Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VARGÖLD Á NÝ Að minnsta kosti tuttugu og sex manns biðu bana í blóðugu ofbeldi í Mið-Austurlöndum í gær. Átján ára gamall Palestínumaður drap sig og sextán Ísraela er hann sprengdi sprengju í strætisvagni í Jerúsalem um miðjan dag og Ísr- aelar svöruðu tilræðinu með eld- flaugaárásum á skotmörk í Gaza- borg. Níu manns féllu í þeim að- gerðum Ísraelshers í gær. Mikil óvissa ríkir nú um friðarumleit- anir í heimshlutanum en ekki er nema vika síðan þeim var ýtt úr vör á nýjan leik. Stærsti s igurinn Íslendingar unnu Litháen 3:0 í Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í Kaunas og er þetta stærsti sigur Íslands á útivelli í Evrópu- keppninni frá upphafi. Ný ís lensk ópera Í ágúst á næsta ári verður ný íslensk ópera eftir Þorkel Sig- urbjörnsson um útlagann Gretti Ásmundarson frumflutt á al- þjóðlegri hátíð ungra tónlistar- manna, sem haldin er í tengslum við hina heimsþekktu Wagner- hátíð í Bayreuth í Þýskalandi. Óperan er við texta Böðvars Guð- mundssonar en þetta verður í fyrsta sinn sem íslensk ópera verður flutt í Bayruth. Ekki rétt verklag Rannsóknarnefnd flugslysa í Danmörku telur m.a. að flugmenn flugvélar Jórvíkur ehf. yfir austur- strönd Grænlands í byrjun ágúst 2002 hafi ekki beitt réttu verklagi samkvæmt neyðargátlista vélar- innar þegar hreyflarnir misstu afl. Þá eru nokkrar athugasemdir gerðar í skýrslu nefndarinnar við undirbúning flugsins, m.a. hafi jafnvægisútreikningar ekki verið réttir og ekki haganlega gengið frá fluggögnum. Blix harðorður Hans Blix, fráfarandi yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, fer hörðum orðum um „óþokka“ í Washington, sem hann segir hafa tekið þátt í rógsherferð á hendur sér fyrir stríðið í Írak. Morgunblaðið/Hafþór Rússneska fiskflutningaskipið Ikar kom með rússafisk til Jökuls á Raufarhöfn sl. fimmtudag, 5. júní. ERFIÐLEIKANA í rekstri Jökuls á Rauf- arhöfn má m.a. rekja til undirboða Kínverja á fiskmörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Sterkt gengi íslensku krónunnar hefur einnig mikil áhrif. Vinnsla á pækilsöltuðum flökum hefst eftir sumarfrí að afloknum miklum breytingum í vinnslusal. Margrét Vilhelmsdóttir, framkvæmdastjóri Jökuls ehf. á Raufarhöfn, segir að fyrirtækið eigi um 230 tonn af hráefni sem dugi fram að sumarlokun, 30. júní, og eitthvað eftir sumar- frí, sem lýkur 11. ágúst. Hún segir að margir pólsku starfsmannanna fari utan í fríinu og heimafólk fari í frí sem ráðist af lokunum skóla og leikskóla og að ekki hafi tekist að manna sumarafleysingastöður. Fiskur frá Kína og of hátt gengi Margrét segir að erfiðleikarnir í rekstrinum séu mikið til vegna undirboða Kínverja en vandinn sé ekki bundinn við Raufarhöfn. Hún segir jafnframt að alls staðar í venjulegum frystihúsum séu erfiðleikar vegna mjög sterks gengis krónunnar, sem lækki afurðaverð í er- lendri mynt. „Kínverjar kaupa fisk frá Bar- entshafi og að mér skilst vinna þeir líka al- askaufsa. Þeir vinna orðið flestar fisktegundir og bjóða vöruna á mun lægra verði á mörk- uðunum í Evrópu og sérstaklega í Bandaríkj- unum.