Morgunblaðið - 21.05.2003, Side 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Svo segir í sálmi
Valdimars Briem.
Alli afi skildi okkur eftir með ótal
margar góðar minningar. Ferðir á
björtum sumardögum í Kaldársel og
út á Reykjanes þegar við vorum börn
eru okkur ógleymanlegar. Afi vissi
hvar mátti finna ævintýralönd fyrir
okkur þar sem við gátum leikið okkur
allan daginn. Þegar keyrt var í gegn-
um Hvalfjörðinn sagði hann okkur
ótrúlegustu sögur um uppvaxtarár
sín á Hvítanesi hjá Lilju móðursystur
sinni. Einhvern veginn eru flestar
minningarnar um afa tengdar sumri
og sól og nú kveðjum við hann þegar
sumarið er rétt að hefjast.
Afi var kennari í húsgagnasmíði í
Iðnskólanum. Stundum fengum við
að fara í smíðastofuna til hans þar
sem hann hefur kennt svo mörgum.
Smíðastofan var heill ævintýraheim-
ur og ef tími var til leyfði hann okkur
að smíða eitthvað.
Afi var með bestu húsgagnasmið-
um og eru margir fagrir hlutir sem
liggja eftir hann.
Afi fylgdist alltaf vel með öllu því
sem við höfum tekið okkur fyrir
hendur, hvort sem það var nám eða
aðrir viðburðir í lífinu sjálfu. Hann
var stoltur yfir hverjum áfanga sem
við náðum og ekki síst þegar við eign-
uðumst börnin okkar. Afi var mjög
trúaður og var öflugur félagsmaður
hjá KFUM frá því hann var um 16 ára
gamall. Við vitum að nú er afi kominn
á góðan stað þar sem hann fær trú
sína staðfesta. Við viljum þakka afa
okkar fyrir þann góða tíma og minn-
ingar sem við höfum átt með honum.
Guð geymi þig, elsku afi.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð,
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þínar sonardætur,
Hrönn og Klara.
Þegar maður fréttir lát vinar er
eins og skapist tómarúm innra með
manni. Þannig varð mér við er ég
heyrði lát vinar míns, Aðalsteins
Thorarensen. Fyrstu kynni okkar eru
mér afar minnisstæð, þegar við báðir
vorum u.þ.b. tíu ára gamlir. Ég hafði
fengið leyfi til að heimsækja bróður
minn sem var í sveit hjá Kristjáni föð-
urbróður mínum og Lilju konu hans.
Þau bjuggu á Blönduholti í Kjós og
voru fósturforeldrar Aðalsteins.
Þetta var mín fyrsta ferð úr for-
eldrahúsum og ég því lítill og kvíðinn,
en sú tilfinning hvarf fljótt, því við-
mótið var svo hlýtt og elskulegt hjá
þessari fjölskyldu. Aðalsteinn tók
mér strax sem félaga og fór að kynna
mér þessa nýju veröld sem sveitin
sannarlega var fyrir mér.
Þegar við vorum báðir fluttir til
Reykjavíkur sem unglingar endur-
nýjaðast vinskapurinn. Við höfðum
báðir uppgötvað KFUM sem góðan
félagsskap. Alli gerðist félagi í Laug-
arnesi en ég aftur á móti við Amt-
mannsstíg. Ég var ekki búinn að vera
lengi þar er Alli, sem fljótt gerðist
foringi þar, bauð mér koma og taka
þátt í útileikjum á svæðinu utan við
litla húsið sem notast var við en á
AÐALSTEINN
THORARENSEN
✝ AðalsteinnKristinn Jónsson
Thorarensen fæddist
í Reykjavík 25. júní
1925. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut hinn 6.
maí síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Hallgrímskirkju
12. maí.
þessum árum voru
margir drengir þarna
samankomnir.
Vináttan kom líka í
ljós er lífsbaráttan var
hvað hörðust. Aðalsteinn
opnaði fyrir mér verk-
stæðið sitt sem hann
hafði stofnað með fé-
lögum sínum í bílskúrn-
um sínum. Þannig að ég
gat smíðað kojur fyrir
börnin mín og auðvitað
var öll leiðsögn innifalin.
Ég var oft seinna vel-
kominn á þetta verk-
stæði þar sem ég naut einstakrar vin-
áttu.
Á fullorðinsárum bundust svo vin-
áttuböndin fastari böndum er við fór-
um að starfa saman í aðaldeild
KFUM þar sem komu fram ótrúlegir
hæfileikar Aðalsteins við að halda
þessum hópi saman með útsjónar-
semi sem einkenndist mest af kær-
leika til meðbræðra.
