Morgunblaðið - 21.05.2003, Qupperneq 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 27
ÉG vil byrja á því að óska fjár-
málaráðherra og heilbrigðisráðherra
til lukku með launahækkunina. Ald-
eilis gaman að fá svo
fína hækkun og vera
þar að auki starfs-
maður ríkisins.
Ég er líffræðingur
í Blóðbanka sem ger-
ir mig að starfsmanni
Landspítala – há-
skólasjúkrahúss (LSH) og mitt stétt-
arfélag er Félag íslenskra nátt-
úrufræðinga, FÍN. Ég vinn í
heilbrigðisgeiranum og þigg laun frá
fjármálaráðuneytinu.
Ég er að leita að stofnanasamningi
af hendi LSH sem hefur ekki verið
gerður við FÍN í 2(3) ár. Ástæður
þess að ekki er búið að semja eru
nokkuð á reiki en þær helstu sagðar
að það sé ekki til fé til að setja í stofn-
anasamning. Það er eilítið skrýtið að
ríkið skuli samþykkja kjarasamninga
þar sem stendur að stofnanasamn-
ingur sé hluti þeirra. Hvað í ósköp-
unum á þá að gera í þessum samningi
ef stofnun eins og LSH tímir ekki að
borga krónu til að framkvæma hann?
Kannski má gera starfsmenn
óánægða, það er sosum markmið í
sjálfu sér.
Það er líka mjög furðulegt vitandi
að búið er að semja við félagsmenn
FÍN á öðrum ríkisstofnunum, og þar
fengu menn a.m.k tveggja launa-
flokka hækkun. Hver borgar laun
þeirra starfsmanna? Jú, það er ríkið.
En það er alltaf þessi endalausi stirð-
busalegi risaeðlugangur á LSH. Það
er alveg ótrúlegt hvað menn leyfa sér
að tefja og þrefa, í stað þess að ganga
í málin, klára þau með sæmd og innan
sómasamlegra tímamarka. Við ætt-
um kannski að halda okkur á jörðinni
og ekki gera of miklar kröfur!
Forsögu þessa máls má rekja aftur
til 1997 þegar gerður var kjarasamn-
ingur við FÍN (1. júní ’97–31. okt. ’00).
Í kjölfarið á honum var farið í samn-
ingaviðræður við ríkið um röðun
starfsmanna í launaflokka og annað
því tengt. Ekkert viðunandi sam-
komulag náðist og endaði með því að
málið fór í svokallaðan „dóms-
úrskurð“ og félagsmenn FÍN svína-
ðir til að falla innan röðunarreglna
sem þeir voru ekki samþykkir. FÍN
kærði þetta til Félagsdóms 1998 en
tapaði því máli.
Kjarasamningurinn frá ’97 rann
svo út 31. okt. ’00 og það liðu 8 mán-
uðir þar til nýr kjarasamningur var
gerður. Það skal enginn segja mér
annað en að ríkið hafi sparað heil-
mikið á þeim langa tíma sem málið
var tafið því að sjálfsögðu gilti kjara-
samningurinn nýi ekki aftur í tímann.
En um það leyti sem gengið var til
samþykktar á nýjum kjarasamningi
25. júlí 2001 (gildistími 1. júlí 2001 til
30. nóv. 2004) gengu samningamenn
FÍN hart fram í því að þessi gamli
dómsúrskurður og röðunarreglur á
LSH yrði felldur úr gildi og sam-
komulag yrði gert við Landspítala –
háskólasjúkrahús sem félagsmenn
væru bærilega sáttir við. Það var gert
nýtt samkomulag sem gilti frá 1. júlí
2001(og að sjáflsögðu ekki aftur í tím-
ann) sem er í raun endir á fram-
kvæmd kjarasamnings frá ’97 (lokið 4
árum síðar!) Jæja, ekki allt búið enn.
Í kjarasamningi frá 2001 er sérstakur
stofnanahluti hans, og þar stendur í
grein 11.1.3.3 „Aðilar stofnanasamn-
ings skulu endurskoða hann innan
eins árs frá staðfestingu kjarasamn-
ings og síðan eigi sjaldnar en annað
hvert ár …“ Nú í sumar (júlí ’03) eru
brátt liðin 2 ár síðan kjarasamningur
var gerður, og samkvæmt öllum réttu
ætti að vera fyrir löngu búið að end-
urskoða stofnanasamninginn og
ganga frá honum með sátt. Ætti jafn-
vel að fara að endurskoða hann í ann-
að sinnið samkvæmt þessu.
Forstjóri LSH kom í Blóðbankann
í desember síðastliðnum og ræddi við
starfsmenn. Hann sagði þá að bjartir
tímar væru framundan, allir eða nær
allir stofnanasamningar væru búnir
eða við það að klárast. Hér fór for-
stjórinn minn ekki með rétt mál. Ég
sendi honum tölvupóst í tvígang,
sagði frá stöðu mála og bað hann að
reyna að ganga á eftir málinu og sigla
því í höfn. En ekkert svar hefur bor-
ist frá honum enn. Ég verð því að
trúa því að tölvupóstforritið hafi verið
bilað (gerist oft) og neita að trúa því
að forstjóranum hafi ekki fundist
taka því að svara mér. En ég veit líka
að ég get búist við því að sama rík-
issamningataktík verði notuð áfram
af hendi ríkisins og stofnanasamning-
urinn verði kláraður þegar að nýr
kjarasamningur verður frágenginn
ca seinni part árs 2005 (8–10 mán. eft-
ir útr. gildistíma) ef gömlu vinnuregl-
urnar verða viðhafðar!