“ Margrét segir Kínverja samkeppnishæfa í gæðum en þó sé eitthvað enn um að þeim sé ekki fyllilega treyst þegar komi að gæðamál- um. Kínverjar séu ekki alltaf reiðubúnir til þess að upplýsa um allt ferlið. „En launahlut- fallið virðist nánast ekki vera neitt hjá þeim. Þeir handskera allan fisk og það virðast engin vandamál vera þegar kemur að skurði, það liggur við að þeir geti skorið lógó viðskiptavin- anna út í fiskinn.“ Hún segir að Kínverjarnir hafi verið að selja á verði sem menn skilji ekki, verðið sé nánast það sama og hráefnið sé selt á. Þeir reikni sér ekkert í rekstur. Margrét segist ekki vita hvort Kínverjar hafi undirboð- ið markaðinn til þess að koma sér inn á hann. „Við ætlum að snúa okkur að annarri vinnslu, að vinna pækilsöltuð flök fyrir Suður- Evrópumarkað,“ segir Margrét. Þessi breyt- ing þýði fækkun starfsfólks, stöðugildi verði um tuttugu í vinnslunni. Hráefnið verði hvort tveggja rússafiskur og bátafiskur. „En við eig- um eftir að sjá hvernig okkur gengur að fá bátafisk. Ef eitthvað verður úr öllum loforð- unum sem voru gefin fyrir kosningar breytir það aðstæðum á þessu svæði,“ segir Margrét og rifjar upp hluta kosningaloforðanna. „Það var talað um að hækka löndunarskyldu á bátana og einnig var talað um einhverja línuí- vilnun sem þýddi að þá yrði meira landað af aflanum og það ekki bara hér heldur á Norð- austurlandi.“ Pækilsöltuðu flökin eru unnin þannig að fiskurinn er flakaður og flökin síðan snyrt með roði og beini, lögð í pækil, ýmist yfir nótt eða tvær. Síðan er hann lausfrystur og fluttur til S-Evrópu. Margrét segir að sér skiljist að pækilsaltaði fiskurinn sé „notaður af hag- kvæmnisástæðum af húsmæðrum“ í staðinn fyrir saltfisk, sem þurfi að útvatna. Hún segir jafnframt að þessi markaður hafi farið vax- andi. „Þessi vinnslumáti er ekki eins frekur á starfsfólk og fyrri vinnsla og því verður starfs- fólki fækkað,“ segir Margrét. „Vinnslan er hraðari bæði í snyrtingu og pökkun. Við byrj- um með 20 manns en hvað verður eftir ár er aldrei að vita.“ 50–60 tonn af hráefni muni fara í gegnum húsið á viku eins og verið hafi, veltan og magnið verði svipað en mun færra starfs- fólk þurfi til að vinna hráefnið. Vinnslan í Kína veldur erfiðleikum 12. júní 2003 Tillögur Hafró um hámarksafla, raunir bátsmannsins, staðsetning fiskiskipanna og góð rækjuveiði. Landið og miðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu KRISTJÁN G. Jóakimsson, framkvæmda- stjóri vinnslu- og markaðsmála hjá Hrað- frystihúsinu-Gunnvöru hf., segir að til lengri tíma litið sé líklegt að þorskeldi í stórum stíl verði aðeins rekið á þann hátt að framleidd séu seiði úr hrognum til sláturhæfs fisks sem aftur byggist á kynbættum eldisstofnum. Fyrirtækið mun setja út um 30.000 þorskseiði nú í júní. H-G hefur mótað stefnu sína í þorskeldi. Gert er ráð fyrir einu öflugu fyrirtæki í seiða- framleiðslu. Þetta fyrirtæki mun væntanlega afhenda seiði sem eru 3–5 g. Þessi seiði þarf síðan að ala áfram þar til þau eru orðin hæf til að fara í flotkvíar. Hjá H-G hf. er miðað við að hægt verði að kaupa 3 til 5 g seiði, sem eru alin áfram í strandeldi áður en þau eru sett í sjókvíar til áframeldis. „Þar sem við vitum í raun mjög lítið um eldi á þorski úr u.