Oft þurfti Alli að ræða um efni
funda, bæði fyrir og eftir. Hann þurfti
að vita hvernig þetta og hitt þætti
öðrum, en hugmyndir hans voru
óþrjótandi. En hversvegna vildi Að-
alsteinn starfa svona mikið fyrir
KFUM? Hann svaraði því sjálfur ein-
hvern veginn á þessa leið: „Hér þekki
ég marga og met eftir verðleikum en
enginn þeirra heldur mér hér, aftur á
móti kynntist ég Jesú Kristi hérna og
honum vil ég fylgja.“
Við hjónin þökkum fyrir að hafa
mátt eiga svo kæran vin sem Aðal-
steinn var. Við vottum eiginkonu
hans og börnum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Einar Th. Magnússon.
Hann Alli Thor er látinn. Er ég leit
til hans nýlega á hjartadeild LSH var
hann hinn hressasti, bjartsýnn, en þó
raunsær. Hann hafði lagst inn vegna
hjartaáfalls, líðanin hafði skánað í bili
og hjartaskurðaðgerð var fyrirhuguð.
Ætlunin var að bæta ástand hjartans.
En það fór á annan veg.
Ég var drengur í KFUM við Amt-
mannstíg þegar ég fyrst kynntist Að-
alsteini. 1949 urðu kynnin nánari er
ég fékk sumarvinnu í Gamla Komp-
aníinu og hann leiddi mig inn í heim
trjánna. Ég þekkti birki og reyni, en
nú bættust við hinar fjölbreytilegustu
viðartegundir. Unnið var við að spón-
leggja plötur og stjórnaði Aðalsteinn
verkinu. Mér var þá strax ljóst hvílíkt
valmenni hann var. Frá þessum tíma
hafa leiðir okkar legið saman í misrík-
um mæli en síðustu ár að jafnaði viku-
lega á AD fundum í KFUM.
Aðalsteinn var tæplega meðalmað-
ur á hæð, grannvaxinn, hæglátur, lág-
mæltur. Hann var ljós yfirlitum og
fínlegur. Hann var fremur alvörugef-
inn en átti samt ríka kímnigáfu. Hann
gekk hreint til verks, hafði ákveðnar
skoðanir og fylgdi vel eftir þeim mál-
um sem hann tók að sér. Hugmynda-
ríkur mjög og útsjónarsamur. Allt
sem hann gerði var vel gert. Hann var
áreiðanlegur og heilsteyptur kristinn
maður.
Aðalsteinn var einn frammámanna
Iðnskólans í Reykjavík til fjölda ára
og kom víða við í sögu skólas. Yfir-
borðsmeðferð viðar var hans sér-
grein. Gömul húsgögn endurnýjuðust
í höndum hans, m.a. yfir 100 ára gam-
alt rósaviðarborð á heimili mínu.
Hann lét félagsmál til sín taka á ýms-
um sviðum, t.d. í Kennarafélagi Iðn-
skólans, í sóknar-nefndum þjóðkirkj-
unnar, í Éljagangi og síðast en ekki
síst innan vébanda KFUM í Reykja-
vík.
Stundum er sagt að maður komi í
manns stað, það gildir ekki um Að-
alstein. Það verður mikið skarð í vina-
hópnum okkar í aðaldeild KFUM.
Þar starfaði Aðalsteinn af lífi og sál,
boðinn og búinn til að takast á við hin
ýmsu verkefni. Nýlega lögðum við á
ráðin um hauststarfið og var hann
með tillögur og nýjungar í gangi.
Hann lét sér annt um hvern einstak-
ling í hópnum, mætti mönnum með
skilningi, hlýju og kærleika. Honum
var annt um kirkju og kristindóm, var
sannur þjóðkirkjumaður og sannur
KFUM-maður. Ungur að árum hafði
hann eignast trú á frelsara okkar
Jesú Krist. Hann bar honum stöðugt
vitni, í orðum og gjörðum. Hann vildi
breiða út ríki Drottins og sýndi það í
daglegu lífi, með þátttöku í kristilegu
starfi svo og með stuðningi við
kristniboð erlendis. Dýrmætustu lífs-
gildunum vildi hann koma til skila, því
sem dygði best í lífi og dauða. Síðast
þegar við töluðum saman sagði hann:
„Ég er algjörlega í hendi Guðs, hvort
sem ég fæ að lifa eitthvað áfram eða
Guð tekur mig nú til sín.“ Um það
leyti sem ég unglingurinn starfaði
undir handarjaðri Aðalsteins kynnt-
ist hann eftirlifandi eiginkonu sinni,
Hrönn Skagfjörð. Þau voru saman í
KFUM og KFUK, eignuðust 4 börn
og hafa gengið saman lífsleiðina í yfir
50 ár.
