Morgunblaðið - 21.05.2003, Side 44

Morgunblaðið - 21.05.2003, Side 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HILMAR Björnsson, hinn reyndi bakvörður KR-inga, leikur ekki meira með þeim á þessu keppnis- tímabili. Hilmar fór meiddur af velli í fyrsta leik KR-inga í úrvals- deildinni, gegn Þrótti, í fyrrakvöld, eftir rúmar 20 mínútur og í gær kom í ljós að krossband í hné er slit- ið. „Ég fer í speglun fljótlega en læknarnir sögðu eftir myndatöku í dag að þetta væri greinilegt kross- bandsslit og það þýddi að ég væri frá æfingum fram í febrúar á næsta ári,“ sagði Hilmar við Morgunblað- ið í gær. Hilmar gekk til liðs við KR, sitt gamla félag, í vetur eftir að hafa leikið með FH síðustu árin. Hann er einn reyndasti leikmaður úrvals- deildarinnar, 34 ára og með 186 leiki í deildinni að baki. Hann segist þó alls ekki vera hættur, þrátt fyrir þetta áfall. Verður að bíða enn eitt árið „Ég hef verið heppinn á mínum ferli og aldrei átt við nein hné- meiðsli að stríða. Ég fékk högg á hné snemma í leiknum en hélt áfram og fann skömmu síðar að eitthvað gaf sig þegar ég hreinsaði boltann frá markinu. Ég æfði mjög vel í allan vetur og spilaði alla leiki á undirbúningstímabilinu og því er biturt að lenda í þessu í fyrsta leik. Stefnan var sú að verða loks Ís- landsmeistari með KR en það verð- ur bara að bíða í eitt ár til við- bótar,“ sagði Hilmar Björnsson. Hilmar Björnsson með slitið krossband AÐALSTEINN Eyjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari Íslandsmeist- ara ÍBV í handknattleik kvenna og er samningur hans til eins árs. Aðal- steinn, sem er 26 ára gamall, þjálf- aði lið Gróttu/KR í vetur og var þar áður aðstoðarþjálfari hjá Stjörn- unni. Auk þess að þjálfa meistara- flokkinn hjá ÍBV á Aðalsteinn að þjálfa unglingaflokk félagsins. Unnur Sigmarsdóttir var við stjórnvölinn hjá Eyjakonum í vetur og undir hennar stjórn vann ÍBV þrjá titla. Liðið varð Íslandsmeist- ari, deildarmeistari og meistari meistaranna og þá komust Eyjakon- ur í bikarúrslit þar sem þær töpuðu fyrir Haukum. „Við ákváðum að fá þjálfara sem gæti tekið að sér meistaraflokkinn og unglingaflokkinn saman og þar sem Unnur treysti sér ekki til að bæta unglingaflokknum við var ákveðið að semja við Aðalstein,“ sagði Þorvarður Þorvaldsson í kvennaráði ÍBV við Morgunblaðið. Ekki eru fyrirsjáanlegar miklar breytingar á leikmannahópi ÍBV fyrir næstu leiktíð. Þegar hefur ver- ið samið við austurrísku leikmenn- ina Birgitu Engl og Sylviu Strass um að leika áfram með liðinu og þá eru Alla Gokorian og Anna Yakova með áframhaldandi samninga. Vig- dís Sigurðardóttir markvörður og línumaðurinn og fyrirliðinn Ingi- björg Jónsdóttir hafa hins vegar ákveðið að hætta og er líklegt að skarð Vigdísar verði fyllt með markverði sem kemur erlendis frá. Aðalsteinn þjálfar meistaralið ÍBV KYLFINGURINN Vijay Singh hefur ákveðið að taka ekki þátt í Colonial mótinu sem hefst í Texas á fimmtudaginn. Singh segist þreyttur eftir sig- ur á Byron Nelson-mótinu um helgina og þurfi frí. Singh þvertekur fyrir það að ástæða þess að hann dró sig úr keppni tengist ummælum sínum um þátttöku sænsku golfkon- unnar Anniku Sörenstams. „Ég var búinn að lofa eigin- konu minni að ég myndi taka mér frí tækist mér að ná fram sigri á Byron Nelson-mótinu. Það tókst og ég stend við gefið loforð. Fyrir utan það er ég orðinn þreyttur og þarf hvíld,“ sagði Vijay Singh. Singh ekki með í Texas vítahittni liðsins. Dallas fékk 50 víta- skot í leiknum og hitti úr öllum nema einu á meðan San Antonio tók 48 vítaskot en hitti aðeins úr 31 einu þeirra. Dirk Nowitzki var stigahæst- ur í liði Dallas með 38 stig og næstur honum kom Michael Finley með 26 stig. Hjá San Antonio var Tim Dunc- an langstigahæstur með 40 stig en hann brást bogalistin illa á lokasek- úndum leiksins þegar hann misnot- aði bæði vítaskot sín en þá hefði hann getað minnkað forystu Dallas í eitt stig. Með sigrinum hefur Dallas náðheimavallarréttinum af San Antonio en flestir