þ.b. 5 grömmum og upp í slátur- hæfan fisk fengum við í samstarfi við útibú Hafró á Ísafirði leyfi hjá sjávarútvegsráðu- neytinu til tilraunaveiða á þorskseiðum í Ísa- fjarðardjúpi. Í desember árið 2002 og janúar 2003 fórum við í fyrstu tilraunaveiðarnar. Þótt aflinn hafi ekki verið meiri en um 1.200 seiði á tveimur dögum urðu nánast engin af- föll við veiðar og flutning. Síðastliðið haust fékkst aftur leyfi til veiða á þorskseiðum í Ísafjarðardjúpi til tilrauna- eldis. Veidd voru um 65.000 þorskseiði á um tveimur vikum,“ sagði Kristján í erindi sem hann flutti á aðalfundi Félags fiskeldisstöðva í Neskaupstað. H-G setur út 30.000 þorskseiði nú í júní Morgunblaðið/Alfons Finnsson HAGNAÐUR þeirra tólf útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja, sem birta afkomu sína á vef Kauphallar Íslands, varð um þremur milljónum króna minni fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Tekjurnar nú námu 3.779 milljónum króna, en 6.730 krónum í fyrra. Heildartekjur eru 17,9 milljarðar nú á móti 23 milljörðum í fyrra. Tekjuminnkunin alls nemur 22,4% milli ára. Rekstrargjöld eru 13,9 millj- arðar króna, en voru 16 milljarðar í fyrra. Vergur hagnaður, fyrir af- skriftir og fjármagnsliði, minnkar úr sjö milljörðum á síðasta ári í tæpa fjóra milljarða. Þessi samantekt er birt í Útvegi, fréttablaði LÍÚ, sem nú er að koma út: „Ástæðurnar eru þær helstar að verð sjávarafurða hefur farið lækk- andi á sama tíma og gengi íslensku krónunnar hefur styrkst umtalsvert á milli ára. Þá hefur borist mun minni afli að landi á umræddu tímabili.“ Sem dæmi um tekjusamdráttinn má nefna að frystitogari sem nú land- ar sama farmi af úthafskarfa og á sama tíma í fyrra, fær 20% minna fyr- ir fiskinn. Sé litið tvö ár aftur í tímann er munurinn enn meiri. „Það er ekkert annað að gera í þessari stöðu en að hagræða í rekstr- inum og reyna að lifa við þessar erfiðu aðstæður. Það eru engar töfralausnir til,“ segir Eiríkur Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjarnar Fiskaness. Þess vegna höfum við ákveðið að selja línubátinn Skarf vestur á Rif og taka Ágúst GK í staðinn inn í veið- arnar en honum hefur nýlega verið breytt frá grunni í afkastamikið línu- skip. Þá munum við hætta ísfiskveið- um togaranna Sturlu og Þuríðar Hall- dórsdóttur. Sturlu verður lagt og hann settur á sölulista, en framtíð Þuríðar er óákveðin að öðru leyti en því að hún hættir ísfiskveiðunum. Þessir togarar hafa veitt í gáma til út- flutnings, en það er afar ótrygg leið. Því færum við veiðiheimildirnar af þessum skipum yfir á önnur í eigu okkar til að auka nýtingu á þeim,“ segir Eiríkur Tómasson . Tekjutap vegna hás gengis krónunnar                                       ! "#  $ "%      Þorbjörn Fiskanes hættir veiðum tveggja ísfisktogara ÞETTA er óábyrgt og ófaglegt. Ef til vill hafa Íslendingar haldið að þeir hefðu tak á okkur vegna loðnunnar. En það er bara ekki raunin.“ Þessi orð eru höfð eftir Audun Maråk hjá Fiskebåtredernes Forbund í Noregi, hlið- stæðu LÍÚ í Noregi, í norska dagblaðinu Fiskeribladet sl. þriðjudag, 10. júní. Tilefnið var að viðræðum íslenskra og norskra stjórnvalda um nýjan síldarsamning hafði verið frestað í annað skipti á stuttum tíma. Í viðtalinu við Fiskeribladet segir Audun Maråk jafnframt að hann hafi á tilfinningunni að Íslendingar hafi talið að Norðmenn yrðu fúsir til að skipta á loðnu og síld. „En við erum ekki tilbúnir til þess,“ segir hann. „Það er ekki komin nein dagsetning,“ sagði Árni M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra þegar hann var hvort dagsetning