Við KFUM-menn þökkum fyrir
Aðalstein Thorarensen og biðjum
Hrönn, börnum þeirra og vanda-
mönnum blessunar Drottins. Trú,
von og kærleikur, þetta þrennt varir
að eilífu. Aðalsteinn bar kærleikanum
vitni.
Ásgeir B. Ellertsson.
Aðalsteinn Thorarensen hefur ver-
ið kallaður heim til hinnar himnesku
dýrðar, eftir stutta en snarpa sjúk-
dómslegu.
Reyndar mun hann hafa kennt sér
meins um nokkurn tíma, en ekki leit-
að læknis fyrr en um allt þraut.
Lýsir það kannski manninum bet-
ur en margt annað, að hugsa lítið um
sjálfan sig, en þeim mun meira um
aðra. Hann hafði lifandi áhuga á vel-
ferð annarra og lét sér annt um þá,
bæði í orði og verki.
Aðalsteinn var húsgagnasmíða-
meistari að mennt og kenndi lengst-
um starfsævi sinnar við Iðnskólann í
Reykjavík við góðan orðstír.
Hann var með afbrigðum fær hús-
gagnasmiður og liggja eftir hann
margir dýrgripir á því sviði. Einnig
var hann snillingur í að gera við og
gera upp gamla muni, svo að þeir
urðu eins og nýir.
Aðalsteinn var virkur félagsmaður
í KFUM, sat þar í fjölda stjórna og
var um árabil virkur í barna- og ung-
lingastarfi félaganna.
Aðaldeild KFUM naut einnig
starfa hans á sérstakan hátt, sem
hann rækti af kostgæfni. Í sóknar-
nefndum sat hann langa tíð.
KFUM félagsskapurinn var Aðal-
steini kær alla tíð og eftir hann liggur
mörg listasmíðin í sumarbúðunum og
starfsstöðvum félaganna, svo sem
innrétting á kapellunni í Vatnaskógi
og hönnun og smíði kirkjumuna í
Friðrikskapellu.
Sönnuðust þar orðin í 2. Mós. 31.
3.-4. þar sem segir:
Ég hefi fyllt hann Guðs anda, bæði vísdómi,
skilningi, kunnáttu og hvers konar hagleik,
til þess að upphugsa listaverk og smíða ...
Aðalsteinn var gæfumaður í einka-
lífi, kvæntist sæmdarkonunni Hrönn
Skagfjörð og eignuðust þau fjögur
börn. Eru þeim hér færðar innilegar
samúðarkveðjur.
Þó að handaverk Aðalsteins munu
lifa með okkur um ókomin ár mun
samt minningin um góðan og heil-
steyptan mann gera það enn frekar.
Megi Guð blessa minningu Aðal-
steins Thorarensen.
Ég veit um himins björtu borg
í bjarma sólu hærri.
Þar er ei skuggi, synd né sorg,
hvert sár er grætt og fjarri.
(Sigurbjörn Einarsson.)
Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyr-
ir Drottin vorn Jesúm Krist.
(1. Kor 15,57.)
Bjarni Árnason.
Björn G. Eiríksson.
Í dag verður jarðsunginn frá Hall-
grímskirkju Aðalsteinn Thorarensen
kennari og einn af máttarstólpum í
KFUM. Með sárum söknuði og þakk-
læti kveð ég kæran vin og minn helsta
ráðgjafa í málefnum félagsins. Far-
sæld félagsins var honum ætíð efst í
huga. Margar morgunstundirnar sát-
um við saman á skrifstofu minni og
skeggræddum fram og aftur um mál-
efni KFUM.
Aðalsteinn var maður sem kom
fram grímulaus, hreinn og beinn og
eins við alla. Hann fékk í vöggugjöf þá
náð að hafa ekki þörf fyrir að vilja
vera fyrstur og fremstur í öllu. Hann
gerði sér snemma grein fyrir því að
orð og verk þurfa og eiga að fara sam-
an og að þeir sem mest tala hafa oft
minnst að segja. Hann vissi að enginn
heldur góða predikun yfir öðrum ef
hann hefur ekki haldið hana fyrst yfir
sjálfum sér.
Þeir sem kynntust Aðalsteini urðu
þess fljótt áskynja, að þar fór greind-
ur, vandaður og úrræðagóður maður.