körfuboltasér- fræðingar eru á því að rimma San Antonio og Dallas skeri úr um hvaða lið muni sigra í NBA-deildinni, þar sem bæði liðin eru talin mun sterkari en New Jersey og Detroit og það verði aðeins formsatriði fyrir sigur- vegara Vesturdeildarinnar að ganga frá andstæðingi sínum frá austur- ströndinni. Það sem lagði grunninn að sigri Dallas gegn San Antonio var frábær Lengi vel leit út fyrir öruggan sig- ur heimamanna og forysta þeirra var 14 stig þegar rúmar átta mínútur voru eftir af leiknum. Dallas tók þá góða rispu og komst yfir 110:111 þegar 14 sekúndur voru leiksloka og gestirnir létu þá forystu ekki af hendi. „Það sem gerði gæfumuninn fyrir okkur í þessum leik var að við komust 50 sinnum á vítalínuna en venjulega fáum við 10–11 vítaskot í leik,“ sagði Dirk Nowitzki. „Við töpuðum þessum leik vegna lélegrar vítanýtingar á meðan leik- menn Dallas virtust ekki geta mis- notað vítaskot,“ sagði Tim Duncan. Næsti leikur liðanna fer fram aðfara- nótt fimmtudags og hann verður leikinn á heimavelli San Antonio Spurs. AP Þjóðverjinn Dirk Nowitzki átti enn einn stórleikinn með Dallas og treður hér knettinum í körfu San Antonio, eftir að hafa komist fram hjá Tim Duncan. Leikmenn Dallas sterkir á vítalínunni DALLAS Mavericks sigraði San Antonio Spurs 110:113 á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar að- faranótt þriðjudags. Það lið sem sigrar fyrr í fjórum leikjum mun spila við sigurvegara Austurdeildar en þar eru New Jersey Nets og Detroit Pistons að etja kappi. Reuters Tim Duncan með 40 stig.  FREDI Bobic, framherji Hann- over og þýska landsliðsins, segist vera búinn að gera samkomulag við Herthu Berlín um að leika með lið- inu á næstu leiktíð. Bobic segir á heimasíðu sinni að hann muni gera tveggja ára samning við Berlínarlið- ið og með möguleika á að bæta einu ári til viðbótar.  BOBIC gekk í raðir Hannover á síðasta ári og frammistaða hans með liðinu varð til þess að Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja, valdi Bobic í landsliðið eftir nokkurra ára hlé. Bobic, sem er 31 árs gamall, hef- ur skorað 14 mörk í 27 leikjum Hannover á leiktíðinni.  OTTMAR Hitzfeld, þjálfari Bayern München, segir að forgangs- verkefni sumarsins sé að ná í Miros- lav Klose, sóknarmann Kaiserslaut- ern. Klose sló í gegn í heimsmeist- arakeppninni í fyrra með þýska landsliðinu  NORÐMAÐURINN Trond Soll- ied, þjálfari Club Brügge, hefur ver- ið útnefndur þjálfari ársins í Belgíu en undir hans stjórn varð liðið meist- ari í ár. Timm Simons, miðjumaður hjá Club Brügge, varð fyrir valinu sem leikmaður ársins.  CHELSEA hefur gert austurríska markverðinum Jürgen Macho hjá Sunderland tilboð um að ganga til liðs við félagið. Macho fékk ekki mik- ið að spreyta sig með Sunderland á nýafstaðinni leiktíð en þegar hann hljóp í skarð Danans Thomasar Sør- ensen þótti hann sýna lipur tilþrif.  JAMES Beattie, sóknarmaður Southampton, og Harry Kewell, út- herji Leeds, hafa báðir verið sterk- lega orðaðir við Liverpool. Gérard Houllier, knattspyrnustjóri Liver- pool, hefur undanfarin ár keypt leik- menn af meginlandinu sem hafa átt erfitt með að spjara sig í hörkunni á Englandi. Nú er Frakkinn sagður vilja kaupa leikmenn sem hafa sann- að sig í enska boltanum.  GHEORGHE Popescu, fyrrver- andi fyrirliði rúmenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og leikur á laugar- daginn síðasta leik sinn á afar litrík- um ferli. Popescu, sem leikur með Hannover í Þýskalandi, átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hann sagði að hann væri búinn að fá nóg af knattspyrnunni eftir langan feril í nokkrum löndum.  POPESCU er 36 ára gamall og er af mörgum talinn einn af bestu knattspyrnumönnum Rúmena ffram til þessa. Hann lék sinn síðasta landsleik þegar Rúmenar töpuðu fyrir Dönum í undankeppni EM í mars, 5:2. Liðin sem hann lék með á keppnisferlinum voru Barcelona, Tottenham, PSV, Galatasaray, Leece og nú síðast Hannover. FÓLK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.