Morgunblaðið - 21.05.2003, Page 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 45
FORRÁÐAMENN Stoke City segjast vera að bíða eftir
svari frá sex leikmönnum sem öllum hefur verið boðinn
nýr samningur eftir að samningar þeirra runnu út á
dögunum. Leikmennirnir sem um ræðir eru Brynjar
Björn Gunnarsson, James O’Connor, Clive Clarke, Pet-
er Hoekstra, Brian Wilson og Marcus Hall.
„Vitanlega taka leikmennirnir sinn tíma og sjá hvort
eitthvað annað standi þeim til boða áður en þeir
ákveða sig. Þetta er engin óskastaða þar sem við vilj-
um eðlilega fá málin á hreint sem fyrst en svona er
þetta bara í fótboltanum,“ segir John Rudge, yfirmað-
ur knattspyrnumála hjá Stoke.
Brynjar Björn sagði í samtali við Morgunblaðið á
sunnudaginn að hann hefði ekki fengið neitt tilboð frá
Stoke en hann hélt til Portúgals á mánudag til skoð-
unar hjá portúgalska 1. deildar liðinu Braga. Stjórn-
armaður Stoke sem Morgunblaðið ræddi við í gær
sagði hins vegar að samningur Brynjars lægi tilbúinn
að borðinu en ekki hefði verið hægt að koma honum í
hendur leikmannsins áður en hann hélt til Portúgals.
Bíða svars frá sex
leikmönnum Stoke
SVEINN Margeirsson, langhlaupari úr
Skagafirði, hefur ákveðið að draga sig út
úr Smáþjóðaleikliðinu sem keppir á Möltu
í byrjun næsta mánaðar. Til stóð að
Sveinn keppti í 3.000 m hindrunarhlaupi
og 5.000 m hlaupi en þar sem aðeins líður
hálftími á milli þessara hlaupa hefur
Sveinn kosið að draga sig út úr hópnum
og keppa þess í stað í sterku 3.000 m
hindrunarhlaupi í Kaupmannahöfn á
sama tíma.
„Vissulega kom til greina að hlaupa
eina grein á Smáþjóðaleikum, en miðað
við aðstæður tók ég þá ákvörðun að sitja
heima. Þar vegur þungt að Bowerman-
mótið í Kaupmannahöfn er sterkt kvöld-
mót þar sem má eiga von á hröðu hlaupi, á
meðan Smáþjóðaleikarnir eru mót sem má
meira eiga von á taktískum hlaupum. Þau
eru auðvitað mikilvæg líka, en ég sækist
mun meira eftir því að hlaupa hratt en að
vinna hlaup þessa dagana,“ sagði Sveinn í
samtali við Morgunblaðið.
Guðmundur Karlsson, landsliðsþjálfari í
frjálsíþróttum, sagðist hafa reynt að fá
tímaseðlinum breytt þannig að hægt
væri kom til móts við Svein. „Ég
hafði ekki erindi sem erfiði,“ sagði
Guðmundur og bætti því við að
ákvörðun Sveins hefði verið tek-
in í samvinnu við sig.
Kallað á
Guðmund Hólmar
Í stað Sveins hefur Guð-
mundur kallað inn í
Smáþjóðaleikaliðið efni-
legan spjótkastara úr
Breiðabliki, Guðmund
Hólmar Jónsson.
Sveinn hleypur ekki á
Smáþjóðaleikunum
EFTIRTALDIR landsdómarar í
knattspyrnu verða á ferðinni á
knattspyrnuvöllunum í sumar og
dæma landsdómarar A leiki í efstu
deild.
Landsdómarar A
FIFA-dómarar
Bragi Bergmann, Árroðanum
Egill Már Markússon, Gróttu
Gylfi Þór Orrason, Fram
Kristinn Jakobsson, KR
A-dómarar
Erlendur Eiríksson, Fram
Eyjólfur Ólafsson, Víkingi
Garðar Örn Hinriksson, Þrótti R.
Gísli H. Jóhannsson, Keflavík
Jóhannes Valgeirsson, KA
Magnús Þórisson, Keflavík
Ólafur Ragnarsson, Hamri
A-aðstoðardómarar
FIFA-aðstoðardómarar
Einar Guðmundsson, Aftureldingu
Einar Sigurðsson, Breiðabliki
Eyjólfur Finnsson, Fram
Guðmundur H. Jónsson, Dalvík
Gunnar Gylfason, Breiðabliki
Pjetur Sigurðsson, Fram
Sigurður Þór Þórsson, Aftureldingu
A-aðstoðardómari
Ingvar Guðfinnsson, Fylki
Landsdómarar B
B-dómarar
Einar Örn Daníelsson, Víkingi
Gunnar Sv. Gunnarsson, Huginn
Hans Scheving, Val
Kristján T. Sigurðsson, Reyni Á.
