Morgunblaðið - 21.05.2003, Page 17

Morgunblaðið - 21.05.2003, Page 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 17 ...símjúkur á brauðið N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 6 2 9 0 / S IA Í Yirba-heilsugæslustöðinni í Eþí- ópíu eru starfsmenn hjálparstofnana að reisa tjöld fyrir 150 sveltandi börn. Foreldrar barnanna báru þau þangað og gangan tók allt að níu klukkustundir. Þrjú börn hafa dáið úr vannæringu í annarri heilsu- gæslustöð síðasta hálfa mánuðinn og í þorpunum eru tugir barna við dauð- ans dyr. Starfsmenn hjálparstofnana segj- ast nú leggja mikið kapp á að afstýra því að matvælaskorturinn í Eþíópíu leiði til mikilla hörmunga í líkingu við hungursneyðina sem kostaði um milljón Eþíópíumanna lífið árið 1984. Hjálparstofnanirnar hafa séð um þrettán milljónum manna, um fimmtungi íbúa landsins, fyrir mat- vælum og neyðin hefur hingað til einskorðast við afmörkuð svæði. Kornskammtarnir minnkaðir Forsætisráðherra landsins, Meles Zenawi, sagði hins vegar í viðtali á föstudaginn var að milljónir Eþíópíumanna væru nú „á heljar- þröm“. Stofnanir Sameinuðu þjóð- anna mæla með því að sveltandi fólk fái 15 kílógrömm af korni á mánuði en Zenawi sagði að minnka hefði þurft kornskammtinn í 12,5 kíló- grömm á mánuði vegna þess að birgðirnar væru ekki nægar. Hjálparstofnanirnar segja að auka þurfi matvælahjálpina þar sem enn fleiri Eþíópíumenn verði háðir að- stoðinni vegna þess að búist sé við að næsta uppskera bregðist í mörgum héraðanna. Starfsmenn hjálparstofnana segja að mannfellirinn væri meiri hefðu þær ekki varað við því fyrir ári að hungursneyð væri yfirvofandi í Eþí- ópíu. Um 83% af 65 milljónum íbúa landsins lifa á sjálfsþurftarbúskap en lítil eða engin úrkoma síðustu tvö ár hefur víða leitt til uppskerubrests, m.a. í nokkrum héruðum sem hafa hingað til sloppið við hungurvofuna. Börn með einkenni prótín-vaneldis Fórnarlömb þurrkanna hafa verið færð í Yirba-heilsugæslustöðina síð- asta hálfan mánuðinn. Mörg barnanna eru með stirðnaða sársaukagrettu á andlitinu, sem bendir til prótín-vaneldis, en það kemur meðal annars fram í því að börnin geta ekki lengur brosað. Nokkur barnanna eru orðin of mátt- vana til að geta kvartað. Tilraunir þeirra til að gráta hljóma eins og veikur ekki eða hósti. Eitt barnanna, Ladawe, sextán mánaða stúlka, hvíldi í faðmi móður sinnar meðan starfsmaður heilsu- gæslustöðvarinnar sprautaði í hana vítamínum og sýklalyfjum. Annað einkenni prótín-vaneldis sást á ör- smáum og bláleitum líkama barnsins – útbrot vegna húðsýkingar. Ladawe deplaði ekki einu sinni auga þegar nálunum var stungið í hana. „Við getum ekki bjargað henni,“ sagði starfsmaður heilsugæslustöðv- arinnar, Asayehegn Tekeste. „Mörg barnanna styrkjast en sumum þeirra er ekki hægt að bjarga.“ Prótín-vaneldi kemur einnig fram í mjög lítilli mótstöðu gegn sýking- um. Þar sem börnin eru mjög mátt- farin deyja sum þeirra úr læknanleg- um sjúkdómum, svo sem malaríu eða lungnabólgu, og önnur vegna þess að líffæri gefa sig. Hungrið aldrei verið jafn mikið Í annarri heilsugæslustöð, sem kaþólskar nunnur reka, hafa þrjú börn dáið síðasta hálfa mánuðinn. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði yfirlæknir stöðvarinnar, Isabel Arbide, sem hefur starfað í þorpinu Bushulo, nálægt Awassa-vatni, frá árinu 1987. „Yfirleitt fá sum barnanna ekki nægan mat í nokkra mánuði fyrir uppskerutímann [í ágúst] en hungrið hefur aldrei verið svona mikið.“ Í suðurhéruðum Eþíópíu virðist matvælaskorturinn koma harðast niður á börnum undir fimm ára aldri. „Börnin fá ekki að borða fyrst,“ sagði Arbide. „Þetta snýst allt um sjálfsbjargarviðleitni. Þegar fólk borðar úr potti borða hinir sterkustu fyrst og þeir lifa af.“ Bandaríkjastjórn hefur lofað 320 milljónum dala, andvirði 24 milljarða króna, til hjálparstarfsins í Eþíópíu. Talið er að þetta sé um þriðjungur þeirrar fjárhæðar sem þarf til að af- stýra mikilli hungursneyð. Hjálpar- stofnanirnar segja að senda þurfi 300.000 tonn af matvælum í viðbót til Eþíópíu á árinu. „Okkur hefur tekist að halda fólki á heljarþröminni,“ sagði eþíópíski forsætisráðherrann á föstudag. „En vegna þess að landsmenn eru komn- ir á ystu þröm er viðbúið að einhverj- ir falli, einkum börn og veikburða fólk.“ Neyðin í Eþíópíu eykst vegna uppskerubrests Boricha. Los Angeles Times. Morgunblaðið/Þorkell Starfsmenn hjálparstofnana í Eþíópíu leggja mikið kapp á að afstýra því að matvælaskorturinn valdi nýrri hungursneyð í landinu. ’ Mörg barnannastyrkjast en sumum þeirra er ekki hægt að bjarga. ‘ www.fotur.net

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.