Morgunblaðið - 21.05.2003, Side 32
MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
V
ið bjóðum upp á
Cosmó, það sama og
þær drekka í Sex
and the City,“ sagði
þjónninn, með bros
á vör, og þar sem ég var í mínu
fínasta pússi; háhæluðum skóm
og „hæfilega“ stuttu pilsi þáði
ég drykkinn að sjálfsögðu. Ekki
verra að byrja kvöldið á rauð-
leitum vökva í anda kvensanna í
sjónvarpsþættinum vinsæla.
Þetta var semsé laugardags-
kvöld í Reykjavík. Planið var að
kanna „markað hinna einhleypu“
og sletta ærlega úr klaufunum,
ásamt góðum félögum. Fyrst
yrði staldrað við á matsölustað
en síðan litið inn á nærliggjandi
ölstofur. Allt eftir bókinni.
Eitt helsta umræðuefnið,
meðan á kvöldverðinum stóð, og
sennilega það
mikilvægasta
í okkar aug-
um á þessari
stundu, var
að velja
„heppilegan“
skemmtistað, sem stefna ætti á
síðar um kvöldið. Úr nógu er að
velja þegar næturlíf Reykjavík-
ur er annars vegar enda skilst
mér að hátt á áttunda tug
skemmtistaða séu í borginni.
Þetta var því flókin ákvörðun:
Ættum við að fara á Næsta bar
þar sem listaspírurnar hreiðra
um sig, á Hverfisbarinn, sem
Chelsea Clinton forsetadóttir
heiðraði með nærveru sinni á
dögunum, eða á Ölstofuna, þar
sem blaðamennirnir og ung-
pólitíkusarnir ræða þjóðþrifa-
málin?
Niðurstaða þessara „mik-
ilvægu“ vangaveltna var hins
vegar Thorvaldsensbar svo-
nefndur, við Austurstræti en þar
hittist „ríka og fallega fólkið“,
eins og þýsk vinkona okkar orð-
aði það svo pent þegar inn var
komið. Það voru hennar orð.
Hvort við „djammfélagarnir“
föllum inn í þann hóp skal
kannski ósagt látið ... Við erum
a.m.k. ekki rík en kannski svo-
lítið falleg ... þ.e. að eigin mati.
Já, flóra skemmtistaðanna er
svo sannarlega fjölbreytt í henni
Reykjavík, en gestrisnin er að
sama skapi misjöfn. Það fengum
við að reyna þegar reynt var við
inngöngu á Thorvaldsen. Í ljós
kom að fyrir framan staðinn
voru tvær biðraðir! Við aðra
röðina stóð „fín dama“ og
hleypti þeim inn sem höfðu, að
því er virtist, hlotið náð fyrir
augum hennar og dyravarða
staðarins. (Vald þeirra var sann-
arlega mikið þetta kvöldið.) Í
hinni röðinni fengu þeir hins
vegar að bíða (og bíða) sem ekki
nutu forréttinda.
Einhver hvíslaði því að mér
að önnur röðin, sem daman stóð
við, væri svokölluð VIP-röð, fyr-
ir „mikilvægar persónur“. Ég
dró því þá eðlilegu ályktun að
hin röðin væri fyrir persónur
sem ekki þættu eins mikilvægar.
Að sjálfsögðu fórum við í röð-
ina fyrir mikilvægu persónurnar
enda teljum við okkur af-
skaplega mikilvæg á margan
hátt en dyraverðirnir voru ekki
á sama máli; þeir „hentu okkur“
í hina röðina.
Þótt ólíklega megi virðast lét-
um við bjóða okkur þessa „með-
ferð“ enda var kvöldið í húfi. Við
biðum því, nokkuð hlýðin, og
innan tíðar komumst við inn, við
sæmilegan leik, á troðfullan
staðinn. „Einn Cosmó,“ sagði
ég, orðin nokkuð sjóuð í „Beð-
máli í borginni-leiknum“ og ekk-
ert því til fyrirstöðu að taka
nokkur spor á dansgólfinu. Það
var líka nauðsynlegt að hita sig
upp eftir útiveruna í röðinni.
