Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 63 EYJÓLFUR Sverrisson er byrjaður á æfa á nýj- an leik með Herthu Berlín, en meiðsli í hásin hafa verið að angra hann undanfarnar vik- ur. Eyjólfur sagði í sam- tali við Morgunblaðið að meiðslin hefðu komið í veg fyrir að hann gaf kost á sér í landsliðið en Atli Eðvaldsson lands- liðsþjálfari fór þess á leit við Eyjólf að fá hann til liðs við landsliðið á nýj- an leik fyrir leikinn á móti Skotum. Eyjólfur er sem kunnugt er á heimleið í sumar. Enn sem komið er hefur hann ekki tekið ákvörðun hvort hann leiki hér heima í sumar en Eyjólf- ur hefur aldrei leikið í efstu deild, enda fór hann ungur í atvinnu- mennsku frá Tindastóli á Sauðárkróki. Helst hefur verið rætt um að hann gangi í raðir Fylkis en þá hefur Grindavík einnig verið nefnt til sögunnar en bæði þessi lið reyndu að fá Eyjólf til liðs við sig í fyrra áður en hann ákvað að taka eitt ár til viðbótar með Herthu Berl- in. „Fyrst af öllu þarf ég að koma mér aftur í form. Ég hef misst mikið úr vegna meiðslanna og er ekki í sem bestu formi um þessar mundir. Síðan þarf ég að gera það upp við mig hvort ég yfirhöfuð ætli að spila heima,“ sagði Eyjólfur. Spurður hvort Fylkir yrði fyrir valinu hjá honum ef ákvörðun hans verður sú að spila í úrvalsdeildinni í sumar sagði Eyjólfur ekkert vera ákveðið í þeim efnum. „Ég er ansi rólegur yfir þessu öllu saman en það kemur að því að ég tek af skarið. Það fyrsta sem ég þarf að ákveða er hvort ég ætla að halda áfram að spila og síð- an kemur í framhaldinu með hvaða liði,“ sagði Eyjólfur sem ekki verður í leikmannahópi Herthu Berlín á morgun þegar liðið sækir Leverkus- en heim. Allt óráðið hvað Eyjólfur gerir Eyjólfur Sverrisson  JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, kem- ur inn í leikmannahóp Aston Villa á nýjan leik þegar Villa tekur á móti meisturum Arsenal á Villa Park í dag. Jóhannes hefur ekki verið með í síðustu leikjum Aston Villa. Hann tók út leikbann í leiknum við South- ampton og meiðsli á ökkla komu í veg fyrir að hann gæti leikið á móti Manchester United.  GUÐNI Bergsson verður á sínum stað í vörn Bolton þegar liðið mætir Manchester City á hádegi í dag. Guðni og félagar þurfa nauðsynlega á öllum stigunum að halda enda Bolton í bullandi fallbaráttu.  EIÐUR Smári Guðjohnsen gæti misst af leik Chelsea á móti Sunder- land en hann varð fyrir meiðslum á nára í landsleiknum á móti Skotum um síðustu helgi og hefur verið í stöðugri meðferð síðan.  ARSENAL verður án fjögurra fastamanna í leiknum við Aston Villa en David Seaman, Robert Pires, Giovanni Van Bronckhorst og Mart- in Keown eru allir frá vegna meiðsla. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er þó óhræddur og segist hafa öflugan mannskap og góða leikmenn sem geti fyllst í skörðin. Leikur Aston Villa og Arsenal verður í beinni út- sendingu á Stöð 2 klukkan 14 í dag.  ALEX Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, vonast til að geta valið fyrirliðann Roy Keane og Sebastian Veron inn í hóp sinn á nýjan leik fyrir leikinn á móti Liver- pool á Old Trafford í dag en þeir hafa verið frá vegna meiðsla undan- farnar vikur.  