Morgunblaðið - 21.05.2003, Qupperneq 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 21
BÆJARSTJÓRI Bolungarvíkur
og formaður fræðslumálaráðs
Bolungarvíkur heimsóttu nem-
endur grunnskólans fyrir stuttu
og færðu þeim að gjöf heimabíó
með DVD spilara til afnota í skól-
anum.
Daðey Einarsdóttir formaður
fræðslumálaráðs sagði að með
þessu vildu bæjaryfirvöld þakka
nemendum skólans fyrir góðan
námsárangur og einnig fyrir góð-
an umgang um skólann sinn.
Daðey vildi jafnframt koma því
á framfæri af þessu tilefni að Bol-
víkingar búa við gott og traust
skólastarf þar sem nemendur og
kennarar hafa metnað til að ná
sem bestum árangri og hún von-
aðist til þess að þessi gjöf kæmi
til með að nýtast nemendum skól-
ans vel bæði í leik og starfi.
Þakka nem-
um góðan
námsárangur
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Einar Pétursson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, afhendir Önnu G. Edvards-
dóttur skólastjóra fjarstýringuna að DVD-spilaranum. Hjá honum stendur
Daðey Einarsdóttir, formaður fræðslumálaráðs Bolungarvíkur.
Bolungarvík
BYKO opnaði verslun í eigin húsnæði
á Búðareyri 29 á Reyðarfirði sl. laug-
ardag. Verslunin ásamt birgða-
skemmu er um 1000 m². Opnað var
með pomt og pragt og þurftu þeir Jón
Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO,
og Guðmundur Bjarnason, bæjar-
stjóri Fjarðabyggðar, að taka sér sög
í hönd til þess að saga sundur timb-
urborð svo þeir kæmust inn í húsið.
Á annað þúsund manns mættu á
opnunarhátíðina og eru eigendur
mjög ánægðir með þær móttökur sem
þeir fengu og gestirnir með þá þjón-
ustu sem nú komin er. Opnunartilboð
voru í gangi en birgðir þraut. Verður
strax bætt úr því og tilboðin munu
standa til 31. maí nk.
Verslunin leggur áherslu á allar al-
mennar byggingarvörur, einnig ýms-
ar heimilisvörur og þjónustu við
byggingaraðila. Einnig eru þeir með
tækjaleigu þar sem hægt verður að
leigja sér 1⁄2 dag eða lengur t.d. sláttu-
vélar, iðnaðarryksugur, hjólsagir,
borvélar, flísasagir o.fl.
Verslunin er opin kl. 8–18 virka
daga og 10–14 á laugardögum, s. 470-
4200. Verslunarstjóri er Jón Grétar
Margeirsson, sem lengi hefur unnið
hjá BYKO, og með honum verða 3
starfsmenn.
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
Starfsmennirnir fjórir: Ómar Þór Andrésson, Aðalsteinn Þorvaldsson, Jón
Grétar Margeirsson verslunarstjóri, Magnús Gunnarsson og Þórey Gunn-
arsdóttir sem vinnur hjá BYKO í Hafnarfirði.
Yfir þúsund manns
á opnunardegi
Reyðarfjörður
KIWANISMENN á Dalvík og í
Ólafsfirði munu næstu daga
ganga í hús og afhenda litla gjöf,
umslag, til áminningar um að við
gleymum ekki okkar hlutverki. Í
umslaginu er að finna segul með
áletruninni: Áhugasamir og
elskulegir foreldrar eru besta
vörnin gegn vímuefnum.
Þetta slagorð vann til verð-
launa fyrir nokkru og það á Guð-
mundur Ingi Halldórsson, nem-
andi í Húsabakkaskóla. Þennan
segul má festa á ísskápinn til
áminningar. Þá er í umslaginu
handhægur vísir með leiðbeining-
um um möguleg einkenni og
gagnorðar upplýsingar um eitur-
lyf önnur en áfengi.
Við sem hér búum svo fjarri
mesta þéttbýlinu höfum hvað eft-
ir annað verið minnt á að þessi
fjarlægð ver okkur ekki fyrir
þeirri vá sem vímuefni margs
konar eru. Fyrir nokkru var
kunngjörð könnun sem unnin var
á vegum félagsmálaráðs í Dalvík-
urbyggð og í Ólafsfirði. Könnunin
leiðir í ljós að í samanburði við
þéttbýlið standa unglingar á
svæðinu vægast sagt höllum fæti.
Það er engu líkara en íbúar og þá
sérstaklega foreldrar hafi lifað í
þeirri trú að fjarlægðin við þétt-
býlið bjargaði okkur frá þessari
vá.
Svo er því miður ekki. Kiwanis-
menn í Ólafsfirði og á Dalvík hafa
nú tekið höndum saman og hrinda
af stað átaki sem vonandi verður
til þess að vekja umræður og
opna huga fólks fyrir því að það
verður að halda vöku sinni. Við
verðum alltaf að vera á varðbergi.
Sameiginlegt
átak í vímu-
efnavörnum
Dalvíkurbyggð
Morgunblaðið/Guðmundur Ingi
Kiwanisklúbbarnir í Ólafsfirði og Dalvíkurbyggð efna til átaks í vímu-
vörnum. Á myndinni eru Jón Jóhannesson, forseti Súlna, Guðmundur
Ingi Halldórsson, höfundur slagorðs, og Gísli Bjarnason, forseti Hrólfs.
AÐ undanförnu hafa staðið yfir
vortónleikar Tónlistarskóla Húsa-
víkur og segja má að þetta sé tón-
leikaröð því alls eru tónleikarnir
tíu talsins. Þarna kennir ýmissa
grasa, allt frá ungum byrjendum í
blokkflautuleik til einsöngs-
tónleika Kristjáns Þ. Halldórs-
sonar til undirbúnings fyrir 8.
stigs próf í einsöng. Starf Tónlist-
arskóla Húsavíkur, sem tók til
starfa 1961, er blómlegt, hann
veitir kennslu á öll algengustu
hljóðfæri og stendur opinn jafnt
börnum sem fullorðnum. Ríflega
300 nemendur stunda nú nám við
skólann sem er til húsa í sömu
byggingu og Borgarhólsskóli.
Samstarf þessara skóla er mjög
náið og auk þess á Tónlistarskól-
inn einnig í samstarfi við leik-
skólana í bænum.
Á vegum skólans eru starfandi
kórar, sönghópar og samspils-
hópar auk þess sem skólinn stend-
ur að rekstri Lúðrasveitar Þing-
eyinga í samstarfi við áhugamenn
og tónlistarskóla í nágrenninu. Tíu
kennarar eru starfandi við skólann
í alls níu stöðugildum og skóla-
stjóri er Árni Sigurbjarnarson.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Tónleikar Tónlistarskóla Húsavíkur
Húsavík