væri komin á samn- ingaviðræður við Norðmenn um loðnukvóta. Engin dagsetning ákveðin Aflatölur MEÐ tilkomu Versins á ný hafa orðið ýmsar breytingar frá því sem verið hefur. Til að auka rými í blaðinu hefur kortið með staðsetn- ingu fiskiskipanna verið minnkað og hið vikulega yfirlit yfir afla skip- anna verið fært yfir á netið á mbl.is. Þar er það öllum opið. Til að finna það er fyrst farið á mbl.is. Síðan er smellt á reitinn Morgunblaðið. Þar neðst til hægri er reitur sem heitir aukaefni og í honum er svo smellt á aflatölurnar. SR-mjöl hf. er nýtt félag í eigu Síldarvinnslunnar hf. og mun það sjá um sölu á mjöli og lýsi fyrir Síldarvinnsluna. Einnig mun það sjá um sölu á mjöli og lýsi fyrir Samherja hf. á sama hátt og SR- mjöl gerði fyrir sameiningu við Síldarvinnsluna hf. Að auki mun félagið sjá um sölu á lýsi og mjöli fyrir Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Á síðasta ári nam lýsisfram- leiðsla fyrrnefndra fyrirtækja 51.150 tonnum og mjölframleiðsl- an var 137.000 tonn. SR-mjöl hf. hefur ennfremur annast sölu á af- urðum nokkurra erlendra fram- leiðenda. Á síð- asta ári nam heildar- söluverðmæti mjöls og lýsis hjá SR-mjöli um tíu milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að Samherji hf. og Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. geti orðið hluthafar í SR-mjöli hf. Finnbogi Jónsson, stjórn- arformaður Samherja hf. og stjórnarmaður Síldarvinnslunnar hf., verður framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis. Síldarvinnslan hf. stofnar sölufyrir- tækið SR-mjöl hf. Finnbogi Jónsson PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  ÁSTANDIÐ á íslenskum fjár- málamörkuðum er einstakt um þessar mundir að mati Eddu Rósar Karlsdóttur, forstöðu- manns greiningardeildar Landsbankans. Segir hún að það sé sama hvort menn séu að fjárfesta í skuldabréfum eða hlutabréfum, hvorutveggja sé að hækka og hafi hækkað mikið frá áramótum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 7,9% frá áramótum. Gengi flokks 40 ára húsbréfa með gjalddaga árið 2037, sem sýnt er á meðfylgjandi korti, hefur hækkað um 10,7% frá áramót- um. Edda segist í samtali við Morgunblaðið telja að áhugi á íslenskum hlutabréfum erlendis frá sé enginn og hækkanir á hlutabréfum séu um garð gengnar nema eitthvað óvænt komi upp á. Undir þetta tekur Þórður Pálsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings Búnaðarbanka, en hann segist búast við að bréf lækki almennt lítillega frekar en hækki, en þó með þeirri undantekningu að fyrirtæki með mikil umsvif er- lendis gætu komið á óvart eins og hann orðar það. Hækkanirnar á hlutabréfa- markaði skýrast að mati beggja af afskráningum félaga úr Kauphöllinni og því að fjárfest- ar hafi leitað með fé sitt úr þeim félögum og í önnur félög, eink- um stór félög með mikla veltu. Um 19 milljarðar króna hafa streymt inn á hlutabréfamark- aðinn í kjölfar afskráninga fé- laga úr Kauphöll Íslands. Þórður segir að íslenski hlutabréfamarkaðurinn sé orð- inn ákaflega þröngur. Athygli veki að hlutabréf einungis tíu af félögunum fimmtán, sem voru valin inn í Úrvalsvísitöluna fyrr í vikunni, hafi verið með veltu yfir einn milljarð króna. Áfram skuldabréfaáhugi Öðru máli gegnir um skulda- bréfamarkaðinn en hlutabréfa- markaðinn hvað áhuga erlendis frá varðar, en