Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 34
VÍKINGASÝNINGIN er ein umfangsmesta sýn- ing Smithsonian- stofnunarinnar og stærsta sýningin í Vís- indasafni Minnesota til þessa,en hún hefur sleg- ið öll aðsóknarmet. Um farandsýningu er að ræða og var hún fyrst sett upp í Náttúru- minjasafni Smithsonian í Washington í apríl árið 2000, en hefur síðan verið í New York, Denver, Houst- on og Los Angeles í Bandaríkj- unum, Hull/Ottawa í Kanada, og loks í Minneapolis/Saint Paul í Bandaríkjunum þar sem hún verð- ur til 18. maí. Góð kynning á íslenskri sögu Sýningin var sett upp í tilefni 1.000 ára afmælis landafunda nor- rænna manna í Ameríku og voru þjóðhöfðingjar Norðurlanda við- staddir opnunina í Washington en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti setningarávarp hennar í Vísindasafninu í Minnesota. William Fitzhugh og Elisabeth Ward, sem er af íslenskum ættum í móðurætt, ritstýrðu bók um sýn- inguna og sáu um undirbúning sýningarinnar, en meira en 300 munir eru þar til sýnis. Samráð og samvinna var höfð við norrænu ráðherranefndina og sérfræðinga ýmissa safna, meðal annars þjóð- minjasafna á Norðurlöndum, Grænlandi, í Skotlandi og Kanada. Þjóðminjasafn Íslands og Stofnun Árna Magnússonar eiga merka muni og handrit á sýningunni og Íslendingar hafa komið að henni með margvíslegum hætti, en á for- síðu sýningarbókarinnar er mynd af víkingaskipinu Íslendingi. Bók- in er ríflega 400 litprentaðar síður í sex köflum og samanstendur af 31 grein eftir fjölmarga fræði- menn, þar á meðal eftir Harald Ólafsson, Orra Vésteinsson, Helga Þorláksson og Gísla Sigurðsson, sem á þrjár greinar, en Hilary Clinton ritar formála. Sýningin er óneitanlega glæsi- leg og vekur athygli á Norð- urlöndunum og tengslum þeirra við Vesturheim í sambandi við ferðir víkinganna vestur, en hlut- ur Íslands er áberandi og fer ekki framhjá neinum. Það er til dæmis lögð áhersla á að víkingar sigldu frá Íslandi og Grænlandi til Norð- ur-Ameríku fyrir um 1.000 árum, löngu áður en Kólumbus var þar á ferðinni, og því komið til skila að víkingar voru ekki bara herskáir menn heldur venjulegir menn, bændur, listamenn og ævin- týragjarnir sæfarar. Íslend- ingasögurnar gegna hér mik- ilvægu hlutverki og „víkingaþorpið“ opnar augu gesta fyrir lífi fólksins fyrr á öldum auk þess sem „víkingaskipið“ er greinilega vinsælt hjá yngstu kyn- slóðinni. Sýningin mikilvæg Lilja Árnadóttir á Þjóðminja- safni Íslands var með í vinnuhóp sýningarinnar í rúm tvö ár áður en hún var fyrst sett upp og hefur komið að uppsetningunni á nokkr- um stöðum. „Það sem er sérstakt við þessa sýningu er að það eru Ameríkumenn sem búa hana til og hafa með sér ráðgjafahóp,“ segir hún og bætir við að mikil vinna hafi verið fólgin í því að koma öllu heim og saman. Um 1.200 sjálfboðaliðar starfa í Vísindasafninu Science Museum of Minnesota, þar á meðal liðlega 30 leiðsögumenn. Einn þeirra er Bob Peterson, sem er af sænskum ætt- um, og hann segir að Víkingasýn- ingin hafi slegið í gegn. „Flestir skoða sýninguna á rúmum klukku- tíma en nýlega var hér maður af íslenskum ættum, Bill Watson frá Plymouth, og eftir um fimm tíma sagðist hann því miður verða að fara en hann kæmi aftur, því hann ætti eftir að skoða mikið. Þessi maður sagðist oft hafa farið til Ís- lands en hingað ætti hann mik- ilvægt erindi. Hann er einn fjöl- margra gesta sem koma aftur og aftur.“ Ekki liggja fyrir opinberar tölur um fjölda gesta frá því sýningin var opnuð fyrir þremur árum, en talið er að um sex milljónir manna hafi þegar séð hana. Bob Peterson segir að hann hafi tekið á móti mörgum hópum skólakrakka og það sé gaman að fara með börnum og unglingum í gegnum sýn- inguna, því ungmennin séu óhrædd við að spyrja. „Sýningin er hluti af skólastarfinu, allt frá barnaskóla upp í háskóla, og áhug- inn leynir sér ekki. Hérna eru gíf- urlega miklar upplýsingar en ég reyni að bæta við með öðrum fróð- leik, sem ég hef viðað að mér.