Morgunblaðið - 05.04.2003, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.04.2003, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ STRÍÐ Í ÍRAK „Ráðist á þá með afli trúarinnar hvenær sem þeir koma nálægt“ SADDAM HUSSEIN Í SJÓNVARPSÁVARPI TIL BAGDADBÚA ÍRASKIR hermenn sem hafa gerzt liðhlaupar og eru nú stríðsfangar bandamanna hafa lýst gerræðis- aftökum og alvarlegu ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna í Íraksher. Greindu talsmenn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch frá þessu í gær. Samtökin birtu í gær búta úr við- tölum við 26 íraska hermenn, sem sögðust hafa kosið að gerast lið- hlaupar þegar herdeildir þeirra hörf- uðu frá stöðvum sínum á mörkum sjálfstórnarsvæðis Kúrda í Norður- Írak. Samtökin gizkuðu á að minnst 130 íraskir liðhlaupar væru nú í haldi Kúrda í Abril-héraði. Einn liðhlaupanna sagði frá því að hann hefði orðið vitni að gerræðisaf- tökum á 10 meintum liðhlaupum. Aðrir sögðust vita að aftökusveitir hefðu verið myndaðar, þótt þeir hefðu sjálfir ekki orðið vitni að slík- um aftökum. „Stundum vorum við svo svangir að við átum gras sem við blönduðum við dreitil af vatni,“ sagði 21 árs gam- all hermaður frá Bagdad, hvers her- flokkur hafði verið hluti af fimmtu herdeild íraska landhersins. „Við þvoðum okkur ekki í fjörutíu daga. Það var oft ekkert drykkjar- vatn að hafa og þeir (yfirmennirnir) létu okkur fá koppa og sögðu okkur að sækja okkur vatn með því að safna regnvatni úr drullupollunum,“ sagði hann. Fólskulegar refsingar Allir liðhlauparnir sem fulltrúar Human Rights Watch töluðu við voru á aldursbilinu frá tvítugu til 38 ára. Þeir áætluðu að mánaðarlaun sín sem hermenn hefðu verið um það bil tveir Bandaríkjadalir á mánuði, en sumir sögðust reyndar ekki hafa fengið nein laun svo mánuðum skipti. Í vitnisburði þeirra er líka að finna frásagnir af fólskulegum refsingum, þar á meðal barsmíðum og að vera þvingaðir til að skríða langar leiðir á grjóti, á berum hnjám eða á bakinu. Þeim var ítrekað hótað aftöku ef þeir skyldu voga sér að reyna að flýja af hólmi. Liðhlaup- ar lýsa grimmd yfirmanna New York. AFP. ÍRASKA ríkissjónvarpið sýndi í gær myndir af Saddam Hussein, forseta landsins, þar sem óbreyttir borgarar fögnuðu honum á götu úti. Bendir það og ávarp hans, sem sjónvarpið sendi út í gær, til þess, að hann sé á lífi. Á sjónvarpsmyndunum var Sadd- am í grænum einkennisbúningi inn- an um fagnandi fólk á aðaltorginu í al-Mansour-íbúðarhverfinu og virt- ust aðeins fáir lífverðir gæta hans. Brosti hann breitt og leyfði fólki að kyssa á hönd sér um leið og það hrópaði, að það ætlaði að fórna blóði sínu og sálu fyrir hann. Bendir þetta til að Saddam sé á lífi og einnig ávarpið, sem sent var út í gær, en í því hvetur hann írösku þjóðina til að berjast af alefli gegn bandarískum hersveitum í grennd við Bagdad. Bandarískur embættis- maður sagði að ávarpið benti til þess að Saddam hefði lifað af fyrstu loft- árásina á borgina 20. mars því að hann virtist skírskota til atburðar sem varð eftir að stríðið hófst. Í ávarpinu talaði Saddam um að „hugrakkur íraskur bóndi“ hefði skotið niður bandaríska Apache- árásarþyrlu „með gömlu vopni“ og heimildarmaður fréttastofunnar AFP í Washington sagði að svo virt- ist sem hann skírskotaði til atburðar sem varð 24. mars. Í ræðunni sagði Saddam Hussein að innrásarliðið væri að nálgast borgarmúra Bagdad. „Ráðist á þá með afli trúarinnar hvenær sem þeir koma nálægt ykkur og veitið mót- spyrnu, hugrökku Bagdad-búar. Með Guðs hjálp munið þið sigra og þeir bíða ósigur.