Dansgólfið var þröngt. Ein-
hver traðkaði á tánum og annar
sletti smá rauðvíni á ljósan bol-
inn. En maður lét það ekki á sig
fá. Markmiðið var jú að
skemmta sér.
Rétt við dansgólfið stóðu karl-
kynsverur, stakar eða í hópum,
og virtu fyrir sér, íhugular,
sveiflurnar og danssporin. (Mér
skilst reyndar að þessi tegund
karlmanna kallist súlukarlar. En
sel það ekki dýrara en ég
keypti.)
Ég gafst upp á dansinum og
fikraði mig í átt að barnum. Þar
stóðu nokkrar konur og virtu
fyrir sér karlmennina; þeir voru
að mati kvennanna óvenju
margir að þessu sinni, þeim til
mikillar ánægju, en þó ýmist „of
ungir“ eða „óendanlega gamlir“
eins og ein úr hópnum orðaði
það.
Margir gestir létu þó aldurinn
ekki hafa áhrif á sig og svei mér
þá ef nokkur pör urðu ekki til.
Já, það hefur sennilega ekki
farið framhjá neinum að
skemmtistaðir eru ekki bara
„skemmtistaðir“ í orðsins fyllstu
merkingu, heldur líka „pikk-
uppstaðir“ – staðir þar sem fólk
reynir (og tekst væntanlega) að
stofna til nýrra kynna.
Um það bera nýju pörin vitni,
hýrt auga frá „óendanlega göml-
um manni“ og setning á borð
við: „Viltu koma með mér
heim?“ eftir einnar mínútu
kynni.
En rómantíkin er þó ekki fyr-
irferðarmikil á þessum stöðum.
Og stundum veltir maður því
fyrir sér hvort tilviljun ein ráði
því hverjir fara heim með hverj-
um.
Að minnsta kosti fékk ég
fljótlega nóg af „Beðmáls-
leiknum“ mínum og var þeirri
stundu fegnust þegar mér tókst
að ryðjast út í svölu sumarnótt-
ina. (Sem betur fer auðveldara
að komast út heldur en inn.)
Á leið minni heim rakst ég á
nokkrar karlkynsverur sem voru
að staulast út af nektarstað við
hliðina á Thorvaldsen. Þar voru
sennilega á ferðinni „alvöru
súlugæjar“. Þeir virtust lúnir
eins og ég; kannski þreyttir á
„örvæntingunni“ sem einkennir
suma skemmtistaði ... Og þó.
Sennilega voru þeir bara orðnir
uppiskroppa með peninga til að
kaupa sér athygli og „tilbúna
aðdáun“ súlumeyjanna.
En heim komst ég. Loksins.
Og best var að skríða undir
hlýja sæng og setja spólu í tæk-
ið með þáttunum um Beðmálin í
borginni. Þægilegra að horfa á
þá en reyna að upplifa.
„Kannski ég fari bara að stunda
laxveiðar um helgar,“ hugsaði
ég, „eða kannski ég fari bara á
djammið aftur næstu helgi.“ Ég
gæti verið að missa af einhverju.
Næturrölt
í Reykjavík
„Sennilega voru þeir bara orðnir uppi-
skroppa með peninga til að kaupa sér
athygli og „tilbúna aðdáun“
súlumeyjanna.“
VIÐHORF
Eftir Örnu
Schram
arna@mbl.is
✝ Fríður Sigur-jónsdóttir fædd-
ist á Sandi í Aðaldal
13. janúar 1902. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 5. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Sigurjón
Friðjónsson bóndi
og skáld á Sandi,
síðar á Einarstöðum
og Litlulaugum í
Reykjadal í Suður-
Þingeyjarsýslu, f.