Ég geri mér fulla grein fyrir því að
LSH er stór vinnustaður og þar eru
mörg stéttarfélög sem þarf að semja
við. En ef verið er að spá í ánægju
starfsmanna á vinnustað get ég full-
yrt að ókláraðir samningar og lítill
samningsvilji af hendi LSH er ekki
einn af þeim þáttum sem auka ánægj-
una.
Ég ræddi við frambjóðendur
Framsóknarflokks og Sjálfstæð-
isflokks í Suðvesturkjördæmi fyrir
kosningar um þessi mál. Og báðir
voru rasandi yfir þessum vinnubrögð-
um ríkisins og voru sammála um það
að þessu yrði að kippa í liðinn sem
fyrst.
Drífið ykkur nú í að semja við mig!
Nú eruð þið búnir að fá fína kaup-
hækkun og hljótið að vera í góðu
skapi og getið séð sóma ykkar í því að
klára stofnanasamninginn. Ég er
ekki að tala um launahækkun á við
ákvörðun kjaradóms frá 10. maí!
Hvar er stofnana-
samningurinn?
Eftir Ásu Hólmarsdóttur
Höfundur er líffræðingur í
Blóðbankanum.
STUNDUM virðist sem fjár-
málastofnanir vinni markvisst
gegn hugmyndinni um almenn-
ingshlutafélög.
Svo virðist sem
bankarnir hafi
fundið nýja leið til
að afla sér við-
skipta og auka
tekjur sínar. Leið-
in er skuldsett yf-
irtaka. Fundnir eru snjallir menn,
stjórnendur eða utanaðkomandi,
og þeim boðin lán til þess að
kaupa aðra hluthafa út. Upphæð-
irnar eru ævintýralegar, skipta
milljörðum. Hér á landi eru ekki
til menn sem kaupa fyrirtæki fyr-
ir marga milljarða nema fleira
komi til.
Fyrirtækið
kaupir sjálft?
Venjulegur arður af hlutabréf-
um stendur ekki undir þessum
milljarðakaupum. Aðferðin er
gamalkunnug. Eftir að fáeinir
eigendur hafa keypt aðra út með
aðstoð bankanna, er fyrirtækið
tekið út af verðbréfamarkaði og
hagnaður þess síðan greiddur út
til nýju hluthafanna sem arður og
notaður til þess að greiða hluta-
bréfakaupin. Oft eru einnig eignir
fyrirtækisins seldar og hluthafar
afla sér þannig einnig fjár til þess
að greiða hlutabréfin. Erlendis er
þetta kallað leverage buyout eða
management buyout. Stundum er
þetta aðferð bankanna til þess að
koma illa reknum fyrirtækjum í
betri rekstur en hér virðist ut-
anaðkomandi mönnum þetta vera
aðferð bankanna til þess að afla
sér viðskipta, auka hagnað sinn.
Þannig tryggja bankarnir sér arð
fyrirtækjanna í mörg ár sem
vaxtagreiðslur en breyta þjóð-
félagsmyndinni um leið.
Almenningshlutafélög
Margir hafa átt sér þá hug-
mynd að þjóðfélag frjálsra manna
byggðist m.a. á því að almenn-
ingur ætti hlut í fyrirtækjunum,
almenningshlutafélögum sem
ynnu á verðbréfaþingi. Morg-
unblaðið og forsætisráðherra hafa
verið talsmenn þessa svo ein-
hverjir séu nefndir. En markaður-
inn lifir sínu eigin lífi. Í tilraun
sinni til þess að hámarka hagnað
sinn breyta fjármálastofnanir
þessari framtíðarsýn. Stórfyr-
irtæki eru færð til fámennra hópa
með matadorspili. Verðbréfa-
markaðurinn veikist. Snjallar til-
færslur eiga sér stað undir vernd
laga og löggjafa. Draumur Morg-
unblaðsins og forsætisráðherra
um 5% hámarks eignaraðild er
gleymdur. Markaðurinn segir: Ég
er drottinn guð þinn, þú skalt
ekki aðra guði hafa. Stjórnmálin
eru dauð segja félagsfræðing-
arnir, stjórnmálaflokkarnir hvorki
þora né megna að ganga gegn
hagsmunum stóru fyrirtækjanna.
Löggjöf
á fjármálamarkaði
Nýtt afl barðist fyrir því í nýaf-
stöðnum kosningum að sett yrði
heildarlöggjöf á fjármálamarkaði.
Á því er mikil þörf, hvort sem
menn ræða um lífeyrissjóði, hluta-
bréfamarkaðinn, tjónasjóði trygg-
ingafélaga eða sjálfseignarsjóði
t.d. sparisjóða. Á hlutabréfamark-
aði er að mörgu að huga, verð-
setning hlutabréfa við yfirtöku,
innbyrðis tengsl ráðandi fyr-
irtækja í í öðrum stórfyr-
irtækjum, kaup fyrirtækja hvers í
öðru o.s.frv.
Verkefnið er víðtækt og flókið.
Enn ber að minna á fjármál
stjórnmálaflokkanna. Hvernig
getur það gengið í lýðræðisríki að
fjármál flokkanna séu leyndarmál
og enginn viti hver styrkir þá. Er-
lendir menn sem ég ræði við gapa
af undrun.
Skuldsett
yfirtaka, bankar
og almennings-
hlutafélög
Eftir Guðmund G. Þórarinsson
Höfundur er formaður Nýs afls.
Alltaf á þriðjudögum