MICHAEL Owen er hins vegar mjög tæpur í liði Liverpool en hann meiddist á baki í leiknum við Tyrki á miðvikudagskvöldið. Leikurinn á Old Trafford hefst klukkan 11.30 og verður í beinni útsendingu á Sýn.  LIVERPOOL hefur haft gott tak á United í gegnum árin þrátt fyrir að Manchester United hafi unnið fyrri leikinn á Anfield, 2:0, þar sem Diego Forlan skoraði bæði mörkin. Í tveimur síðustu heimsóknum á Old Trafford hefur Liverpool farið með sigur af hólmi og í síðasta mánuði hafði Liverpool betur í úrslitaleik liðanna í deildarbikarkeppninni í Cardiff.  NEWCASTLE sem er í baráttunni við Arsenal og Manchester United um meistaratitilinn á erfiðan leik fyrir höndum á morgun en þá mætir liðið Everton á Goodison Park. Gary Speed og Craig Bellamy eru tæpir í liði Newcastle sökum meiðsla en hjá Everton er ástand manna gott.  LEIKNI frá Fáskrúðsfirði hefur verið úrskurðaður sigur, 3:0, á KS frá Siglufirði í deildabikar KSÍ. KS vann leikinn, 1:0, en tefldi fram ólög- legum leikmanni, Bjarka Má Flosa- syni, sem einmitt skoraði eina mark leiksins. FÓLK Það er leiðinlegt að þurfa að gefaeftir titlana en málið er að ég er með gigt í öxlinni sem er búin að hrjá mig nokkuð lengi og það var ekkert annað að gera en að koma heim og láta laga þetta. Meiðslin voru farin að há mér bæði andlega og líkamlega og ég varð að hætta á mótaröðinni,“ sagði Vernharð í samtali við Morg- unblaðið en hann býr og æfir í Sví- þjóð en kom heim um síðustu helgi til að láta framkvæma aðgerðina. Vernharð segist ekki verða lengi frá og vonast til að geta verið kominn aftur á ferðina eftir 2–3 vikur. Stefnan tekin á Aþenu „Ég stefni á að vera með á Evr- ópumótinu sem haldið verður í Þýskalandi í maí og ef allt gengur að óskum er möguleiki á að ég keppi á Norðurlandamótinu í Svíþjóð sem haldið verður tíu dögum á undan Evrópumótinu. Aðalmótið hjá mér og Bjarna á þessu ári verður síðan í október en þá fer heimsmeistara- mótið fram í Japan. Það mót er gríð- arlega mikilvægt en fimm efstu sæt- in gefa sæti á Ólympíuleikana í Aþenu og þangað er stefnt á að fara. Það er ekki óraunhæft að stefna á eitt af fimm efstu sætunum á HM þar sem ég varð sjöundi í fyrra.“ Vernharð segist ekki taka áhættu á að mæta í Austurberg og fylgjast með Íslandsmótinu. „Ég bara treysti sjálfum mér ekki. Ég mætti meiddur á Íslandsmót ný- kominn úr liðþófaaðgerð fyrir nokkrum árum og ég gat ekki setið á mér. Ég skellti mér í gallann sem varð til þess að ég hálfeyðilagði hnéð. Ég á ekki von á öðru en að Bjarni Skúlason vinni opna flokkinn ásamt því að hann taki sinn flokk og ef hann gerir það ekki verð ég illa svikinn. Hann er í fantaformi.“ Bjarni líklegur til afreka Íslandsmótið fer að þessu sinni fram í íþróttahúsinu Austurbergi og verður keppt í sjö þyngdarflokkum karla og kvenna ásamt því að keppt verður í opnum flokki. Flest besta júdófólk landsins verð- ur á meðal keppenda að Vernharð Þorleifssyni undanskildum. Keppnin hefst klukkan 11, undanúrslit hefjast kl. 15, síðan koma úrslitaglímur í kjölfarið. Þar sem Vernharð getur ekki keppt ætti Bjarni Skúlason að sigra í opna flokknum auk þess sem hann kemur nær örugglega til með að bera sigur úr býtum í -90 kg flokki þar sem hann keppir. Bjarni hefur undanfarna mánuði dvalið í Svíþjóð þar sem hann hefur æft