22. september 1867,
d. 26. maí 1950,
Jónssonar bónda á Sandi og Sig-
urbjargar Guðmundsdóttur,
fyrri konu hans, og Kristín Jóns-
dóttir, f. 22. október 1867, d. 27.
október 1928, Ólafssonar bónda
á Rifkelsstöðum í Eyjafirði og
konu hans Halldóru Ásmunds-
dóttur. Meðal systkina Sigurjóns
voru Guðmundur bóndi og skáld
á Sandi og Erlingur Friðjónsson
kaupfélagsstjóri og alþingismað-
ur á Akureyri en systur Krist-
ínar voru Ásrún húsfreyja á Ein-
arsstöðum í Reykjadal og
Kristjana húsfreyja á Stórulaug-
um í sömu sveit. Fríður var
fimmta í röðinni af tíu börnum
Sigurjóns og Kristínar sem upp
komust. Eldri voru Arnór, f. 1.
maí 1893, skólastjóri Alþýðuskól-
ans á Laugum, síðar starfsmaður
Hagstofu Íslands, kvæntur Helgu
Kristjánsdóttur, Unnur, f. 13.
júlí 1896, húsfreyja á Laugabóli í
Reykjadal, gift
Tryggva Sigtryggs-
syni, Áskell, f. 13.
mars 1898, bóndi á
Laugafelli í Reykja-
dal, kvæntur Dag-
björtu Gísladóttur,
Dagur, f. 22. apríl
1900, skólastjóri
barnaskólans á
Litlulaugum, en
yngri Sigurbjörg, f.
19. febrúar 1904,
húsfreyja á Litlu-
laugum, Halldóra, f.
26. júní 1905, skóla-
stjóri Húsmæðra-
skólans á Laugum, Ingunn, f. 24.
nóvember 1906, sem lést ung af
berklum, Ásrún, f. 16. júlí 1908,
hjúkrunarkona á Hvítabandinu í
Reykjavík, og Bragi, f. 9. nóv-
ember 1910, alþingismaður og
bankaútibússtjóri. Fóstursonur
Sigurjóns og Kristínar var Gísli
T. Guðmundsson, f. 22. mars
1915, póstmaður í Reykjavík,
kvæntur Kristínu Björnsdóttur.
Öll systkinin eru nú látin.
Fríður gekk í unglingaskólann
á Breiðumýri 1921–22 og tók
ljósmæðrapróf frá Ljósmæðra-
skóla Íslands 1933. Hún var ljós-
móðir í Borgarnesi 1933-36,
Landspítalanum 1936–37, Glæsi-
bæjarhreppi 1937–55 með búsetu
á Akureyri, einnig ljósmóðir þar
frá 1944–55 og loks á Sólvangi í
Hafnarfirði 1955–72.
Bálför Fríðar fór fram í kyrr-
þey 14. maí.
Nú hefur hún Fríður frænka okk-
ar kvatt, rúmlega 101 árs að aldri.
Þá eru þau öll fallin frá, systkinin
Sigurjónsbörn frá Litlulaugum.
Öll tíu voru þau sannir fulltrúar
aldamótakynslóðarinnar, með mikl-
ar hugsjónir um framfarir, mennt-
un, menningu og trúmennsku til
orðs og æðis. Fríður bar öll þessi
einkenni í ríkum mæli. Frændrækni
hennar var einstök og nutum við
systkinabörn hennar og fjölskyldur
okkar þess. Hún hafði svo lifandi
áhuga á velferð unga fólksins, þá
sérstaklega yngstu kynslóðinni,
enda valdi hún ljósmóðurstarfið
sem starfsvettvang. Þar naut hún
mikils trausts og hafði miklar
taugar til ljósubarnanna sinna. Hún
var sannarlega ekki sú manngerð
sem bar tilfinningar sínar á torg en
ef einhversstaðar voru erfiðleikar í
stórfjölskyldunni var hún sannköll-
uð hjálparhella og boðin og búin til
að leggja lið og styðja og styrkja.
Hún tengdi okkur frændsystkinin
líka saman, því hjá henni fengum
við fréttir um helstu atburði í ætt-
inni. Tryggð hennar við átthagana
var einstök og alltaf reyndi hún að
fylgjast með því sem var að gerast
„heima“. Hennar sérstaki eiginleiki
var þó sjálfstæðið. Hún lifði sjálf-
stæð og sjálfráð og þoldi illa stjórn-
semi annarra. Henni líkaði ekki of
vel ef aðrir leituðu til hennar um
greiða sem henni þótti ekki nauð-
synlegur. Hún vildi sjálf dæma hvar
þörfin var og þá var henni öll fyr-
irgreiðsla ljúf og rausnin mikil.