Af sérstakri hógværð og prúð-
mennsku kom hann sínum uppást-
ungum á framfæri. Aldrei höfðu aðrir
minnkun af tillögum eða úrlausnum
Aðalsteins. Það var ekki í hans eðli að
vilja hefja sig upp á kostnað annarra.
Mér fannst Aðalsteinn alltaf vera vin-
sælasti maðurinn í hópnum þegar
KFUM menn komu saman. Vel-
gengni AD deildar félagsins er ekki
minnst honum að þakka.
Drottinn hefur kallað Aðalstein
heim. Ég þakka Guði mínum fyrir að
gefa mér að eignast hann að vini og
samferðamanni. KFUM og KFUK
eiga honum og hans ástkæru eigin-
konu, Hrönn Thorarensen, mikið að
þakka. Fáir félagsmenn hafa lagt
meira til starfsins, en þau sæmdar-
hjón. Ég legg fjölskyldu hans í Guðs
hendur, eiginkonuna, börnin, tengda-
börnin og barnabörnin.
Seinna þar sem enginn telur árin
munum við Aðalsteinn hittast aftur
og taka upp þráðinn þar sem frá var
horfið.
Ef vér lifum, lifum við Drottni, og
ef vér deyjum, deyjum vér Drottni.
Hvort sem vér þess vegna lifum
eða deyjum, þá erum vér Drottins.
(Róm. 14.8.)
Ómar Kristjánsson, stjórn-
armaður í KFUM og KFUK.
Kveðja úr Vatnaskógi
Skógarmaðurinn Aðalsteinn Thor-
arensen er látinn. Með honum áttum
við margar góðar stundir í Vatna-
skógi. Þar, eins og annars staðar í
starfi KFUM, gaf hann okkur mikið.
Hann miðlaði okkur með mildi og
kærleika. Og ekki nóg með það, inn-
réttingarnar í Kapellunni voru að
mestum hluta hans verk. Þær eiga
stóran þátt í því að gera Kapelluna að
þeim helgidómi sem hún er í huga
okkar flestra. Við þökkum Alla allt
sem hann gaf okkur og biðjum fjöl-
skyldu hans Guð blessunar.
F.h. Skógarmanna KFUM,
Ólafur Sverrisson.
Það er ekki sjálfgefið að allt gangi
snurðulaust þegar þrjár fjölskyldur
búa í sama húsi. Þær þurfa að koma
sér saman um fjölmarga hluti. Þau ár
sem við hjónin bjuggum í sama húsi
og Aðalsteinn og Hrönn bar aldrei
skugga á. Strax frá fyrsta degi tóku
þau okkur og börnum okkar af mikilli
ástúð og elsku. Við nutum verkkunn-
áttu og verkstjórnar Aðalsteins, hins
hagleikna ráðagóða smiðs, sem kunni
ráð við hverju vandamáli. Hver sem
umgekkst þennan dagsfarsprúða og
kurteisa mann skynjaði fljótt innri
dýpt, sannfæringu og að hér fór heil-
steyptur maður sem vissi hvað hann
talaði um.
Oft lék hæglátt bros á vörum hans
og kímniglampi var í augunum. Hann
var einlægur, sanntrúaður kristinn
maður en flíkaði ekki trú sinni. Aðal-
steinn Thorarensen var ekki maður
sem vildi láta mikið á sér bera en það
sópaði að honum. Blessuð sé minning
góðs manns.
Jónína María Kristjánsdóttir og
Bogi Ágústsson.
Kær vinur og mannvinur hefur
kvatt um sinn. Ég minnist þess þegar
drengjaskarinn mætti á samkomu í
litla KFUM-húsið við Kirkjuteig sem
okkur þótti stórt þá. Á móti okkur tók
hópur ungra sveitarforingja undir
forystu Aðalsteins Thorarensens og
Björns Ólafssonar. Innan dyra litla
hússins gleymdum við okkur við
dýrðlegan söng og hlýddum á upp-
byggilegt kristilegt efni svo sem
framhaldssögu, frumsamdar sögur
og margt fleira. Á hverjum fundi var
færð mætingarskrá fyrir hverja sveit
en hvert svæði hafði sína „kennitölu“.
Við í Laugarneskamp og nágrenni
vorum í sjöttu sveit. Svo mikið kapp
var lagt á að mæta að fótbolti og ann-
að var lagt til hliðar og hóparnir
streymdu eins og sauðahjarðir úr
hverfunum í litla húsið. Mætingin var
gjarnan 90–100%. Ég veit að ég mæli
fyrir munn allra strákanna þegar ég
segi að stundirnar sem við áttum með
þessum elskulegu leiðtogum hafi
reynst okkur gott veganesti í lífinu
þar sem við fengum fræðslu um vin-
inn og leiðtogann Jesú Krist. Við höf-
um því alltaf getað leitað til Jesú með
vanda okkar á lífsleiðinni.