“ Áður en ávarpinu var sjónvarpað höfðu bandarískir embættismenn látið í ljósi efasemdir um að Saddam hefði lifað af fyrstu loftárásina í stríðinu, en hún var gerð á byggingu í Bagdad þar sem talið var að íraski leiðtoginn, tveir synir hans og fleiri nánir samstarfsmenn hans hefðu verið í fyrir rúmum hálfum mánuði. Embættismennirnir höfðu leitt getum að því að allar sjónvarps- myndirnar af Saddam, sem sýndar höfðu verið þar til í gær, hefðu verið teknar upp á myndband áður en stríðið hófst. Eftir að ávarpið og myndirnar af gönguferðinni voru sýndar sagði Ari Fleischer, talsmaður George Bush Bandaríkjaforseta, að ekki skipti máli hvort þær væru ekta. „Í heild- armyndinni skiptir það í rauninni ekki máli því að hvort sem þetta er hann eða ekki eru dagar stjórnarinn- ar taldir,“ sagði Fleischer. Roger Hardy, sérfræðingur breska ríkisútvarpsins, BBC, um Mið-Austurlönd, sagði að tilgangur- inn með ávarpi Saddams hefði verið að sýna heiminum að hann væri enn á lífi og enn við stjórnvölinn og fá íbúa Bagdad til að snúa bökum sam- an vegna átakanna, sem væru í vændum. Saddam sagður við góða heilsu Utanríkisráðherra Íraks, Naji Sabri, sagði í gær í viðtali við BBC að Saddam Hussein væri við góða heilsu og stjórnaði enn landinu. Ráð- herrann neitaði hins vegar að svara því hvort hann hefði séð forsetann nýlega. „Þú átt ekkert með að spyrja þessara spurninga,“ sagði hann. Þótt bandarískir embættismenn hafi lýst vissum efasemdum um að hinn rétti Saddam hafi verið á ferð á myndunum frá Bagdad töldu aðrir sem vel til þekkja að þetta hafi verið forsetinn sjálfur en ekki tvífari. Þannig tjáðu Írakar, sem horfðu á útsendinguna ásamt fréttaritara BBC í Bagdad, honum að þeir væru sannfærðir um að þeir hefðu verið að horfa á Saddam Hussein sjálfan. Ekki er ljóst hversu margir Írakar áttu þess kost að sjá útsendinguna, en sjónvarpssendingar íraska sjón- varpsins hafa ekki verið stöðugar. Saddam sýndur innan um óbreytta borgara Flest bendir til að hann hafi lifað af árásina 20. mars AP Maður sem virðist vera Saddam Hussein Íraksforseti gengur meðal mannfjölda úti á götu í Bagdad, í upptöku sem íraska sjónvarpið sendi út í gær. Ávarpi Saddams var einnig sjónvarpað í gær.                                                      !           " #$       !     !  &                 '()** +,       .   /    #   & #   0       % 1 2/"31 +2/4 56142/%2 " 74 8 9 212 % 2 #:;<80 0 = 1 # + 2 / 4 2 4      >?  / @ ' "         # " A 2 "   " #$       21  BC D 2  -#         # DOMINIQUE de Villepin, utanrík- isráðherra Frakklands, kallaði í gær eftir því að sáttum yrði komið á í al- þjóðasamfélaginu, sem hefur verið klofið vegna Íraksstríðsins, og ítrek- aði mikilvægi þess að Sameinuðu þjóðirnar lékju stórt hlutverk við enduruppbyggingu Íraks að stríði loknu. „Stríðið í Írak er harmleikur, en ég tel að allt hafi verið gert til að af- stýra því,“ sagði de Villepin, en franska stjórnin hefur, ásamt þeirri þýzku og rússnesku, verið í farar- broddi í andstöðu við hernað Banda- ríkjamanna og Breta í Írak. Villepin lét þessi orð falla eftir við- ræður í Róm við hinn ítalska starfs- bróður sinn Franco Frattini, en fyrr um daginn hittust þeir de Villepin og starfsbræður hans frá Rússlandi og Þýzkalandi, Ígor Ívanov og Joschka Fischer, í París. Utanríkisráðherrarnir þrír lýstu m.a. áhyggjum sínum af þeirri um- ræðu sem nú ætti sér stað á Banda- ríkjaþingi, þar sem lagt er til að fyr- irtæki frá Frakklandi, Þýzkalandi og Rússlandi verði útilokuð frá því að taka þátt í útboðum í verkefni við enduruppbyggingu Íraks, sem bandarísku skattfé yrði varið til. Villepin kallar eftir sáttum París, Róm. AFP. AP Dominique de Villepin, í miðju, ásamt þeim Joschka Fischer (t.v.) og Ígor Ívanov í París í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.