Morgunblaðið - 05.04.2003, Page 57

Morgunblaðið - 05.04.2003, Page 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 57 SJÁLFSTÆÐISFÉLÖG kvenna og ungs fólks í Sjálfstæðisflokknum hafa sett á stofn samskiptanet á vefnum sem fengið hefur nafnið Landsnet sjálfstæðiskvenna. Þar geta áhugamenn um stjórnmál átt samskipti og fengið upplýsingar. Landsnetið er opið öllum sem vilja vera í stjórnmálum á for- sendum aukins jafnréttis kynjanna og einstaklingsfrelsis, eins og segir á kynningu á Netinu. Landsnetinu er ætlað að vera vettvangur sjálf- stæðiskvenna þvert á félagaskipt- ingu Sjálfstæðisflokksins, auk óflokksbundinna kvenna. Fyr- irmyndin er m.a. sótt til Noregs og Svíþjóðar þar sem samskiptanet af þessu taki þykir hafa gefið góða raun. Landsnetið er, eins og heiti þess bendir til, opið samskiptanet. Að því geta komið bæði einstaklingar og félagasamtök en auk þess sem upplýsingatæknin verður nýtt til hins ítrasta verða fundir, ráð- stefnur, námskeið og margt fleira í boði á vegum þess. Landssamband sjálfstæð- iskvenna átti frumkvæði að stofn- un Landsnetsins, en fram- kvæmdastjórn þess er skipuð tveimur fulltrúum SUS og tveimur fulltrúm LS ásamt formanni sam- bandsins. Vefslóðin er www.xd.is/ Landsnet, en hægt er að skrá sig á netið á ls@xd.is. Samskipta- vefurinn Landsnet stofnaður Morgunblaðið/Árni Sæberg Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Helga Guðrún Jón- asdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, Sólveig Péturs- dóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, settu Landsnetið formlega af stað. AUGLÝST hefur verið eftir um- sóknum í Yrkjusjóð vegna ársins 2003. Allir grunnskólar landsins geta sótt um trjáplöntur í sjóð- inn, hvort sem er til gróðursetn- ingar vor eða haust. Umsókn- areyðublöð eru á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands, www.skog.is undir tenglinum Yrkja. Umsóknarfrestur er til 20. apríl. Grunnskólarnir sækja um plöntur til sjóðsins á þar til gerð- um eyðublöðum, sem allir skólar fá send í byrjun árs. Sjóðurinn hefur haft bolmagn til þess að styrkja alla umsækjendur und- anfarin ár, sem sótt hafa um fyr- ir tilsettan tíma. Gróðursetja 30–40 þúsund plöntur Nema styrkirnir 3–6 trjá- plöntum á hvern nemanda, þann- ig að árleg gróðursetning hefur verið á bilinu 30–40 þúsund trjá- plöntur. Umsjón sjóðsins er í höndum Skógræktarfélags Íslands, Rán- argötu 18. Nánari upplýsingar fást í síma eða á netfanginu jgp@skog.is Yrkjusjóður auglýs- ir eftir umsóknum Nemendasýning Dansskóla Jóns Péturs og Köru verður haldin á Broadway Hótel Íslandi á morgun, sunnudaginn 6. apríl kl. 13. Miðasala hefst kl. 12. Þar munu nemendur í barna- , unglinga- og fullorð- inshópum skólans koma fram með sýnishorn af því sem þeir hafa lært í vetur. Meðal þeirra sem koma fram á sýningunni eru margfaldir Ís- landsmeistarar og núverandi Norð- urlandameistarar í dansi, segir í fréttatilkynningu. Frítt er fyrir 11 ára og yngri og eldri borgara en að- gangseyrir fyrir 12 ára og eldri er kr. 600. Göngugarpar ÍT-ferða ganga á Helgafell. ÍT-ferðir hafa ákveðið að stofna gönguklúbb, Göngugarpar ÍT-ferða sem hittast á sunnudags- morgnum kl. 10.30. Byrjað verður á að ganga á Helgafellinu fyrir sunnan Hafnarfjörð, á morgun, sunnudag- inn 6. apríl. Næstu göngur verða: sunnudaginn 13. apríl, gengið á Trölladyngju, sunnudaginn 20. apríl verður gengið á Keili og sunnudag- inn 27. apríl verður gengið í Búr- fellsgjá og þaðan í Valaból. Alla þessa daga verður hist við Hafn- arfjarðarkirkjugarð kl. 10.30. Á MORGUN Hádegisverðarfundur Sænsk- íslenska verslunarráðsins föstu- daginn 11. apríl kl. 12–13.45, á Radisson SAS Hótel Sögu, Skála. Í tengslum við aðalfund Sænsk- íslenska verslunarráðsins verður opinn fundur um evrukosningar sem fram fara í Svíþjóð á haust- dögum. Gestur fundarins og fram- sögumaður verður Sören Holm- berg, prófessor við stjórnmálafræðideild Gautaborg- arháskóla. Fundurinn er öllum op- inn. Hádegisverður er í boði SÍV fyrir félaga en kostar kr. 1.500 fyr- ir aðra. Ráðstefna um frumkvöðla- menntun í framhaldsskóla verð- ur haldin í Nýheimum á Hornafirði, fimmtudaginn 10. apríl kl. 9.30– 17.30. Tilgangur ráðstefnunnar er að ræða hvernig eigi að innleiða frumkvöðlamenntun í framhalds- skóla á Íslandi. Örn Daníel Jóns- son, prófessor í frumkvöðlafræði við Háskóla Íslands, setur ráðstefn- una. Erindi halda m.a.: G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri Nýsköp- unar 2003, Ingibjörg Zophonías- dóttir og Sigrún Inga Sigurgeirs- dóttir, nemendur í Framhaldsskólanum í Austur- Skaftafellssýslu, Eyjólfur Guð- mundsson skólameistari o.fl. Ráð- stefnan er haldin á vegum und- irbúningshóps um frumkvöðlamenntun í Framhalds- skólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Námskeið í 5 ryþma dansi verður haldinn helgina 11.