Eftir að ég hóf kennslu við Iðnskól-
ann í Reykjavík bauð Aðalsteinn mér
að koma á fundi hjá eldri KFUM-fé-
lögum. Þar ríkti sami andi og upp-
bygging í kristinni trú og lífsgildum.
Aðalsteinn lét verkin tala, hvort
sem var í leik eða starfi, og taldi ekki
tíma sinn sem fór til mannræktar.
Hann sinnti nemendum sínum langt
út fyrir greiddan launaseðil. Aðal-
steinn reyndist mér einstaklega vel
frá fyrstu tíð sem andlegur leiðtogi og
vinur.
Kæra Hrönn og fjölskylda, við
Ásta vottum ykkur einlæga samúð
við fráfall ykkar elskulega Aðalsteins.
Guð blessi ykkur.
Alfreð Harðarson.
Við hófum samstarf í drengjastarfi
K.F.U.M. í Laugarnesi í desember
1942. Sameiginleg trú okkar á frels-
arann og félag okkar hafði þau áhrif á
okkur að við þráðum að mega benda
drengjum á vininn besta og leiðtog-
ann Jesú Krist.
Aðalsteinn bjó þá hjá uppeldisfor-
eldrum sínum Lilju Jónasdóttur og
Kristjáni Guðmundssyni, ásamt
dætrum þeirra Katrínu og Kristínu í
Laugarnesbænum er stóð á hólnum
ofan við hinn forna kirkjugarð í Laug-
arnesi.
Hann tók að sér að stjórna og
starfa með sjöttu sveit í hinni ungu
deild félagsins á þessu svæði og komu
strax í ljós sérstakir hæfileikar hans
sem góðs starfsmanns á þessu sviði.
Drengirnir fjölmenntu til hans og
þótti vænt um hann sem foringja og
hlýddu með athygli á sögur hans sem
voru afar vinsælar og hið sama má
segja um áheyrendurna er hann flutti
þeim orðið úr Biblíunni.
Á þessum árum stundaði Aðal-
steinn nám í húsgagnasmíði sem
hann lauk með sveinsprófi. Var hann
afar flinkur og vandvirkur og bætti
enda við menntun sína á námskeiðum
og í Tækniháskólanum í Kaupmanna-
höfn en þar jók hann við kunnáttu
sína í sambandi við að spónleggja og
að skera saman mismunandi viðar-
spón. Þar lærði hann einnig að nota
hitaðar vökvaþrýstar spónapressur,
stór og fullkomin tæki er gátu press-
að spón á hurðir og þiljur sem mikið
tíðkuðust innanhúss í byggingum um
árabil.
Félögin okkar nutu, ásamt almenn-
ingi, þessarar kunnáttu hans. Bæði í
K.F.U.K. sumarbúðum í Vindáshlíð
þar sem setustofan er fagurlega þilj-
uð eftir Aðalstein og Hallgrímskirkj-
an þar í Vindáshlíð sem Aðalsteinn
klæddi fagurlega að innanverðu og
endurgerði á sinn vandaða hátt, smíð-
aði ný sæti í kirkjuna sem eru mun
þægilegri en gömlu kirkjubekkirnir
og mætti svona lengi telja. Í Vatna-
skógi er bænhús sem ber meistara-
handbragði Aðalsteins fagurt vitni í
þiljunum og fögrum frágangi að inn-
an. Enn vil ég nefna að þegar við
byggðum samkomusal í Lauganess-
hverfi bjó hann til þiljur til notkunar
þar. Víða má sjá handbragð Aðal-
steins, svo vandað og vel gert og af
góðri kunnáttu.
Aðalsteinn var K.F.U.M. maður af
einlægni og staðfestu. Á löngu tíma-
bili hin seinni ár vann hann mikið og
árangursríkt starf fyrir Aðaldeild fé-
lagsins sem honum tókst að reisa við
upp úr lægð. Það var vissulega mikið
afrek sem við erum honum þakklátir
fyrir.
Sjálfur er ég þakklátur fyrir að við
fengum færi á að kveðjast sem góðir
vinir í kærleika Krists. Sextíu ár varði
samstarf okkar og bar aldrei skugga
á vináttu okkar. Ég þakka Guði fyrir
góðan bróður og samstarfsmann og
bið ég Guð að blessa Hrönn og afkom-
endur þeirra og systur Aðalsteins
Katrínu og Kristínu.
Bjarni Ólafsson.