Leiknir Ágústsson, ÍBV
Magnús Kristinsson, FH
Marínó Þorsteinsson, Reyni Á.
Svanlaugur Þorsteinsson, Fram
Örn Bjarnason, Stjörnunni
B-aðstoðardómari
Ásgrímur Á. Hinriksson, Þrótti R.
Sigurður Óli Þórleifsson, Fjölni
Landsdómarar C
Áskell Þór Gíslason, KA
Halldór Breiðfjörð, Breiðabliki
Ingólfur Hjaltason, Leikni F.
Ólafur Kjartansson, KR
Reynir Þór Valgarðsson, KR
Sverrir Pálmason, KA
Sævar Jónsson, ÍA
Þorvaldur Árnason, Fylki
Þóroddur Hjaltalín, Þór
C-aðstoðardómarar
Jóhann Gunnarsson, Keflavík
Oddbergur Eiríksson, Fram
Dómarar sem verða á ferðinni
TÓLF þjálfarar voru styrktir í
gær af Íþrótta- og ólympíusam-
bandi Íslands, ÍSÍ. Átta þjálfarar
fengu 50 þús. kr. styrk – Anna Día
Erlingsdóttir, golf/íþróttir fatlaðra,
Axel Stefánsson, handknattleikur,
Benedikt Guðmundsson, körfu-
knattleikur, Erlingur Birgir Richar-
dsson, handknattleikur, Hilmar H.
Gunnarsson, skvass, Ólafur Björns-
son, skíði, Sonja Sif Jóhannsdóttir,
frjálsar íþróttir, Vignir Þröstur
Hlöðversson, blak. Þá fengu fjórir
þjálfarar 25 þús. kr. hver: Andri H.
Kristinsson, skylmingar, Ingunn
Gunnlaugsdóttir, badminton, Ragn-
ar Ingi Sigurðsson, skylmingar og
Sigurður Blöndal, badminton.
SVEINN Margeirsson, langhlaup-
ari úr Skagafirði, hefur æft og keppt
með danska félagsliðinu Sportu síð-
ustu mánuði jafnhliða háskólanámi í
Kaupmannahöfn. Um næstu helgi
keppir Sveinn með Spörtu í B-deild
Evrópubikarkeppninnar sem fram
fer í Belgrad. Hann verður á meðal
þátttakenda í 3.000 m hindrunar-
hlaup. Vonast Sveinn eftir að fá góða
keppni þannig að hann geti saumað
að 22 ára gömlu Íslandsmeti Jóns
Diðrikssonar, UMSB, 8.49,58 mín.
DANIEL Smári Guðmundsson, úr
FH, keppti í Kaupmannahafnar-
maraþoninu um síðustu helgi. Hann
hafnaði í 6. sæti í flokki 40–44 ára á 2
klukkustundum, 48 mínútum og 41
sekúndu.
STEFAN Hecker, fyrrverandi
landsliðsmarkvörður Þjóðverja í
handknattleik, hefur áhuga á að
framlengja samning sinn við Gumm-
ersbach. Hecker er 44 ára gamall
hefur leikið í þýsku 1. deildinni í
handknattleik í 24 ár. Hann hefur
leikið vel á yfirstandandi leiktíð og í
raun gengið í endurnýjun lífdaga síð-
an hann gekk til liðs við Gummers-
bach eftir að hafa leikið með Essen í
rúm 20 ár og leikið 561 leik fyrir fé-
lagið. Það ræðst í næstu viku hvort
forráðamenn Gummersbach gera
eins árs samning við Hecker.
RÓBERT Gunnarsson og Tjörvi
Ólafsson verða í eldlínunni í Evrópu-
keppninni í handknattleik á næstu
leiktíð því lið þeirra, Århus GF, hef-
ur skráð sig til leiks í Áskorenda-
keppni Evrópu.
ENGLENDINGURINN David
Beckham, fyrirliði enska landsliðs-
ins í knattspyrnu, spænski framherj-
inn Raul Gonzalez og Frakkinn Zin-
edine Zidane hafa allir tekið að sér
það verkefni að vera sendiherrar
sinna landa hvað varðar umsókn
þeirra um Ólympíuleikana sem fram
fara árið 2012. London, Madrid og
París eru í hópi þeirra borga sem
sækjast eftir hnossinu en næstu leik-
ar fara fram í Aþenu árið 2004 og í
Peking fjórum árum síðar.