Þannig var hún samkvæm sjálfri
sér til hinstu stundar. Hún Fríður
frænka lifði farsælu og ríku lífi til
hárrar elli, full áhuga á umhverfi
sínu og skylduliði.
Arnþrúður Arnórsdóttir.
Elsku Fríður mín.
Nú ertu farin og ert sjálfsagt
hvíldinni fegin. Þú áttir langa og
góða ævi.
Fyrir mér varstu alltaf eins og
amma mín og mér fannst þú aldrei
breytast neitt alveg frá því ég man
fyrst eftir þér þegar ég var lítil.
Mér er minnisstætt þegar þú
bjóst á Kleppsveginum og komst
svo oft í heimsókn inn í Efstasund.
Þú varst alltaf svo kát og áttir
auðvelt með að gera grín að sjálfri
þér. Alltaf var stutt í hláturinn hjá
þér.
Við áttum margar góðar sam-
verustundir saman, sérstaklega síð-
ustu árin sem þú lifðir. Ég kom í
heimsókn til þín af og til á Hrafn-
istu og einnig á meðan þú bjóst á
Dalbrautinni.
Þú varst alltaf svo hlý og góð við
mig þegar ég kom til þín. Þú sagðir
starfsstúlkum á Hrafnistu að ég
væri vinkona þín. Mér þótti vænt
um að heyra þig segja það.
Þakka þér fyrir samveruna, elsku
Fríður mín. Ég veit að þér líður vel
núna.
Ég lagði á götu sem þykir þrengst.
Mitt þol efldi reynslu styrkur.
Og gullið þitt var það, sem lýsti lengst.
Allra lengst inn í dauðans myrkur.
(Sigurjón Friðjónsson.)
Hafdís Harðardóttir.
Nú hnígur sól að hafi.
Eg horfi á gengið skeið.
Tek föggur mínar í fatla.
Fer mína leið.
Þannig lauk afi minn, Sigurjón
Friðjónsson, sinni síðustu ljóðabók,
Heyrði ég í hamrinum, sem kom út
1944. Nú hefur Fríður, dóttir hans,
tekið föggur sínar, síðust systkina
sinna. Hún varð 101 árs.
Fríður var alin upp í hópi tíu
systkina sem voru næsta ólík hvert
öðru.
Þau áttu þó sameiginlega
menntaþrá. Öll báru þau þingeyskri
menningu um og upp úr aldamót-
unum 1900 gott vitni, voru víðlesin,
fylgdust vel með þjóðmálum og
höfðu yndi af bókmenntum og fögr-
um listum. Þau voru öll vel greind,
samhaldssöm, vinnugefin og hrein-
lát. Samviskusemi og aðgæsla í
fjármálum var runnin þeim í merg.
Fríður var meðalkona vexti,
hrokkinhærð og dökk yfirlitum,
augun grá, ekki smáfríð en svip-
urinn hreinn og einarður. Hún var
hljóðlát og lét fara lítið fyrir sér en
var alveg ófeimin, a.m.k. á efri ár-
um. Hún var líka ódeig að fara sína
leið. Hún hafði ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum og fór í
manngreinarálit. Henni fannst mest
vert um þá sem henni þótti mann-
tak í og hreinskiptir en hafði litla
samúð með þeim er henni leist
óduglegir og sérhlífnir. Samt rétti
hún mörgum hjálparhönd, sem
hjálpar voru þurfi, án þess að hafa
mörg orð um það. Hún var jafn-
aðarmanneskja og hafði áhuga á að
konur tækju þátt í þjóðmálum þótt
hún beitti sér ekki sjálf. Hún var
þjóðernissinnuð og á móti erlendum
afskiptum á Íslandi, elskaði ís-
lenska náttúru og var svo annt um
eigið frelsi að hún bast engum nán-
um böndum nema þeim ættingjum
sínum sem henni voru að skapi.
Fríður leit á föður minn sem fóst-
urson sinn þar sem hún var átta ár-
um eldri og hafði litið til með hon-
um barninu. Hún reyndist honum
einnig drengur og studdi hann til
náms. Hún tók á móti okkur fimm
systkinunum.