“ Ferð til Íslands Það fer vel á því að hafa Vík- ingasýninguna í Minnesota því þar eru rætur Norðurlanda sterkar. Í því sambandi má nefna að meira en 300 fyrirtæki í Minnesota eru með orðið Viking í nafninu og þar er þekktast fótboltaliðið Minne- sota Vikings í Minneapolis. Frá þessu er greint á sýningunni og hún þannig tengd við heimamenn og sérstaklega víkinga heima- manna. Það er ekki nóg með að sýningin veki mikla athygli á Íslandi heldur er boðið upp á sérstaka ferð til sögueyjunnar að sýningunni lok- inni eða 29. maí til 9. júní til að kynnast m.a. Njáluslóðum og öðr- um fornum söguslóðum í fylgd sér- fræðinga. „Þetta er mjög spenn- andi,“ segir Bob Peterson. „Ég fór á 18 tíma námskeið um sýninguna áður en hún var opnuð og hef lært mikið af því að skoða gripina og lesa um þá. Ég læri alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi, en á margt ólært.“ Sýningin „Víkingar: Saga Norður-Atlantshafsins“ í Vísindasafninu í Minnesota til 18. maí Gestir koma aftur og aftur Víkingasýning Smithsonian-stofnunar- innar í Washington hefur verið sett upp á sjö stöðum í Bandaríkjunum og Kan- ada undanfarin þrjú ár og hefur vakið mikla athygli en um sex milljónir manna hafa séð hana. Steinþór Guðbjartsson skoðaði sýninguna á síðasta viðkomu- staðnum, Vísindasafninu í Saint Paul í Minnesota, en hún verður þar fram í miðjan maí og verður þá tekin niður. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Bob Peterson sjálfboðaliði segir að Víkingasýning Smithsonian-stofnunarinnar hafi slegið í gegn. Morgunblaðið/Steinþór Ljósmynd/Vísindasafnið í Minnesota steg@mbl.is ÚR VESTURHEIMI 34 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ VÍKINGASÝNINGIN í Vísinda- safninu í St. Pauls í Minnesota hef- ur vart farið framhjá neinum í „tví- buraborginni“ og hafa heimamenn bryddað upp á ýmsum menningar- viðburðum til að vekja enn meiri at- hygli á henni. Með febrúarblaði tímaritsins Minneapolis St. Paul fylgir til dæm- is 24 síðna innskotsblað um Norð- urlöndin, Nordic Life, sem aðalræð- ismenn Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar í Min- neapolis höfðu umsjón með. Þeir rita sameiginlegan inngang og síð- an eru greinar um norræn málefni en á forsíðu fimm myndir, ein frá hverri þjóð, þar sem mynd frá Bláa lóninu er mest áberandi.„Ég er ánægðastur með að hafa fengið þessa mynd frá Bláa lóninu á for- síðu,“ segir Örn Arnar, aðalræðis- maður Íslands í Minneapolis, og bætir við að blaðið sé ekki aðeins hugsað til að kynna Víkingasýn- inguna heldur líka til að vekja at- hygli á Norðurlöndunum en Norð- urlandaráð hafi styrkt útgáfuna. Eiginkona Arnar, Margrét K. Arnar eða Maddý eins og hún er kölluð, segir að útbreiðsla blaðsins sé mjög mikil. „Hérna eru gefin út tvö borgarblöð, þetta og The Twin Cities, og flestir borgarbúar kaupa þau í áskrift. Víkingasýningin fer því ekki framhjá neinum hérna,“ segir hún. Í háskólanum og á Vís- indasafninu sjálfu hafa verið ýmsir viðburðir sem hafa tengst Víkinga- sýningunni. Í því sambandi má nefna að Vésteinn Ólason, prófess- or og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, flutti tvo fyr- irlestra um Íslendingasögur í Minnesota fyrir skömmu. Annan í miðaldafræðistofnun Minnesotahá- skóla og hinn í Vísindasafninu í St. Pauls. „Mikill áhugi var á fyrirlestr- unum og komust færri að en vildu enda Minnesota vagga norrænnar menningar í Bandaríkjunum,“ segir Maddý. Ýmsir viðburðir vegna sýningarinnar Vésteinn Ólason og Unnur A. Jónsdóttir, eiginkona hans, voru í Minneapolis á dögunum vegna Víkingasýningarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.