þar hefur áhugi erlendra fjárfesta haldið uppi stighækkandi verði og sífellt lægri ávöxtunarkröfu, en ávöxt- unarkrafa skuldabréfa hefur ekki verið lægri síðan síðla árs 1999, sem þýðir að verð bréf- anna hefur ekki verið hærra frá sama tíma. Edda Rós segir að fjárfestar muni halda áfram að koma inn svo lengi sem ávöxtunarkrafan lækkar, en það sé m.a. háð áframhaldandi eftirspurn og væntingum um alþjóðavæðingu bréfanna, það er að þau verði skráð í erlend uppgjörskerfi, eins og hugmyndir hafa verið lengi um í bönkunum að sögn Eddu, og talað er um í nýlegu minnisblaði félagsmálaráðherra um húsbréfakerfið. Edda telur einnig að þegar tekið sé mið af vöxtum sam- bærilegra erlendra ríkisbréfa þá geti íslensk skuldabréf enn lækkað. Bjartsýnn á skuldabréfin Þórður Pálsson segist bjart- sýnni á skuldabréfamarkaðinn en hlutabréfamarkaðinn, enda raunvextir mjög háir í bæði sögulegu ljósi og alþjóðlegum samanburði. „Slakinn í hagkerfinu virðist líka vera meiri en almennt var gert ráð fyrir og því búumst við t.d. ekki við að seðlabankavextir verði hækkaðir í ár, raunar telj- um við frekar umhugsunarefni hvort vaxtastigið sé ekki enn of hátt, þótt e.t.v. sé of seint að lækka vexti vegna yfirvofandi stóriðjuframkvæmda,“ sagði Þórður. Miklar hækkanir á ís- lenskum verðbréfum Einungis tíu af þeim fimmtán fyrirtækjum sem koma til með að mynda Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands frá 1. júlí næstkomandi eru með meira en einn milljarð í ársveltu                                   !"#$%&    '             (    )* + ,$ $- VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS TIL Árósa í Danmörku sækir fjöldi Ís- lendinga ár hvert. Sigrún Þormar hagfræð- ingur hefur verið búsett í Árósum síðastliðin 22 ár og í fyrrasumar setti hún á laggirnar þjónustu til aðstoðar Íslendingum sem þang- að stefna. Sigrún fékk hugmyndina fyrir tveimur árum en fyrirtæki hennar, www.sigrunthormar.dk, býður upp á al- hliða þjónustu við Íslendinga. Ásamt eigin- manni sínum hefur hún rekið markaðsráð- gjafarfyrirtækið Sibba Aps í 13 ár. „Ég er búin að reka fyrirtæki hérna og stofna nokkur til viðbótar fyrir aðra Íslend- inga hérna. Ég hef því komið nálægt ýmsum rekstri og þekki kerfið vel. Fólk hefur verið að biðja mig að hjálpa sér með eitt og annað. Fyrir tveimur árum kom kunningjakona mín til mín og vildi komast til Danmerkur í lista- nám. Hana vantaði húsnæði, bíl, góðan skóla fyrir dóttur sína, bankareikning, tryggingar, síma og allt hvað eina. Ég hjálpaði henni að útvega þetta allt saman og hún gat flutt inn um leið og hún kom,“ segir Sigrún. Hún segir þetta hafa spurst út og í kjölfar- ið hafi hún ákveðið að koma upp fyrirtæki í kringum þjónustuna. „Í fyrrasumar hafði maður frá Hornafirði samband við mig sem var að koma hingað með alla fjölskylduna. Hann spurði hvort ég vildi hjálpa sér að koma sér upp heimili hér í Árósum og sagð- ist vilja borga mér fyrir þessa þjónustu. Þar kviknaði hugmyndin að rekstrinum.“ Starfsemin fór rólega af stað að sögn Sig- rúnar en frá áramótum hefur síminn vart stoppað. „Nú fæ ég minnst eina eða tvær fyrirspurnir á dag, flestar frá náms- mönnum.