FÓLK
Liðin eru 36 ár síðan Celtic vannEvrópukeppni, en þá stýrði
Jock Stein Celtic til sigurs, 2:1, á Int-
er Mílanó í úrslitum Evrópukeppni
meistaraliða, forvera meistaradeild-
arinnar, árið 1967 í Lissabon. Celtic
braut þar með blað í breskri knatt-
spyrnusögu og varð fyrst breskra
liða til þess að hampa sigurlaunum í
þessari keppni evrópskra félagsliða.
Þremur árum seinna fékk Celtic færi
á að endurtaka leikinn en tapaði fyr-
ir Feyenoord í öðrum leik á öðrum
stað, síðan hefur félagið ekki komist
svo langt fyrr en nú.
O’Neill segist að mörgu leyti ótt-
ast hitann frekar en andstæðinginn,
liðsmenn Porto, en leikið verður á
leikvanginum sem kenndur er við Ól-
ympíu í Sevilla-borg á Spáni þar sem
sólin getur stungið fast og hitinn orð-
ið óbærilegur, jafnvel síðdegis þegar
flautað verður til leiks má reikna
með a.m.k. þrjátíu stiga hita og heið-
skíru veðri. „Þetta er bara eitthvað
sem við verðum að búa okkur undir,
við þessu verður ekkert gert,“ segir
O’Neill, sem hefur verið með sveit
sína í Sevilla síðan á sunnudaginn, til
þess að venjast aðstæðum.
O’Neill segir ennfremur að minn-
ingar um glæstan sigur félagsins í
Evrópukeppninni fyrir 36 árum séu
frekar til þess fallnar að hvetja menn
sína til dáða en letja. „Mínir frábæru
leikmenn hafa komið liðinu í úrslitin.
Hugarfar þeirra er rétt og ég er viss
um að það er ekkert ósvipað og fyrir
36 árum,“ segir O’Neill sem hefur
innan sinna raða einn leikmann úr
sigurliðinu fyrir 36 árum, það er
John Clark, sem nú er í hlutverki
búningavarðar. „Þótt knattspyrnan
hafi mikið breyst á þessum árum
sem liðin eru síðan Clark var í eldlín-
unni þá smitar hann menn af sigur-
gleðinni og samstöðunni sem þá var
innan Celtic.“
Meiðsli og leikbönn hrjá lið Porto
sem einnig hefur verið í Sevilla und-
anfarna daga við æfingar. Liðið hef-
ur æft fyrir luktum dyrum. Vafi leik-
ur á hvort Francisco Costinha, helsti
miðvallarleikmaður liðsins, getur
tekið þátt í leiknum. Þá er hinn
sterki varnarmaður Nono Valente
einnig meiddur og afar ósennilegt að
hann verði í byrjunarliðinu. Helder
Postiga, einn beittasti sóknarmaður
Porto, verður örugglega fjarri góðu
gamni eftir að hafa verið vikið af
leikvelli gegn Lazio í undanúrslitun-
um – hann verður að taka út leik-
bann að þessu sinni.
Stór hópur stuðningsmanna Porto
hefur fylgt liðinu yfir landamærin til
Sevilla og gera þeir ríkar kröfur til
sigurs. Meðal annars hengdu þeir
upp stór skilti á síðasta heimaleik
Porto þar sem þess var krafist að
leikmenn létu drauminn rætast, þ.e.
að vinna Celtic. „Við eigum sama
draum og stuðningsmennirnir,“ seg-
ir Jose Mourinho, þjálfari Porto.
Martin O’Neill, knattspyrnustjóri Celtic, óttast hitann meira en leikmenn Porto
Hart barist í Sevilla
„ÞAÐ er stórkostlegt að vera kominn í úrslitaleikinn og það er mikil
eftirvænting vegna hans í brjóstum okkar allra þótt nokkur beygur
sér einnig í okkur vegna hins gríðarlega hita sem verður þegar leik-
urinn fer fram,“ segir Martin O’Neill, knattspyrnustjóri Celtic, sem
stýrir sveit sinni gegn Porto í úrslitaleik UEFA-keppninnar í knatt-
spyrnu í kvöld.
Reuters
Stuðningsmenn skoska liðsins Celtic eru fyrir löngu byrjaðir að undirbúa sig fyrir átökin í Sevilla og hafa fengið sér græna stráhatta.