ásamt Vern- harð og báðir hafa þeir tekið þátt í nokkrum alþjóðlegum mótum í vet- ur, svoköllum A-mótum. Máni And- ersen gæti hugsanlega veitt Bjarna keppni í -90 kg flokknum en hann er ungur og efnilegur júdómaður. Fleiri ungir júdómenn gætu látið að sér kveða á mótinu, þar á meðal Snævar Jónsson sem keppir í -73 kg flokki. Hjá konunum er talið að baráttan um sigurinn í opnum flokki standi helst á milli Gígju Guðbrandsdóttur og Önnu Soffíu Víkingsdóttur. Þær keppa báðar í -70 kg flokki og hafa verið að vinna hvor aðra til skiptis á undanförnum mótum. Anna er nú- verandi Norðurlandameistari í -70 kg flokki en hún ásamt Gígju hefur verið að keppa á mótum erlendis í vetur. Vernharð missir af Íslands- mótinu JÚDÓKAPPINN Vernharð Þorleifsson getur ekki varið Íslandsmeist- aratitla sína í júdó í Austurbergi í dag – þar sem hann er meiddur á öxl og gekkst undir aðgerð vegna þess fyrr í vikunni. Vernharð Þorleifsson  GRINDAVÍK fagnaði sigri í deild- arkeppninni með 34 stigum að lokn- um 22 umferðum og Keflvíkingar voru með sama árangur, en Grinda- vík hafði betur í innbyrðisvið- ureignum liðanna.  FRIÐRIK Ingi Rúnarsson, þjálf- ari Grindavíkur, notaði alls 16 leik- menn í deildarkeppninni en hann hefur notað 13 leikmenn í átta leikj- um í úrslitakeppninni. Aðeins þrír leikmenn hafa leikið alla 30 leiki tímabilsins á Íslandsmótinu, Páll Axel Vilbergsson, Jóhann Ólafsson og Guðmundur Bragason.  SIGURÐUR Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, notaði 15 leik- menn í deildarkeppninni en hann hefur enn ekki breytt leik- mannahópnum í sex leikjum liðsins í úrslitakeppninni. Líkt og hjá grann- liðinu hafa þrír leikmenn Keflavík- ur leikið alla leiki Íslandsmótsins til þessa eða alls 28 leiki. Þeir eru Sverrir Sverrisson, Gunnar Ein- arsson og Damon S. Johnson.  KEFLAVÍK hefur fagnað Ís- landsmeistaratitlinum fimm sinnum frá því að liðið sigraði í fyrsta sinn árið 1989. Liðið landaði titlinum á ný árið 1992 og varði hásætið 1993. Árið 1997 og 1999 varð Keflavík meistari á ný. Keflavík lagði Grindavík að velli í úrslitum árið 1997 eftir að hafa tapað gegn liðinu í úrslitum árið áður.  SIGURÐUR Ingimundarson, Guðjón Skúlason og Falur Harð- arson voru allir í liði Keflavíkur sem fagnaði titlinum í fyrsta sinn árið 1989.  SIGURÐUR og Guðjón voru einn- ig í liðinu árið 1992, 1993, en Sig- urður var þjálfari liðsins árið 1997 er liðið vann á ný með Guðjón, Fal, Gunnar Einarsson og Damon John- son innanborðs. Árið 1999 var Sig- urður einnig þjálfari og þá léku einnig Guðjón, Falur, Damon og Gunnar með liðinu auk þeirra Gunnars Stefánssonar, Jóns Norð- dals Hafsteinssonar og Magnúsar Gunnarssonar.  GRINDVÍKINGAR hafa aðeins einu sinni orðið Íslandsmeistarar en það var árið 1996 er liðið hafði betur gegn Keflvíkingum í úrslitum, 4:2, en þá gátu úrslitaleikirnir orðið sjö alls. Friðrik Ingi Rúnarsson var þá þjálfari Grindvíkinga líkt og í dag. Guðlaugur Eyjólfsson, Helgi Jónas Guðfinnsson, Guðmundur Braga- son og Páll Axel Vilbergsson voru í liði Grindavíkur árið 1996. Morgunblaðið/Golli Darrell Lewis hefur náð sér á strik á ný með liði Grindavíkur eftir aðgerð á hné. BIKARPUNKTAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.