“ Sigrún segist reyna að veita fólki alla þá þjónustu sem það þarfnast, hvort sem það er húsnæði, atvinna, aðstoð við skattframtal, bílakaup, nettengingu eða eitthvað annað. „Ég reyni að finna út hvað það vantar og geri tilboð út frá því. Það er alltaf gert sam- komulag fyrirfram um greiðslu fyrir þjón- ustuna,“ segir Sigrún. Þ J Ó N U S T A Aðstoð við flutninga til Danmerkur Námsmenn leita mikið eftir að- stoð við húsnæðisleit í Árósum S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Orka úr iðrum jarðar Vetni og jarðvarmi sem orkugjafi 8 Verslun á Netinu Árangur fyrirtækja á Netinu er misjafn 4 HAFÞÓR TEKUR FLUGIÐ HJÁ ATLANTA Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónustan 31 Erlent 12/15 Viðhorf 32 Höfuðborgin 16 Minningar 32/38 Akureyri 16/17 Bréf 40 Suðurnes 18 Kirkjustarf 41 Landið 19 Dagbók 42/43 Neytendur 20 Íþróttir44/47 Listir 21/25 Fólk 48/53 Menntun 26 Bíó 50/53 Umræðan 27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * HNÚFUBAK má sjá víða í sjónum í kringum landið. Hnúfubakar eru að jafnaði 12 til 19 metrar á lengd og vega 25 til 48 tonn, en sporðaköst þeirra vekja jafnan hrifningu sem og blásturinn, enda tilkomumikil sjón. Þessi glæsilegi hnúfubakur sýndi sínar bestu hliðar í Eyjafirði á dögunum og spókaði sig í kvöldsól- inni – alsæll í kyrrum sjónum. Fjær má sjá Hrólfssker í mynni fjarð- arins. Morgunblaðið/Friðþjófur Hnúfubakur spókar sig í kvöldsólinni PILTUR um tvítugt var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um að hafa skorið karlmann í andlitið í Bankastræti að morgni sunnudags. Pilturinn var handtekinn á mánudag og hefur játað að nota hníf í átökum þeirra á milli. Í haldi vegna árásar KARLMAÐUR sem lögreglan í Ísafirði sleppti lausum í gær sagði við yfirheyrslur að hann hafi sjálfur ætlað að nota 76 grömm af hassi og fjögur grömm af amfetamíni sem fundust á honum þegar hann kom til Ísafjarðar í gær. Málið var rannsakað með tilliti til þess að um tilraun til sölu og dreifingar á fíkniefnum hafi verið að ræða. Tekinn með 76 g af hassi RÚMLEGA fertugur karlmaður var í gær dæmd- ur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að falsa peningaseðla, samtals að fjárhæð 696.000 krónur, og fyrir að falsa undirskrift á 600.000 króna sjálfskuldarábyrgð vegna yfirdráttar á tékkareikningi sínum. Maðurinn notaði falsaða seðla að fjárhæð tæp- lega 50.000 krónur í ýmsum viðskiptum og gaf fé- laga sínum nokkra seðla en meginhlutann afhenti hann lögreglu þegar hún gerði húsleit á heimili hans. Maðurinn játaði peningafölsunina greiðlega og kvaðst hafa notað tölvu og skanna við verkið. Seðlana prentaði hann með tölvuprentara á ljós- ritunarpappír. Hann kvaðst ekki hafa ætlað að setja þá í umferð en kenndi annarlegu ástandi og lyfjaneyslu um. Maðurinn neitaði á hinn bóginn að hafa falsað undirskrift fyrrverandi eiginkonu sinnar á sjálf- skuldarábyrgðina. Rithandarsérfræðingur taldi að rithöndin væri fölsuð og þótti dómnum að eng- um öðrum væri til að dreifa en ákærða. Tölva og prentari gerð upptæk Við ákvörðun refsingar var litið til þess að mað- urinn játaði peningafölsunina en einnig var litið til þess að brot hans beindust gegn miklum þjóð- hagslegum hagsmunum. Þá hefði hann verið „nokkuð stórtækur“ við fölsunina. Auk skilorðs- bundinnar refsingar voru tölvan og prentarinn gerð upptæk. Guðjón Magnússon, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, sótti málið en Gissur Kristjánsson hdl. var skipaður verjandi. Hjördís Hákonardóttir, héraðsdómari í Reykjavík, kvað upp dóminn. „Nokkuð stórtækur“ við peningafölsun Sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fölsun MAÐURINN var dæmdur fyrir að nota átta 5.000 króna seðla, þrjá 2.000 króna seðla og einn 500 króna seðil í ýmsum viðskiptum í febrúar og mars árið 2001. 