Móðir mín vildi enga hafa hjá sér
við fæðingu nema Fríði sem hún
taldi fumlausa og örugga ljósmóður.
Fríður tók lengi á móti börnum í
heimahúsum og hlúði þar að þeim
og hafði eftirlit með ljósubörnunum
eftir fæðinguna.
Sumum fylgdist hún með fram á
elliár sín enda höfðu nokkrar konur
á Akureyri skírt dætur sínar í höf-
uðið á henni til að sýna henni þakk-
læti.
Fríður hafði mikið yndi af ung-
börnum og systkinabörnum sínum
var hún góð án þess að vera þeim
eftirlát á nokkurn hátt eða blanda
sér í uppeldi þeirra þótt hún ætti
það til að siða þau. Henni var um-
hugað um framgang þeirra allra
þótt hún gæti ekki leynt að þau
voru henni miskær. Hún skráði all-
ar barnsfæðingar meðal afkomenda
systkina sinna fram á efstu ár og
fylgdist með uppvexti barnanna.
Ég man eftir Fríði barnið. Hún
bjó þá enn á Akureyri. Síðan kom
hún á hverju sumri norður til að
heimsækja systkini sín og ættingja.
Þá dvaldist hún alltaf nokkra daga
hjá foreldrum mínum og heimsótti
kunningjakonur sínar og ljósubörn.
Fríður hafði lært á bíl um miðjan
aldur og kom alltaf akandi norður.
Voru ferðir hennar oft sögulegar
því að henni lét miklu síður að fást
við tæki en taka á móti börnum.
Barninu þótti mér Fríður heldur
köld í viðmóti enda hefur henni lík-
lega þótt ég ekki nógu vel siðaður.
Á háskólaárum mínum í Reykjavík
kom hún oft í heimsókn til foreldra
minna sem þá bjuggu þar og lærði
ég þá að meta sinnu hennar, orð-
heppni og gamansemi. Þá var hún
hætt að starfa sem ljósmóðir en leit
til með dóttursonum systkina sinna.
Eftir að ég settist að í Reykjavík
hringdi hún oft til að leita frétta að
norðan og fá skýringar á því, sem
hún var að lesa í vikublaðinu Degi á
Akureyri, sem hún var áskrifandi
að.
Alltaf var gaman að ræða við
hana því að hún fylgdist vel með
þrátt fyrir háan aldur og var fróð-
leiksfús. Mér þótti þó kenna kulda
hjá henni eftir að ég ákvað að fara í
framhaldsnám í Bandaríkjunum
enda held ég henni hafi verið lítið
um það stórveldi gefið eins og önn-
ur. Sjálfræði og frelsi mat hún öllu
gæðum meira.
Af okkur systkinunum og ljósu-
börnum hennar mat hún Þórunni,
systur mína mest, og lagði við hana
mesta rækt án þess að hún bæri
hana á höndum sér frekar en aðra.
Á efri árum leit hún til með Braga,
syni hennar, rétt eins og hún hafði
litið eftir bróður sínum ungum. Það
varð síðan hlutskipti Þórunnar að
aðstoða hana þegar ellin hefti sjálf-
stæði hennar og sjálfsbjargarvið-
leitni. Fríður bjó þó fram undir tí-
rætt í eigin íbúð og hefði helst
viljað enda aldur sinn þar en ekki á
ellihæli þar sem hún kunni ekki við
sig. Hjá Þórunni fagnaði hún
hundrað ára afmæli sínu í hópi
systkinadætra sinna. Þess naut
hún. Síðan hrakaði heilsu hennar og
síðasta árið hefur henni verið ann-
arsamt. Fríður var aldamótabarn.
Hún andaðist í svefni inn í vor
nýrrar aldar. Vonandi er hún nú
komin á vit foreldra sinna sem hana
langaði að hitta aftur á öðru til-
verustigi. Í leiði þeirra á Einars-
stöðum í Reykjadal, þar sem hún
lék sér barnið, verður aska hennar
grafin.
Ég þakka föðursystur minni og
ljósu fyrir samveruna hérna megin.
Sé hún kærst kvödd.
Úlfar Bragason.
FRÍÐUR
SIGURJÓNSDÓTTIR