–13. apríl, í Borgarleikhúsinu. Dansinn, sem upphaflega var þróaður af Gabr- ielle Roth, er leið til aukins frelsis fyrir líkama og sál. Kennari á nám- skeiðinu er Alain Allard frá Bret- landi, kennari á sviði hreyfingar, sviðslistamaður og með UKCP réttindi í sálfræðimeðferð. Miðviku- daginn 9. apríl kennir Alain Allard einnig opinn tíma í Danshöllinni, Drafnarfelli 2, kl. 17.30–20. Skipu- leggjandi námskeiðsins er Sig- urborg Kr. Hannesdóttir og veitir hún nánari upplýsingar á skrh@isl- andia.is. Einnig má fá upplýsingar um dansinn á heimasíðum www.- ravenrecroding.com og www.- 5rhythmsuk.com. Umsóknarfrestur um skólavist við Háskólann í Reykjavík. Fyrri umsóknarfrestur um nám við Há- skólann í Reykjavík veturinn 2003– 2004 er til 15. apríl. Svarað er inn- an þriggja vikna. Síðari umsókn- arfresturinn er 5. júní. Skólinn býður uppá fasta viðtalstíma fyrir einstaklinga sem vilja fá náms- ráðgjöf eða kynningu á skólanum alla miðvikudaga kl. 10–11.30 og föstudaga kl. 13–14.30 fram til 5. júní. Til viðtals eru námsráðgjafar skólans auk kennara og nemenda úr hverri deild. Einnig er hægt að hringja á skrifstofu skólans og panta viðtal hjá námsráðgjafa. Á NÆSTUNNI Waldorfskólinn Sólstafir verður með opinn dag í húsnæði sínu að Hraunbergi 12 í dag, laugardaginn 5. apríl kl. 13–16. Kynning verður á starfi og vinnu nemenda og eru allir velkomnir. Einnig verður formleg afhending gjafar Öddu Gerðar Árnadóttur á vefstól til skólans sem fer fram kl. 14. Sólstafir er einkarek- inn grunnskóli og eru 30 nemendur í skólanum á aldrinum 6–14 ára. Grikklandskynning í Bókasafni Garðabæjar verður í dag, laug- ardaginn 5. apríl, kl. 14–15. Sigurður A. Magnússon rithöfundur flytur fræðlsuerindi um Grikkland og gríska menningu og segir frá ferða- möguleikum í landinu. Opið hús í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík í dag, laugardaginn 5. apríl kl. 13.30–16.30. Sýning verður á handavinnu nemenda t.d. útsaum, prjóni og vefnaði. Kaffisala þar sem boðið er upp á kaffi, súkkulaði og kökur. Seldar verða sultur og bakk- elsi. Allir eru velkomnir. Í DAG Villur í grein um Singapore Sling Í blaði gærdagsins birtist á síðum Fólks í fréttum grein um gott gengi rokksveitarinnar Singapore Sling í Ameríku. Tvennt misfórst í grein- inni. Annars vegar unnu Singapore Sling til Íslensku tónlistarverð- launanna en ekki Edduverðlauna fyrir myndbandið við lag sitt „List- en“. Leikstjóri myndbandsins er Árni Þór Jónsson. Hins vegar er rétt að fram komi að Edda útgáfa hf. sá um að framselja rétt á útgáfu plötu Singapore Sling í Norður-Am- eríku til Stinky Records. Beðist er velvirðingar á þessum misfærslum. Kringlan tæpir 50 þúsund fermetrar Í frétt Morgunblaðsins í gær um nýja stórverslunarmiðstöð sem stefnt er að að reisa neðan Vest- urlandsvegar var sagt að það yrði stærsta bygging í Reykjavík og að Kringlan væri 36 þúsund fermetrar. Hið rétta er að öll Kringlan er nú tæpir 50 þúsund fermetrar og leyft að stækka hana í allt að 52.500 fer- metra. Ráðgert er að nýja verslun- armiðstöðin verði á milli 40 og 50 þúsund fermetrar. Ljóðlína féll niður Í minningargrein Þórheiðar um Friðbjörgu Ólínu Kristjánsdóttur á blaðsíðu 40 í Morgunblaðinu í gær, föstudaginn 4. apríl, féll niður lína úr erindi Har. S. Mag. og raskaði samhenginu. Þetta átti að hljóða svona: „Ég kveð þig, elsku systir mín, og bið góðan Guð að taka þig í faðm sinn og leiða þig í sitt ríki. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna.“ Hlutaðeigendur eru beðnir afsök- unar á mistökunum. Mynd með grein um Mínus Með grein um nýjustu plötu rokksveitarinnar Mínus birtist mynd af sveitinni á tónleikum. Láð- ist að geta ljósmyndarans en hún er Guðný Lára Thorarensen. Hlutað- eigandi er beðin velvirðingar á mis- tökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.