16. febrúar Við kassauppgjör á bensínstöð ESSO í Hveragerði kom í ljós falsaður 500 króna seðill. 7. mars Greitt með fölsuðum 5.000 króna seðli á bensínstöð ESSO við Grandaveg í Reykja- vík. 9. mars Veitingamaðurinn á nektarstaðnum Café Bóhem kærði peningafals til lögreglu. Lagði hann fram fjóra 5.000 króna seðla og einn 2.000 króna seðil sem hann sagði að hefðu verið notaðir til að greiða fyrir drykk og einkadans. Sama kvöld greiddi nektar- dansmey á Bóhem fyrir heimsenda pitsu frá Pizzahöllinni með fölsuðum 5.000 króna seðli. 12. mars Piltur notaði falsaðan 5.000 króna seðil til að kaupa vörur í söluturni. Kvaðst hann hafa fengið seðilinn á veitingahúsinu Mónakó á Laugavegi. Sama dag var tilkynnt um falsaða 5.000 og 2.000 króna seðla í vörslu Búnaðarbankans í Glæsibæ. 10. apríl Falsaður 2.000 króna seðill fannst í uppgjöri frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Einkadans og bensín Á FUNDI bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar í fyrradag lagði Lúðvík Geirsson bæjarstjóri fram tillögur um rammafjárhagsáætlun fyrir ár- in 2004 til 2006 og stjórnsýslu- breytingar. Í tillögunum er gert ráð fyrir allmiklum skipulags- breytingum á rekstri Hafnarfjarð- arbæjar. Breytingarnar munu hafa í för með sér nokkra fækkun á starfsmönnum á bæjarskrifstofu. Gera má ráð fyrir að nokkrum verði sagt upp; aðrir fluttir til í starfi auk þess sem ekki verði ráð- ið nýtt fólk í stað þess sem hættir. Breytingarnar fela í sér að kjarnasvið hjá Hafnarfjarðarbæ verða þrjú: fjölskyldusvið, fræðslu- svið og umhverfissvið. Rekstrar- svið og þjónustusvið munu starfa þvert á þessi þrjú grunnsvið. Skipulagsbreytingarnar eru til meðhöndlunar hjá ráðum og nefnd- um bæjarins en gert er ráð fyrir að málið verði afgreitt á bæjar- stjórnarfundi 24. júní nk. Tilfærslur og uppsagnir Á fundi bæjarstjórnar á þriðju- dag var samþykkt að vísa fram- komnum tillögum til síðari um- ræðu og frekari umfjöllunar í ráðum bæjarins og síðari umræðu í bæjarstjórn með sex atkvæðum fulltrúa meirihlutans en minnihlut- inn sat hjá. „Það er ljóst að þær tillögur sem lagðar voru fyrir eru síðari áfangi í ákveðinni uppstokkun og hagræð- ingarvinnu sem við höfum boðað. Meginþátturinn í tillögunum miðar að því að gera rekstrar- og þjón- ustusviðin að stoðsviðum í okkar stjórnkerfi. Það verður því um þó nokkrar tilfærslur á starfsfólki að ræða af rekstrar- og þjónustu- deildum á öðrum sviðum yfir á þessi aðal rekstrar- og þjónustu- svið. Það liggur líka fyrir að það verður um nokkrar breytingar að ræða þannig að það verða lagðar niður einstaka stöður og breytt í stjórnsýslu, fyrst og fremst á tæknisviði. Það er engin launung að þessu munu fylgja einhverjar uppsagnir. Hversu miklar þær verða læt ég ósagt en hugsanlega í kringum tíu manns,“ segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri. Skipulagsbreytingar hjá Hafnarfjarðarbæ Líklegt að um tíu manns verði sagt upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.