fann lyklakippuna sem
ég tapaði sunnudags-
morguninn 2. mars sl. í
Elliðaárdalnum nálægt
hitaveitustokknum. Ég
uppgötvaði að lyklarnir
voru týndir er ég kom til
vinnu. Þeim hafði verið
skilað í óskilamunadeild
Lögreglunnar og voru
komnir í mínar hendur á
mánudagsmorgun.
Pálmi.
Tapað/fundið
Nokia 3310
tapaðist
NOKIA 3310 tapaðist í
Garðabæ. Framhliðin var
mjög litrík með mynd af
tasmaníudjöfli. Ef þið haf-
ið fundið símann, vinsam-
legast látið vita í síma
565 7158.
Brún húfa með
minkaskinni tapaðist
BRÚN jersey-hettuhúfa
með minkaskinni á
kantinum og á endum
bandanna sem bundið
er með tapaðist í des-
ember eða janúar sl.
Vinsamlegast hafið
samband í síma
899 8306.
Hefur þú týnt
lyklunum þínum?
EF þú hefur komið í
heimsókn í fjöleignar-
hús í Hraunbæ og tap-
að þrem lyklum á
kippu, þá geymi ég þá.
Hafðu samband í síma
567 2666.
Dýrahald
Hefur einhver
séð Bonný?
HÚN hvarf frá Berg-
þórugötu í Rvík, en ólin
hennar fannst á Öldugötu
í Hafnarfirði. Bonný er
svört og hvít. Ef einhver
hefur orðið hennar var
vinsamlegast hafið sam-
band við Siggu í síma
869 0958.
Læðu vantar
heimili
ÁTTA mánaða læðu vant-
ar gott heimili. Hún er
svört og hvít. Upplýsing-
ar í síma 557 8487 og
823 9398.
Lítinn kisustrák
vantar heimili
KASSAVANUR kisu-
strákur fæst gefins á gott
heimili. Upplýsingar í
síma 659 6644.
Grettir er fundinn
MIG langar að koma á
framfæri hjartans þökk-
um til þeirra sem aðstoð-
uðu við leitina að honum
og þá sérstaklega hjón-
unum á Brekkutanga 31 í
Mosfellsbæ.
Border collie-
hundur og íslensk
tík í óskilum
BORDER collie-hundur
og smávaxin ljós íslensk
tík eru í óskilum á
Hundahótelinu Leirum.
Eigendur eru vinsamleg-
ast beðnir að vitja þeirra
strax. Upplýsingar í síma
566 8366.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Systurnar í
klaustrinu
Morgunblaðið/RAX
Vor í Reykjavík.
LÁRÉTT
1 antigna, 4 óveður,
7 þvinga, 8 mynnið,
9 skaufhala, 11 lengdar-
eining,13 fjall, 14 reiðri,
15 þorpara, 17 tóbak,
20 ránfugls, 22 fim,
23 brúkar, 24 líkams-
hlutar, 25 peningar.
LÓÐRÉTT
1 slen, 2 soð, 3 hermir
eftir, 4 hrörlegt hús,
5 í vafa, 6 kveif,
10 styrkir,12 óþrif,
13 málmur, 15 ódaunn-
inn, 16 ófrægir, 18 við-
urkennir, 19 blundar,
20 vætlar, 21 svara.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 liðleskja, 8 stund, 9 rotna, 10 dót, 11 renna,
13 innan, 15 rykug, 18 strák, 21 rok, 22 Skoti, 23 iðnar,
24 spekingar.
Lóðrétt: 2 Iðunn, 3 ledda, 4 sorti, 5 jatan, 6 Æsir,
7 magn, 12 níu, 14 nót, 15 rása, 16 kropp, 17 grikk,
18 skinn, 19 ranga, 20 kort.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16